Dagblaðið - 05.03.1976, Page 11
11
Dagblaðið. Föstudagurð. marz 1976.
HEARST FJÖLSKYLDAN
Hvað svo sem segja má um Patriciu
Campbell Hearst, hvort sem hún er
orðin vitlaus, hefur vcrið hcilaþvegin, er
{ einfaldlega ótrúlega forhert eða hvað,
- þá er eitt víst: á strönd Kaliforníu, í
* bænum San Simeon, er minnismerki
um þann heim, sem hún hefur alizt
upp í, Hearst Castle.
Kastalinn er að vísu engin lausn á
gátunni Patty/Tania. Hann er engin
ikýring á því hvers vegna Patty Hearst
hefur undanfarnar vikur staðið frammi
fyrir kviðdómi og dómara í San Fran-
cisco, sökuð um þátttöku í bankaráni
með meiru. Hearst-kastalinn minnir
hins vegar á, að löngu fyrir daga Patty
Hearst var til Hearst-goðsögnin. Líf afa
hennar, blaðakóngsins Williams
Randolphs Hearsts, var því sem næst
ein samfelld hneykslissaga í nærri heila
öld, eða frá 1863 til 1951.
Þetta hneyksli — ef lesendur vilja
fallast á að nota það orð — hófst að
sjálfsögðu einum ættlið framar. George
Hearst, sem upphaflega safnaði fjöl-
skylduauðnum með gull-, silfur- og
koparnámum sínum. Það var einnig
hann, sem stofnaði blaðið San Fran-
cisco Examiner. í ævisögu W.R. Hearst,
„Citizen Hearst”, er George gamla lýst
sem „margmilljónera, ótilhlýðilega
klæddum, tæplega lesandi, hugsandi oft
fyrst og fremst með höndunum, unn-
anda pókers og góðs viskís. Hann tuggði
gífurlega mikið skro og bæði sítt skegg
hans og hvítt skyrtubrjóstið báru þess
glögg merki...”
En ólæsi Georges gamla kom þó ekki
í veg fyrir að hann kæmist á þing.
Peningar skiptu meira máli en málfræði
og engin sérstök ástæða er til að leggja
áherzlu á að það hafi breyzt með tím-
anum.
Það var George Hearst, sem keypti
landareignina, þar sem kastalinn stend-
ur nú, og hóf byggingaframkvæmdir.
En það var sonurinn William Ran-
dolph, afi Patty Hearst, sem byggði
kastalann sjálfan.
George Hearst keypti landareignina
vegna þeirrar ástar, sem hann hafði á
henni. Hann kallaði fjallið fyrir ofan
San Simeon-víkina „í hæstum hæðum”.
Það var ekki að ástæðulausu. Enginn
nema blindur maður kemst hjá því að
verða bókstaflega talað bergnuminn af
staðnum á fögrum sumardegi. Frá
ströndinni upp á topp eru tju kílómetr-
ar ög hver metri er öðrum fegurri.
Jörðin, sem George gamli keypti, var
ekkert smáræði. Hún var álíka stór og
hálft fylkið Rhode Island, eða um 600
fermílur. f dag er hún minni, en leið-
sögumenn hafa gaman af að benda á
fjallatind í blámanum í mörg hundruð
kílómetra fjarlægð, sem eitt sinn var
hluti landareignar Hearst-
fjölskyldunnar.
William Randolph var einkabarn.
Hann tók við fjölskylduauðæfunum að
fullu þegar móðir hans lézt 1919 og
byrjaði strax að byggja hús, hofj gesta-
hús, lystigarða, sundlaugar, tennisvelli
og fleira og fleira, sem nú er hluti
Hearst-kastlans. Byggingarfram-
kvæmdum l^uk ekki að fullu fyrr en
1947. í dag stendur allt þetta sem
minnismerki um mann, sem var um-
deildur allt sitt líf — valdamikill
rómantíker, eins og sagt hefur verið um
hann. Hann hafði um hundrað milljón
dollará árstekjur en rambaði oft á
barmi gjaldþrots. Hann var blaðakóng-
ur, sem setti ný met í blaðaútgáfu og
skóp sínar eigin siðareglur í blaða-
mennsku — og raunar upphafsmaður
þess, sem hefur verið kallað „hin gula
pressa”. Hann bjó um tíma með kvik-
myndastjörninni Marion Davies og
vakti það gífurlega athygli — og
hneykslun — eins og nærri má geta.
