Dagblaðið - 05.03.1976, Page 13
Dagblaðið. Föstudagurð. marz 1976.
Olympíumeistannn hafði
þoð ó frjólsu œfíngunum
John Curry fró Birmingham varð heimsmeistari í listhlaupum í gœr í Gautaborg.
Þriðji stórtitill hans ó tveimur múnuðum
John Curry varð heims-
meistari í listhlaupi á skaut-
um í gærkvöld. Hann sigraði
helzta keppinaut sinn, Rúss-
ann Kovalev sem hafði for-
ystu eftir fyrri hluta mótsins.
En Curry sýndi ótrúlega
hæfni í listræna þættinum í
frjálsu æfingunum og brezki
dómarinn gaf honum 6 —
hæsta sem hægt er að fá. Á
meðan allt gekk Curry í hag-
inn í listræna þættinum datt
hekti keppinautur hans,
Kovalev og titillinn var
Currys.
Þetta er þriðji titill Currys á tveimur
mánuðum. í janúar varð Curry Evrópu-
meistari og var þá fyrst verulega sem
Curry tókst að fara fram úr rússnesku
keppinautum sínum, en áður hafði
Curry ávallt staðið í skugga þeirra.
Á Olympíuleikunum vann Curry
gullið — og sýndi þá ótrúlega hæfni í
listræna þættinum í listhlaupinu. Mikið
fjaðrafok varð eftir sigur hans því
venjulega halda sigurvegarar í hinum
einstöku greinum blaðamannafund þar
sem þeir sitja fyrir spurningum blaða-
manna. Curry hins vegar var alls ekki á
þeim nótunum. Þess í stað lokaði hann
sig inni í herbergi og tók með sér
ástmann sinn.
Blaðamenn urðu hinir reiðustu, að
Curry skyldi taka ástmann sinn fram
yfir blaðamannafund,. það hafði ekki
þekkzt áður. Þessi kynvilla Curry var
því mikið fréttaefni, en Curry kærði sig
kollóttan, þó spennan hafí verið mikil.
Nú streyma tilboðin til Curry. „Mér
berast hin ótrúlegustu tilboð,” sagði
Curry. „Tilboð sem mér datt aldrei í
hug að ég fengi, eins og að syngja og
dansa. En ég er staðráðinn í að halda
áfram þeim draum mínum að gera
listhlaup að list. Ástæðan fyrir því að
ég held áfram er líka að verða sá bezti,
fólk hlustar alltaf á þá beztu,” bætti
Curry við.
John Curry, sem býr nú í Colorado í
Bandaríkjunum er Breti og kemur frá
Birmingham.
Nú en í Gautaborg átti Curry allt og
Rússinn Kovalev varð að láta sér nægja
annað sætið. í þriðja sæti varð A-
Þjóðverjinn Jan Hoffmann og í fjórða
sæti Kanadamaðurinn Toller Cranston,
sá er vakti mikla athygli í Innsbruck
fyrir ævintýralegar æfingar sínar.
í parakeppninni í ísdansi í Gauta-
borg hefur rússneska parið og sigurveg-
ararnir frá Innsbruck, þau Ludmila
Pakhomova og Alexander Gorshkov for-
ystu og aðeins er eftir.frjálsi þátturinn
og einmitt það getur reynzt þeim
hættulegt því keppnin er geysihörð.
Bronshafarnir frá Innsbruck, Colleen
O’Connor og Jim Millns eru einmitt
mjög sterk í frjálsa þættinum og rúss-
neska parið verður að halda vel á
spöðunum ef sigurinn á að verða þeirra.
Eins og er er staðan:
1. Ludmila Pachkomova og Alexander
Gorshkov með 104.32 stig.
2. Irina Moiseeva og Andrei Minenkov
100.24 síig.
3. Colleen O’Connor og Jim Millns
I00-12st'g- h.halls.
Bretinn John Curry hefur þótt sýna mikla hæfni í listhlaupi á skautum í vetur og
hefur þar með ýtt hinum sovézku keppinautum sínum til hliðar en um áraraðir
stóð Curry í skugga þeirra.
íþróttir
Kornungt lands-
lið i handknatt-
teik kvenna
Bandaríska kvennalandsliðið í hand-
knattleik leikur þrjá landsleiki við
hinar íslenzku stallsystur sínar. Fyrsti
leikurinn verður á sunnudaginn suður
á Keflavíkurvelli, í íþróttahúsi varnar-
liðsins, og hefst sá leikur kl. 15.
