Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.03.1976, Qupperneq 1

Dagblaðið - 05.03.1976, Qupperneq 1
Ritstjórn Sí6umúla 12, sími 83322, auglýsingar og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. LOÐNAN W LA VIÐ NYJU ÍSLANDSMETI r Staisði Það lá við nýju Íslandsmeti í loðnu- veiði á einum sólarhring í gær, en undir kvöldið dofnaði aðeins yfir veiðunum og eftir miðnættið varð ljóst að þúsund tonn vantaði á metið. 18.030 tonn veiddust í gær, en metið var sett 11. febr. sl. Eftir miðnættið glæddist veiðin aftur og varð hún mjög góð framan af nóttu. Þannig voru tæp fjögur þúsund tonn komin að landi kl. 8 í morgun en loðnunefnd bjóst við að þá færi að hægja á, nú eru víða orðnar tafir við landanir. Enn er hægt að .frysta og er mikið unnið við það, en loðnan er nú alveg á síðasta snúningi gagnvart. frystingurvni, vegna þess hve hrognin eru orðin laus í henni. Þegar svo er orðið ástatt fyrir loðn- unni, leggst hún mun þyngra í næt- urnar en ella og rifu margir bátar eða hreinlega sprengdu nætur sínar ,í gær. A.m.k. tíu bátar komu því aðeins með slatta að landi í gær. Mun fleiri rifu þó nætur sínar og slitu en tókst samt að fylla sig. í nótt rifu einnig margir en ekki var kunnugt um neinn sem komið hafði með slatta af þeim sökum. Mikill ákafi er nú í sjómönnum og virðast þeir staðráðnir í að bjarga því sem bjargað verður. Ekkert hefurenn spurzt til nýrrar göngu fyrir austan, og kann þetta því að vera loka- spretturinn í ár. Nú eru um 200 þús- tonn komin á land en voru 340 á sama tíma í fyrra. —GS - MARGIR BATAR SPRENGDU NÆTURNAR Helga RE með fullfermi í Reykjavíkurhöfn í gær, 270 tonn. DB-mynd: Björgvin. Haukur, vörubílstjóri hjá Sjófangi, brosti breitt þegar hann var búinn að Allt klárt?!. . .og „svindla” sér fremst í röðina. Þorsteinn RE leysti frá og var kominn á fulla ferð út úr höfninni fyrr en varði. Mynd: Björgvin. Skyldi maður þekkjo það? R0K0G RIGNING LANGT YFIR MEÐALLAGI í FEBRÚAR — og hlýindin haldast áfram í febrúarmánuði var úrkoma í Reykjavík tvöföld miðað við meðal- úrkomu, eða 150 mm. Ekki hefur mælzt jafnmikil úrkoma í febrúar síðan árið 1959. Hiti var hins vrgar yfir meðallagi á öllu landinu. Norðanlands og austan var um það bil 2° hlýrra en í meðalári, cn suð- vestanlands var vik hitans frá meðal- ári innan við hálft stig. Meðalhiti var 0,3° í Rcykjavík og á Akureyri, cn á Höfn í Hornafirði var hann 2°. Á Hvera- völlum var 5° frost að meðaltali og 6° frost var til jafnaðar á Sand- búðum. Sólskinsstundir í Reykjavík voru 32 en þær eru 57 í meðalári. í Reykjavík var einnig mjög storma- samt en veðurhæð náði 9 vindstigumí 6 daga. Á Akureyri var úrkoma í meðal- lagi eða 49 mm og þar náði veður- hæðin aðeins einu sinni 9 vindstig- um. Veðurfræðingurinn sem við rædd- um við í morgun sagði að næstu daga yrðu hlýindi um allt land og ekkert sjáanlegt scm gaet i haft áhrif á það í bili. A.Bj. Spírinn reyndisf vera vodka — bls. 8 Kisurnar eiga margo aðdá- endur, - og hatursmenn — bls. 9 FLENSAN, — haltu þig innan dyra, segja lœknar — baksíða Meira brak finnst Leitinm að mönnunum sjö sem saknað er af Hafrúnu frá Eyrarbakka verður haldið áfram í dag. Verður leitað úr lofti og fjörur gengnar. Leitað verður vestur með Reykjanesi og allt til Snæfellsness. í gær fannst enn brak úr bátnum og mb. Höfrungur frá Grindavík festi net sín í flaki um 4 mílur SSV af Grindavík. Með netunum sem náðust kom upp sjónvarpsloftnet sem var á Hafrúnu. Verður þessi staður kannaður vandlega í dag. ASt

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.