Dagblaðið - 05.03.1976, Qupperneq 2
Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976.
Frí... frí... og meira frí!
2633-8867 hringdi:
„Nýlokið er verkföllum og þeim
ósköpum er þeim fylgdu. Þjóðlífið
lamaðist og loka varð skólum af
heilbrigðisástæðum. Þetta er kunn-
ara en frá þurfi að segja.
Ekki eru nema nokkrir dagar síðan
skólar voru opnaðir aftur og því
Allt of mikið er um frí, segir lesandi. Finnst lesanda taka út yFir allan þjófabálk
þegar veitt var frí á öskudaginn — rétt eftir langt frí bæði kennara og nemenda
í verkfallinu.
skýtur svolítið skökku við að frí skuli
geFið á öskudaginn — aðeins
nokkrum dögum eftir langt frí.
Við vorum nokkrar að ræða þetta í
saumaklúbbi og satt bezt að segja
ofbauð okkur allt þetta fríafargan.
Það eru mánaðarfrí, jólafrí, páskafrí,
öskudagsfrí, 1. maí frí. . .frí. . .frí.
Jafnvel eru skólar farnir að gefa frí 1.
apríl, sums staðar að minnsta kosti.
Hvar endar þetta fríafargan?
Menn velta því fyrir sér hvort
skólinn sé fyrir kennara eða börnin.”
Við höfðum samband við Sigurð
Helgason og inntum hann eftir
hverju öskudagsfríið sætti. Hann
tjáði okkur að frí á öskudag væri
samkvæmt reglugerð og gert væri ráð
fyrir því í kjarasamningi kennara.
Hins vegar væri þetta sennilega
síðasta árið því samkvæmt reglugerð,
sem bráðlega tekur gildi, fellur ösku-
dagsfríið niður.
Raddir
lesenda
••
Ongþveiti
við Skólaf ell
Asgeir Guðmundsson hringdi:
Um helgina núna um mánaða-
mótin lagði ég leið mína upp í Skála-
fell og ætlaði á skíði. í útvarpi höfðu
birzt tilkynningar um að skíðalyftur
væru opnar og skíðakennsla væri
fyrir þá sem þess óskuðu. Fólk var
því hvatt í gegnum útvarpið til úti-
veru. Þegar ég var kominn lang-
leiðina í Skálafell hitti ég kunningja
minn, sem var að koma þaðan. Hann
varaði mig við og sagði að ófært væri
upp eftir.
Nú eru flestir þeir sem eru á svona
ferðalagi með útvarp opið í bíl
sínum. Er það ekki þjónusta við
almenning að koma réttum tilkynn-
ingum á framfæri við fólk? Mér
finnst að einhver samvinna þurfi að
vera á milli útvarps og þeirra sem
auglýsa. Það skapaðist mikið öng-
þveiti í Skálafelli þennan eftirmiðdag
og þegar beðið var um að koma
upplýsingum til fólks í gegnum út-
varp var því neitað.”
ALLT OF MIKIÐ UM
KLASSISKA TÓNLIST
ÞORSTEINN JÓNSSON hringdi:
„Ég hef legið veikur heima hjá
mér og hef því hlustað töluvert á
útvarp. Ég er viss um að 80% af
efninu er klassísk tónlist. Þessi
klassísku verk tröllríða dagskránnni
Þættir eins og taflþáttur, málakennsla
og morgunleikFimi eru fyrir sérhópa.
Útvarpið er alveg staðnað og hefur
verið eins í áratugi. En tímarnir
breytast og mennirnir eiga að
breytast með, en því er ekki til að
dreifa hjá útvarpinu. Fólk sem hlusta
vill á klassíska tónlist á síiistereotæki
og hlustar á góða músík í þeim og
fær góð tóngæði. Útvarpið er ekki
vettvangur fyrir þessa tónlist, hún er
alltof þung og tóngæðin eru ekki
þannig að hún njóti sín í útvarpinu.
Útvarpið er ekki vettvangur fyrir
þessa tónlist, hún er alltof þung og
tóngæðin eru ekki þannig að hún
njóti sín í útvarpinw. Útvarpið
verður að fara að hugsa til þess að fá
tvær bylgjur til að senda út efni á.
Annars heldur þorri íslendinga
áfram að hlusta á Kanann lon og
don. Önnur stöðin á að senda út
létta tónlist og hægt væri að kalla
hana bylgju fólksins en hina
menningarbylgjuna og á henni á að
senda út sérhæft efni fyrir fólk sem
hlustar á taflþætti, morgunleikfími,
tungumálakennslu og allt þetta
tilkynningaflóð og auglýsingar.
Útvarpið á að vera þjónustumiðill
fyrir almenning í landinu, en það
eiga ekki einhverjir servitringar að
ráða efnisvali og hafa það
eftir sínu höfði til leiðinda fyrir allan
landslýð. Á bylgju fólksins á að hafa
frettir, veður og almennar
upplýsingar fyrir venjulegt fólk, en
ekki fyrir einhverja sérvitringa. Ég
hef aldrei vitað til þess að það hafi
verið klippt af klassískum þáttum, en
ef um poppþátt er að ræða þá er ekki
hikað við það. Það er nóg af bylgjum
til hér og enginn vandi að koma
þessu upp. Ef útvarpið vill reyna að
gera eitthvað til þess að meirihluti
ungs fólks á landinu hlusti ekki á
amerísku stöðina í Keflavík, þá
verður það að fara að gera sér grein
fyrir á hvaða tímum við lifum. Það
er ekki árið 1950 heldur 1976.”
