Dagblaðið - 15.03.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.03.1976, Blaðsíða 11
I Dagblaðið. Mánudagur 15. marz 1976. 11 í dag hefjast samningaviðrœðumar um nýtíngu 70% af yfirborði jorðor — og olls þess sem undir hafsbotninum er samið um tvö hundruð mílna efna- hagslögsögu sem stjórnin í Washing- ton vill fá. En þetta er ekki eina vandamál Bandaríkjamanna í þessu mikla máli. Þeir veiða mikið af túnfiski og hann flytur sig til í sjónum eftir árstíðum. Því eru Bandaríkjamenn fylgjandi því að alþjóðlegar friðunar- aðgerðir verði hafnar til að vernda slíkar fisktegundir. Bandaríkjamenn munu einnig leggja mikla áherzlu á frjálsar sigl- ingar um alþjóðleg sund og munu stvðja stofnun alþjóðadómstóls sem mvndi fjalla um sjávardeilur. Montreal: Einhliða aðgerðii eins og til dæmis að lýsa yfir 200 mílna landhelgi með ströndum Kanada, eru ,,vel mögulegar,” segir Pierre Trudeau, forsætisráðherra. En Kanadamenn vija heldur semja um 200 mílna efnahags- lögsögu. Þeir viðurkenna ,,hefðbund- in” fiskveiðiréttindi til dæmis Portú- gala og Spánverja og gera sér jafn- framt grein fyrir því að það er mikið verk og ekki léttunnið að halda uppi löggæzlu á svo stóru svæði þar sem átta hundruð togarar stunda veiðar, þar af 250 sovézkir. Briissel: F ramkvæmdanefnd hinna níu ríkja, sem mynda Efna- hagsbandalag Evrópu, hefur góða nasasjón af því sem búast má við að verði samþykkt á ráðstefnunni og hefur því gert tillögur um sameigin- leg 200 mílna fiskveiðitakmörk bandalagsþjóðanna. í þeirri land- helgi gætu svo allir togarar banda- lagsþjóðanna stundað sínar veiðar. TiUögur nefndarinnar gera ráð fyrir því að aðildarríkin haldi sjálf 12 mílna fiskveiðilandhelgi til eigin nýt- ingar. Ríkisstjórnir aðildarríkjanna skiptu síðan sameiginlega aflanum á milli fiskveiðiflota bandalagsþjóð- anna en þær tímasetningar á eftir að ákveða. En tillögurnar hafa valdið miklum deilum innan bandalagsins, þar sem til dæmis Bretar telja 12 mílur of lítið og aðrir, t.d. Danir, telja það of mikið. Embættismenn EBE í Briissel hafa oftlega lýst því yfir að meirihluti bandalagsþjóðanna muni sætta sig við 200 mílur en ákveðin stefna hefur enn ekki verið kynnt. Talið er að bandalagið muni síðan vera fúst til að ræða um veiðar annarra ríkja innan bandalagsland- helginnar — OG réttindi bandalags- ríkja til að halda áfram veiðum inn- an 200 mílna lögsögu annarra ríkja. London: Bretar munu leggja mikla áherzlu á stækkun fiskveiði- landhelginnar en munu jafnframt reyna að gæta þess að snúast ekki gegn bandamönnum sínum í EBE. Rov Hattersley aðstoðarutanríkis- ráðherra hefur margsinnis lýst því yfir að Bretar telji 12 mílur ekki nóg en hann hefur skýrt stefnu stjórnar sinnar nægilega vel til þess að ljóst sé hversu stórri landhelgi verkamanna- stjórnin óskar eftir. Brezki fiskiðn- aðurinn er eindregið fylgjandi 100 mílna fiskveiðilögsögu fyrir brezka sjómenn. Osló: Þingkosningar verða í Noregi í september á næsta ári og stjórn Verkamannaflokksins hefur mikinn áhuga á að vinna upp fylgis- tap í fiskveiðibæjunum í norðurhluta landsins. Stjórn Odvars Nordlis verður nú fyrir miklum þrýstingi til að færa út í 200 mílna efnahagslög- sögu fyrir lok þessa árs. Það gæti orðið til þess að Norðmenn lentu upp á kant við Breta og önrtur aðildarríki Efnahags- bandalagsins. Stefna þeirra er því sú að semja um vandamálin sem hljót- ast af útfærslu í tvö hundruð mílur. Norðmenn telja vera alþjóðlega tilhneigingu til stuðnings við 200 mílna efnahagslögsögu — sem jafn- framt fæli í sér fiskveiðilandhelgi enda hafa þeir óspart notað þessa röksemdafærslu við samningaborðið. Rio de Janeiro: Talsmaður Brazilísku stjórnarinnar sagði nýlega að stjórn sín myndi styðja nær hvaða tillögu sem væri er fæli í sér stuðning við 200 