Dagblaðið - 11.02.1976, Side 15
Dagblaðið. Miðvikudagur 11. febrúar 1976.
HVAÐ BER ÁRIÐ 1976 í SKAUTISÉR?
HUÓDBYLGJUR VERÐA
NOTAÐAR TIL LÆKNINGA
OG ORSAKIR SJÚKDÓMA
RAKTARTIL FYRRA LÍFS
Allir, eða flestir í það minnsta,
íslendingar vita hver Jane Dixon er?
sú fræga bandaríska völva. Við sáum
í bandarísku blaði spádóma hennar
fyrir árið 1976 urn menn og málefni
og þótt þar sé um að ræða fólk af
bandarísku þjóðerni ætlum við að
birta eitthvað af þessum spádómum
frú Dixon.
Endurholdgun
í sviðsljósinu.
Ein áhrifamesta uppgötvunin sem
gerð verður árið 1976 er tengd leynd-
ardómum endurholdgunarinnar.
Vísindámenn munu komast að raun
um að margir sjúkdómar, þar með
talið krabbamein og ýmsar truflanir í
taugakerfinu, eiga rót sína að rekja
til fyrra lífs okkar. Þessar ótrúlegu
uppgötvanir munu opna nýjar leiðir
til betra heilsufars.
Sálfræðingar og „para”-
sálfræðingar munu nota dáleiðslu til
þess að finna ýmsa leyndardóma úr
fyrra lífi fólks og árangur af slíkum
rannsóknum mun koma læknavísind-
unum mjög á óvart.
Jackie gengur
í það heilaga.
Árið 1976 verður skcmmtilegt ár
fyrir Jackie Onassis. Hún mun
breyta líferni sínu og beina því inn á
menningarlegri brautir en hingað til.
Jackie verður mikið í fréttunum eins
og svo oft áður, en nú vegna þess að
hún mun ganga í hjónaband á árinu.
Dixon heldur því fram að þriðji
eiginmaður Jackie verði einhver sem
hún þekkir nú þegar. Þetta er valda-
mikill maður sem getið hefur sér
frægð á vettvangi menningarmála.
Jackie verður mjög ánægð yfir gift-
ingunni og þetta mun verða ham-
ingjusamt hjónaband. Má gera ráð
fyrir að hjónavígslan fari fram undir
árslok 1976.
Völvan segist sjá dökkt ský yfir
höfði Fords forseta. Tilraunir til þess
að ráða hann af dögum verða gerðar
annaðhvort í apríl eða júlí, —
haustið verður honum sérlega hættu-
legt. En ef hann gætir fyllstu varúðar
getur hann síðar litið til baka yfir
árið 1976 og séð að hann komst
nokkurn veginn klakklaust í gegnum
það.
Um úrslit forsetakosninganna í
Bandaríkjunum í haust segir Dixon
að svo mjótt verði á mununum með
úrslitin að hún geti ekki sagt fyrir um
þau.
Ófriðsamlegt í
neðanjarðarlestum.
Dixon sér fyrir nýja öldu úthverfa-
óeirða, neðanjarðarlest verður rænt
óg farþegarnir rændir og nokkrum
verður haldið sem gíslum. Þetta
lestarrán verður á New York svæð-
inu. Alda óeirða gengur yfir ýmsar
borgir í norðanverðum Bandaríkjun-
um. Sprengjum verður komið fyrir
bæði í verzlunum og í járnbrautar-
lestum og lætur fjöldi manns lífið.
V
Efnahagslífið
upp og ofan.
Spáin um efnahagslífið er
„bæði
ANNA
Þessi mynd hefur birzt um gjörvallan heim og margir hafa velt vöngum yfir því
hvort Jackie og Frank hafi bara borðað saman eftir hljómleikana í september,
— kannski cr Frank þessi valdamikli maður sem hún giftist í árslok??? Honum
er ráðlagt að gæta vel að heilsu sinni og passa upp á börnin sín.
Dóttir hennar, Caroline, verður
henni erfið í skauti, en mun stofna til
náins kunningsskapar við Caroline
Kennedy. Þær nöfnur munu hittast á
góðgerðarsamkomu og fara saman í
skemmtisiglingu skömmu síðar.
Eitthvað slettist upp á vinskap
þeirra um haustið, þegar Caroline
Kennédy lendir í ástarævintýri með
frönskum aðalsmanni, en stúlkurnar
verða samt vinkonur ævilangt.
Robert Redford lendir í lífshættu
við kvikmyndatöku erlendis.
Snemma sumars verður hótað að \
ræna börnum Frank Sinatra. Frank
sjálfur fær hjartaáfall og ætti hann
að fara sér hægt.
Telly Savalas (Kojak) á arf í
vændum, en ætti að fara varlega
þegar hann kvikmyndar í haust.
Hann mun detta og slasast illa á
fæti.
Henry Kissinger mun leggja upp í
leynilega ferð til Kúbu, en stjórn-
kænska hans mun koma honum sjálf-
um í koll og mun hann iðrast ein-
hverra gerða sinna.
Trúmál og
læknisfræði.
Dixon sér fyrir að á árinu mun ný
alheimstrúarvakning rísa um gjör-
vallan heim sem koma muni róti á
trúarafstöðu almennings. Þetta
verður ekki í sambandi við ný trúar-
brögð, en mun blása nýju lífi í kirkju-
líf og söfnuði sem farnir eru að
rykfalla.
Stórkostlegar uppgötvanir á sviði
læknavísindanna á árinu 1976 munu
færa mörgum blindum sjónina á ný.
Vísindamenn munu komast að raun
um að hljóðbylgjur á ákveðinni
bylgjulengd geti blásið lífi í dauðar
taugar.
Sú aðferð verður notuð á sjóntaug-
ar sem hafa lamazt og einnig til þess
að lækna heila- og taugaskemmdir,
sem orsaka geðveiki.
Nixon aftur á
sjónarsviðið
Nixon, fyrrverandi forseti, kemur
aftur fram á sjónarsviðið og gæfan
virðist brosa við honum á ný. Hann
mun búa sig undir að taka á ný þátt
í opinberu lífi.
Ethel Kennedy, ekkja Roberts,
mun tilkynna í nóvembermánuði að
hún mum giftast árið 1977. Sá sem
fyrir valinu verður er bandarískur, úr
hennar eigin þjóðfélagsstiga, cn
kemur ekkert nálægt stjórnmálum.
Grace furstafrú í Monaco mun
eiga í heimiliserjum á árinu, og
einnig verður eitthvert ósamkomulag
í hjónabandinu.
góð og slæm”. Mikil gróska verður í
Bandaríkjunum á sviði ferðamála’
og í skemmtanaiðnaðinum.
En Dixon sér einnig fyrir sér mik-
inn fellibyl sem eyðileggur hundruð
fermílna landbúnaðarsvæðis í mið-
vesturríkjunum. Vegna þessa munu
verðhækkanir á matvöru eiga sér
stað.
Þrátt fyrir grósku á ýmsum sviðum
munu fleiri borgir verða gjaldþrota
eins og New York borg. Bílaborgin
Detroit og Chicago verða meðal
þeirra.
Nixon karlinn kemur aftur fram á sjónarsviðið og býr sig undir að taka þátt í
opinberu lífí á nýjan leik.
Dökkt ský hangir yfir höfði Fords forseta, sem verður að gæta vel að sér bæði í
apríl — ef hann sleppur þá ber honum að gæta aftur að sér í júlí! og síðan aftur
í haust.