Dagblaðið - 05.03.1976, Síða 4

Dagblaðið - 05.03.1976, Síða 4
4 Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976. MOSKVU, (APN): Reglulegt 25. flokksþing Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna hófst í þinghöllinni í Kremi. Skýrslu miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna og stefnumörk- un flokksins í innanríkis- og utanrík- ismálum flutti Leonid Brézjnéf, aðal- ritari miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkjanna. í þeim þætti skýrslunnar, er fjall- aði um ,,ástand heimsmála og al- þjóðlega starfsemi KFS”, lagði L. Brézjnéf áherzlu á að flokkurinn beindi athygli sinni fyrst og fremst að því að efla einingu og alhliða sam- starf við sósíalistaríkin. Svo væri ein- ingu sósíalísku ríkjanna fyrir að þakka, að þeim hefði tekizt að ná þeim markmiðum, sem þau hefðu keppt að í langri baráttu. í fyrsta lagi bæri í þessu sambandi að nefna sigur vietnömsku þjóðarinnar, allsherjar- viðurkenningu á fullveldi Austur- Þýzkalands og að sósíalisminn stæði nú traustum fótum á Kúbu. Sósíal- isminn hefur nú gífurleg áhrif á hugsanir og tilfinningar hundruða milljóna manna um allan heim. Leonid Bréznéf ræddi um sam- skiptin við Kína og benti á, að stefna Pekingstjórnarinnar er miðar að því að koma af stað heimsstyrjöld, væri í andstöðu við hagsmuni allra þjóða. Sovétríkin munu halda áfram að berjast markvissri og ósættanlegri baráttu gegn maóismanum. Ef Pek- ingstjórnin snýr inn á braut sam- vinnu og samstöðu með hinum sósíalíska heimi, þá munum við taka undir það af okkar hálfu og skapa möguleika á því að góð sambúð geti þróazt milli Sovétríkjanna og Alþýðulýðveldisins Kína. Það er Kínverja að stíga næsta skrefið. Tengsl Sovétríkjanna við þróunar- löndin hafa aukizt og eflzt. Sovétrík- in styðja eindregið lögmæt sjónarmið hinna nýfrjálsu ríkja og þá ákvörðun þeirra að losa sig algerlega undan arðráni heimsvaldasinna. Baráttan fyrir viðurkenningu á lögmálum friðsamlegrar sambúðar hefur verið og er einn meginþáttur- inn í stefnu Sovétríkjanna gagriVart auðvaldslöndunum. Veruleg fram- þróun hefur orðið í þessa átt á síð- ustu fimm árum. Breytingar í átt til spennuslökunar og eflingar friðar í Evrópu eru sérstaklega áberandi. Sem árangur af Evrópuráðstefnunni í Helsinki þá hafa skapazt hagstæð skilyrði til þess að varðveita og efla friðinn á meginlandinu öllu. Aðalat- riðið nú er að framkvæma öll ákvæði og samþykktir er samkomulag varð um í Helsinki. Breyting til batnaðar á sambúð Sovétríkjanna og Bandaríkjanna hefur haft úrslitaþýðingu í því sam- bandi að draga úr hættunni á nýrri heimsstyrjöld svo og fyrir eflingu friðarins. Hin í heild jákvæða þróun sovézk-bandarískrar sambúðar er þó torvelduð af vilja áhrifamikilla afla í Bandaríkjunum til þess að hindra þessa þróun. Leonid Brézjnéf lagði áherzlu á að áframhaldandi barátta fyrir málstað friðarins, frelsi og sjálfstæði þjóða krefðist lausnar eftirtalinna megin- vandamála: Skilyrðislausrar eflingar einingar bræðraríkja sósíalismans og þróunar alhliða samvinnu þeirra um uppbyggingu sósíalismans í því skyni að auka virkt sameiginlegt framlag þeirra til eflingar friðarins; að unnið sé að því að stöðva hið mikla og hættulega