Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.03.1976, Qupperneq 8

Dagblaðið - 05.03.1976, Qupperneq 8
8 f .... Atvinnuástandið á Siglufirði: Nóg að gera í öðru frystihúsinu, — en ekkert í hinu Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976. Tala atvinnulausra á Siglufirði er mjög svipuð um þessar mundir frá viku til viku, — 40-50 manns. Þó brá út af þessu vikuna fyrir verkfall er atvinnulausum fjölgaði upp í 70 manns. Ástæðan fyrir þessari skyndi- legu fjölgun var sú að annað frysti- húsið á Siglufirði, ísafold hf., varð að segja upp meginhluta starfsfólks síns vegna hráefnisskorts. Á meðan var þó full vinna í frystihúsi Þormóðs ramma, og meira að segja unnið fram eftir kvöldi. Dagblaðið kannaði ástæðuna fyrir því að annað frystihúsið þurfti að segja upp starfsfólki sínu á meðan tynnin er eftir- og jafnvel næturvinna í hinu húsinu. „Ástæðan fyrir þessu er sú,” svaraði Skúli Jónasson, fram- kvæmdastjóri ísafoldar hf., ,,að við fáum einungis helminginn af þeim fiski sem skuttogarinn Dagný leggur upp hér á Siglufirði, auk afla frá nokkrum smábátum sem oft verða að liggja * við bryggju vegna lélegra gæfta. Hinn helminginn af afla Dagnýjar fær Þormóður rammi. En það fyrirtæki fær einnig allan afla skuttogaranna Stálvíkur og Sigluvík- ur, þannig að þar er alltaf nóg að gera.” í því tilfelli, þegar segja varð upp starfsfólki ísafoldar, hafði Dagný lagt upp stuttu á undan hinum togurun- um, þannig að búið var að skipta aflanum er þeir lönduðu. Því fór það svo að hráefni þraut hjá ísafold löngu áður en búið var að vinna aflann hjá Þormóði ramma. „En svona staða er svo sem engin nýlunda,” sagði Skúli. „Einkafyrir- tækin hér á Siglufirði hafa alltaf barizt fyrir tilveru sinni í samkeppni við bæjar- og ríkisfyrirtækin hérna, sem er lyft undir á allan hátt.” Forstjóri Þormóðs ramma kvað ástæðuna fyrir atvinnuleysi hjá ísa- fold eiga sér eðlilega skýringu. Togarinn Dagný hafi þurft að fara í tíu daga vélarhreinsun og því ekki getað skilað á land neinum afla á meðan. Spurningu um hvort ekki væri óeðlilegt vegna verkafólksins að eitt frystihús væri hráefnislaust á meðan meira en nóg væri að gera í hinu, svaraði forstjórinn ekki. —ÁT— Siglufjörður — hér var Neskaupstaðartogarinn Börkur að hressa upp á atvinnuástandið. . . og á neðri myndinni Gísli Árni, báðir komu með loðnufarm. (DB-myndir Bjarni Árnason) Lögregluronnsóknin í Sigtúni: „SPÍRINN" REYNDIST VERA PÓISKT VODKA ,Jú, rétt er það, þeir skiluðu mér „spíranum” aftur,” sagði Sigmar veitingamaður Pétursson í Sigtúni, þegar fréttamaður ræddi við hann í gær um 40 flöskur af áfengi, sem hald var lagt á í Sigtúni meðan verkfallið stóð. „Ég held að þeir hafi fundið út við rannsókn að í fiöskunum væri ekki að finna neitt Gvendarbrunnavatn, heldur bara venjulegt pólskt vodka. Lögreglan í Reykjavík kom á staðinn og kannaði sjússamæla þjónanna og tók slíka af tveim þjónum, en auk þess tóku þeir áfengisfiöskur, sem opnaöar höfðu verið af þjónunum fyrirfram og í hag- ræðingarskyni að sögn Sigmars, því það vill brenna við að erfitt se að opna fiöskurnar. Um mæliglösin