Annar landsleikurinn fer fram í
Hafnarfirði og sá þriðji uppi á Skaga,
báðir þessir leikir fara fram í lok næstu
viku.
fslenzka landsliðið hefur verið valið
og hefur víða komið fram gagnrýni á
val liðsins þar sem stúlkurnar í því eru
kornungar og reyndari handknattleiks-
konur ekki í liðinu. Hitt ber einnig á
að líta að áhugi kvenna fyrir landslið-
inu hefur verið næsta lítill og val
landsliðsnefndar í samræmi við það.
Landsliðið er þannig skipað:
Markverðir eru Aðalheiður Emilsdótt-
ir, Ármanni, og Gyða Úlfarsdóttir FH.
Aðrir leikmenn:
Jóna Brandsóttir, FH,
Katrín Danivaldsdóttir,FH,
Sigurborg Daðadóttir, UBK,
Jóhanna Halldórsdóttir, Fram,
Jenný Magnúsdóttir, Fram,
Hrefna Bjarnadóttir, Val, fyrirliði,
Hjördís Sigurjónsdóttir, KR,
Halldóra Magnúsdóttir, Val,
Erla Sverrisdóttir, Ármanni,
Harpa Guðmundsdóttir, Val.
Samanlagður landsleikjafjöldi er 31
landsleikur og þar af hefur Erla
Sverrisdóttir leikið 11 landsleiki. Fimm
stúlkna'nna hafa ekki^ leikið landsleik
áður. Það er því ekki iyrir reynslunni
að fara og fróðlegt verður að sjá hvern-
ig liðinu vegnar, þar sem framundan
eru mikil verkefni.
Þjálfari liðsins er Pétur Bjarnason.
h.halls.
Dankersen, 23ja febrúar.
Landsleikur V-Þýzkalands og
Belgíu, sem fram fór í Eppelheim á
sunnudag, var aðalefni v-þýzkra
handknattleiksmanna um síðustu
helgi. Þar af leiðandi fóru aðeins
fimm leikir fram í deildum
Budeslígunnar. Þessir leikir breyttu
stöðu liðanna ekki mikið, nema
kannski það, að lið Kiel og Rein-
hausen hafa misst af lestinni með að
ná öðru sæti í norðurdeildinni.
Óþarfi er að fjölyrða um hina ýmsu
möguleika, sem enn eru opnir á
toppi sem botni, þar sem því atriði
voru gerð skil í síðasta þæt,; okkar.
Vegna undankeppni Olympíu-
leikanna verður nú gert hlé í þrjár
vikur í Bundeslígunni. Næstu leikir
verða 14. marz.
DANKERSEN—
SCHWARTAU' 20-11
Fyrir fullu húsi áhorfenda í
Minden átti GWD í erfiðleikum í
byrjun og eftir 10 mín. leik var
staðan 5-2 fyrir Schwartau. Þar á
eftir fylgdu hins vegar fimm GWD-
mörk í röð og í hálfleik var staðan 8-6
fyrir GWD. í síðari hálfleiknum
skoraði GWD tvö fyrstu mörkin og
eftirleikurinn var auðvcldur.
Dómarar leiksins, sem komu frá
Köln, voru mjög ósamrýmdir og
gerðu margar vitleysur á báða bóga.
sem varð til þess að leikurinn varð
óþarflega ruddalegur á köflum.
Með sigrinum færðist Dankersen
enn næi takmarki sínu að ná öðru
sætinu. Það er þó engum blöðum um
það að fletta, að næsti leikur liðsins,
semer-í Essen þann 14. marz gegn
Phönix Essen, mun verða úrslita-
leikurinn um það sæti.
Mörk GWD. Axel 6, Ólafur H. 5,
Waltke 3/1, Kramer 2, Grund 1,
von Oepen 1, Becker 1 og
Buddenbohm 1. %
WELLINGHOFEN —KIEL 17-11
Annar sigurleikur Wellinghofen í
röð og endurkoma Grönings í liðið
(eftir meiðsli) hafði mikil áhrif á leik
liðsins. Mikil harka var strax frá
byrjun, en er líða tók á fyrri hálf-
leikinn kom betri varnarleikur
Wellinghofen í ljós. Liðinu tókst að
ná afgerandi forustu, sem það helt til
loka. Hinn leikreyndi landsliðsmaður
Grönings lék aðalhlutverkið óg
skoraði sex mörk. Hjá Kiel var hinn
33ja ára Nielsen atkvæðamestur og
skoraði sex mörk.
ALTENHOLZ—
RHEINIIAUSEN 15-14
Það má með sanni segja, að Kiel sé
cin mesta handboltaborgin í
Þý/kalandi. (j()uo manns mættu í
Kielar-Ostseehalle til að styðja
Altenholzliðið (Altenholz er smáþorp
við Kiel og teilur 3000 íbúa) og það
þó liðið sé svo gott sem fallið.