vígbúnaðarkapphlaup, að því að draga úr söfnun vopnabirgða og að afvopnun; að friðelskandi ríki beini viðleitni sinni að því að upp- ræta þær uppsprettur spennu í heim- inum, sem enn eru fyrir hendi, og þá fyrst og fremst að því að koma á réttlátum og varanlegum samning- um í deilu landanna fyrir botni Miðjarðarhafs; að einskis verði látið ófreistað til að útbreiða hina alþjóð- legu friðarþróun og til þess að koma á ákveðnum formum. gagnkvæmt hagstæðrar samvinnu ríkja í milli; að kappsamlega verði unnið að því að framkvæma til fulls lokaályktun Evrópuráðstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál og að því að þróa frið- samlega samvinnu innan Evrópu; að stöðugt verði haldið áfram í sam- ræmi við lögmál friðsamlegrar sam- búðar að þróa langtíma-, gagn- kvæma og hagstæða samvinnu á ýmsum sviðum við auðvaldslöndin; að unnið verði að því að tryggja öryggi Asíu á grundvelli sameigin- legra tilrauna Asíuríkja; að unnið verði að gerð alheimssamninga um að ekki verði beitt valdi í alþjóðleg- um samskiptum; að litið verði á það sem meginverkefni á alþjóðavett- vangi að útrýma þeim leifum ný- lendukúgunar, sem enn fínnast, svo og skerðingu á sjálfstæði og jafnrétti þjóða og hvers konar gróðrarstíum nýlendustefnu og kynþáttakúgunar; að leitast verði við að útrýma mis- munun og tilbúnum hindrunum í vegi alheimsviðskipta og að útrýmt verði öllu ójafnræði, yfirdrottnun og arðráni úr efnahagslegum samskipt- um á alþjóðavettvangi. Leonid Brézjnéf ræddi náið um framvindu heimsbyltingarþróunar- innar við skilyrði efnahagskreppunn- ar sem nú herjar í auðvaldsheimin- um og lagði áherzlu á vaxandi áhrif komniúnistaflokkanna í auðvalds- löndunum. í kaflanum um „Árangur síðustu fimm ára áætlunar og meginatriði efnahagsstefnu flokksins” lagði L. Brézjnéf áherzlu á, að vöxtur efna- hagsmáttar landsins á tímabili 9. fímm ára áætlunarinnar .væri ein- stæður. Jókst iðnaðarframleiðslan um 42% eins og gert hafði verið ráð fyrir. Megintakmarki 9. flmm ára áætl- unarinnar — að bæta lífskjör þjóðar- innar — var náð með góðum árangri. Rauntekjur á hvern íbúa jukust um nálega 25%. Á síðustu fímm árum fengu 56 milljónir manna betra hús- næði en áður. Þrátt fyrir miklu alvarlegri þurrka en áður hafa komið á tímabili nokk- urrar fímm ára áætlunar, jókst árleg heildarframleiðsla landbúnaðarins að meðaltali um 13% borið saman við áttundu fímm ára áætlunina. í skýrslu sinni fjallaði Leonid Brézjnéf ýtarlega um efnahagsstefnu flokksins, en helzta markmið hennar er að bæta stöðugt efnahagsleg og menningarleg kjör þjóðarinnar. í 10. fímm ára áætluninni er gert ráð fyrir að meðallaun iðnverkamanna og annarra verkamanna hækki um 16—18% og að laun samyrkjubænda hækki um 24—27% á sama tíma og smásöluverð mun haldast óbreytt á helztu nauðsynjavörum. í lokaþætti skýrslunnar er fjallaði um flokkinn við skilyrði þroskaðs sósíalisma, benti Leonid Brézjnéf á, að Kommúnistaflokkur Sovétríkjnna rækir sem vera ber þá skyldu sína áð vera pólitískur leiðtogi alls verka- fólks, verklýðsstéttanna og gervallrar sovézku þjóðarinnar. Kommúnista- flokkur Sovétríkjanna heldur áfram að vaxa að fjölda og að styrkjast. í dag eru flokksmenn nálega 15.7 