Dagblaðið - 15.03.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 15.03.1976, Blaðsíða 12
12 Iþróttir 170.5 kg. DB-mynd Bjarnleifur. Reyndi við Norður- landamet! Gústaf Agnarsson, KR, reyndi við nýtt Norðurlandamet í snörun í þungavigt á íslandsmótinu í lyftingum í Laugardals- höll í gær. Það voru 170.5 kíló — og Gústaf var mjög nærri því að vinna afrek- ið. Náði lóðunum upp, en missti þau, þegar snörunin virtist vera að heppnast. En hann er greinilega í mjög góðri æfingu og líklegur til stórræða. Gústaf snaraði 157.5 kíló og jafnhattaði 192.5 kíló. Sam- tals því 350 kíló, sem var bezta afrek mótsins. Kári Elísson, Á, setti nýtt íslandsmet samanlagt í fjaðurvigt. Lyfti samtals 205 kílóum — 90 í snörun og 115 í jafnhöttun, sem er einn bezti árangur, sem náðst hefur í þessum þyngdarflokki á Norðurlöndum. Sigurvegarar í einstökum flokkum urðu þessir: Fluguvigt Magnús Loftss., ÍBA, 35 — 52,5, samtals 87.5 kíló. Dvergvigt Gunnar Sveinsson, HSK, 50 — 62,5, sam- tals 112,5 kg. Millivigt Hjörtur Gíslason, ÍBA, 92,5 — 120, samtals 212.5 kg. Skúli Óskarsson hafði snarað 100 kílóum, þegar hann meiddist í öxl og varð að hætta keppni. Léttþungavigt Ólafur Sigurgeirss. KR, 100 — 130, samtals 230 kíló. Milli- þungavigt Guðmundur Sigurðsson, Á, 137.5 — 180, samtals 317.5 kíló. Þátttaka var meiri en nokkru sinni fyrr og fór mótið hið bezta fram. Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976. Iþróttir Iþróttir Iþróttir „Frœg knattspyrnulið haf a gert mér tilboð!" — segir Ásgeir Sigurvinsson, sem ótti stórleik með Standard Liege í gœr. Bíður eftir bréfi fró Albert Guðmundssyni óður en hann tekur ókvörðun um félagaskipti Því er ekki að leyna, að ég hef fcngið mjög góð tilboð frá frægum knatt- spyrnufélögum, en þetta er á byrjunar- stigi og ekki hægt að skýra frá hvaða félög það eru. Ég hef skrifað Albert Guðmundssyni og bíð eftir svarbréfi frá honum áður en ég geri eitthvað í mál- inu. Það er þó rétt að taka fram, að ég hef aldrei fengið neitt tilboð frá Barce- lona. — Skil ekki hvernig sá orðrómur hefur komizt á kreik, sagði Ásgeir Sigurvinsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann í Liege. í gær. Ég hef verið í þrjú ár hjá Standard Liege og líkað vistin þar vel. Ég er ánægður þar — en það er gaman að breyta til. Kynnast nýjum liðum og leikmönnum og þetta er freistandi, því það eru mjög góð félög, sem hafa gert mér tilboð. En væntanlega skýrist málið á næstu dögum, sagði Ásgeir ennfrem- ur. Ásgeir Sigurvinsson hefur getið sér mjög gott orð sem knattspyrnumaður í Belgíu. Því kemur ekki á óvart, að þekkt félög sækist eftir hæfileikum hans, enda fer saman hjá honum mikil hæfni á knattspyrnusviðinu og reglusemi á öllum sviðum. Okkur segir svo hugur, að þau félög, sem sækjast eftir Ásgeiri, séu frá Niðurlöndum eða þar í ná- grenni, en væntanlega kemur þáð fljótt í ljós. Standard Liege átti stórleik í gær og sigraði Antwerpen með miklum mun, 4-0, í Liege. Já, þetta var frábær íeikur af okkar hálfu — gaman að taka þátt í honum í sól og blíðu hér í Liege. Ég Ásgeir Sigurvinsson til hægri í leik með Standard. skoraði eitt markanna — það 3ja úr vítaspyrnu, en Garot skoraði tvö mörk og Geretz eitt. Þetta er einn albezti leikur liðsins á leiktímabilinu og gott að vinna jafn sterkt lið og Antwerpen með þetta miklum mun sagði Ásgeir. FC Brugge er enn efst með 38 stig, þrátt