Dagblaðið - 11.02.1976, Síða 4
4
r
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976.
1111 1 l,"“"
* heyrt það?
„Ég hef nú bara ekki
myndað mér skoðun...
Það mun vera samdóma álit þeirra
blaðamanna sem fara út af örkinni
og taka fólk tali fyrir spurningadálka
dagblaðanna, að kvenfólk á öllum
aldri sé slæmt með það að hafa ekki
skokðun á nokkrum sköpuðum hlut.
.Ja, ég hef nú bara því miður ekki
myndað mér skoðun á þessu,” cr
afskaplegá venjulegt svar. Hvernig
væri að fara að mynda sér skoðun.
konur?
Hjólbörur á
pósthúsinu.
Aurar tilheyra löngu liðinni tíð.
Og nú er krónan, þessi grlindvöllur
peningakerfisins, líka að hverfa.
„Gull” peningurinn hverfur en í stað
hans kemur lítilmótlegur álpeningur.
Dæmigert fyrir peningakerfið okkar,
króna, sem eflaust má láta fljóta á
vatni. Verðbólgan virðist cflir nokkra
áratugi ætla að vcrða í sama stíl og
gerðist í Þýzkalandi. Þar hittust
menn á pósthúsinu með hjólbörur
fullar af peningum, þegar þeir scndu
póstinn frá sér.
Smáþjófar og
stórþjófar
Það er ekki úr vegi að hæla
keppinautunum í blaðaheiminum
svolítið. Athyglisvert viðtal birtist
t.d. í Þjóðviljanum á sunnudag. Þar
er rætt við Hildigunni Ólafsdóttur
afbrotafræðing. Hún telur að hætta
eigi eltingaleiknum við smáþjófana,
en snúa sér þess í stað að þeim stóru.
Einhver hreyfing virðist vera á þess-
um málum og vonandi munu dóms-
málayfirvöld halda áfram að fanga
þá sem svindla stórt en hafa flestir
komizt undan lögum. Það er e.t.v.
erfiðara verk að ná í stórmennin en
lítilmagnana, en fengurinn þeim
mun meiri.
Óskemmtilegur starfi?
Oft hefur mér dottið í hug hvort
þeir skrifarar dagblaðanna, sem
ætlað er að fylla daglegan kjaftadálk,
séu ekki einhverjir ólukkulegustu
menn blaðamannastéttar. Menn
þessir eru oft gjörsamlega efnisþrota
og líklega setur dálkahöfundur
Tímans, sá sem skrifar Á víðavangi,
margfalt met í ritræpu sinni. Oft
virðist sem fokið sé í hvert skjól fyrir
vesalings manninum. Þó má virða
höfundi það til vorkunnar að hann
hefur látið af skrifum um bók-
menntir og menningarmál. Þar
komst hann að þeirri merku niður-
stöðu að Snjólaug Bragadóttir væri
að gæðum til á við Véstein Lúðvíks-
son!
o
Síðasti olíudropinn
Olíufélögin barma sér ekki síður
en aðrir í þessu landi' Þjóðaríþrótt
þá stunda bæði fyrirtæki og
einstaklingar. Olíufélagið hf., hefur
þó með hagsýni og ráðdeildarsemi
komið sér upp ágætu húsi við Suður-
landsbraut og reyndar er það til
fyrirmyndar um margt bæði,
frágang og skrcytingar. Á myndinni
eru þeir listamenmrnir Magnús
Tómass., og Jóhann Eyfells að koma
skúlptúr fyrir utan dyra. Aðspurðir
hvert nafnið væri sögðu þeir
kankvísir: „Ætli það sé ekki Síðasti
olíudropinn?”
Þingmaður gerir tillögu um byltingu
„HMASPURSMAL HVENÆR
NÚVERANDIKERFIHRYNUR”
Lífeyrisgreiðslur
gerðar mannsœmandi
Býlting í tryggingamálum, það er
hvorki mcira né minna, sem Guð-
mundur H. Garðarsson alþingis-
maður (S) hefur lagt til. Þingmaður-
inn segir að það sé „tímaspursmál”
hvenær núverandi kerfi hrynji til
grunna „af peningalegum og félag-
legum ástæðum”.