milljónir. Verkamenn eru nú 58% nýrra félaga í flokknum, en það endurspeglar forustuhlutverk verk- lýðsstéttanna í lífí og starfi hins so- vézka samfélags. Áhrif ungs fólks innan raða flokksins fer vaxandi. Á tímabilinu milli 24. flokksþings- ins og 25. flokksþingsins lagði KFS höfuáherzlu á starf ráðstjórnanna og endurbætur á sviði löggjafar, á að styrkja sósíalísk lög og reglur, á starf- semi stjórnarstofnana og að efla varnarmátt landsins og bæta herinn. Verklýðssamtökin og Konsomol, sem eru vinsælustu samtök almennings í landinu, eru óaðskiljanlegur hluti hins sovézka stjórnmálakerfís. Leonid Brézjnéf benti á að í sam- bandi við aukið sósíalískt lýðræði væri fyrst og fremst lögð áherzla á að tryggja vaxandi þátttöku þjóðarinnar í stjórnun allra mála þjóðfélagsins, á það að styrkja lýðræðislegar undir- stöður þjóðskipulagsins og að skapa skilyrði fyrir alhliða þróun persónu- leikans. Þá drap L. Brézjnéf á samn- ingu nýrrar stjórnarskrár fyrir Sovét- ríkin. Að lokum sagði Leonid Brézjnéf: Á flokksþinginu skulum við draga saman niðurstöður hins mikla starfs, sem unnið hefur verið síðustu fímm ár. Þetta eru góðar niðurstöður. Við skulum ræða áætlanir okkar fyrir næsta fímm ára tímabil. Þetta eru erfiðar en þó raunhæfar og gerhugs- aðar áætlanir. MOSKVU, (APN): Alexei Kosigin, forsætisráðherra Sovétríkjanna flutti á 25. þingi Kommúnistaflokks Sovét- ríkjanna, sem nú stendur yfir, skýrslu um „grundvallarstefnu efnahagsþró- unarinnar í Sovétríkjunum á tíma- bilinu 1976—1980.”. Hvað varðar aukningu iðnaðar- framleiðslunnar, fjárfestingu og aðgerðir ríkisins, er miða að því að bæta lífskjör þjóðarinnar, þá hefur tímabil níundu fimm ára áætlunar- innar verið bezta fimm ára tímabil í sögu landsins. Á tíma níundu fímm ára áætlunarinnar jukust þjóðartekj- urnar um 34% frá fyrra áætlunar- tímabili, og meira en 80% aukningar- innar var varð beinlínis til þess að bæta lífskjör þjóðarinnar. Alexei Kosigin nefndi eftirfarandi tölur til að gera grein fyrir einkenn- um meginárangurs þeirrar þjóðfé- lagsáætlunar, sem 24. flokksþing KFS samþykkti: Á þessum fimm árum hafa meðalmánaðarlaun iðn- verkamanna og skrifstofumanna hækkað um 20% og laun samyrkju- bænda hafa hatkkað um 25%. Elli- laun og örorkulaun iðnverkafólks, skrifstofufólks, samyrkjubænda og hermanna svo og skólastyrkir til stúdenta og nemenda hafa hækkað og fleiri ráðstafanir í sama skyni verið gerðar. Smásöluverzlun jókst um 36% en smásöluverð ríkisins á helztu matvælum og iðnvarningi hézt óbreytt. Frá 1971 —1975 voru byggðar yfir 11 milljónir íbúða og einbýlishúsa, samtals 544 milljón fer- metrar að flatarmáli. Af þessum sök- um fengu 56 milljón Sovétborgar bætt húsnæði. Alexei Kosigin ræddi ennfremur um niðurstöður fimm ára áætlunar- innar á sviði framleiðslumála. Borið saan við árið 1970 hafði heildariðn- aðarframleiðslan 1975 aukizt um 43%, er þctta í samræmi við markaða stefnu 24. flokksþingsins. Farið var fram úr settu marki hvað varðar heildarframleiðslu þungaiðnaðarins. f skýrslunni cr bent á, að á síðustu fimm árum hafi meiri áhersla verið lögð á að þróa hinar ýmsu grcinar 1976—1980. Meðallaun iðnverka- manna og annarra verkamanna eiga að hækka um 16—18% á