Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 31.01.1976, Blaðsíða 10
70 Pagblaðið. Laugardagur 31. janúar 1976. mBIABW Ifxjálst, nháð dagUað Útgefandi: Dagblaðið hl. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason iþróttir: Hallur Simonarson iiönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson. Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Ilallsson, Helgi Pétursson, Katrin Pálsdóttir, ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. ■ Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson 'Auglýsingastjóri: Ásgeir Hannes Eiriksson 'Dreifingarstjóri: Már E.M. Halldórsson Áskriftargjald 800 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40 kr. eintakið. Blaðaprent hf. Ritstjórn Siðumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og af * greiðsla Þverholti 2, simi 27022. Vanefndir Hvaö er um efndir þeirra fyrir- heita, að nú upp úr áramótum yrði á- kveðið að leggja hluta islenzka fiski- skipaflotans til að vernda þorskinn? Allt bendir til þess, að ekkert eða sama og ekkert verði gert. Ætlunin virðist vera, að við fljótum sofandi að feigðarósi. Fræðimennirn- ir, fiskifræðingarnir, hafa sagt okkur, hvernig mál- in standa, en það nægir ekki fremur venju. Jafnvel útgerðarmenn og sjómenn viðs vegar um landið hafa skilið hættuna og gert fjölmargar samþykktir um takmörkun veiða, enda þótt þessar stéttir yrðu fyrstar til að tapa tekjum við minnkun veiða. En stjórnvöld gera ekki neitt. Stefnt er að þvi að hunza niðurstöður fiskifræð- inganna. í stað þess að fyrir lægi, áður en vetrar- vertið kemst i fullan gang, úttekt á málunum og fundin hefði verið aðferð til að takmarka veiðarnar eftir þörfum, var fiskifræðingum falið að reikna dæmið upp á nýtt. í nýju útreikningunum skyldi gert ráð fyrir, að afli Islendinga i ár yrði engu minni en i fyrra. Auk þess virðist ætlunin, að Bretar gætu fengið 65 þúsund eða kannski allt að 90 þúsund tonn, Vestur-Þjóðverjar það, sem um var samið við þá, og þar fram eftir götunum. Efnahagssérfræðing- arnir i Framkvæmdastofnun héldu áfram að birta i greinargerðum sinum tölur, sem gerðu ráð fyrir ó- breyttum afla frá þvi sem var i fyrra. Undanhaldið er algert. Á meðan er haldið áfram að drepa smáfiskinn og algengt, að stórum hluta aflans sé fleygt, þegar fiskurinn er ekki nógu stór til að standast kröfur. Það eru ekki aðeins Bretar, sem drepa smáfiskinn Við erum sjálfir iðnir við það. ,,Hingað og ekki lengra,” sögðu fiskifræðingarn- ir. Þeir hefðu að visu getað sagt það fyrr, en betra er seint en aldrei. Fyrir stjórnvöld var ekki annað að gera en að fara eftir tillögum fræðimannanna. Það hefði verið erfið ákvörðun, þar sem atvinnulif á ýmsum stöðum hefði orðið fyrir þungum áföllum við minnkun veiðanna. En ekki er betra að draga ákvörðunina á langinn. Það skal viðurkennt, að enginn leikur hefði verið að finna formúlu fyrir takmörkun veiðanna, sem fólk hefði almennt sætt sig við. Við höfum slæma reynslu af kerfi leyfisveitinga. Þá er hætt við, að er- indrekum flokkanna yrði falið að skammta. Við höf- um fengið okkur fullsödd af slikri skömmtun. Rétt- ast hefði verið að takmarka veiðarnar með þvi að leggja auðlindaskatt á útgerðina. Þá mundu þau fyrirtæki, sem bezt bera sig, halda áfram, en þau sem óarðbærust eru, heltast úr lestinni. Þetta væri i samræmi við hagkerfi okkar. Auðlindaskattur væri mikið fyrirtæki, sem ekki verður komið á nema eftir mikla undirbúnings- vinnu. Fiskifræðingar hafa siður en svo dregið i land af þvi, sem þeir höfðu sagt um ofveiði og nauðsyn á takmörkun veiðanna þegar i stað. Það má aldrei verða, að við séum ekki menn til að gera það, sem gera þarf. Kambódía níu mónuðum eftir valdatöku rauðliða: MINNA UM SONG OG MEIRI VINNA Nýju valdhafarnir eru and- vigir áfengisdrykkju og lauslæti — og söng. Þeir vilja að hjóna- vigslur, sem fyrrum voru ein bezta skemmtun landsmanna, séu án söngs og hljóðfæraslátt- ar. Þetta er meðal annars sagan, sem flóttamenn frá Kambódiu segja nú, niu mán- uðum eftir valdatöku