Dagblaðið - 05.03.1976, Síða 10

Dagblaðið - 05.03.1976, Síða 10
10 Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976. HMEBIAÐW frfálst, úháð dagblað Úigefandi: Dagblaðið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason íþróttir: Hallur Símonarson Hönnun: Jóhannes Reykdal Blaðamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Atli Steinarsson,. Bragi. Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur Sig.m'Nsson. Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Katrín Pálsdóttir, ólafur Jónsson, ómar V’aldimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, Björgvin Pálsson, Ragnar Th. Sigurðsson. Gjaldkcri: Þráinn Þorlcifsson Dreifingarstjóri: MárE. M. Halldórsson. Áskriftargjald ÖUU kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Ritstjórn Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf.og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Þurfum ekki jafntefíi í hverri viku breytist taflstaðan í þorskastríöinu. Sífellt eru aðstæðurnar að breytast. Oftast eru að myndast nýir möguleikar, en stundum er einnig hætta á ferðum. Það sem sagt var eða gert í gær, er orðið úrelt í dag. Ekki eru nema nokkrir dagar síðan Morgunblaðið sagði, að slit á stjórnmálasambandi við brezku stjórnina væru ekki ráðleg. En nú heldur því enginn fram, að nokkur grundvöllur sé sjáanlegur til endurnýjunar á því stjórnmálasambandi. Ríkisstjórnin var lengi að koma sér að því að slíta sambandinu. En hún gerði það um síðir. Og allir mega nú sjá, að þessi slit hafa orðið málstað okkar til gagns. Ráðamenn og fjölmiðlar á Vesturlöndum hafa fyrir bragðið áttað sig á, að meiri alvara er á ferðum en áður var talið. Slitin stuðluðu að því að gera þorskastríðið að höfuðmáli þings Norðurlandaráðs. Þar hefur komið í ljós, að við njótum nú meiri norræns stuðnings en í fyrri þorskastríðum. Áður stóðum við svo einir, að jafnvei norskir ráðamenn ypptu öxlum. Nú er aðstaðan allt önnur og betri. Erlendir fjölmiðlar flytja okkur einnig þær fréttir, að brezka ríkisstjórnin sé að einangrast í Atlantshafs- bandalaginu. Þeir segja, að eftir stjórnmálaslitin sæti fulltrúar Breta sífelldri gagnrýni á fundum banda- lagsins. Ekki bætir það úr skák Breta, að gamlingjarnir í flotamálaráðuneyti þeirra hafa hvað eftir annað verið staðnir að barnalegum lygum um ástandið á Islands- miðum. Eullyrðingar þeirra um ásiglingar íslenzkra varðskipa á brezk verndarskip eru orðnar að slitinni plötu,sern hlegið er að úti um heim. I þessu máli hefur bjargað okkur dvöl erlendra blaðamanna um borð í íslenzkum varðskipum. Aðgerðir nokkurra sjávarútvegsmanna við stöðvar varnarliðsins hér á landi hafa líka vakið mikla og jákvæða athygli úti í heimi.Frammámenn Atlantshafs- bandalagsins sjá, að hér á landi eru að breiðast út raunsærri viðhorf til bandalagsins en áður var. Samt sem áður eru tilraunir forsætisráðherra til að fá aflétt aðgerðunum við stöðvar varnarliðsins ekki nema eðlilegar. Það er í verkahring forsætisráðherra að sjá um, að gerðir einstaklinga í þorskastríðinu fari ekki úr böndum. Eftir stendur eigi að síður, að hinar hófsamlegu aðgerðir við stöðvar varnarliðsins hafa gert málstað okkar töluvert gagn- Ráðamenn Atlantshafs- bandalagsins sjá, að þeir geta ekki aðgerðalaust leyft brezkum nýlendumajórum að keyra ísland út úr bandalaginu. Enn hefur það gerzt á síðustu vikum, að rutt hefur verið úr vegi þeirri rökvillu Morgunblaðsins og nokkurra fleiri aðila, að betra sé aO semja við Breta en þeir geti með hervaldi veitt í óleyfi meira magn en samið mundi verða um. Menn sjá nú almennt, að skák þorskastríðsins verður að tefla til vinnings. 20.000 tonna óleyfisafli Breta er aðeins lítil fórn okkar í góðri stöðu. Rekstrartap og taugaveiklun brezkra útgerðarmanna og skipstjóra fer vaxandi mcð degi hverjum. Þeir sjá sína sæng út breidda. Við skulum mcta rétt og hart örvæntingu þeirra. VÍn OG BREITT Sumum mun þykja það fífldirfska af ungum listamanni að skeiða fram á listvöllinn með stór afstraktmál- verk, þar sem formfræði og litrím ráða ríkjum. Á slíkum mönnum og afstraktlistinni almennt standa mörg spjótin. Pólitískt sinnaðir listamenn átelja afstraktmennina fyrir að leika sér með form meðan Róm brennur og aðrir framúrstefnumenn lýsa frati á pentskúfmn og strigann. Enn aðrir sjá unga afstraktmenn í listum sem eins konar arftaka septembermanna og annarra hópa af því tagi og telja að einhverjar aðrar leiðir hljóti að vera hægt að finna í íslenzku mál- verki. En eins og áður hlýtur gamla reglan að vera góð og gild, þ.e. að