Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 24
. ....... Þeir kalla það gengis„sig" Krónan hefur fallið um 12,7% gagnvart dollar — síðan gengið var fellt í fyrra Gengissig krónunnar heldur látlaust áfram. Með þeim hætti hefur gengið verið fellt um 12,7 af hundraði gagnvart dollar siðan hin opinbera gengisfelling varð i fyrra. En það fer minna fyrir gengissiginu. Það gerist smám saman og er yfirleitt ekki i fréttum. Bandarikjadollar er nú kominn i 171,30 krónur en hann stóð i 149,60 eftir að hin opinbera gengisfelling var gerð 14. febrúar i fyrra. Þetta er hækkun á gengi dollars gagnvart krónu um 14,5 prósent sem þýðir 12,7 prósent lækkun krónunnar gagnvart þessum aðalgjald- miðli. Dollarinn vegur lang- þyngst allra mynta i viðskiptum okkar. Gagnvart flestum öðrum gjaldmiðlum hefur gengi krónunnar einnig fallið, það er að segja gengi þeirra gagnvart krónu hefur hækkað. Nemá pundið. Sterlingspund kostaði eftir gengisfellinguna i fyrra 357.80 krónur en kostar nú 347.90 krónur. Pundið hefur sem sé lækkað um 2,8 prósent. En það breytir ekki myndinni. Dönsk króna kostaði eftir gengisfell- inguna 27.0030 islenzkar en kostar nú 27.8245 islenzkar. Sú danska hefur hækkað um 3 prósent. Norsk króna kostaði eftir gengisfellingu hinnar islenzku i fyrra 29.9720 islenzkar en kostar nú 30.8530. Sú norska hefur hækkað um 3 prósent. Þá hefur sænska krónan hækkað um 3.8 prósent gagn- vart hinni islenzku á timabilinu, úr 37.6385 islenzkum i 39.0810. Vestur-þýzkt mark hefur hækkað um 2,5 prósent, úr 64.4555 i 66.0630, og svissneskur franki hækkað um 8.4 prósent, úr 60.7590 i 65.8680. Svissneski frankinn er nú næstum búinn að ná v-þýzka markinu. Hollenzk gyllini hafa hækkað um 3.7% úr 62.0050 islenzkum fyrir hvert gyllini i 64.2795 islenzkar, —HH TALNINGARVÉLAR SMÁMYNTAR í BÖNKUM VIÐSJÁRVERÐAR? Komið er i ljós að viðskipta- vinir banka vantreysta og telja raunar að vélar þær er bankar hafa til að telja smámynt telji ekki 'rétt. Þess munu dæmi að fólk, sem margtalið hefur smámynt er það hefur ætlað að leggja inn og telur sig þvi með vissu vita hverja upphæð er um að ræða, er sagt hafa mistalið sig þegar vélin hefur ,,farið höndum” um peningana. t einum banka skeði það að mismunur varð á margtöldu fé innleggjanda og vélarinnar i bankanum sem nam 205 krónum af rúmlega 13000 kr. upphæð. Stúlka sem i bankanum vann kvað útilokað að vélin misteldi. Reis þá upp annar starfsmaður bankans og kvaðst hafa rekið sig á að vélinni gæti skeikað en það væri þó aldrei nema á þann veg að hún gæfi upp hærri upp- hæð en hún tæki á móti. Mistalning á hinn veginn hefði aldrei átt sér stað hjá vélunum. Eftir að peningum hefur verið hellt i talningarvélina er ekki hægt að handtelja á ný þvi peningarnir hafa þá blandazt peningum sem fyrir voru. Blaðið ræddi þessi mál við tsak örn Hringsson, aðalféhirði Útvegsbankans, en það var ekki sá banki sem i hlut átti i dæminu sem nefnt var hér að framan. Hann kvað talningarvélarnar hjá bönkum hér vera af tveimur gerðum. önnur tegundin hefur geislateljara en hin ekki. Hann kvað þess dæmi að peningur dytti um stærra gat en ráð væri fyrir gert, t.d. 50-eyringur i krónugat eða 5 kr. peningur i krónugat. Taldi tsak að slikur peningur kæmi ekki fram i talningunni. tsak taldi að cítast væri það þó bankanum i óhag ef vélin teldi ekki rétt. Einstaka aðilar hefðu kvartað um mis- mun á talningu vélarinnar en i öllum tilfellum heíði verið um svo smáar upphæðir að ræða að alvarleg kvörtun hefði ekki komið fram. ASI. Talningarvél smámyntar i banka. Db-mynd Bjarnleifur. #/ Dómsmálaráðuneytið um Geirfinnsmálið: „HELBER ÓSANNINDI AÐ RANNSÓKN HAFI VERIÐ STÖÐVUÐ" „Það sem ég vil segja um málið af hálfu ráðuneytisins að