Dagblaðið - 11.02.1976, Qupperneq 9
9
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976.
44 brezkir togorar ó
olfriðoða svœðinu í gœr
Ögrandi sóknarþungi
brezkra togara
ó íslandsmið
— opinberir talsmenn Breta fara
með ósannindi
„Blaðastyrkirnir"
TÍMINN SKULDAR
RÍKINU MILLJÓN!
Blöðin sem þiggja „ríkisstyrk”, það
er að segja dagblöðin nema Dagblað-
ið, eru komin í skuld við ríkið! Vísir
skuldar þó ekkert. Tíminn skuldar
mest, eina milljón.
Svo fór þegar fjármáalaráðuneytið
skar niður „blaðastyrki” á síðasta ári
að ekki var dregið úr eintakafjöldan-
um sem ríkið kaupir. Því voru blöð-
unum greiddar hærri fjárhæðir en
vera átti.
Þetta kemur til frádráttar „blaða-
styrkjum” í ár.
Skuldir blaðanna við ríkið eru frá
425 þúsund krónum upp í milljón.
Að sögn Höskulds Jónssonar ráðu-
neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu
greiddi ríkið í fyrra áskriftir að dag-
blöðunum sem hér segir:
Þjóðviljinn 3.847.500 krónur
Vísir 3.836.250 krónur
Morgunblaðið 3.825.000 krónur
Tíminn 3.690.000 krónur
Alþýðublaðið 3.465.000 krónur
Þá var greitt fyrir áskrift að Nýjum
þjóðmálum 765 þúsund krónur.
Til viðbótar voru 725 þúsund
krónur greiddar sérhverjum þing-
flokkanna sem styrkir til „lands-
málablaða” og þingflokkum falið að
útbýta því fé.
í eftirlitsflugi gæzluflugvélarinnar
TF-SÝR yfir miðunum í dag kom fram
að brezku togararnir voru 45 og þar af
voru 44 á alfriðaða svæðinu við Norð-
austurland, undir vernd.
Landhelgisgæzlan hefur tekið saman
yfirlit yfir fjölda brezkra togara hér við
land í janúar og febrúar 1975.
Reyndust togararnir í janúar vera að
meðaltali 15.5 á dag, og i febrúar voru
þeir 26.4 að meðaltali.
Nú í janúar og febrúar hafa brezku
togararnir yfirleitt verið í kringum 40
og stundum upp í 50 og þar yfir, til
dæmis 16. janúar51 og 17. janúar52.
Þessi mikli fjöldi brezkra togara er
hér við land nú á þessum árstíma,
þegar brezkum togurum fækkar í öllum
útgerðarbæjum á Bretlandi, samkvæmt
upplýsingum brezkra blaða.
Þessi sóknaraukning Breta í janúar
og febrúar á íslandsmið er bæði ögrandi
og harkalegar aðgerðir af þeirra hálfu,
þegar opinberir talsmenn í Bretlandi
láta hafa eftir sér að Bretar séu að
minnka sóknina á íslandsmið.
-BS-
Grátt grín leíkið
í Álverinu:
Tilkynnt um
sprengjur á
vinnusvœðinu
Síðdegis á mánudag var hringt í
Álverið í Straumsvík og sagt að þar
væru handsprengjur sem springz
myndu innan ákveðins tíma.
Starfsmenn voru að sjálfsögðu
látnir vita um hótun þessa og lög-
reglan í Hafnarfirði fékk sprengju-
leitarflokk frá Keflavíkurflugvelli til
þess að fínkemba svæðið.
Ekkert fannst þar af ðprengjum,
enda talið að þarna váeri einhver
gárunginn á ferðinni.
„Þetta er alltaf alvarlegt mál,”
sagði Ragnar Halldórsson forstjóri
Alversins í viðtali við Dagblaðið
„Við vildum ekki hætta á neitt
vegna þess hversu algengar svona
hótanir eru orðnar erlendis og því
voru þessar ráðstafanir gerðar.”
Sagt er að kjötbollur sem fram-
reiddar eru í mötuneyti starfsfólks í
Straumsvík, gangi undir nafninu
handsprengjur og menn hafi þarna
verið að gera grín, þótt gamanlaust
væri.
-HP.
VERÐUR
VERKFALL
r
A
KEFLA-
VÍKUR-
FLUGVELLI?
Verzlunarmannafélag Suðurnesja
samþykkti á fundi sínum nú nýlega að
ef tih verkfalla kæmi myndi sú vinnu-
stöðvun einnig ná til félagsmanna sem
vinna á Keflavíkurflugvelli.
Nær vinnustöðvunin þá til allra
íslendinga sem vinna á skrifstofum á
Vellinum og við ýmis þjónustustörf.
Þótt herafli Bandaríkjanna á Kefla-
víkurflugvelli sé ekki, sem atvinnurek-
andi, aðili að Vinnuveitendasambandi
íslands telja félagsmenn rétt að þeir lúti
sömu kjörum og sambandið, þar til
samningar takast. Fram til þessa hefur
verið viðhaldið þeirri reglu að samið
væri upp á það kaup er um semdist við
kjarasamninga og vinnu því haldið
áfram. —HP.
900 LITS JÓN VARPST ÆKI
BÍÐA KAUPENDA SINNA
Um níu hundruð litsjónvarpstæki
að verðmæti um 60 milljónir króna
standa nú í tollvörugeymslu og á
skipaafgreiðslum og bíða þess að
viðskiptaráðuneytið taki ákvörðun
um hvort þau skuli seld eða ekki.
Ekkert hefur gerzt í þessum
sjónvarpsmálum síðan 30. október en
ráðuneytið tók þá ákvörðun að taka
litsjónvörpin af frílista til að spara
gjaldeyri.
Innflytjendur litsjónvarpstækja
eru þrír, — Heimilistæki, Nesco og
Radíóbúðin., Heimilistæki bíða með
rúmlega 200 tæki í vörugeymslunni,
Nesco með 135, en ekki reyndist unnt
að fá tölu tækjanna frá Radíó-
búðinni. Hins vegar geta lesendur
nokkurn veginn reiknað út lagerinn
þar.
Ljóst er að töfin, sem orðið hefur á
ákvörðun um þetta innflutningsmál
hefur skaðað þessi fyrirtæki nokkuð.
Þau þurfa að greiða pakkhúsleigu,
vexti frá verksmiðjum og ekki má
gleyma þeim álitshnekki sem þau og
raunar þjóðarbúið allt verða fyrir
vegna þessara tafa.
Oli Anton Bieltvedt forstjóri
Nesco sagði í samtali við DB að hann
hefði rætt við Ólaf Jóhannesson fyrir
nokkrum dögum. Ráðherrann, sem
áður hefði ekkert getað sagt um gang
mála, hefði verið jákvæður í þetta
skipti og talið að málin myndu
skýrast á næstu dögum. — Þetta
staðfesti Björgvin Guðmundsson
skrifstofustj. í viðskiptaráðuneytinu.
„Ég reikna með að það fari að losna
Starfsmaður Heimilistækja sýnir
hluta af litsjónvarpslækja-
birgðum fyrirtækisins. DB-mvnd
Björgvin.
eitthvað um þetta mál á næstunni,”
sagði Björgvin, „það er orðið bráð-
nauðsynlegt að ákveða hve mikill
innflutningur verður leyfður. Hins
vegar er ekkert meira um málið aó
segja eins og er.”. -ÁT-