Dagblaðið - 15.03.1976, Blaðsíða 7
Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976.
7
Erlendar
fréttir
REUTER )
Þrjár
sprengjur
í hóteli í
Belfast í
morgun
Þrjár sprengingar urðu í morgun
á hóteli nærri miðborg Belfast.
Sprengingarnar ollu miklu tjóni, en
enginn meiddist, að sögn talsmanns
brezka hersins.
Grímuklæddir skæruliðar ruddusl
í morgun inn á Russell Court Hotel
í borginni og bundu og kefluðu tvo
starfsmenn, sem þar voru vakandi.
Síðan komu mennirnir
sprengjunum fyrir og ötuðu gólfið
út í benslni. Lögreglan var látin vita
áður en sprengingarnar urðu og því
var hægt að rýma hótelið og koma í
veg fyrir manntjón.
Gary
Glitter
hœttur
Brezki rokksöngvarinn Gary
Glitter, sem varð stjarna fyrir gyllt
hár og skrautlega andlitsmálningu,
kom fram á kveðjutónleikum í
London í gærkvöld. Hann sagðist
vera að yfirgefa skemmtanaiðnaðinn
vegna „persónulegra ástæðna” og
hann myndi aldrei koma aftur.
Karpov
efstur á
skákmótinu
í Skopje
Anatoly Karpov, heimsmeistari í
skák, endurheimti forystu sína á
alþjóðlega skákmótinu í Skopjc í
Júgóslavíu í gær, þcgar tefldar voru
biðskákir úrelleftu umferð.
Karpov hefur nú 8.5 vinninga og
cina biðskák. Að öðru Icyti cr rcið
keppcnda þessi:
2. Uhlmann: 8 vinningarog biðskák.
3. Timrrian: 7 vinningarog biðskák.
4. -6. Adorjan, Vaganyan og Tadrdjan:
6.5 vinningar
7. Kurajica: 6 vinningar.
8. Velimirovic: 5.5 vinningar og
biðskák.
9. Ivkov: 5.5 vinningar.
10. Nicevski: 4.5 vinningar.
Efnahagslíf Evrópu
á jafnvœgismörkum
— segir í SÞ-skýrslu, sem kom ót í Genf í morgun
Efnahagur Vestur-Evrópu er um
það bil 10% undir því, sem eðlilegt
má teljast, og er sem stendur á
mörkum þess að vera í þolanlegu
jafnvægi, segir í skýrslu Sameinuðu,
þjóðanna, sem birt var í Genf í
morgun.
Efnahagsnefnd Sameinuðu þjóð-
anna í Evrópu segir einnig í skýrsl-
unni, að reikna mætti með að verð-
bólga lækkaði á þessu ári úr 13% í
níu eða tíu af hundraði. Þar seml
verðbólgan hefur verið hvað mest,
eins og í írlandi, Bretlandi og Ítalíu,
ætti batinn að koma að mestum
notum, segir í skýrslunni.
í skýrslu síðasta árs sagði að við-
brögð og hegðun hins almenna neyt-
anda væri stóra spurningin á þessu
ári.
í skýrslu þessa árs segir að mjög
erfitt sé að segja fyrir um viðbrögð og
viðskiptahætti hins almenna neyt-
anda, þegar færi saman minnkandi
verðbólga og stöðugt atvinnuleysi,
sem væri ofan við eðlileg mörk.
Efnahagsbatinn gæti oltið á því,
að létt yrði um lánastarfsemi og
fleira í svipuðum dúr. í skýrslunni
sagði að frekari örvun fjármálalífs
álfunnar gæti verið nauðsynleg til að:
gera spá þessa árs að veruleika.
Hearst-réttarhöldin:
Málið fyrír
kviðdóm í
þessarí viku?
Réttarhöldunum í máli milljóna-
erfingjans Patriciu Hearst verður haldið
áfram í San Fr.ansisco í dag.
Lögfræðingar Patty gera sér vonir um
að geta falið kviðdómnum málið í
þessari viku.
Réttarhöldunum var frestað á
fimmtudaginn vegna veikinda Patty.