fyrir tap í umferðinni. Standard hefur 31 stig og leikið einum leik minna. Anderlecht er með 34 stig, Lokeren og Beveren 33, Molenbeek og Lierse með 32 stig. Charleroi sat yfir í gær og hefur 18 stig eftir 26 leiki. Fjórða að neðan. Úrslit urðu þessi í gær. Malines — Beringen 0-0 Anderlecht — FC Brugge 1-0 Ostende — Lokeren 1-0 Standard — Antwerpen 4-0 Beveren — Liegeois 1-0 Lierse — La Louviere 1-1 CS Brugge — Beerschot 0-1 Waregem — Molenbeek 0-0 Berchen — Malinois 0-1 íþróttir Dankersen vann í Essen - annað sœtið blasir við I — en Hamborg og Göppingen töpuðu. Líkur ó að Gunnar og Ólafur Einarssynir I leiki saman í Bundeslígunni nœsta keppnistímabil Ósigurinn fór í skapið Heldur óskemmtilegt atvik átti sér stað vestur í Hagaskóla þegar 3. flokkur KR var að leika við Hauka í úrslitum íslands- mótsins í 3. flokki. KR-ingar sem hafa verið ósigrandi í vetur í körfunni töpuðu fyrir Haukum 37-31. Þessi ósigur fór meir en lítið í taugarnar á hinum ungu KR-ingum — því þegar ljóst var að ósigurinn varð ekki umflúinn þá var öllum kennt um öðrum en sjálfum sér. Drengirnir rifust sín á milli, rifust við dómarana og höfðu til- burði frammi við að lemja þá og eins spörkuðu þeir boltanum upp í glugga úr innkasti. Sem von var voru allir forviða á essum tilburðum og Guttormur ólafsson jálfari KR skammaðist sín svo fyrir sína menn að hann kom ekki nálægt liðinu í þeim tveimur leikjum sem eftir voru. Báðir leikirnir töpuðust — fyrir Snæfelli og Tindastól, og í síðasta leiknum, það er gegn Tindastól var einn leikmaður KR settur úr liðinu og óvíst hvað gert verður í máli hans. Slík var framkoma hans. Tindastóll frá Sauðárkróki vann íslandsmótið í 3. flokki. Liðið sigraði Hauka í hörkuskemmtilegum leik 26-25 og var það mál manna að jafnvel hinir góðu KR-ingar, sem svo halda sig vera, hafi ekkert haft í hendurnar á Sauðkrækling- um að gera — jafnvel þó KR hefði verið ineð sitt sterkasta lið. Celtic í erfiðleikum Miðherji Celtic, Dixie Deans, gctur ekki leikið með liði sínu í Evrópukeppni bikar- hafa á miðvikudag vegna inflúcnsu. Þá leikur Celtic- síðari leik sinn við Sach- senring Zwickau í Austur-Þýzkalandi. Fyrri leiknum í Glasgow lauk með jafntefli 1-1 Flestir leikmenn Celtie hafa legið í flensunni þó ekki Jóhanncs Eðvaldsson og í ga:r lék liðið æfingaleik til að undirbúa sig fyrir Evrópuleikinn. Þetta var ákaflega þýðingarmikill sigur hjá Dankersen í Bundeslígunni í gær — nú held ég að annað sætið í riðlinum sé nokkuð öruggt, sagði Axel Axelsson, þegar Dagblaðið ræddi við hann í gær. Dankersen lék þá á útivelli við Phönix Essen og vann með 20-16, Þessi tvö lið eru að berjast um annað sætið og Dankersen varð raunverulega að sigra til að hafa möguleika á því. ÍR setti nýtt stigamet í körfuknattleik hér á íslandi—sló bæði met KR í bikarkeppninni og eins mct Ármanns í 1. deildinni. Já, ÍR skoraði hvorki fleiri né færri en 148 stig gegn 76 stigum Snæfells. Met KR var 144 stig og mct Ármanns 141 stig. ÍR-ingar án Agnars Friðrikssonar og Birgir Jakobssonar tóku þegar í upp- hafi að raða stigum og sérstaklega var Kolbeinn Kristinsson í ham — en ef til vill er ósanngjarnt að draga einn mann út úr — liðið lék sem heild og allir vel. Staðan í hálfleik var 68-41 og í síðari hálfleik bókstaflega gekk allt upp — hittni frábæi og eins allt samspil. Þegar upp var staðið hafði nýtt met litið dagsins