afstraktið beri ekki ábyrgð á þeim mönnum sem vinna í anda þess, heldur öfugt. Og hver er í raun munurinn á þeim mönnum sem hugsa með afstrakt-lit og -línu og þeim „conceptual” mönnum sem skrásetja hugdettur sínar með ljós- myndum eða skýrslum? í báðum tilfellum eru listamennirnir að vinna út frá gefnum forsendum, sjálfrátt eða ósjálfrátt. Að sjálfsögðu eru til listamenn sem koma óorði á þá list sem þeir stunda, með hugsunarlausum endurtekning- um og yfirborðslegri skreytingu, — og þetta hlýtur að eiga við „con- ceptuaP’listina eins og afstrakt- hefðina. í sumum tilfellum er munurinn á þessum tveim greinum innan listarinnar ekki ýkja mikill. Minnumst t.d. línurita Kristjáns Guðmundssonar í Gallerí SÚM — og berum þau saman við elstu mynd- ina á sýningu Sigurðar örlygssonar „Rendur,” frá 1968. í fyrra tilfellinu vinnur listamaðurinn út frá fyrirfrarr gefinni hugmynd um línur í tíma, en í síðara tilfellinu er listamaðurinn að hugsa um línur og litgildi þeirra á fieti. Listamaðurinn sjálfur hlýtur að verða að gera upp við sig hvora lciðina hann ætlar að fara, — og báðareru þær jafnréttháar. Sigurður örlygsson er einn af nokkrum ungum málurum hér á landi, sem ekki er smeykur við af- strakthefðina, og þessa dagana sýnir hann 55 verk, olíumálverk og klippi- myndir, í Norræna húsinu. Sigurður hefur fulla ástæðu til að vera óhræddur, því hann er einmitt einn af þeim afstraktmönnum sem náð hafa að snúa þeirri hefð upp í persónulegt myndmál og þar með gefið henni markvert inntak. Að vísu má enn sjá á þessari sýningu hans af hvaða brunnum hann hefur bergt, — Kelly, Denny, Held og Frank Stella (í „Röndum” nr. 1), en mun augljósara er hið persónulega í mál- verki hans. Þegar maður skyggnist til baka yfir eldri málverk Sigurðar virðist manni sem þau stífgeómetrísku og harðjaðra myndverk, sem hann framdi uppúr 1970, virtust einhvern veginn ekki hæfa þeim Sigurði sem flestir þekktu, þótt þau væru bæði vönduð og vandlega skipulögð. Til þess voru þau e.t.v. of stíf og rökræn að byggingu, þótt litir þeirra væru glaðlegir og formin oft víðfeðm. Eftir á finnst manni að þau hafi ekki verið nægilega hentugur miðill lífsgleði og ærsla málarans, — og hann hafi þar unnið meir eftir bókinni heldur en eigin hvötum. Því virðist New York — dvöl Sigurðar 1974-5 hafa verið honum einkar hollur lærdómur og eru flest þau verk, sem á þessari sýningu eru, afrakstur og eftirmáli um þá dvöl. í New York lærði Sigurður að breiðir litfletir þyrftu ekki endilega að vera innan skarpt teiknaðra útlína, heldur mætti breiða þá frjálslegar yfir myndflötinn. Þetta leysti línuna einnig frá afmarkandi hlutverki sínu og með henni mátti nú teikna að vild, utan um liti, yfir litfleti eða bá beint á strigann. Hin nýju vinnubrögð Siguröar Koma einna best fram í mynd eins og „Uppstilling” (nr. 2), sem er ein besta myndin á sýningunni, þar sem skiptast á föllitaðir fletir, hreinn strigi og trjálsleg teikning. Með þessu virðist einnig viss stífni hafa horfið úr málverki Sigurðar, og meiri hreyfing er á formunum í kringum einhvers konar miðjuöxul, — þótt hinnarstífu skiptingar gæti að vísu enn í mynd- um eins og nr. 20,8 og 50. Meiri Um sýningu Sigurðar Örlygssonar í Norrœno húsimi tenging er milli formanna en áður og því eru myndheildir Sigurðar meir sannfærandi. Hin frjálslega teikning kemur einna best fram í „collage”- myndunum en sömuleiðis má finna hana í málverkum eins og t.d. nr. 2 og 29. „Collage”-myndirnar eru frískleg- asta framlag Sigurðar að sinni. Þær byggjast að mestu á sams konar formum og í málverkinu eru, en þeim er raðað upp mun líflegar, með mikilli hugkvæmni og húmor. Lík- lega hafa þær ýtt enn meir undir tilraunir Sigurðar með sterkar lita- andstæður og áferð, — og sömuleiðis hafa þær eflaust hvattt til ofhlæðis á myndfleti hans. í flestum málverkun- um og „collage”-myndunum er sam- ræmi milli litstyrks og formskipunar, en á nokkrum stöðum dreifist athygli áhorfanda um allan fiötinn, án sterkrar viðstöðu. Þetta kemur fram í myndum eins og nr. 18, 37, 4 og 10. Hins vegar eru þær sneisafullar af hugmyndum sem Sigurður á efiaust eftir að vinna betur úr. Ekki þykir mér ólíklegt að næsta skref hjá honum verði einhvers konar „assemblage”-samsetningar. Er ég ekki í vafa um að ef Sigurður getur haldið þeim litstyrk, sem hann hefur tamið sér, nýtt'fyllilega þær tilraunir sem hann hefur gert með áferð og aðskotapappir, — og emtaldað myndhugsun sína, þá á málverk hans eftir að blómstra.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.