William Randolph ánafnaði Kali-
forníuríki Hearst Castle og í dag er
kastalinn opinn almenningi. Vilji
maður vera viðstaddur árlega opnun —
þótt straumurinn sé raunar nokkuð jafn
allt árið um kring — getur maður leigt
sér herbergi í „móteli” í nágrenninu.
Þar er glæsileikinn ekki hinn sami og í
sjálfum kastalanum, en nöfnin eru stór:
„Silver Surf’ (King Size Waterbed,
Indoor Heated Pool!).
Glæsileiki Hearst Castle er slíkur að
flest önnur heimili bandarískra auðkýf-
inga falla í skuggann. Byggingin er
stórkostlega glæsileg og fellur inn í
umhverfið rétt eins og náttúran hafi
verið sköpuð umhverfis kastalann en
ekki öfugt. Þarna ægir saman ýmsum
tegundum byggingarlistar —
gotneskum stíl, frá endurreisnartíman-
um, rómverskum stíl, flórenskum,
frönskum, spænskum, márískum. Hvar-
vetna er eitthvað nýtt og stórkostlegt að
sjá og gestirnir komast ekki hjá því að
leiða hugann að þeim andlegu og
félagslegu forsendum, sem þarna hefur
verið gengið út frá. Hearst Castle er
ekki sízt dæmi um hvernig auðjöfur
notar sína peninga og sýnir fram á,
hversu mikils „virði” hann er.
Leiðsögumaðurinn segir gestunum,
að öll dýrðin haFi ekki kostað undir
þrjátíu milljónum dala. Aftur á móti sé
erfitt að slá því föstu og ýmsir telji sig
vissa um að ekki sé of mikið að reikna
með að kastalinn og nágrenni hans haFi
kostað hundrað milljón dali.
Það verður samt að teljast skaði, að
fá ekki nákvæmar upplýsingar um hvað
öll dýrðin hafi kostað, því þetta allt er
sláandi dæmi um erkiamerískt fyrir-
bæri, þrátt fyrir evrópsk áhrif. Það er
lítil hjálp í því að fá upplýsingar um
það að 100 herbergi séu í aðalbygging-
unni, þar af 38 svefnherbergi, 31 snyrti-
herbergi, 14 stofur og tvö bókasöfn.
Hearst var á sínum tíma mikill
kaupandi evrópskra listaverka, sem
setja mikinn svip á allt umhverFið. Það
eru eftirprentanir og frummyndir og
meira að segja styttur eftir Torvaldsen
gamla. Útskornar loftfjalir eru úr evr-
ópskum kirkjum og klaustrum og þarna
eru stórkostlegar mósaikskreytingar.
Fokhelt leikfélag
í óbyggðu leikhúsi
Leikfélag Grindavíkur.
Afbrýðisöm eiginkona.
eftir Gay Paxton og Edward Hoile.
Leikstjóri Kristján Jónsson.
Þýðandi: Sverrir Haraldsson.
Hvort sjónvarpsmyndin „Fiskur
undir steini”, hafi örvað menningar-
líf grindvíkinga, skal ekki fullyrt, en
hitt er staðreynd, að allt frá sýningu
hinnar umdeildu myndar, hefureins-
konar menningarbylting geisað sunn-
an Svartsengis og eitt afsprengi
hennar er Leikfélag Grindavíkur,
sem starfar af miklum þrótti og
frumdsýndi sitt annað verkefni um
liðna helgi, fyrir troðfullu húsi, —
300 áhorfendum, — næstum sjötta
hluta íbúanna, — við mjög góðar
undirtektir.
Félagsheimilið Festi er glæsileg
bygging, en aðstaða til leiksýninga er
þar fremur óheppileg, eins og stend-
ur, enda er sá áfangi heimilisins, sem
ætlaður er Þalíu óbyggður, aðeins
búið að grafa fyrir undirstöðum.