„Með frumvarpi þessu um
Lífeyrissjóð íslands er lagt til að
grundvallarbreyting verði gerð á líf-
eyristryggingakerfi þjóðarinnar,”
segir Guðmundur. „Markmið breyt-
ingarinnar er að allir hafi sama rétt
til fullnægjandi ellilífeyristrygginga á
grundvelli ævitekna, jafnframt því
sem tryggt er að allir njóti ákveðins
lágmarksellilífeyris er sé í samræmi
við framfærslukostnað og verðlags-
þróun á hverjum tíma.
Þá er það veigamikið atriði í þessu
frumvarpi að það tryggir öllum kon-
um jafnan rétt til ellilífeyris á við
karla, óháð því hvert er starf þeirra
eða staða í þjóðfélaginu. Þar með er
öllum húæsmæðrum tryggður fullur
réttur til ellilífeyris á við annað vinn-
andi fólk og lífsstarfi húsmæðra þar
með gefið ákveðið verðmætis gildi,”
segir Guðmundur.
Iðgjöld í samræmi
við þörf og verðlag
Frumvarpið felur í sér þá grund-
vallarbreytingu frá núverandi trygg-
inga- og lífeyrissjóðakerfi, að í stað
svonefnds uppsöfnunarkerfis, sem
felst í tugum smárra og stórra sjóða,
er tekið upp einfalt,,gegnumstreymis-
kerfi”, sem þýðir að iðgjöld verða á
hverjum tíma ákveðin í samræmi við
tryggingarþörf og verðlag þegar
greiðslur eiga sér stað. Með þessu er
stefnt að mikilli hækkun ellilífeyris
og öðrum bótum.
Nú safnast milljarðar króna í um
100 lífeyrissjóðum landsins. Verð-
bólguþróun undangenginna ára og
grundvallaratriði í reglugerðum sjóð-
anna, að því er tekur til sjóðmyndun-
ar til lengri tíma, útiloka að óverð-
tryggðir lífeyrissjóðir geti innt af
hendi fullnægjandi lífeyrisgreiðslur.
Þrátt fyrir hugmyndir um verðtrygg-
ingu á útlánum sjóðanna er fyrirsjá-
anlegt að* það mun ekki nægja til að
greiða viðunandi ellilífeyri hjá fjölda
sjóða. „Fé lífeyrissjóðanna brennur
því stöðugt í báli verðbólgunnar en
aldrað fólk komið á ellilífeyrisaldur
situr eftir með sárt ennið,” segir
Guðmundur.
Fá nú lítið
og mestallt frá
T ryggingastof nun
Sem dæmi um núverandi ástand
má taka ellilífeyrisþega óverðtryggðs
lífeyrissjóðs sem hóf töku ellilífeyris
árið ’70. Almennur láglaunamaður
hefði þá getað fengið 7200 krónur á
mánuði úr lífeyrissjóði sínum á
grundvelli þáverandi kaupgjalds og
miðað við 60 prósent réttindi ! Nú
fengi hann enn óbreytta krónutölu
úr sjóðnum, en hann fengi frá Trygg-
ingastofnuninni 16.139 krónur sem
Guðmundur Garðarsson í kaffitíma í Alþingi í gær. Hann vill bylta öllu og
breyta í málefnum lífeyrissjóðanna (DB-mynd R.Th.Sig.)
grunnlífeyri og 11.150 krónur sem
tekjutryggingu. Hann fær því samtals
34.489 krónur, þar af 27.289 frá
Tryggingastofnuninni, sem eru 79
prósent af því sem hann fær. Lífeyris-
sjóður hans er máttlaus.
Ellilífeyrir,
örorkulífeyrir,
barnalífeyrir
og fæðingarlaun
Guðmundur vill stofna einn alls-
herjar lífeyrissjóð fyrir landsmenn.