Leikurinn var allan tímann mjög
spennandi og jafn. Rheinhausen*
hafði unnið sex síðustu leiki sína í röð
og hafði enn töluvert góða möguleika
á öðru sæti í riðlinum.
Altenholz-liðið sýndi þó og
sannaði, að margt býr í liðinu og
drifið áfram af hinum leikreynda
Werk tókst því að knýja fram sigur á
síðustu sekúndunum. Hjá
Rheinhausen skoraði Schmitz átta
mörk, en Werk Fimm fyrir Altenholz.
SUÐURDEILD
GROSSWALLSTAD—
IJUTTENBERG 14-6
Þessi leikur fór fram á föstudags-
kvöldið og var Hér um algjöra
yFirburði Grosswallstadt að ræða.
Líðið sýndi þó engan stjörnuleik og
þurftiþess ekki, þar sem Huttenberg-
liðið var óvenju dauft. Auk þess
sýndu leikmenn þess lítinn sem
engan áhuga, enda árangurinn eftir
því. Markvörður Grosswallstad, sem
er 1. markvörður þýzka landsliðsins,
sýndi alla sína beztu takta víð
niikinn fögnuð áhorfcnda, scm voru
um 2700.
REIMUi 1EUORFER FUSCHE—
GÖPPINGEN 13-13
Það var furðulegt, hvað
Berlínarliðinu tókst að halda vel í við
Göppingen, því Fimm af beztu
mönnum liðsins eru á sjúkralista.
Lítill áhugi var á leiknum í Berlín,
því aðeins 597 áhorfendur mættu til
að fylgjast með þessari botnbaráttu.
Göppingen-liðið hafði ávallt forustu ; I
en rétt fyrir leikslok skoraði
Berlínarliðið jöfnunarmark sitt. Að
vanda voru þeir Gunnar Einarsson
og Emmrich beztu menn Göppingen
og þeir, sem halda liðinu á floti.
ÞÝZKALAND—BELGÍA 34-6.
Eins og tölurnar bera með sér úr
þessum leik í 5. riðli
Olympíukeppninnar var hér um
algjöra einstefnu að ræða Þýzka liðið
varð að sigra með 23ja marka mun
til þess að ná hagstæðari markatölu
en DDR í riðlinum. Eftir 15. mín.
leik var staðan orðin 9-0 fyrir
Þýzkaland og loks á 17. mín. skoraði
Belgía sitt fyrsta mark. Markaregnið
hélt síðan áfram og í iiálflcik var
staðan 16:3. Síðari hálfleikurinn var
keppni um að ná þessum 23ja marka
mun. Eftir 20 mín. var því marki náð
og vestur-þýzkir önduðu léttar.
Gummersbakkararnir Deckarm (9
mörk) og Brand (7 mö'rk) leku
aðalhlutverkin í þýzka liðinu sem
fyrr, en Kluhspies sýndi einnig mjög
jákvæðan leik og skoraði sex mörk.
Axel og Ólafur.
Njarðvíkingar
heimsœkja KR
— i 1. deild körfunnar
um helgina
Þrír leikir verða leiknir í 1. deild
körfuknattleiksins um helgina og leikur
helgarinnar verður vafalítið í Haga-
skóla. Þar leiða saman hesta sína KR og
UMFN — bæði liðin hafa misst af
möguleikanum á íslandsmeistaratitli en
bikarkeppnin er enn eftir og Iiðin ætla
sér ekkert minna en sigur í hennL En
þar eins og í 1. deild er aðeins einn
sigurvegari og því mikilvægt fyrir liðin
að vera í æfingu. Leikur KR og UMFN
fer fram í Hagaskóla á morgun og hefst
kl. 14.
í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands
leika stúdentar og Snæfell og vart þarf
að spyrja að leikslokum þar, Snæfell
hefur verið áberandi lélegasta liðið í 1.
deildinni í vetur. Leikurinn fer fra á
morgun og hefstkl. 17.
Snæfell er svo aftur á ferðinni á
sunnudaginn og þá uppi á Skaga. Þá
heimsækir Valur liðið og enn er líklegt
að Snæfell verði að láta í minni pokann.
En lítum á stöðuna í 1. deild:
Ármann ii 11 0 1032-832 22
ÍR ii 9 2 990-845 18
KR 9 6 3 789-691 12
UMFN 10 6 4 798-771 12
ÍS 10 4 6 792-850 8
Valur 10 3 7 909-952 6
Fram 11 2 9 744-870 4
Snæfell 9 0 9 507-758 0