Ijós, 148-76. Stigahæstir ÍRinga voru Kolbeinn Liðið hefur nú 20 stig — en Essen-Iiðið hefur 16 og hefur leikið einum leik minna. Þrjár umferðir eru eftir. Dankersen á eftir að leika við Altenholz, neðsta liðið, á útivelli, en við Gummersbach og Kiel heima. Ólafi H. Jónssyni gekk allvel í leiknum, sagði Axel ennfremur. Hann skoraði þrjú mörk, en þeir Busch og Kramer voru markhæstir með Fimm Kristinsson með 36, Þorsteinn Hall- grímsson 26. Valur — ÍS 82:81 Valur og ÍS léku sögulegan leik á laugardaginn, ja ef til vill var leikurinn ekki sögulegur, heldur þær skýrslur sem út voru fylltar. Þær voru með öllu ólæsilegar og rangt út fylltar. Krotað og krafsað ofan í — að lokum var dómarinn að útfylla sjálfur skýrslu — eftir minni!! Þetta hafa stúdentar kært, því sam- kvæmt minni dómarans, Eiríks Jó- hanness. sigraði Valur 82-81. Hins vegar keinur það nokkuð á óvart að allir aðilar skrifuðu nöfn sín undir krafs- skýrsluna og eins voru úrslit samkvæmt henni 82-81. Nú, cn hvað um það. Þórir Magnússon skoraði 37 stig fyrir Val og mörk hvor. Ég ég lék ekki með og hef verið frá í þrjár vikur. Tognaði illa í nára þá í leiknum við Bad Schwartau og þetta er anzi viðkváemur staður. Við leikum í Evrópukeppninni í Sviss á þriðjudag, og ég reikna ekki með að geta tekið þátt í þeim leik. Einar Magnússon lék sinn fyrsta leik með Hamborg eftir Fmgurbrotið og liðinu gekk ekki vel. Tapaði á útivelli Torfi Magnússon 24. Hjá ÍS var Bjarni Gunnar stigahæstur með 24 stig. Ármann — Fram 101-67. Á laugardaginn sigraði Ámann Fram með 101-67. Ármann hafði yFtrhöndina frá upphafi til enda og staðan í hálfleik var. 50-35. Hjá Ármanni bar mest á þeim kumpánum Jóni Sigurðss., 33 stig ogjimmy Rogers 34 stig. Helgi Valdimarsson var stigahæstur Framara með 17 stig, en hann var að fara útaf um miðjan síðari hálfleik með 5 villur. Um helgina var leikið til úrslita í 3. deild og þar báru Laugdælir sigur úr býtum — sigruðu Vestmannaevinga í úrslitaleik með 66-58. h.halls. fyrir Bad Schwartau 12-10. Einar skoraði einn mark í leiknum og gat skiljanlega ekki beitt sér mjög. Allar líkur eru nú á, að Hamborg og Göppingen berjist um fallsætið innbyrðis. Verði nr. þrjú að neðan í deildunum, en Fimm lið falla. Göppingen lék við Hofweier á útivelli fyrr í vikunni og tapaði eftir all- sögulegan leik 16-14. í hálfleik var staðan 11-8 fyrir Hofweier, en framan af síðari hálfleiknum tóku leikmenn Göppingen sig verulega á. Tókst að jafna og komast yFir í 13-11, þegar langt var liöið á lcikinn. Virtist stefna í sigur, en þá léku dómararnir Göppingen heldur grátt. Ráku tvo leikmenn liðsins af leikvelli — annan í tvær min. og hinn Fimm. Göppingen var því aðeins með fjóra útileikmenn Iokakaflann og náði Hofweier sigri. Gunnar Einarsson átti mjög góðan leik með Göppingen-liðinu. Skoraði Fimm mörk í leiknum og hefur alls skorað 72 mörk. Er meðal markhæstu lcikmanna í Bundeslígunni, en samt er Göppingen í fallhættu. ólafur Einarsson, bróðir Gunnars, er kominn heim. Talsverðar líkur eru á, að þeir bræður leiki saman í Þýzkalandi næsta keppnistímabil — og þá í Bundeslígunni. Líkur að Gunnar hætti hjá Göppingen — en fimm félög í Bundeslígunni hafa sýnt mikinn áhuga á að fá þá bræður í sínar raðir. Hins vcgar er ekki líkJegt að það mál skýrist fyrr en í bvrjun maí. |R fór hamförum

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.