Dagblaðið - 05.03.1976, Side 12

Dagblaðið - 05.03.1976, Side 12
Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976. Erfiðast hjó Derby — á lokasprettinum að enska meistaratitlinum Keppnin í 1. deildinni ensku er tvísýnni nú en oftast áður og ef að Iíkum lætur verður mikil spenna alveg fram í lokaumferðina. Fjögur lið eru efst og jöfn með 43 stig — Liverpool, QPR, Manch. Utd. og Derby. Liverpool og Manch Utd. hafa leikið einum leik minna, en hin tvö liðin og standa því betur að vígi. Þá er markahlutfall Liverpool bezt og það gæti haft úrslitaáhrif því markahlutfall ræður úrslitum ef Iið eru jöfn að stigum. En við hvaða lið eiga þessi fjögur félög eftir að keppa? — Við skulum nú aðeins líta á það. Liverpool á eftir 10. leiki. Fimm á heimavelli og fimm á útivelli. Heima gégn Middlesbro, Burnley, Everton Leicester og Stoke og ef að líkum lætur ætti Liverpool að ná flestum stigunum úr þessum leikjum. Útileikirnir eru gegn Úlfunum, Norwich, Aston Villa, Birmingham og Manch. City — og tvö af þessum liðum eru í fallhættu. Það er alltaf erfitt að Ieika gegn slíkum liðum á útivelli í lok keppnistímabils. QPR á eftir níu leiki — fimm heima, fjóra úti. Heimaleikirnir eru gegn Coventry, Manch. City, Middlesbro, Arsenal og Leeds — erfiðir leikir flestir. Úti leikur QPR við Everton, Stoke, Newcastle og Norwich. Manch. Utd. á eftir 10 leiki — fimm heima, fimm úti, Heimaleikirnir eru gegn Leeds, Middlesbro, Manch. City, Everton og Stoke — engan veginn léttir leikir, og útileikirnir eru gegn Norwich, Newcastle, Ipswich, Burnley og Leicester., Derby á eftir níu leiki — fimm heima, fjóra úti. Heimaleikirnir eru við Norwich Birmingham, Stoke, Leicester og Everton og ættu meistarar Derby að hljóta flest stigin úr þeim, en útileikirnir eru erfiðir gegn Middlesbro, Manch. City, Aston Villa og Ipswich. Það er athyglisvert hve Manch. City getur spilað mikið irln í — á eftir að leika við öll efstu liðin, og það er áreiðanlegt, að deildabikarmeistararnir leggja mikið upp úr úrslitum í þeim til að sýna hvers liðið er megnugt. Þá er Leeds cngan veginn úr spilinu, þó möguleikar séu kannski ekki miklir. Liðið hefur 39 stig, og á eftir 11 leiki. Japanskur landsliðsþjálfari Judosamband íslands hefur ráðið japanska judoþjálfarann Naoki Murata 4. dan sem þjálfara íslenzka landsliðsins í judo. Murata hefur um eins árs skeið verið þjálf- ari hjá judódeild Ármanns og gegnir því starfi einnig áfram, en samkvæmt samkomulagi milli JSÍ og Ármanns tekur hann nú að sér þjálfun og stjórn judolandsliðsins. Murata hefur raunar unnið að þjálfun landsliðsins síðan í nóvember samkv. bráðabirgðasam- komulagi, og hann stjórnaði liðinu í keppn- inm við Norðmenn 7. þ.m. sem lauk með stórsigri íslendinga 14:5. Murata mun nú annast val manna í úrvals- hóp judomanna til æfinga og verða æfingar hópsins tvisvar í viku fyrst um sinn auk æfinganna hjá hinum einstöku félögum. Murata hefur með starfi sínu hér á landi áunnið sér vaxandi traust og álit íslenzkra judomanna, og hyggja þeir gott til leiðsagnar hans. Frá Wembley á laugardaginn. Peter