næsta fimm ára tímabili. Tekjur starfsmanna samyrkjubúa frá þjóðarbúinu eiga að hækka um 24—27%. Qreiðslur úr opinberum sjóðum eiga að aukast um 28—30%. Stöðugt smásöluverð á nauðsynlegustu vörutegundum og lækkað vefð á sumum vörum mun tryggja rauntekjur þjóðarinnar. Húsaby^gingum verður haldið áfram í landinu í stórum stíl. Á tímabili næstu fimm ára áætlunar á að byggja íbúðarhúsnæði er samtals verður 545—550 milljón ferm að flatarmáli. Þjóðartekjurnar eiga að aukast um 24—28%, iðnaðarframleiðslan um 35—39% og landbúnaðarframleiðsl- an um 14—17%. Aukning á fram- leiðslu undirstöðugreina iðnaðarins á tímabili yfirstandandi fimm ára áætlunar mun fara langt fram úr því stigi, sem náðist á tímabili síðustu fimm ára áætlunar. Framleiðsla þungaiðnaðarins á að aukast um 38—42%. Aukin framleiðsluaukning þungaiðnaðarins þýðir ekki, að minni áherzla verði lögð á ráð'stafan- ir til verulegrar aukningar á fram- leiðslu neyzluvara. Markið, sem neyzluvöruiðnaðinum er sett á yfir- standandi fímm ára tímabil er að auka framleiðsluna sem nemur að verðmæti 43—46 þúsund milljónum rúbla, en aukningin á tímabili ní- undu fímm ára áætlunarinnar var 39 þúsund milljón rúblur. Alexei Kosigin sagði, að það sem einkenndi tíundu fímm ára áætlun- ina væri virkari þátttaka sovézks efnahagslífs í alþjóðlegri vinnuafls- skiptingu og áframhaldandi breyt- ing erlendra efnahagstengsla yfir á langtímagrundvöll. Lagði Alexei Kosigin áherzlu á, að sakir vaxtar gervallrar þjóðarframleiðslunnar myndi tíunda fimm ára áætlunin fara langt fram úr síðustu fimm ára áætlun. AUGLÝSING S0VESKT EFNAHAGSLIF Á TÍMABILI10. FIMM ÁRA ÁÆTLUNARINNAR neyzluvöruiönaðarins. í heild jókst framleiðsla neyzluvarnings um 37% og framleiðsla á ýmsum vörum til menningarlegra, daglegra nota og heimilishalds um 60%. Hinni yfirgripsmiklu langtíma- áætlun flokksins um þróun landbún- aðarins var staðfastlega fylgt sl. fimm ár. Efnaleg og tæknileg undirstaða hans var breikkuð, unnið var að við tækum jarðabótum og sérhæfing i landbúnaðarframleiðslu hefur verið aukin. Þetta hefur gert það kleift, þrátt fyrir ákaflega óhagstætt veður- far sl. fimm ár, að auka árlega mcðal- framleiðslu landbúnaðarins um 13% frá því sem var á tímabili áttundu fimm ára áætlunarinnar. Árleg meðaluppskera korns jókst um 14 milljón tonn. MEGINMARKMIÐ TÍUNDU FIMM ÁRA ÁÆTLUNARINNAR ER AÐ FRAMKVÆMA AF FESTU STEFNU KOMMÚN- ISTAFLOKKSINS, SEM MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ BÆTA EFNALEG OG MENNINGARLEG KJÖR ÞJÖÐ- ARINNAR Á GRUNDVELLI ÖRRAR OG JAFNRAR ÞRÓ- UNAR ÞJÓÐARFRAMLEIÐSL- UNNAR OG VIRKARI NÝTINGAR HENNAR, ÖRARI VÍSINDA- OG TÆKNIÞRÓUN- AR, AUKINNAR FRAMLEIÐNI OG VERULEGRAR AUKNING- AR VINNUGÆÐA Á ÖLLUM SVIÐUM ÞJÖÐARBUSKáPAR- INS,- Meginmarkmið tíundu fimm ára áætlunarinnar, sagði Alexei Kosigin, kemur fram i skýrri og víðtækri reglu, sem flokkurinn hefur samið. Þetta verður fimm ára áætlun auk- inna gæða og aukinnar virkni í þvi skyni að efla efnahagslifið og bæta lífskjör þjóðarinnar. Alexei Kosigin lýsti í smáatriðum hinni viðtæku áætlun um félagslegar og aðrar ráðstafanr til þess að bæta lifskjör þjóðarinnar á árunum

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.