sagði Sigmar, að þjónarnir hefðu keypt þau í góðri trú í verzluninni Bristol. „Auðvitað var það athugunarleysi að láta ekki löggilda mælana strax í Löggilclingarstofunni”. Sigmar taldi að mælarnir væru gefnir upp fyrir 3 sentilítra en það hefði ekki reynzt vera rétt. „Mér fannst framkoma lögreglunnar ekki til fyrirmyndar þegar þeir lögðu hald á vínið og mælana,” sagði Sigmar. „Þeir hefðu getað látið staðinn í friði rétt á meðan meðalannirnár stóðu yfir. Þess vegna kom í mig kergja, og ég tafði fyrir þeim á fjórða tíma.” Sigmar kvaðst vilja láta það koma fram að það er ekki veitingamönnum í hag að of lítið sé skammtað. Þjónarnir kaupa fiöskurnar af veitingamanninum, sem tapar raunar á því að þjónar drýgi flöskurnar meðof litlum sjússum. jgp. Átti örfáa metra eftir í áfangastað — endastakkst út af veginum Bílstjóri á leið frá Siglufirði til Hofsóss varð fyrir óhappi í útjaðri Hofsóss, þegar hann átti aðeins örfáa metra ófarna i áfangastað í fyrradag. Hann varaði sig ekki á frostbólgnum veginum þarna og endastakkst út af veginum. Bíl- stjórinn slasaðist við þetta, rif- brotnaði, og farþegar hans skrám- uðust nokkuð. Bíllinn, sem er af Jeepstergerð, skemmdist talsvert. —BÁ/JBP KÝRNAR GELDAR, - FRAMLEIÐSLAN ER Í ALGJÖRU LÁGMARKI „Mjólkurskortur er enn alls staðar á Suðvesturlandinu og verður fram í næstu viku. Það kemur til af því að eftir verkfallið var enginn dropi af mjólk, hvorki í mjólkurbúinu á Selfossi eða í Borgarnesi, Mjólkur- samsölunni hérna í Reykjavík, mjólkursölustöðunum eða á heimilunum.” Þetta sagði Oddur Helgason hjá Mjólkursamsölunni, er við ræddum við hann í morgun. Hann sagði einnig að framleiðslan á þessum árstíma væri ekki meiri en svo að langa tíma tæki að safna birgðum þannig að allt gæti gengið eðiilega fyrir sig. Kýrnar væru í geldstöðu og væru rétt að byrja að bera. Á mánudag kom ekki nema fimmtungur af venjulegu mjólkurmagni til sölu og þessa dagana er mjólkurmagnið um 65- 70%. Við megum eiga von á því að þetta ástand ríki áfram þangað til um miðja næstu viku og sagði Oddur, að fólk yrði því miður að sætta sig við að fá skammtaða tvo lítra á dag, þangað til salan kæmist í rétt horf. -EVI. Bíðröðin eftir mjólkinni á dögunum minnti ú styrjaldarórin Ekki amalegt nýja DAS-húsið! Nýja DAS-húsið er í Setbergslandi fyrir ofan Halnarijörð. Það er 200 fermetrar með tvöföldum bílskúr. þessu happdrættisári verður dreginn út 6. apríl og er |)að einbýlishúsið að Furugrund 9 í Garðabæ. Þcir hjá happdrætti DAS eru nú þcgar búnir að ákveða stóra vinninginn.á næsta happdrættisári. Það er cinbýlishús að Hraunbcrgsvcgi 9 í Sct bcrgslandi „Mér er sagt að þetta hús sé 20 til 22 milljón króna virði,” sagði Baldvin Jónsson hjá I^AS í samtali við l)B. íbúða- og húsavinningar hafa verið alls 170 á 22 ára starfsferli happ- draettisins. Stóri vinningurinn á fyrir ofan Hafnarfjörð. Húsið er fuil- frágengið með ræktaðri lóð og tVö- földum bílskúr. Sá heppni þarf að bíða í eitt ár, vegna þess að stóri vinningurinn verður dreginn út í apríl árið 1977. — K.P.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.