svo komnu máli er það fyrst og fremst að send verður greinar- gerðtil fjölmiðla þar sem hug- myndum um það að ráðuneytið hafi gripið fram fyrir hendur rannsóknarlögreglumanna er lýst sem algerlega ósönnum,” sagði Baldur Möller ráðunevtis- stjóri i dómsmálaráðuneytinu i viðtali við Dagblaðið. ,,Ég á á- kaflega bágt meðað trúa þvi að ummæli, sem höfð eru eftir Hauki Guðmundssyni rann- sóknarlögreglumanni i Kefla- vik, sé rétt farið með,” sagði Baldur ennfremur. Sagði hann að fógetanum i Keflavik hefði verið sent bréf þar sem fyrirskipuð var frekari aukarannsókn i smyglmáli þvi er hér um ræðir og þar hefðu rannsóknarlögreglumenn frem- ur verið hvattir til dáða heldur en hitt. —HP. VARÐHALDSÚRSKURÐIR KÆRÐIR TIL HÆSTARÉTTAR Tveir varðhaldsúrskurðir Sakadóms hafa nú verið kærðir til Hæstaréttar. Greinargerðir lögmanna verða lagðar fram á mánudaginn. Mun Hæstiréttur dæma i málinusvo fljótlega sem unnt erþegar honum hafa borizt nauðsynleg gögn. Þrfr menn voru handteknir á mánudagsmorgun og úrskurð- aöir i 45 daga gæzluvarðhald, einsog fram hefur komiði frétt- um. Aö sögn rannsóknarlög- reglunnar var þetta gert I beinu framhaldi af upplýsingum sem fram komu við yfirheyrslur á mönnum þeim sem játuðu að hafa.orðið bariamenn Guð- mundar Einarssonar og rann- sókn þess máls. Einnig kom fram, að taliö var, að þeir þrir menn sem handteknir voru á mánudaginn var byggju yfir vitneskju sem varpað gæti Ijósi á afdrif Geir- finns Einarssonar. Voru þessum mönnum skip- aðir réttargæzlumenn, svo sem lög gera ráð fyrir. Hafa nú lög- menn tveggja þeirra sem úr- skurðaðir voru kært úrskurðinn til Hæstaréttar. Telja þeir að úrskurðurinn sé ekki studdur haldbærum rökum og hyggjast nú hnekkja honum fyrir æðra dómi, sem fyrr segir. Ekki er vitað hvort áformað er að kæra úrskurð þriðja mannsins að svo komnu máli. Eðli málsins samkvæmt ber að hraða dómsuppsögn i kæru- máli þessu. Ekki léttir kæran ein varðhaldinu af þeim, sem úrskurðinum sættu, en dóms- uppsögn má ekki dragast lengur en tvær vikur eftir að skjöl öll, þar á meðal ný sakargögn, hafa borizt Hæstarétti. —BS— fijálst, óháð dagblað Laugardagur 31. janúar 1976. Bensínið fer í kr. 64.00 lítrinn Bensinið hækkar i kr. 64.00 litrinn samkvæmt heimildum sem Dagblaðið telur öruggar. Blaðið hefur skýrt frá þvi að Verðlagsnefnd hafi fjallað um umsóknir oliufélagánna um verðhækkun á bensini og olium vegna verðhækkana erlendis á þessum vörum. Þau telja sig hafa orðið fyrir veru- legu tjóni vegna tregðu verð- lagsyfirvalda til að leyfa hækkun á söluverði. Hafa i þvi sambandi vérið nefndar 600 milljónir króna á árinu 1975. Er nú talið vist að ekki verði lengur staðið gegn umsóknum þessum og að leyft verði að hækka bensin um 4 krónur litrann einhvern næstu daga. Fólk flyzt óðum til Kópaskers — Búið ó öllum bœjum ó Leirhöfn ,,6g fæ ekki annað séð en ai gott hljóð sé i þeim á Kópa skeri,” sagði Guðjón Peterser hjá Almannavörnum i viðtali við Dagblaðið I gær. „Fólk er óðum að koma til baka, enda er þvi ekkert til fyrirstöðu.” Sagði Guðjón, að nú hefði verið gengið úr skugga um ástand ibúðarhúsa á staðnum og væri talið fullvist, að þau væru örugg til ibúðar. Nægilegt neyzluvatn er nú i þorpinu þvi borholan við frystihúsið hefur nú verið tengd dreifingar- kerfinu i þorpinu. Reyndist það ekki skemmt nema á tveimur stöðum, en Guðjón taldi hins vegar að nokkurn tima tæki að gera við aðalæðina til þorpsins, sem skemmdist mikið i stóra skjálftanum. „Ég hef heldur ekki orðið var við neinn ótta hjá ibúum bæj- anna á Leirhöfn,” sagði Guðjón. „Þar er fólk á öllum bæjum enda er ekki talið að þar verði jarðskjálfti neitt frekar en annars staðar.” HP

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.