Dagblaðið - 05.03.1976, Side 3

Dagblaðið - 05.03.1976, Side 3
Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976. SÉR GEFUR GJÖF ÞÓ GEFI \ fk dagsins — ottast að gjöf IBM sé segir verkfrœðingur bjarnargreiði gagnvart Hóskólanum, VERKFRÆÐINGUR HRINGDI: ,,Mér finnst of miklu skrumi beitt við svonefnda „gjöf’ IBM til háskólans á þriggja ára afnotum af gamalli tölvu, sem orðinn er matur fvrir öskuhaugana. Ég vil benda á, að tölvan er ekki gefín, heldur aðeins lánuð afnot af henni í þrjú ár. Ég vil benda á, að tölvan hefur þegar verið í notkun hér í fimm ár og hefur verið borguð næstum tvisvar sinnum til Bandaríkjanna. Fyrst notuðu Skýrsluvélar ríkisins og Reykjavíkurborgar hana í þrjú ár og borguðu á þcim tíma í leigu allt kaupverð hennar. Síðan var hún í almennri leigu hjá IBM-umboðinu í tvö ár og haldið áfram að greiða af henni leigu í dýrmætum gjaldeyri til móður- fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Ég tel mig vita, að Reiknistofnun Háskólans þurfi á að halda nýtízkulegri og fullkomnari tölvu, ekki sízt til að geta leigt út á henni tíma með arðvænlegum hætti. Slík leiga gæti borgað upp á rúmu ári verð á mjög fullkominni tölvu, sem yrði keypt til landsins en ekki leigð. Ég óttast að „gjöf’ IBM sé ekki nógu fullkomin fyrir þarfir og viðskiptamöguleika Reiknistofnunar Háskólans, en hindri hins vegar möguleika skólans til að fá sér almennilega tölvu. Tölva Reiknistofnunar Háskólans. Ég óttast að háskólinn neyðist til að kaupa dýrum dómum alls konar aukahluti af IBM til að geta notfært sér hana að einhverju marki. Mig langar til að spyrja starfsmenn Reiknistofnunar skólans, hvort „gjöf’ þessi sé bjarnargreiði, sem IBM muni hafa hag af sölu eða leigu á aukahlutum.” Kristið aðeins EÐVARÐ INGÓLFSSON 15 ára skrifar: „Þessari spurningu hafa margir velt fyrir sér. Mörg lönd í heiminum eru sögð kristinnar trúar. Þegar kveikt er á útvarpi og sjónvarpi eða lesin blöð eru sagðar fréttir úr þessum löndum, bæði góðar og vondar, en þær síðarnefndu þó oftast í meirihluta. Flugrán var framið og bankarán. Skæruliðar hafa hótað tugum manna lífláti ef ekki verði farið að óskum þeirra. Fjöldi manns var skotinn til bana af skæruliðum og fólk pyntað. Svona má lengi telja. En þetta er aðeins brot af því öllu sem við heyrum daglega. Vissulega eru ekki allir íbúar þjóðanna bendlaðir við þetta, heldur aðeins viss hluti sem fer ört vaxandi. Mikil spilling hefur myndast í þjóðfélögum oftast vegna velmegunar og fólk heimtar allt fullkomnara. Fólk veit ekki hvað er að vera svangur og ekki heldur hvers virði frelsið er, nema þeir er hafa kynnzt því að einhverju leyti. Fólk lifir ekki í dag í „kristnu” löndunum, samkvæmt kenningum biblíunnar. Kröfur fólksins til annarra en ekki sjálfs sln eru miklar og má þar kenna manninum mikið um. í peningadýrkun nútímans og allsnægtum virðist fólk vera búið að glevma Guði sínum, skapara himins og jarðar, peningaguðinn hefur tekið völdin í sínar hendur. Eigingirni þjóðfélag, er lýðskrum? fólks hefur oft orsakað styrjaldir, þar sem einstakar þjóðir vilja hrifsa undir sig lönd annarra, saklaust fólk er drepið eins og það eigi engan rétt á því að lifa. Mannslíf er oft metið piinna en peningar og völd, það er staðreynd, og þurfum við ekki annað en að lfta á byltingar í ýmsum þjóðfélögum, þar sem fólk hefur jafnvel viljað týna lífi til að koma einhverjum ákveðnum mönnum að. Svo kalla þessar þjóðir sig kristnar. Jesús sagði að maðurinn ætti að elska náunga sinn eins og sjálfan sig og virða eignir hans. í kirkjum er börnum kennt þetta borðorð. Þegar þau hafa aldur til eru þau kölluð í herinn til að drepa náunga sinn og eyðileggja eignir hans. Hvernig samræmist þetta? Jesús sagði einnig eitthvað á þá leið, að betra væri að tveir njóti auðsins, heldur en