Hins vegar er Leikfélagið sem slíkt,
lengra á veg komið, — eiginlega
fokhelt, — ef dæma má eftir ágæti
frumsýningarinnar á „Afbrýðisöm
eiginkona”.
Viljinn dregur liálft hlass, segir
máltækið og sannast jnála þarf bæði
dugnað og hugkvæmni til að breyta
salarkynnum í Festi á þann veg, að
hægt sé að efna til leiksýninga og þar
brást þeim grindvíkingum ei boga-
listin. Á efra gólfi í aðalsal smíðuðu
þeir leikSvið og búningsherbergi, en
áhorfendabekkirnir eru á dansgólf-
inu. Að vísu stendur leiksviðið full
lágt, en með því að halla höfði eða
teygja svolítið úr hálsvciðvunum geta
allir salargestir fylgst með því scm er
að gcrast á fjölunum.
Eins og gefur að skilja, cr þarna
um bráðabirgðaráðstcifun að ra*ða
og \'ic^ skuluin vona að óskir þessa
þróttmikla Lrikfélags uin leikhús-
álmu í Fcsti ra-tist fljc'itlega, því
eins og Kolbrún Sveinbjörnsdóttir,
ritar í leikskrá, þá er „Leikfélag
Grindavíkur ungt að árum, en það er
trú mín að meðlimir þess hugsi sér
hærra í framtíðinni. Það á að vera
metnaður hvers byggðarlags að eiga
dugmikið og öflugt leikfélag.” Það
yrði dapurleg fyrir -leiklist á Suður-
nesjum, ef félagið í Grindavík koðn-
aði niður, vegna ills aðbúnaðar, eins
og reyndin varð með Leikfélag Kefla-
víkur.
Áður en fjallað er um frammistöðu
leikaranna í hlutverkum sínum, er
rétt að geta leikstj. Kristjáns Jóns-
sonar, sem hefur tekið að sér það
erFiða verkefni að leiða Leikfélag
Grindavíkur fvrstu sporin, á vonandi
langri a*li Ai angui hans er næstum
ótrúlcgur. Þótt flestir leikenda haFi
varla á leiksvið komið áður, þá tókst
Kristjáni að sneiða hjá flcstu því scm
kallað er bvrjendabragur. Sýningin
var laus við alla óþarfa tilgerð og
ofleik, — sem var þó sannarlega
freistandi í sumum hlutverkum, —
framsögn yfirleitt skýr, persónusköp-
un sterk og hraðinn jafn sýninguna í
gegn, — hvergi dauðir kaflar. Einnig
er vert að geta góðrar leikmyndar
Evelínar Adolfsdóttur, en hún hafði
þau Sigurð Vilmundarson, Kol-
brúnu Sveinbjörnsdóttur og Kristján
Jónssbn sér til aðstoðar.
Haukur Guðjónsson fór með aðal-
hlutverk leiksins, Charles Pentwick
leikhússtjóra, sem tekið hafði á leigu
gamalt hús fjarri hávaða stórborgar-
innar til að losna við streituna, sem
hrjáði hann, mest vegna þess að
hann reyndi að útskýra næturgist-
ingu ungrar stúlku fyrir eiginkonu
sinni, með því að segja sannleikann,
— en konan reyndist vantrúuð, — og
þá upphcifust vandræðin. Haukur
Leiklist
Magnús Gislason
lék hinn taugaveiklaða og sjálfs-
morðsþenkjandi leikhússtjóra með
miklum ágætum, persónan heil-
steypt. Eina þversögnin var kannski
í gervinu, — grásprengt hár orkaði
ekki vel gegn biksvörtu yfirskeggi.
Afbrýðisömu eiginkonuna og iðr-
unarfullu lék Guðveig Sigurðardótt-
ir. Framsögn hennar var mjög góð,
best þeirra leikendanna, og fas henn-
ar virðulegt, eins og konu í hennar
stöðu sæmir. Ungur piltur og geð-
þekkur, Þorgeir Reynisson, lék son
þeirr'a hjónanna, léttur og kvikur í
fasi og ástfanginn upp að eyrum,
eftir baðferðina.