Barnes skorar fyrsta mark Manchester City eftir að Joe Royle hafði skallað til hans. Barnes kom á fullri ferð og þrumuskot hans, boltinn ber við Royle sem er liggjandi, hafnaði í netinu. Manch. City sigraði Newcastle 2-1 í úrslitaleik deildabikarsins — sjötti stórsigur liðsins á áratug. Harka, en öruggur sig- ur gegn Milbertshofen! íslenzka landsliðið sigraði með 19-17 í siðasta œfingaleik sinum fyrir Olympíuleikinn við Júgóslava á sunnudag Þetta var mjög harður leikur — harka og þýzku dómararnir leyfðu mik- ið. Það má alltaf reikna með slíku og við erum ekki að kvarta undan dóm- gæzlu þeirra, þó ýmsum hafi fundizt þeir hlutdrægir. öruggur sigur vannst gegn Milbertshofen, þýzka 1. deildar- liðinu í suðurdeild í Munchen í gær- kvöld, 19-17, sagði Ólafur H. Jónsson fyrirliði íslenzka landsliðsins í símtali við Dagblaðið. Þetta er orðin anzi ströng ferð. Mikið um ferðalög og leikið á hverju kvöldi. Ekki laust við, að sumir verði ánægðir með að fá frí frá leikjum fram á sunnu- dag, en þá verður leikurinn, sem öllu þessu hefur verið stefnt að — Olympíu- leikurinn við Júgóslava. íslenzka landsliðið skoraði þrjú fyrstu mörkin í leiknum við Milbertshofen í gær, en til mikillar ánægju fyrir all- marga þýzka áhorfendur tókst þýzka liðinu að jafna í 5-5. En íslenzka liðið náði aftur yfirhöndinni og hafði alltaf yfir í leiknum. í leikhléi var staðan 10-9 og skoruðu Þjóðverjarnir síðasta mark sitt beint úr aukakasti eftir að leiktíma var lokið. Um tíma í síðari hálfleik náði ís- lenzka liðið þriggja marka forskoti — en Milbertshofen tókst að jafna þann mun. Lokakaflann var íslenzka liðið betra og sigraði með 19-17 og voru menn eftir atvikum ánægðir með þann sigur. Mörk íslenzka liðsins skoruðu Jón Karlsson 5 — öll mörkin úr vítaköstum — Páll Björgvinsson fjögur, Ólafur H. Jónsson þrjú, Árni Indriðason og Jón Hjaltalín Magnússon tvö hvor, Stein- dór Gunnarsson, Gunnar Einarsson og Bjarni Jónsson eitt hver. Ólafur Einars- son, sem skoraði mikið af mörkum í fyrri leikjum, beitti sér lítið í gærkvöld, enda ekki alveg heill í hendi. Ólafur Benediktsson varði markið í fyrir hálf- leik, en Guðjón Erlendsson í þeim síðari og stóðu báðir sig vel. Það furðulega skeði, að Guðjóni var vísað af velli í tvær mín. — sennilega fyrir einhvern misskilning, þó hann hefði áður sýnt, að hann var ekki beint ánægður með dóm- arana. í kvöld verður haldið til Zagreb í Júgóslavíu — og Olympíuleikurinn verður kl. 4.30 að íslenzkum tíma i smáborg rétt við Zagreb. Jón Ásgeirs- son mun lýsa leiknum. Það er vörður fyrir utan'Þú býst ekki Vildi að Lolli og Polli -yvið miKlu af væru hér.Þeir mundu finnaupp á einhverju. Rólegur, Þjálfi, ekki Vjæja, gerum stund til að reiðast... -7' áætlun. Attu KHvernig væri? Bráðum hættTr að rigna og þá. SKIÐASKOLI INGEMARS STENMARK Stafirnir eru til margs gagnlegir, t.d. sem framlcnging handannaxog það hjálpar að halda jafnvæginu meðan þið eruð á ferð. Einnig eru þeir notaðir iil aðstoðar við bcygjurog auðvitað til að komast á ferð í byrjun.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.