Lífeyrissjóður fslands skuli í framtíð-
inni greiða öllum landsmönnum líf-
eyri. Honum þykir ekki rétt að láta
núverandi lífeyrissjóði renna inn í
þennan lífeyrissjóð heldur verði þeim
breytt í lánasjóði í vörzlu og eigu
þeirra aðila sem hafa myndað sjóð-
ina. „Með því að breyta þeim í
lánasjóði geta þeir í nánustu framtíð
fullnægt því hlutverki sem þeir hafa
gert á undangcngnum árum,” segir
þingmaðurinn. „Hugsanlegt er að
aðilar komi sér saman um að ákveðn-
ar greiðslur, til dæmis eitt prósent af
dagvinnulaunum, skuli renna í þessa
sjóði...”
Lífeyrissjóður íslands á samkvæmt
frumvarpi Guðmundar að veita elli-
lífeyri, örorkulífeyri og barnalífeyri á
grundvelli svonefnds „ævitekjuhlut-
falls”. Úr honum skal einnig greiða
fæðingaralun.
Tilgangurinn er að fólk fái í elli-
lífeyri nálægt 60 af hundraði af því
sem það hefur að meðaltali haft um
ævina, fært á verðlag þess tíma þegar
lífeyririnn er greiddur. Þetta mundi
þýða gífurlega hækkun cllilífeyris
sem þá yrði í samræmi við aðstæður
þess tíma sem hann er greiddur.
Lífeyri eiga menn að geta fengið
eftir 67 ára aldur. Lífeyrisgreiðslan er
samkvæmt frumvarpinu háð tveimur
atriðum. í fyrsta lagi byggist greiðsl-
an á tekjum einstaklingsins um æv-
ina. í öðru lagi er verðtrygging. Líf-
eyrisprósentan, sem reiknuð er, er
mælikvarði á hvað einstaklingurinn
hefur haft að meðaltali í tekjur um
ævina samanborið við samtíðarmenn
sína, með þeim hætti að þeir, sem
hafa mjög háar tekjur, greiði af líf-
eyri sínum til hinna sem eru mjög
tekjulágir. Hjón skulu skipta með sér
þeim lífeyrisréttindum sem þau afla í
sambúðinni.
Ellilífeyrisþeginn á að fá 60 pró-
sent af meðaltekjum sínum verð-
tryggðar í lífeyri. Sá sem aldrei hefur
haft neinar tekjur skal fá lífeyri sem
eru 30 prósent af meðal^ekjum á
hverjum tíma. Frumvarpið gerir með
öðrum orðum ráð fyrir að tekjulaust
fólk fái ellilífeyri úr Lífeyrissjóði ís-
lands. öryrkjar skulu einnig fá 60
prósent af meðaltekjum á hverjum
tíma, ef örorkan ér 75% eða meiri, en
nokkru minna ella.
Rétt til barnalífeyris úr sjóðnum
skulu þeir hafa sem ekki eru orðnir
19 ára, ef annað hvort foreldra þeirra
er látið.
Fæðingarlaun skulu veitt í þrjá
mánuði, fyrir fleirburafæðingar í
fjóra mánuði. —HH
Hjálpar-
stofnun
safnar
handa
Guatemala
„Við erum farin af stað með söfnun
vegna jarðskjálftanna í Guatemala og
viljum vekja athygli á gírónúmeri
Hjálparstofnunar kirkjunnar, . númer
20000,” sagði Guðmundur Einarpson
framkvæmdastjóri Hjálparstofnunar-
innar í samtali við DB í gær.
„Við sendum fimmtán hundruð doll-
ara (256.500 kr.) strax,” sagði Guð-
mundur, „on þetta er ailt fremur flókið
því enn hafa stjórnvöld í Guatemala
ekki beðið urn hjálp erlendis frá. Þannig
er alls ekki vitað hver þörfin raunveru-
lega er, enda allar fréttir óljósar.”
Rauði krossinn hefur einnig hafið
sÉifnun á gírónúmer 90000.
-öv.