Dagblaðið - 05.03.1976, Síða 24

Dagblaðið - 05.03.1976, Síða 24
Nú brennir Akraborgin svartolíu Akraborgin hefur nú bætzt í hóp þeirra skipa, sem brenna svartolíu. í gær var blaðamönnum og fleiri gestum boðið í ferð með skipinu, þar sem þessar breytingar voru kynntar. Það var strax og svartolíunefnd kynnti sparnaðaráætlanir sínar, ef svartolía væri notuð sem eldsne>ii, sem útgerðarfélag Akraborgar tók að íhuga að gera breytingar á skipinu. Eftir nokkrar athuganir var nemendum á fjórða stigi í Vélskóla íslands falið að gera breytingarnar. Þeir hafa síðan unnið að verkinu ýmist uppi á Akranesi á nóttunni, á meðan skipið var í ferðum eða í skólanum. Umsjón með verki nemendanna höfðu þeir Magnús Ingimundarson og Ólafur Eiríksson vélfræðikennari Vélskólans. Áætlað er'að breytingarnar á Akra- borg hafi kostað um 2.5 milljónir króna. Verðmunurinn á að nota hráolíu og svartolíu er um fimmtán krónur á lítr- ann. Akraborg notar um 90.000 lítra á ári, svo að sparnaðurinn verður tölu- verður, þegar fram í sækir. Þrátt fyrir að Akraborgin sé nú farin að brenna svartolíu, þýðir það samt ekki að hún sé alveg laus við hráolíuna, því að þegar skipið siglir í og úr höfn verður að notast áfram við hráolíuna. Ástæðan fyrir því er sú, að þegar álagið á vélunum fer niður fyrir visst stig, kemur svartolían ekki að notum. —ÁT— STUND MILLISTRÍÐA Fyrst eru það embættisverkin fyrir Framleiðslueftirlit sjávarafurða, fylla út skýrsluna um loðnusýnin. . . . Síðan er tími til að heilsa upp á gamlan kunningja, sem alltaf er gaman að sjá. ... — segja honum það nýjasta á ferðinni í bænum, alveg í trúnaði...... og það var ekki af lakari endanum í þetta skiptið Loðnuflutningaskip kemur fýluferð Japanskt loðnuflutningaskip kemur fýluferð hingað. Skipið er væntanlegt næstu daga og icemur á vegum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Það er verkfallið sem veldur. Slík sigling er að sjálfsögðu ákveðin löngu fyrirfram, og átti skipið að taka hér frysta loðnu upp í samninga. Vegna verkfallsins munu ekki vera til nema 450 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Sölumiðstöðinni, en skipið er líklega gert fyrir 1500- 2000 tonn. Hja Sölumiðstöðinni var okkur tjáð, að ákvæði mundu vera í samningum, sem tryggðu fyrirtækið gegn tjóni, sem yrði af völdum verkfalls. Japanir mundu einnig geta bjargað sér með því að breyta áætlun skipsins og finna einhvers staðar annarn farm fyrir hina löngu siglingu. -HH. Lögfrœðingarnir rœða réttarfarsbreytingar Vegna nýframkomins frumvarps á Alþingi um nýskipan lögreglumála hafði blaðið samband við nokkra lögmenn í Reykjavik og spurði um álit þeirra á frumvarpinu. Björn Þ Guðmundsson borgar- dómari kvaðst ekki cnn hafa séð frumvarpið aðeins það er hingað ui hefur birzt í blöðum og kvaðst því ekki vilja tjá sig um innihald þess og fyrirhugaðar breytingar. jóhannes L. L. Helgason, formaður Lögfræðingafclags íslands, sagði Lögfræðingafélagið ekki enn hafa tekið afstciðu lil frumvarpsins en miðvikudaginn 10. mar/ n.k. vcrður almcnnur fundur í I.cigfræðinga- rélaginu þai sem hið nýja frumvarp vcuðiu til uinræðu. Fmmmadeiulur þar vcrða þeir Björn Svcinbjömsson hæstaréttardóniari, formaðm réitar- farsnefndar, nefndar þeirrar er frumvarpið samdi og Haraldur Henrýsson formaður Dómarafélags Reykjavíkur. Eftir þessum fundi munu allflestir lögfræðingar á landinu vera að bíða til að geta svo tekið afstöðu til frumvarpsins. Á fundinum mun frumvarpið verða rækilega kynnt og lögfræðingarnir fa tækifæri til að fræðast um efni þess. Kvaðst Haraldur Henrýsson ekki vilja tjá sig neitt um hvað framsöguerndi sitt á fundinum myndi fjalla um, það kæmi í ljós á fundinum sjálfum. Ekki er ólíklegt að ýmis atriði frumvarpsins cigi hugsanlega