Dagblaðið - 11.02.1976, Page 7
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976.
7
Erlendar
fréttir
REUTER
n
Nœr
fjórðungur
vinnufœrra
Dana
starfar
hjá ríkinu
Framfaraflokkur Mogens
Glistrups í Danmörku lagði til á
þjóðþinginu í gær, að þingið skipaði
sérstaka nefnd, er falið yrði að
kanna áhrif hins mikla fjölda ríkis-
starfsmanna og tekjur þeirra, sem
eru fyrir ofan danskt meðallag.
í nýlegri könnun Efnahagsbanda-
lags Evrópu kom í ljós að í Dan-
innan EBE, eða 23.6% alls vinnu-
aflsins.
Bretar voru í öðru sæti með 18 %
og Vestur-Þjóðverjar í þriðja sæti
með 13.1%.
SÞ-maðurinn
kominn frá
A-Tímor
Winspeare Guicciardi,
sendimaður Sameinuðu þjóðanna á
Tímor, kom til Lissabon ffá Ástralíu
í nótt til viðræðna við portúgölsku
stjórnina, en Austur-Tímor heyrir
undir Portúgal.
Guicciardi sagðist þurfa að ræða
nokkur atriði málsins við
portúgölsku stjórnina áður en hann
héldi til New York og gæfi Öryggis-
ráði SÞ skýrslu sína.
Á Austur-Tímor hitti
sendimaðuruin m uöningsmcnn
indónesísku hernámssveitaiu a. •'j m
hafa myndað bráðabirgðast |órn.
Honum tókst aftur á móti ekki
vegna ónógs öryggis — að komast
yfir á þann hluta eyjunnar, sem er í
höndum frelsisfvlkingarinnar
Fretilin.
MPLA aðeins
steinsnar
frá fullnað-
arsigrí
— í borgarastyrjöldinni í
Angola
Marxíska frelsishrevfingin MPLA
í Angola virðist nú aðeins örstutt frá
yfirburðasigri í borgarastyrjöldinni í
landinu. Útvarpið í Luanda sagði frá
því í gærkvöld. að sókn væri í fullum
gangi á öllum vígstöðvum. Þrjár
meiriháttar borgir. Benguela, Lobito
og Catumbela. fcllu í gær en frelsis-
hreyfingin UNI'FA, sem nýtur
stuðnings veslurveldanna hélt þeim
áður.
Hersveitir MPLA með kúbanska
hcrmenn í broddi fylkingar, hafa
þegar sigrað þriðjii hreyfinguna,
FNLA, í norðurhluta landsins.
í fréttum fra Jóhannesarborg segir
að 4000-5000 velvopnaðir og vel
þjálfaðir hermcnn séu nú við landa-
mæri Angola i Namibíu(S\ -Afríku).
í skýrslum erlendra leyniþjónustn-
manna scgir að litlir hópar MPLA-
manna séu þcgar komnir til landa-
mærasvæðisins og fylgist þar vel með
öllu. Suður-Afríkumenn eru á-
kveðnir í að halda varnarlínunum ef
ekki verður hægt að komast að
pólitísku samkomulagi við MPLA,
sem nýtur stuðnings Sovétríkjanna.
Forystumenn UNITA sögðu í gær
að þúsundir flóttamanna væru nú á
suðurleið að ósk yfirstjórnar
hreyfingarinnar. Huambo, stjórnar-
setur UNII A, féll í hendur MPLA í
fyrradag.
„Utanríkisráðherra” UNITA,
Jorge Sangumba, sagði nær alla íbúa
Huambo, sem er á stærð við Reykja-
vík, hafa flúið borgina, og því réði
MPLA nú stórri draugaborg.
Stjórnir Uganda og Togo
viðurkenndu í gær MPLA sem
hina einu löglegu stjórn Angola.
Sigurvegararnir: kúbanskir hermenn hrósa sigri ásamt angólskum félögum
sínum í hernumdum bæ í norðurhluta landsins.
Bernharð príns
harðneitar
ásökununum
— uin mútuþœgni
hinna virtustu manna — myndi beinast
að prinsnum eingöngu (hann er æðsti
yfirmaður hollenzka heraflans), enda
hefðu önnur nöfn ekki verið nefnd í
þessu sambandi.
Bernharð prins er nú 64 ára. Hann
fæddist í Þýzkalandi og nýtur mikilla
vinsælda í Hollandi vegna baráttu sinn-
ar gegn hernámsliði nazista á stríðs-
árunum. Hann hefur harðlega neitað
þeim ásökunum, sem fram hafa komið
á hendur honum og fagnað stofnun
rannsóknarnefndarinnar.
Talið er öruggt að rannsóknin muni
vekja miklar pólitískar deilur, sem gætu
jafnvel leitt til þess að Júlíana drottn-
ing, sem er 66 ára, segði af sér og
Beatrix prinsessa 38 ára, tæki við ef
ásakanirnar reyndust á rökum reistar.
Nefndin er þó talin vera á heldur
veikum grunni, enda gerir umboðsskrá
hennar ekki ráð fyrir að hún kalli fyrir
sig vitni, ekki einu sinni í Hollandi.
Sjálfstæð þriggja manna rannsóknar-
nefnd, skipuð af hollenzku stjórninni,
hefur í dag athugun á þeim ásökunum
að Bernharð, drottningarmaður, hafi
þegið sem svarar 173 milljónum króna
mútur frá bandarísku flugvélaverk-
smiðjunum Lockheed Aircraft Corpo-
ration.
Joop den Uyl forsætisráðherra til-
kynnti um stofnun nefndarinnar í gær-
kvöld eftir að stjórnin komst að þeirri
niðurstöðu að Bernharð prins væri emb-
ættismaðurinn, sem A.C. Kotchian,
stjórnarformaður Lockheed, segði hafa
þegið peningana fyrir aðstoð við gerð
viðskiptasamninga.
Den Uyl sagði á þingi í gærkvöld, að
rannsóknin — sem væri í höndum
Júlíana drottning
og Bernharð prins.
Bandaríkjamenn senda
Fleirí herskip á
Indlandshaf
Bandaríski sjóherinn hefur sent fimm
herskip til viðbótar inn á Indlandshaf,
að því er sagði í lilkynnimju bancian'ska
varnamálaráðuneytisins- í gærkvtild.
William Greencr, talsmaðurráðunevi-
isins, sagði að þessi viðbóiarskip, - ;■
héldu inn á Indlandshaf 14. janúai sl.
væru tvö eldflaugaflutfiingaskip, 'í .,i
freigátur og olíufluiningaskip.
Með þeiiu p'-um.t ! < isKipuiu, sem
voru fyrir, eru handai isk berskip á Ind-
landshafi nú Otu..i að sogu Greon-
ers. Hann bætti því við, að Sovétríkin
væru með tuttugu skip á sama svæði,
þar af væru fjögur orrustuskip.
Skömmu cftir stríðið í Miðaustur-
löndum 1973 fjölguðu Bandaríkjamenn
siglingum skipa sinna mn Indlandshaf.
o o o o
Þetta er citt bandarísku hersKipanna.
sem send hafa vcrið til viðbótar inn á
Indlandshaf, þar scm mikið vígbún-
aðarkapphlaup hefur vcrið að gerjast
um nokkurt skeið.