Lesanda fínnst heldur mikið af klassískri tónlist í útvarpi sem skilar sér ekki vel
þar sem tækjabúnaður útvarpsins er alls ekki nógu fullominn.
TONLISTARDEILD
ÚTVARPSINS
Vonlaus
mann-
skapur?
4573-4936 SKRIFAR:
>rÁ fimmtudaginn var 19. febr.
beið ég undirritaður eftir fréttum
útvarpsins kl. 12.30 en eins og venja
er leikið síðasta lag fyrir fréttir. í
þetta sinn var það með Guðmundi
Jónssyni sem er búinn að gaula yfír
landslýð í tíma og ótíma undanfarin
ár og er búinn að gera alla söngelska
menn dauðaleiða á sér og söng
almennt. En lagið sem hann söng var
eftir Þorkel Sigurbjörnsson við texta
Steins Steinars og hét Blóm.
Söngurinn var í einu orði sagt
hryllilegur. Því spyr ég, eru þeir sem
við tónlistardeildina starfa vonlaus
mannskapur eða er þeim skipað af
framkvæmdastjóra útvarpsins að
spila lög með Guðmundi Jónssyni?”
AÐ HAFA SALFRÆÐING 0G AÐ ViRA SALFRÆDINGUR
— oð fora aftan að lögunum
L.G.L. hringdi:
Mig langar að gera athugasemd
við grein í einu dagblaðanna 1. marz,
sem ber yfirskriftina „Sálfræðingar
að lögum.”
Skilst mér rétt í fyrrnefndri grein,
að það að hafa sálfræðing geti þýtt
það sama og það að fara aftan að
lögunum og jafnvel hinum almenna
borgara. Af einhverri ástæðu eru sál-
fræðingar bundnir þagnarheiti. Aum
hlýtur sú saga að vera, sem ekki má
segja frá. Geta ekki sálfræðingar
notað sér þjóðfélagsþegnana? Ég á
við öryrkja og þá sem hafa verið
sviptir sjálfræði t.d. í peningamálum.
Er svo vel að þessum hópi búið,
sálfræðingum og skjólstæðingum
þeirra, að þessi lög sem þarna er
talað um séu réttlætanleg? Á al-
menningur ekki að fá meiri vitneskju
um þessi lög, svo hann geti vegið og
metið sjálfur hvert bezt er að leita, ef
hann þarf að segja eitthvað, sem ekki
má fara lengra í bili eða um aldur og
ævi, eins og mér skilst að lög þessi
ákvarðist við.
Nokkur orð um Kristjón Pétursson deildarstjóra i Keflavík
Karl skrifar:
„bá sem þcssai línur ritar hefur að
undanförnu ásamt fleiri aðilum verið
að velta því fyrir sé'r, hvernig
Kristján Péturssoh, deildarstjóri á
Keflavíkurflugvelli, geti upplýst svo
mörg og merk sakamál á breiðum
grundvelli, eins og sagan sannar á
undanförnum árum.
Bréfritari þekkir ekkert þennan
mann, en hefur fylgzt með honum í
fjölmiðlum af miklum áhuga. Hann
er sagður harðduglegur ög fari sínar
léiðir hvað scrn aðrir segja. Um hann
eru sagðar ýmsar siigur varðandi
djarflegar uppljóslranir <>g láti sig
engu skipta lisort málin komi undir
hans embætti eða ekki. Hann cr
sagður rannsaka málin utan og innan
kerfisins og hafi á að skipa mjög
öflugum og breylileguin upplýsinga-
kerfum, sem enginu veit um. Fróð-
legt væri að vita hvar þessi athafna-
semi embættismaður hefur hlotið
sérmenntun sína eða þjálfun á þessu
sviði.
Eitt er víst, að dómskerfið skelfur í
hvert sinn, sem hann lætur til sín
heyra og ekki hef ég heyrt nokkurn
aðila í dómskerfinu reka ofan í hann
ósannindi eða sannað á hann ódreng-
skap.
Kristján hefur komið við sögu eða
öllu hcldur vcrið aðalrannsóknar-
aðilinn í ótrúlega mörgum stærstu
sakamálum þjóðarinnar og má þar
m.a. nefna eftirtalin mál: Olíumálið
á Keflavíkurflugvelli 1958-1961.
Byggismálið 1959 — 1960
Læknamálið
Rannsóknir á fíkniefnamálum frá
1969 — 1976, en hann var brautryðj-
andi í þeim málum frá upphafi.
Unnið að stærstu smyglmálum þjóð-
arinnar um árabil, þar á meðal spíra-
málið á s.l. ári.
Klúbbmálið (stærsta skattsvikamál
þjóðarinnar)
Af hverju er ekki svona manni
falin rannsókn á þeim mannshvörf-
um sem nú eru til rannsóknar og
öðrum þáttum þeirra mála. Eru jafn-
vel einhverjir hræddir um að hann
upplýsi óþarflega mikið í leiðinni.
Dómsyfírvöldin og sérstaklega dóms-
málaráðherra ætti að fá hann til
þessara starfa, enda þótt hann hafí
deilt harðlega á méðferð dómsmála á
undanförnum árum.
Það er von mín og ég veit margra
annarra, að þessi mál verði að fullu
upplýst, það er nóg komið af þessum
sýndar- og sorgarleikjum á undan-
förnum árum. Ég vona, Kristján, að
þú vinnir störf þín af sömu einurð og
drenglyndi sem hingað til og látir
ekki hugfallast, þjóðin stendur með
þér"
Kristján Pétursson
l