Þá var verið að yfirheyra dr. Harry
Kozol, annan sálfræðinganna, sem
ákærandinn hefur beitt fyrir sig til að
andmæla staðhæfmgum verjenda
Patriciu um að hún hafi verið
heilaþvegin á meðan hún dvaldist með
Symbíónesíska frelsishernum, sem
rændi henni í febrúar 1974.
Sækjandinn, James L. Browning,
gengur hér brosandi út úr lyftu í réttar-
hléi á réttarhöldunum yfir Patriciu
Hearst, en fyrir hléið var verið að
yfirheyra hana vegna meintrar þátttöku
í bankaráni. Fyrir aftan hann er sál-
fræðingur úr hópi verjenda, dr. Louis
West, sem fyrir hléið sagði að
Hearst hafi leiðzt til þátttöku í
verknaðinum vegna barnalegrar trúar á
ræningja sína, enda hafi þeir hótað
henni til að taka þátt í verknaðinum.
Tapar spœnska
stjórnin á tíma?
Spænska stjórnin keppir við tímann
um að koma í veg fyrir byltingu, á borð
við þá sem gerð var í Portúgal, að því er
haft er eftir áreiðanlegum heimildum í
Madríd um helgina.
Heimildamenn Reuters segja að
Juan Carlosi konungi hafi verið gerð
grein fyrir þeim flóknu vandamálum, er
leynileg samtök herforingja geti — og
hafi — valdið, en níu þessara herfor-
ingja voru dæmdir í allt að átta ára
fangelsi í fyrri viku fyrir samsæri um
byltingu hersins.
Tíundi maðurinn mun hafa verið
hnepptur í gæzlu í nágrenni Madríd
um helgina. Hann er sagður vera majór
í hernum, yfirmaður skriðdrekasveitar.
Róm:
Nazistaforínginn
má fara heim
en kemst ekki vegna veikinda
ítalski varnarmálaráðherrann
Arnaldo Forlani, hefurógilt lífstíðar-
fangelsisdóminn, sem kveðinn var
upp yfir nazistaforingjanum Herbert
Kapplcr í Róm 1948, að því er sagði •
tilkynningu varnarmálaráðuneytisíns
í gær. Kappler cr sagður vcra að
dcyja úr krabbameini á hcrsjúkra-
húsi í Róm.
í tilkynningu ráðuncylisins sagði
að ógíldingin ætti við svo lcngi sem
líðan Kapplcrs væri óbreytt.
Kapplcr er sagður of veikur til að
þola flutning frá sjúkrahúsinu.
Það var Helmut Schmidt, kanslari
Vestur-Þýzkalands, scm fór fram á
það við Aldo Moro, forsætisráðhcrra
ítalíu, að Kapplcr yrði látinn laus.
Hann var dæmdur fyrir aftöku 335
Rómverja, scm myrtir voru í hefnd-
arskyni fyrir morð 33 Þjóðverja.
Castro hrífínn
af Polisarío
Fidel Castro, forsætisráðherra Hann útskýrði ekki nánar við hvað
Kúbu, lýsti í gær aðdáun sinni á hann átti.
sjálfstæðishreyfingu Vestur-Sahara,
Polisario, sem hefur lýst landið sjálf-
stætt ríki arabískra múhameðstrúar-
manna.
Castro var í Algeirsborg um helg-
ina og þar hitti hann að máli
Mohamed Lamine Ould Ahmed,
forsætisráðherra hins nýja ríkis, sem
nú berst fyrir tilveru sinni gegn her-
sveitum Marokkó og Máritaníu.
Áður en Castro fór frá Algeirsborg
eftir tveggja sólarhringa viðdvöl
sagði hann við fréttamenn á flugvell-
inum að það hefði verið sér sérstök
ánægja að hitta „fulltrúa fólks, hvers
hugrekki og föðurlandsást er aðdáun-
arverð”.
Castro var og spurður um ríkjandi
afstöðu Bandaríkjanna til Kúbu-
manna og svaraði hann þá:
,,í fyrsta lagi er Ford (forseti) ckki
faðir minn. Ógnunarstefnan er orðin
að vana hjá þessu fólki, sem er jafn
mikilvægt og það er valdalaust.
Kúbanir eru ekki svefnlausir fyrir
nokkrum hlut.”
1