kommúnista, Rauðu Khmeranna svokölluðu. Fréttir frá landinu herma að fólk sé látið vinna mikið til ,,að byggja upp sterka Kambódiu”. Norodom Sihanouk prins, sem kallast æðsti maður landsins, kom heim til höfuðborgarinnar Phmom Penh i ársbyrjun eitir langa Afrikuför. Nafni Kambódiu var opinberlega breytt i „lýðræðisrikið Kambódia” og nú stjórnarskrá gerð heyrum kunn. Kambódiu STJORN OLAFS OG GEIRS Við eldri kjósendur höfum lifað margar rikisstjórnir. Enginn stjórnar svo öllum liki, enda litill söknuðurinn þegar þær settu upp tærnar.nema hjá nánasta flokks- liði sem alltaf er sælt i sinni trú. — Svona var þetta um siðustu stjörn, sem var kölluð „vinstri stjörn.” En lengi getur vont versnað. Stjórnar Ólafs og Geirs verður trúlega lengstminnst fyrir tvennt: Fjármála(ó)stjórn og jáog nei-stefnu i landhelgismál- inu. — Eftir að fjárlög höfðu verið opin i báða enda fram eftir ári ’75 var boðuðharðari stefna, t.d. yrði að hætta stórum lántökum erl. En svo spurðistaf alþingi um lántöku hjá aröbum til að borga önnur lán, sfðar stórhækkun á þvi láni. t landhelgismálinu tekur stein- inn úr. Fyrsthinn alræmdi samn- ingur við.V-Þjóðverja. Næst sú tregða Landhelgisgæslunnar og stjórnvalda að hafna skjótvirkri fréttaþjónustu, svo bretar urðu á undan með fréttirnar sem minntu Misskilin samhjálp - i Þess er stundum getið til hátiðabrigða og þegar mikið liggur við að íslendingar hafi öðlazt sina sérstæðu þjóðemis- kennd i sambúðinni við landið, —og lærtaf henni. Hið fyrra má ef til vill til sanns vegar færa en fráleitt væri að telja það sann- mæli að landsmenn hafi lært eitt eða annað af sambúðinni við landið, og má þar mörg rök til færa. Ekki þarf til að nefna nema sambúðina við þær auðlindir sem landinu fylgja, gróður þess og fiskimið sem nú hafa báðar verið fullnýttar, án undangeng- innar viðleitni til þess að hefta, hvað þá að stjórna, eftirtekjum þessara auðlinda i samræmi við aðvaranir sérfróðra manna og tillögur frá þeim. Þó er ef til vill ljósasta dæmið um það hve landsmenn hafa lit- ið lært af sambúöinni við landið — að þegar jarðskjálftar hrista menn og mannvirki á alkunnum eldsumbrota- og gossvæðum, þá er eins og við manninn mælt, hið opinbera bregður við af sinu al- kunna örlæti og lofar lagfær- ingum, skaðabótum og hverju þvi sem stungið er upp á, jafn- vel löngu áður en útséð er um hversu lykta muni þeim ham- förum sem um er að ræða. Það er þvi i hæsta máta und- arlegt að heyra fréttir um það áð nú þegar eru opinberir aðilar búnir að ákveða, að umtals- verðar fjárupphæðir verði veitt- ar til aðstoðar við fólk sem flutzt hefur frá hættusvæðinu á Norð- austurlandi, nánar tiltekið frá Kópaskeri. tbúum þessa byggðarlags hefur verið lofað skaðabótum, endurbætur hafa verið fram- kvæmdar á vatnslögnum húsa og ráðherra lofaði að senda til staðarins eitt stykki disilvél til raforkuframleiðslu. Fjórum milljónum króna hefur einnig verið úthlutað úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga og upphæðin send nú þegar. Allter þetta gert með- an sérfræðingar á sviði jarð- skjálfta og jarðeðlisfræði lýsa þvi yfir að sprungukerfið þar nyrðra sé allt virkt, og er enn ó- vitað hvort nokkuð af þessari aðstoð nýtist eða ekki. Ekki stendur á samhjálpinni. En hvers virði er nú þessi sam- hjálp, eða réttara sagt, hvers virði verðurhún þegar allt kem- ur til alls? Það veit enginn enn sem ekki er von. Hitt er fullvist, að fyrir samfélag, sem ekki hef- ur fleiri ibúa en Kópasker verð- ur engin hjálp i þvi að fá ráð- herra á staðinn til lauslegrar at- hugunar á þvi hversu megi úr bæta og til að taka skyndiá- kvarðanir um einhverja óraun- hæfa samhjálp sem hvorki er fugl né fiskur en býður upp á gyllivonir um að allt sé um garð geng-ið og hver geti gengiö heim til sin að nýju. Og hér er byggðastefnan margrædda i fullu fjöri, sá ó- vættur sem magnaður hefur verið upp af biræfnum atkvæða- veiðurum sem byggja fylgi sitt upp á og njóta hins gallaða kjör-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.