mílna landhelgi. Hann bætti því við að stjórn Brazilíu væri fyrst og fremst að hugsa um að verja sína eigin 200 mílna landhelgi en myndi styðja tillögur sem væru í samræmi við stefnu Brazilíumanna. Stjórn Brazilíu lýsti yfir útfærslu landhelgi sinnar í 200 mílur í marz 1970. Komizt hefur verið hjá átökum enda var í landhelgislögunum gert ráð fyrir frjálsum siglingum skipa af öllum þjóðernum um þá landhelgi. Canberra: Búizt er við að hin nýja stjórn Frjálslynda flokksins undir forsæti Maícolms Frasers muni fylgja sömu stefnu í landhelgismál- um og fyrri stjórn sem var fylgjandi 200 mílna efnahagslögsögu. Hæstiréttur ÁStralíu kvað nýlega upp þann úrskurð að sambands- stjórnin — ekki einstök sambands- fylki — ætti réttinn til nýtingar hafs- botnsauðlinda á borð við málma og olíu. Smgapore; Asíuríkin eru ekki á eitt sátt um ágæti tillögunnar um 200 mílna efnahagslögsögu. Japanir koma til með að styðja hugmyndir um tólf mílna landhelgi og einnig 200 mílna efnahagslögsögu. Japanir eru þó þeirrar skoðunar að efnahagslögsagan ætti eingöngu að ná til nýtingar auðæfa fyrir ofan botn og að öllum eigi að vera frjálst að nota hafsbotninn til sæstrengja og vísindalegra rannsókna. Stefna japönsku stjórnarinnar í landgrunnsmálum er að takmarka landgrunnsyfirráð við 200 mílur. Aftur á móti eru þeir eindregið fylgj- andi frjálsum siglingum um alþjóð- leg sund enda eru þeir háðir aðflutningum á olíu og öðrum nauð- synjavörum. Yfirvöld í Suður-Kóreu óttast að almenn 200 mílna efnahagslögsaga muni hafa slæm áhrif á vaxandi djúpsjávarveiðar þjóðarinnar. S- Kóreumenn íhuga nú að lögfesta 12 mílna landhelgi enda kæmi það hyergi nærri hagsmunum Japana. Indónesar munu berjast fyrir viðurkenningu á gamalgrónu bar- áttumáli sínu: tilkalli sínu til alls hafsvæðis eyjaklasans sem telur þús- undir eyja á þúsundir ofan. Fallist hafréttarráðstefnan á eyja- klasaákvæðið þá fengju Indónesar þar með lagalegan rétt yfir öllum sjó allt frá norðurodda Súmötru í Ind- landshafi til landamæra Indónesíu og Papúa — Nýju Gíneu í Kyrrahaf- inu — í fimm þúsund kílómetra fjarlægð. Talið er að á þessu svæði sé gnótt náttúrulegra auðæfa sem ekki héfur verið leitað, svo sem olíu. Adam Malik, utanríkisráðherra Indónesíu, hefur sagt að eyjaklasa- ákvæðið sé til þess ætlað að verja sjálfstæði Indónesíu og til að vernda auðlindirnar í hafinu og undir því. ,,Þetta skaðar ekkert ríki, því til- gangurinn er að skapa heild lands og sjávar í indónesíska eyjaklasanum,” sagði hann nýlega. Indónesía er 13.667 eyjar en aðeins 992 eru byggilegar og aðeins 6.044 hafa nöfn. Sameinuðu þjóðirnar, New York: Fyrsta nefnd ráð- stefnunnar hefur haft með höndum það verkefni að semja starfsreglur og tillögur um eins konar stjórnunar- nefnd og stjórn til að hafa yfirumsjón með þeim haf- og botnssvæðum sem ekki heyra undir lögsögu ákveðinna ríkja. önnur nefndin, sem hefur haft hvað mest að gera, hefur rætt um landhelgi, efnahagslögsögu, alþjóðleg siglingasund, rétt landlokaðra ríkja á bórð við Austurríki, Sviss og Nepal, sérvandamál eyjaklasanna og önnur flókin og þvæld málefni. Þriðja nefndin hefur fjallað um „varnir og vernd lífríkis hafsins” og önnur umhverfisvandamál. Þessi ráðstefna er svo viðamikil, að þegar hafa verið gerðar ráðstafanir til að halda henni áfram í New York síðar á þessu ári ef nauðsyn ber til. En lokafundurinn, hvenær sem hann verður haldinn, verður í Cara- cas þar sem safnazt verður saman fyrir undirritunarathöfnina. Þá munu þjóðir heims hafa sameinazt um ný — og vonandi góð — hafrétt- arlög. Kjallarinn Leó M. Jónsson mætasköpunar. Enda mun það flcstum Ijóst að þcir, scm hamast við verðma'tasköpun rciknaða í hag- tölum, hafa ckki haft tíma til að bcrja bumbur á þingpöllum og í ráðuncvtum. Á þcssu hafa sjómcnn