ísfirðingurinn Lúðvík Jóelsson, sá
eini sem mátti heita sviðsvanur, lék
Róbert Bentley leikara og vin leik-
hússtjórans. í leikaragervinu fór ekki
mikið fvrir Jóel, — en þegar hann
varð tilneyddur að bregða sér í nýja
persónu, móður þjónustustúlkunn-
ar, nutu hæFileikar hans og leik-
reynsla sin vel, var á köflum alveg
óborganlegur án þess að ofleika
nokkru sinni.
Jóna Inuvadótiir o«» Lúðvik Jóelsson i iiiutverkum síniun
(Ljósmynd Kristinn Benediktsson)
Rómverska sundhöllin er punktur-
inn yfir i-ið. Dýrðin þar minnir í einu á
Sixtínsku kapelluna í Péturskirkjunni í
Róm og á Westminster Abbev.
Þarna er kvikmyndasalur, þar sem
Hearst sýndi gestum sínum, eða fjöl-
skyldunni nýjustu myndirnar frá
Hollywood. Kvikmyndasalurinn er frá
fyrstu tímum kvikmynda og er í sjálfu
sér heimsóknarinnar virði, sérstaklega
þegar heimatilbúin kvikmynd um fjöl-
skylduna er sýnd.
í myndinni spókar Hearst sig með
frægu fólki, frægum stjórnmálamönn-
um og leikkonum frá þessu tímabili
léttúðar og áhyggjuleysis. Heimsstyrj-
öldin er á enda, og veröldin hefur upp á
allt að bjóða. Heimskreppan og seinni
heimsstyrjöldin leynist í bakgrunnin-
um, en þá voru menn ekki uppfullir af
alls konar vandamálum eins og nú
fimmtíu árum seinna.
Þarna bjó Hearst á rómversku-,
Tudor-, Medici- og Habs-
borgaratímabili. En samt var hann
uppi á „The Great Gatsby”-tímabilinu
í sögunni, sem kannski var einnig
tóm martröð.
Glæsileiki Ernu Jóhannesdóttur,
naut sín vel í hlutverki Fristy Willers
leikkonu, — alveg mátulega til-
gerðarleg, eins og vera bar, en örugg
á sviðinu. Vafalítið er þarna gott efni
á ferðinní
Jóna Ingvadóttir lék Molly sem
annaðist ráðskonuhlutverkið í for-
föllum móður sinnar, — og varð að
hafa ráð undir riFi hverju til að allt
færi ekki í kalda kol hjá Pentwick-
fjölskyldunni. Lék hún hlutverkið ai
mikilli innlifun, og alveg hnökralaust
í hraða atburðarásarinnar, á viðfeld-
inn og skemmtilegan hátt.
Skátaforinginn hnýsni, — med
neFið í hvers manns koppi, — var
leikinn af Jóhanni Olafssyni. Gott
gervi og kátlegar hreyFingar öfluðu
honum mikilla vinsælda meðal
áhorfenda, enda tókst honum að tjá
þennan kynlega kvist mjög skýrt,
þótt einstaka sinnum ræki hann í
vörðurnar í textanum.
Ragnheiður Ragnarsdóttir skilað
ágætlega litlu hlutverki frú Harris
ráðskonu, móður Mollyar, og sömu
sögu er að segja um hlutverk Jallps
bílstjóra, sem Tómas Tómasson lék
með virðulegu yFirbragði. Tómas
gegnir hins vegar stærra hlutverki
hjá Leikfélaginu, formannsstarFinu
og það er mál manna að hann eigi
sem framkvæmdastjóri í Festi,
mestan þátt í góðu gengi
leiklistar í Grindavík og því ei
vel viðeigandi í lokin að þakka hon-
um sérstaklega fyrir skemmtilega
sýningu.
I rabbi við leikstjóra og formann
kom fram að Leikfélag Grindavíkur
hefur á prjónunum að sýna í Kefla-
vík og jafnvel víðar og væri það
sannarlega fengur, ef af því getur
orðið, fyrr en seinna.
Magnús Gíslason.