Dagblaðið - 11.02.1976, Page 6

Dagblaðið - 11.02.1976, Page 6
6 Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976. 150 leiðtogar Kúrda hengdir á einu ári Angola: Þannig lítur Siiddeutsche Zeitung á ástandið þar. Ný útgáfa gamla lagsins „when the Saints Go Marching In.’\ Meira en hundrað og fimmtíu kúrdískir leiðtogar hafa verið hengdir eða hálshöggnir í írak síðan stjórnvöld þar náðu samkomulagi við írönsku stjórnina um framtíð Kúrda. Það var fyrir tæpu ári síðan, 6. marz 1975. Þessar upplýsingar koma frá svissnesku samstarfsnefndinni um stuðning við Kúrda í Genf. í bréfi sem nefndin hefur sent mann- réttindanefnd Sameinuðu þjóðanna segir einnig, að þúsundir félaga í kúrdíska frelsishernum hafi verið settir í fangabúðir í suðurhluta írak, þrátt fyrir loforð stjórnarinnar um sakar- uppgjöf. Stjórnin í Bagdad vinnur markvisst að því að þurrka út Kúrda sem þjóð- ernislega heild, með því að gangast fyrir nauðungarflutningum suður fyrir Eufrat, þar sem gróður er lítill. Nefndin, sem sósíaldemókratinn og þingmaðurinn André Chavanne veitir forystu kveðst hafa sannanir fyrir því að í ráði sé að flytja allt að milljón Kúrda inn á landsvæði, þar sem eingöngu eru Arabar fyrir. Mustafa Barzani og menn hans berjast fyrir tilverurétti sínum. Harris-(ijónin SEGJA PATTY UÚGA Tveir eftirlifandi félagar í Symbíónesíska frelsishernum ' (SLA), William og Emily Harris, sögðu í gær- kvöld að yfirlýsingar Patriciu Hearst um að hún hafi sætt kynferðislegum þvingunum og barsmíðum á meðan hún var með SLA, væru bæði fárán- legar og ósannar. Harris-hjónin hljóðrituðu yfirlýsing- una í matarhléi í réttarhöldunum, sem haldin eru yfir þeim í Los Angeles vegna ákæru um mannrán og líkamsá- rásir. Þau sögðu einnig að Patricia hefði verið fullkomlega frjáls ferða sinna allan tímann. „Henni var aldrei gert mein á nokkurn hátt. Hún var aldrei neydd til að gera neitt gegn vilja sínum eftir að hún gekk til liðs við.SLA,” sagði Emily Harris í yfirlýsingunni. „Hún var alveg frjáls ferða sinna eftir þann tíma. Ég held að það komi bezt í ljós, þegar' skoðuð er sú staðreynd að hún bjó ekki með mcr og Bill.” Patty Hearst sagði fyrir rétti í San Francisco, að hún hefði verið kynferðis- lega misnotuð, lamin og henni stöðugt hótað á meðan hún hafi verið í haldi hjá Symbíónesíska frelsishernum. Norski olíugróðinn lœtur standa á sér BLUNDAÐ r A ÞIN6I Japanski forsætisráðherrann Takeo Miki (t.v.) og helzti ráðgjafi hans, Ichiro Ide, blunda stundum á leiðin- legum fundum fjárveitinganefndar neðri deildar þingsins. Sérstaklega er það Miki, sem á til að dotta. Þótt almennt sé búizt við því að Noregur verði innan skamms eitt auðugasta ríki Vesturlanda vegna olíulinda sinna, má einnig býast viði töluverðri verðbólgu í landinu áður en mörg ár eru liðin. Svo segir í skýrslu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu um Noreg, en skýrslan kom út í morgun. í skýrslunni — sem raunar er að mestu unnin í Noregi eins og aðrar OECD-skýrslur — segir að eina leiðin fyrir Norðmenn til að halda verðbólgunni í skefjum sé að hafa góða stjórn á tekjuaukningu og hlut- falli í landinu. Olíuauðurinn er þegar farinn að segja til sín í Noregi, þar sem þjóðar- tekjur.hafa aukizt um 5% á undan- förnu ári. í ár er búizt við að þær fari enn stígandi eða um 5.5%. Verðbólga í Noregi er nú ll,5%á ársgrundvelli. í skýrslunni er bent á nauðsyn þess að ná henni niður í 8.5% en það sé ekki hægt nema með nýjum ráðstöfunum. Þrátt fyrir fyrirsjáanlega 9% aukningu útflutnings — olíutekjur