eftir að valda dcilum meðal lögfræðinga og það sjálfsagt cftir að brcytast citthvað í meðfc'rrum Alþingis. -BH IBM-gjöfin eða lánið: „ÓSÆMANDI AÐ ÞIGGJA ÞESSA GJÖF" — segir starfshópur um auðhringa umboðsmennirnir fyrir Digital hefðu talið sig „heita” í haust, er Háskólinn kannaði Digital 1170 með kaup í huga. Ráðamenn hefðu þá haft fullan hug á kaupum, en skortur á fé hefði síðan komið í veg fyrir það. Bragi sagði að ef kaup þessi hefðu komizt á, hefði Digital fest góðar rætur á tölvumarkaði hér á landi. Svokallaður starfshópur um auð- hringa hcfur haft samband við blaðið vegna tölvulána IBM og segir m.a.: „Það er þvt álit „starfshóps um auð- hringa”, að viðbrögð IBM við tilraun- um Háskóla íslands til að marka nýja stefnu í tölvumálum sínum, séu til þess fallin, að styrkja enn meir einokunarað- stöðu þessa erlenda auðhrings og þar með torvelda eðlilcga þróun tölvumála í landinu. Með tilliti til aðdraganda og afleiðinga þcssa máls tclur starfshópur- inn að æðstu menntastofnun fslendinga sé ósæmandi að þiggja þessa gjöf.” —JBP— Tölvan, sem IBM hefur lánað Há- skóla íslands til næstu 3 ára annar ekki öllum þeim verkefnum er Reiknistofn unin þarf að annast. Að sögn Jóns Þ. Þórhallssonar hjá Reiknistofnun eru þarfir Háskólans á þessu sviði nokkuð víðar og greinileg þörfln fyrir stóra tölvu. Jc»n kvað það rétt að Háskólinn hcfði kannað kaup á hýrri tölvu hjá þcim framleiðcndum scm bjc'»ða slíka vöru. Bragi Ragnarsson, framkvæmdastjóri hjá Kristjáni Skagíjörð, sagði að þeir fijáJst, úháð dagblpð Föstudagur5. marz 1976. Fór heila veltu ó Breiðholts- braut Fólksbifreið fór í gærkvöldi heila veltu á Breiðholtsbrautinni. Óhappið varð í brekkunni á móts við Stekkjarbakka á ellefta tímanum. Valt bíllinn yfír eyju sem þarna er á götunni og staðnæmdist ekki fyrr en á akbrautinni sem ligg- ur til Breiðholtshverfís. Ein kona var í bílnum. Hlaut hún skrámur en meiðslin voru ekki talin alvarleg. Meðan lögreglumenn gerðu sínar athuganir á staðnum varð aftan- ákeyrsla .á sama stað. í báðum óhöppunum lék grunur á að öku- menn hefðu verið ölvaðir við akstur. —ASt Brotizt inn á þremur stððum í nótt Þrjú innbrot voru framin í Reykjavík í nótt. í tveimur tilfell- anna höfðu þjófanir ekkert upp úr krafsinu og lítið í hinu þriðja. Farið var inn í verzlun í Austur- stræti 6 og rótað þar í peningakassa. Einskis var þar saknað. Þá sprengdu þjófar upp hurð í Matvælabúðinni í Efstasundi 99. Til þeirra sást og'kom lögreglan skjótlega á vettvang og voru þjóf- arnir flúnir af staðnum. Þá var tilkynnt kl. 1.26 að brotinn hefði verið upp vínskápur í Klúbbn- um. Það mál er í rannsókn. ASt. Ný eyja við Suð- austurland — segja erlend blöð — en enginn kannast við eyjuna „Eg held að maður hlyti að hafa frétt af því ef myndazt hefði ný eyja við landið,” sagði Sigurður Þórarins- son jarðfræðingur er við spurðum hann um frétt er við sáum í Dagens Nyheter, þess efnis að eyja hefði myndazt í eldgosi við landið. „Það hlýtur að vera út af þessu sem ég fékk skeyti um daginn frá Bretlandi, þar sem ég var beðinn að senda myndir af nýju eyjunni við ísland. Ég kannaðist ekki við málið, og hélt kannske að átt væri við Surtsey, en ég hef ekki heyrt frá þeim aftur.” í þessari sænsku frétt er sagt að flugmenn í eftirlitsflugi frá NATO- vellinum í Keflavík hafi komið auga á eyju sem myndazt hefði við eldgos um 20 sjómílur út af suðaustur homi landsins. Eyjan er ekki stór, stendur þar, aðeins 15 metrar í þvermál og rétt um einn metri yfír sjávarmál. í sænska blaðinu segir að þótt þessi eyja sé lítil þá hjálpi hún íslendingum í þorskastríðinu við Breta þar sem hún gefi tilefni til þess að flytja Iandhelgina út fyrir hana. - -A. Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.