Dagblaðið - 27.03.1976, Síða 3

Dagblaðið - 27.03.1976, Síða 3
DAGBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976. hef beðíð 7 mánuði eftir varahlut i bílinn minn sem á meðan er óökufœr, segir lesandi Svava Guðmundsdóttir kom að máli við okkur: ,,Allir vita og viðurkenna að bíllinn hefur tekið við af þarf- asta þjóninum sem aðalsam- göngutæki landsmanna. islend- ingar hafa lagt geysimikla pen- inga í þetta samgöngutæki — »»»• dýrmætan gjaldeyri. Því er mikilvægt að þau bifreiðaum- boð sem selja bíla, hafi góða varahlutaþjónustu svo hægt sé að halda þessum samgöngu- tækjum gangandi. Nú er al- kunna að iðulega hefur orðið misbrestur þarna á og á því hef ég illilega fengið að kenna. í júli sl. pantaði ég hjá bifr.umboóinu Vökull hf. vara- hlut i bílinn minn sem er af Chryslergerð. Bíllinn hefur verið óökuhæfur þar sem þetta eru legur. Nú, þessar legur pantaði ég í júlí, eins og ég sagði áðan, og enn eru þær ekki komnar til landsins — bíllinn óökufær og ég hef engin not af honum. Til stóð að sprauta bilinn en ég hef ekki viljað gera það fyrr en hægt væri að keyra hann, lái mér hver sem vill. Eðlilega er ég oróin langþreytt á þessari bið—7 Raddir lesenda mánuðir— og hvað skyldi ég þurfa að bíða lengi áður en ég fæ legurnar? Eru ekki 7 mánuðir nóg?” Þarna stendur Chryslerbílllnn á planinu engum til gagns vegna seinagangs í umboðinu. (DB-mynd Björgvin.) Vegna Geirfinnsmálsins og annarra sakamála eru: LÖG UM MENNTUN RANN- SÓKNARLÖGREGLUMANNA BRÝN NAUÐSYN Magnús Guðmundsson, Patreksfirði skrifar: „Nú situr löggjafarsamkunda þjóðarinnar og þingar við Austurvöll, eins og raunar allur almenningur veit. Ekkert er nemá gott eitt um pá samkundu að segja en sorglegt finnst rnér að þegar þessir „vitringai okkar við Austurvöll eru búnir að baka frumvarp bæði í efri og neðri deild og brauðið undirritað sem lögboðin gæðavara, kemur nefnilega iðulega í íjös, að brauðiö er iðulega annaðhvort klesst eða holt að innan, því miður. Ástæða þessara skrifa minna eru hin tiðu mannshvörf almennt og auðvitað ber hæst Geirfinnsmálið. Mér finnst Alþingi verða að taka þessi mál fastari tökum með löggjöf, þó vissulega örli á framtaki þaðan nú. Mannshvörf á íslandi hafa verið mikil og tíð miðað við mannfjölda og af öllum hvörfum undanfarin ár ber Geirfinnsmálið hæst vegna þess að vitað mál er að Geirfinnur hvarf af mannavöldum, svo sem allt umstang er af hefur hlotizt ber glöggt vitni. En ég spyr, hvað um alla hina? Það var fyrir tilviljun að vitað var að Geirfinnur hvarf af mannavöldum. Ef svo hefði ekki verið hefði sjólfsagt glumið i útvarpi, rétt eins og vanalega: Hann fór að heiman frá sér kl. og hefur ekki spurzt til hans siðan og þar með búið nema ef til vill: Þeir sem hafa orðið hans varir eru vinsamlegast beðnir að láta vita. Nei, mannshvörf á Islandi eru ekkert undrunarefni, ef á annað borð þrífast meðal okkar glæpamenn, óviða eða hvergi er eins handhægt og áhættulaust að láta mann hverfa. Þetta byggi ég fyrst og síðast á þeirri staðreynd að við eigum ekki einn einasta sérfræðing í rann- sóknum á mannhvörfum, morð- málum, þjófnaðarmálum og fleiru varðandi glæpi. Þar af leiðir að sjálfsögðu að erfitt eða jafnvel ógerningur er að upplýsa ntál vegna menntun- arskorts. Þetta leiðir aftur að þeirri spurningu, hverjar eru kröfur í lögum um