meðtaldar — er ekki talið að viðskiptahallinn lagist mikið á yfir- standandi ári, en hann er talinn hafa verið sem svarar 68 milljarðar 1975. Harris-hjónin William og Emily, sem voru handtekin um leið og Patty, segja hana aldrei hafa verið neydda til að gera neitt — eftir að hún gekk til liðs við SLA. Þau eru fyrir rétti í Los Angeles sökuð um mannrán og líkamsá- rás. RITSKOÐUNA RSTJORINN SELDIBÆKUR SEM HANN HAFÐISJÁLFUR BANNAÐ! Sænska blaðið Dagens Nyheter skýrði frá því fyrir sl. helgi, að sænskt fyrirtæki hefði öruggar heimildir fyrir því að það hefði átt þátt í að setja af sovézkan ritskoðara, háttsettan meira að segja. Ritskoðari þessi starfaði í ríkisstofnun, Glavlit, þar sein fylgzt var með öllum bókum og ritlingum, bæði innlendum og innfluttum. í fimmtán ár seldi hann það, sem hann gerði „upptækt” á svartan markað. Þessi sérstaki ritskoðari, Andrej Sokolov, tók á móti erlendum bókum og kannaði efni þeirra. í stað þess að eyðileggja bækurnar, eins og hann gaf reglulega skýrslur um, kom hann þeim á svarta markaðinn, þar sem allar bæk- ur — hvort sem þær eru andsovézkar eður ei — eru í geysiháu verði vegna „bókaskorts,” eins og DN orðar það. í september sl. var Sokolov leiddur fyrir rétt og dæmdur í sjö ára þrælkunarvinnu. Yfirmaður hans, sagður heita Sokontikov, ú að hafa verið rekinn úr starfi af Kosygin sjálfum. Málskjölin hafa ekki verið gerð opin- bcr en fregnir hafa borizt af þessu í gegnum óopinberar heimildir. Þó hefur fengizt staðfest í Glavlit, að mennirnir tvcir séu ekki starfandi þar lengur. Spillingarhneyksli eru ekki eins óvenjuleg í Sovétríkjunum og var til skamms tíma. En samt sem áður hefur sovézka pressan ekkert sagt frá þessum atburöi, enda þótt nær daglega sé ráðizt gcgn spillingu með dæmum úr daglega lífinu. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem erlendar bókasendingar lentu hjá röngum viðtakanda í Sovétríkjunum. Hér kemur sænska fyrirtækið til sög- unnar og yfirvöld komast á snoðir um hvað hefur gerzt. Sumarið 1974 sendi sænska fyrirtækið vöruprufu, kvenkápur, til Vnesjtorg, sovézku utanríkisverzlunarmiðstöðvar- innar, og spurðist fyrir um hvort áhugi gæti verið fyrir kaupum á slíkum káp- um á sovézkum markaði. Sendingin náði aldrei á réttan stað. Hún hafði nefnilega verið stíluð á ákveðinn einstakling. Það er talið vera persónuleg gjöf og í Sovétríkjunum er bannað að gefa embættismönnum slík- ar gjafir. I Glavlit stöðvuðust kápurnar. Svíunum þótti þetta ekki gott mál og auglýstu eftir pakkanum. Þegar farið var að kanna málið þar austur frá, kom í ljós, að í fjöldamörg ár hafði verið stolið þar ýmsum persónulegum gjöfum til einstaklinga í Sovétríkjunum, þ.á m. hljómplötum, regnhlífum, fötum og fieiru. Rannsókn leiddi smám saman í ljós, að umsvifamikill í þessum starfsaðferð- um var deildarstjórinn Sokolov. Hann er sagður hafa verið handtekinn, þegar 170 bögglar með erlendum bókum fundust í földum hirzlum hans. Sam- kvæmt skýrslum ritskoðarans var búið að eyðileggja allar þessar bókmenntir. Á sovézkan mælikvarða hafðf Sokolov lifað hátt. Hann átti tvær íbúðir og tvær konur og fór í sumarleyfi suður á bóginn. í réttarhöldunum á yfirstjórn Glavlit að hafa reynt að þvo hendur sínar og benda á að með því gefa skýrslur um evðileggingu bókanna hafi eigandi þeirra verið enginn. Sokolov hafi því alls ekki leikið sér að eigum ríkisins. KREML: Fyrirskipun um brottrekstur kom beint frá Kosygin forsætisráðherra sjálfum, að sögn.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.