Dagblaðið - 05.03.1976, Side 15

Dagblaðið - 05.03.1976, Side 15
Dagblaðið. Föstudagur 5. marz 1976. HJÓNABANDIÐ RIÐAR TIL FALLS EFTIR ELLEFU ÁR 15 Bílakonunginn Henry Ford langar í ANNA BJARNASON, nýja órgerð Undanfarna mánuði hefur verið á kreiki orðrómur um skilnað bíla- kóngsins Henry Fords II. og konu hans, hinnar 47 ára gömlu, ítölsku Christinu. Þrátt fyrir það kom stað- festing á skilnaðinum eins og reiðar- slag yfir vini þeirra og kunningja. Þau hjón hafa verið gift í 11 ár. Ford var sjálfur í íbúð fyrirtækisins í aðal- bækistöðvunum í Dearborn þegar hann fól lögfræðingi sínum að gefa út tilkynningu um skilnaðinn. Christina, sem var á sveitasetri þeirra hjóna í Georgia, bar fregnina til baka. Fjölskylduvinur einn sagði við fréttamenn að Christina kærði sig ekki um skilnað, allt væri í bezta lagi og orðrómurinn yrði kveðinn niður. Henry væri á förum í viðskiptaerind- um til Evrópu og Christina væri heima á sveitasetrinu í Grosse Point. Þrátt fyrir þessi mótmæli hafa verið uppi háværar raddir um að bílakóngurinn vildi gjarnan fá sér „nýtt módel”, hina 36 ára gömlu Kathleen DuRoss sem hann hefur lengi átt vingott við. Hún vár með honum í bílnum í fyrra þegar hann var tekinn fastur fyrir að aka undir áhrifum áfengis í Kaliforniu. Þá var Christina kona hans með Imeldu, eiginkonu Marcosar forseta Filippseyja, við krýninguna í Nepal. Þrem mánuðum síðar opnaði Kathy DuRoss nýtt diskótek í Detroit. Fréttamenn þustu í diskó- tekið fyrsta kvöldið og gerðu mikið veður út af opnuninni. „Ég vona bara að þið séuð hér vegna sjálfrar mín en ekki vegna þess að ég var í bílnum með Ford þegar hann var tekinn fastur,” sagði hún. Þau þekktust áður en Ford kvænt- ist Christinu árið 1965. A sl. árum, þegar Christina hefur verið að „dandalast” um allar jarðir, fóru Ford og Kathy oft saman í frí. Hún þykir dálítið „dularfull”, er fædd og uppalin í Detroit. Hún var ekki nema 19 ára þegar hún varð ekkja. Maður hennar, sem var hljóðfæra- leikari, fórst í bílslysi. Hún á tvær dætur, Kim 18 ára og Debbie 20. Kathy var um jólin í veiðiferð með Ford og vini hans, Radziwill prins (fyrrverandi mági Jackie Onassis) á heiðunum í Yorkshire. Þá var Christ- ina á skíðum í Sun Valley. Henry Ford hitti Christinu árið 1960 á hinum fræga næturklubbi Maxim í París. Þau spjölluðu saman alla nóttina án þess að hún vissi hver hann væri. Síðar kom í ljós að hún hafði spurt hann tvisvar að heiti. Henry var ákaflega kátur yfir því að þessi unga, fallega og fráskilda koma skyldi ekki þekkja hann (eða a.m.k. ekki kannast við það) eða hina frægu fjölskyldu hans. Kunnings- skapur þeirra varð brátt mjög náinn. Christina fluttist til New York og beið eftir að Henry fengi skilnað frá Anne McDonald sém hann hafði verið kvæntur í 23 ár. Fyrst eftir brúðkaupið voru þau óaðskiljanleg. Christina var af fátæku „Nýja árgerðin” hans Fords. Hún á diskótek í Detroit og er komin í sviðsljósið. „Mér finnst gaman að bjóða „spennandi” fólki hingað til þess að auka á hátíðleikann,” sagði Christina við það tækifæri. Henry Ford hefur ímugust á slík- um samkvæmum og flaug til Evrópu í „viðskiptaerindum”. Það er einmitt það sem hann hefur gert núna. fólki komin og á meðan á styrjöldinni stóð varð hún um tíma blind vegna næringarskorts. „Ég gleymi aldrei því tímabili í ævi minni,” segir hún. Christina var orðlögð fyrir fegurð og fagran limaburð. Hún var í 90 mínútna danstíma á hverjum degi og hvatti Henry til þess að halda línum hans í lagi. Á síðari árum hafa leiðir þeirra skilið æ oftar. Henry neitaði heim- boðum, en Christina hellti sér út í samkvæmislífið af lífi og sál og hefur fundið sanna vinkonu í Imeldu Marcos, forsetafrú á Filippseyjum. Þær voru saman árið 1971 í af- mælisveizlunni miklu í íran þegar keisarinn hélt upp á 2500 ára afmæli ríkisins. Þær voru einnig saman í Ástralíu, þegar nýtt óperuhús var opnað í Sidney. Christirta heimsótti frú Marcos í Manilla þegar alheims- fegurðarsamkeppnin var haldin þar, en Christina átti sæti í dómnefnd- inni. Imelda Marcos hefur einnig heim- sótt Christinu til Bandaríkjanna, en hún var viðstödd þegar ný deild í listasafni Detroitborgar var opnuð. Eftir margra mánaða sögusagnir lét Henry Ford lögfræð- Christina neitar því að skilnaður sé á næsta leiti. ing sinn gefa út tilkynningu um væntanlegan skilnað þeirra hjóna. Síðan flaug hann til Evrópu. nýtt í hverri Viku ikan prófar Autobianchi — Rœtt við nokkur börn um sjónvarpíð kipasmiðar og siglingar til forna

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.