menntun rannsóknarlögreglumanna? Hefur ef til vill gleymzt að gera kröfur til þessara starfa? Gerðar eru kröfur til ýmissa starfshópa en hvergi minnzt á rannsóknarlögreglumenn. Það er tvennt ólíkt að vera hjartasjúkdómafræðingur og beinasjúkdómasérfræðingur enda gerðar ólíkar kröfur til þeirra. Með þessu vill ég síður en svo kasta rýrð á löggæzlumenn okkar, ég veit að þeir gera sitt bezta við að upplýsa mannshvörf. Þarna er löggjafinn í sök og ég skora á Alþingi að taka þetta mál föstum tökum, enda segir hið fornkveðna: ,,Með lögum skal land byggja”. of hótt! Óþolandi bið eftir varahlutum GRÁSLEPPUKARLAR GERA ÞAÐ EKKIALLIR JAFNGOTT Hafnfirzkur grásleppukari hafði samband við DB vegna forsíðufréttar þriðjudaginn 23. marz um að grásleppukarlar gerðu það gott: ,,Það er i alla stnði góóra gjalda vert nð vnkin sé athygli á því aðgrásleppu' eiðin sé hafin. Það sem vantar hins vegar í fréttina er að það gera ekki allir grásleppukarlar það jafngott. Eins og kemur fram í fréttinni og hefur mikið gæftaleysi hrjáð okkur eins og aðra sjómenn undanfarið. Því höfum við freistazt til að leggja net okkar á grunnsævi til að geta verið snöggir að ná i þau ef veður breytist til hins verra. Af þessum sökum höfum við margir hverjir rifið net okkar svo að salan á rauðmaga hefur varla nægt til að bæta þann skaða. Nokkrir hafa sloppið við þetta netatjón og því gert það betur en aðrir, en ég held að við hinir séum samt fleiri.” Logar hafa alls ekki „Einn með fulla heyrn” hringdi til DB og kvaðst vilja koma eftirfarandi á framfæri: ,,Eg er alls ekki sammála ein- hverri er nefnir sig ,,Ein með höfuðverk” og skrifar grein í „Raddir lesenda” í síðustu viku og kvartar undan hávaða- mengun frá hljómsveitinni Logum. Eg hef sótt talsvert dansleiki með Logum í Vest- mannaeyjum að undanförnu og ég finn alls ekki fyrir neinum ærandi hávaða. Auk almennra dansleikja hafa ýmis félaga- samtök verið með dansleiki þar sem Logar hafa leikið og hefur styrkur tónlistarinnar hjá þeim alls ekki ært neinn. „Ein með höfuðverk” segir lítið af hjóna- fólki sækja dansleiki Loganna i Eyjum en það kemur nú mikið til af því hversu margt aðkomu- fólk sækir dansleikina. Dansleikirnir fara yfirleitt afar vel fram og „Ein með höfuðverk” ætti til samanburðar bara að sækja dansleik í Re.vkjavík eða nágrenni og he.vra hávaóann sem þar er inni. „Sándið” hjá Logum er mjög þægilegt.” „Sándið” hjá Logum er mjög þægilegt segir einn með fulla heyrn. Hvað er skemmtilegast að gera í skólanum? Nina Skúladóttir, 7 ára. Mér finnst skemmtilegast að teikna svo að lesa af því ég kann það alveg. Georg Hansen, 7 ára. Mér finnst skemmtilegast að lesa svo að reikna. Ég er búin að læra plús og mínus, en ég á eftir að læra sinnum. Guðrún Bryndís Hafsteinsdóttir, 7 ára. Það er skemmtilegast að teikna hænur og kisur. Svo finnst mér gaman að lesa. Ég er búin með Tröllin í sandkassanum. Unnur Jónsdóttir, 6 ára. Lesa, ég er núna með Ævintýri fiskanna. Svo finnst mér gaman að teikna, ég er búin að teikna húsið heima hjá mér. Ragnheiður Hrönn Björnsdóttir, 6 ára.Teikna og læra stafi. Ég er búin að læra T, það segir eins og heyrist í bát. Asdís Ulfarsdóttir, 6 ára. Púsla, það er til fullt af púsli hér. Svo að leira. Ég kann T. en það er fullt af stöfum eftir.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.