brcnnt sig illilcga. Þcir cru sú starfs- stclt scm vinnur mcð allt að nítjánfaldri framlciðni ba-nda og sjöfaldri framleiðni iðnaðarstétta. Engu að síður eru laun þeirra hreint skítakaup. og útgcrðin <>1I fjármagns- laus vcgna þess að þcir halda uppi afætuliði í landi dundandi við listir, faslcignasölu, trúargrillur. bankahjakk og brask, langt umfram eölilcgt hlutfall, hvað þá þ<*>rf. Nú þegar þorskurinn cr á förum fá sjómcnn væntanlcga bctri tíma til að snúa scr að kjaramálum af mciri krafti cn áður og ckki ættu þcir, frckar cn forgcnglarnir, að sctja fvrir sig þótt ríkiskassinn, þcssi botnlausi rassvasi Alþingis, sc tóinur þvi ckki tclst það nýlunda. Betri kjör með bættu lagi Nú a*ttu sjómcnn að lcggja döllunum og marscra í land allir scm cinn og innrita sig og rcgistcra scm námsmcnn. í öldungadcild, í þroskaþjálfun, í fósturskóla, á lciklistarskóla og í háskóla, svo citlhvað sc ncl'nt, af nógu cr að taka. I Icr cr ncfnilcga sjóöakerfi að skapast scm gcrandi cr út á. ()g va*ri nú goðgá þótt aðrir hópar þjóðfclagsins fengju að reyna sig við fiskirí? Er það ckki þjóðin öll sem hcfur sctt sig og kofana sína í botnlaust skuldafen til þcss r að kaupa þessar afturcndaryksugur scm stjórnað er með tökkum úr hægindastól? Er nokkuð yndislegra? spurði Tómas um árið/ Um lcið skapaðist ódýr cn efiaust skcmmt ilcg afþrcyingarprógram fvrir sjónvarpið, sem væri daglcgur frcttaflutningur af því hvcrjir stæðu sig nú bctur í mokstrinum, lögfræðingar, listamcnn, vcrk- fræðingar, læknar cða prcstar, svo maður minnist ckki á sigggróna rit- höfundá. Það vcrður spcnnandi að fvlgjast mcð t.d. skuttogaranum Páli, mönnuðum lögfræðingum mcð nýjan taxta, í kcppni við skuttogarann Torfa, sctnum cða kropnum guðfræðingmr á bæn, mcðan sá guli stckkur um borð fyrir fjarstvringu að ofan. Fólk á förum Á sturlungaöld hinni síðari, scm nú stcndur á íslandi, fá forsprakkarnir án efa svipaðan vitnisburð og Hvamm-Sturla forðum: Enginn fr\'*r þcr vits þótt cfast sé uin gæðin. Nú cru þessir herrar að tæpa á því við fréttamenn crléndis að fjárhagslegt öryggi og sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu vegna fiskveiðideilunnar við breta. Hér heima hafa dagblöð nefnt þjóðargjaldþrot sem eina af hugsanlegum afleiðingum hins nýlokna verkfalls. En á saina tíma stcndur fast- eignasala í mestum blóma og telja kunnugir mcð ólíkindum hve miklu fé fólk virðist hafa úr að spila á þcim vettvangi. Þctta cr citt atriðið af mörgum scm sýnir að hagstjórn og fjármálastcfna stjórnvalda cr hvorki fugl nc fiskur og sainband orsakar og aficiðingar cr þcim hulin ráðgáta. íslcndingar cru þunglvnd þjóð og hcr cru sjálfsimK) talin algcngari cn í flcstum öðrum löndum, að undanskildum Japan og Svíþjoð. Efiaust cr orsök þess að hluta vcgna stöðugt óörvggís um alkomu. Það hefur verið og er enn öllum ljóst að hornsteinn þeirrar velferðar sem ríkt hefur hérlendis allar götur frá stríðslokum, er fiskiðnaður. Um leið er mönnum ljóst að forsenda búsetu á íslandi eru fiskimiðin umhverfis landið. Það væri mikil hræsni að halda því fram að þjóðinni hafi ekki verið kunnugt um það fvrr en nú, að þær auðlindir eru á þrotum. Það væri enn meiri hræsni að halda því fram að þar eigi íslendingar einir enga sök á. Mistök stjórnvalda eru fyrst og fremst þau að þrátt fyrir knýjandi þörf og meira að segja yfirlýsta stefnu hefur ekkert raunhæft handtak verið unnið að því að efia þær atvinnugreinar sem gátu tekið við forustuhlutverki sjávarútvegsins í tckjuöflun þjóðarbúsins. Allt bcndir nú til að cnn einu sinni sé í sjónmáli sérstakur útfiutningur — ckki iðnaðarvara eins og stefnt skyldi að, hddur útfiutningur á fólki I stórum stíl. Ecó M. Jónsson, rckstrar- og vcltæknifræðingur

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.