einn. Einnig má segja svipaða setningu: Sú þjóð sem er rík skal hjálpa þeirri þjóð sem ekkert á. En þetta láta stórþjóðir ser sem vind um eyru þjóta. Á meðan milljónir manna víðs vegar um heim deyja úr hungri og fátækt árlega, eyða þessar þjóðir milljörðum í vopn, sem ætlað er það hlutverk að granda mannslífum. Þetta eru staðreyndir, sem ekki verða flúnar. — Fólk þarf að breyta hugsunárhætti sínum og vara sig á hinum falska peningaguði. Enginn kaupir hina raunverulegu hamingju fyrir pen., líf, heilsu eða sálarfrið. Það sannast þá að peningaguðinn gildir ekki aíit. — Hvað ísland varðar þá erum við ekki sérlega kirkjurækin eða trúhneigð, en eigum samt ýmislegt gott í fari okkar, fram yfir aðrar þjóðir Við værum örugglega ekki hrifín af því, ef mest megnið af skattpeningi okkar væri notað til að smíða eldflaugar og kjarnorkuvopn. Við hin fámenna þjóð höfum veitt fátæku fólki geysimikla opg nauðsynlega aðstoð með fjárframlögum okkar t.d. til Eþíópíu og Biafra. En við verðum samt að vara okkur á peninga- guðinum og spillingu, sem fylgir honum, sem gæti sundrað þjóðfélaginu. Við ættum að vera farin að læra af því hvernig farið er í öoðrum löndum. — Hvað er kristilegt þjóðfélag? Eigum við að taka kristna fólkið á írlandi okkur til fyrirmyndar, þar sem mótmælendur og kaþólskir berjast með blóðsúthellingum og manndrápum? Nei. Það fólk berst ekki trúar sinnar vegna, heldur skipta völdin þar mestu máli. —Ég skrifa þetta einungis, því ég get stundum ekki áttað mig á því, hvað verið er að kalla KRISTIÐ þjóðfélag, þegar staðreyndirnar liggja á borðinu. En ég vildi óska þess að þessar þjóðir, sem kallast eiga kristnar þjóðir, gætu einhvern tímann staðið undir nafninu, öllu mannkyninu til gæfu.” Hvað keyptirðu þér margar bækur á Bókamarkaðinum? ÁRNI ERLINGSSON frá Selfossi: Ég keypti 8, ferðabók, barnabækur og fleiri. Hér er miklu betra verð á bók- unum en annars er í búðum og ég hef nú oftast farið þegar ég hef getað. ARNMUNDUR BACKMAN lögfræð- ingur: Ég er með hérna svona tíu stykki. Það er gaman að fá gamlar bækur, svo eru þær líka á gjafverði. ÞÖRA GÍSLADÓTTIR húsmóðir: Svona 8 — 10. Hér er svo hagstætt verð enda kem ég hér á Bókamarkaðinn á hverju ári. SIGURLÍNA KONRÁÐSDÓTTIR húsmóðir: Ég keypti 16 bækur. Bóka- markaðurinn er alltaf mjög freistandi. Hér fær maður eina bók fyrir sama verð og það kostar að fara í bió. JÓN EINAR ÞÓRÐARSON 10 ára: Ég keypti þrjár og ein er um Múmínálf- ana. Ég fer örugglega líka næst það eru miklu fleiri bækur sem mig langar til að eiga. VIÐ HVERJU MÁ BÚAST EF VÍXILL í INNHEIMTU FELLUR? ÞÓRHALLUR ÞORGEIRSSON skrifar: ..Við hvcrju má búast, cf banka cr aflicntm víxill til innhcimtu og víxillinn cr síðai afhcntur löglVæöingi bankans, þar s< m hann cr ckki greiddur, án vitundar eiganda eða umboðsmanns hans? Hver ber ábyrgðina á víxilgrciðslunni, hafi lögfræðingur bankans eigi greitt andvirði víxilsins réttum ciganda eða umboðsmanni? Ég fullyrði að þetta hafi gerzt en viðkomandi banki þegir þunnu hljóði. Bcr bankanum ekki skylda til að gcfa skýringu á þessu og svara bréfum þar að lútandi?” Dágblaðið hafði samband við Magnús Árnason lögfræðing Búnaðarbanka fslands og tjáði hann okkur að venjan væri að fengju bankar víxla til innheimtu og þeir ekki greiddir þá afsegðu bankarnir víxlana. Síðan væri víxillinn fenginn eigendum sínum til ráðstöfunar og þeim falið að gera ráðstafanir. V'arðandi ábyrgð í víxilgreiðslu, sagði Magnús að það mál hefði komið fyrir Lögmannafélag íslands, og þar hafí lögfræðingur í viðkomandi tilviki verið sýknaður af kærum. KRISTÍN ÞORÐARDÓTTIR 7 ára: Ég á tvær bækur. Það er svo fullt af fólki hér en mér fínnst samt gaman. Ég fór með frænku minni í fyrra þá kunni ég að lesa næstum alveg.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.