Dagblaðið - 27.03.1976, Side 11

Dagblaðið - 27.03.1976, Side 11
DAGBLAÐIÐ LAUG AKDAGUR 27. MAKZ 1976. 11 Geta Rússar tekið Yestur- Evrópu með skyndiinnrós? beita kjarnorkuvopnum gegn innrásarliðinu og hefja atóm- stríð? Niðurstaða spárinnar er að ákvörðun um beitingu kjarn- orkusprengja yrði ekki tekin fyrr en það væri örðið of seint. Þá mundi notkun atómvopna deyða fleiri borgara í Vestur- Þýzkalandi en hermenn kommúnista. Sennilega, segir í spánni um útkomu þessara átaka, yrði niðurstaðan hjá NATO sú að beita ekki kjarnorkuvopnum. Þjálfaðir til að œða í dauðann Hernaðarsérfræðingar brezka tímaritsins Economist eru ekki sammála NATO- foringjanum í Times. Tíma- ritið sp.vr: ,,Er þetta rétt cða rangt?” „Vissulega þarf Atlantshafsbandalagið að vera viðbúið skyndiárás. Hersveitir Varsjárbandalagsins eru búnar og þjálfaðar til hraðrar sóknar. Þær eru vel búnar vélum, hafa lítinn bakstuðning, og þær eru þjálfaðar í að sækja fram þangað til þær missa svo marga menn að önnur herdeild þarf að leysa þær af hólmi.” Times fullyrti aó herlið Var- sjárbandalagsins gæti farið yfir landamærin og inn í Vestur- Þýzkaland innan þriggja stunda frá því að það fengi fyrirmæli um að halda af stað. Hins vegar mundi það taka her- sveitir Atlantshafsbandalags- ins tíu klukkustundir að koma sér fyrir í varnarstöðu og sumum hersveitum NATO mundi það reynast enn flókn- ara viðfangsefni. Economist segir það NATO til varnar að allnokkrar sveitir þess banda- lags séu nú þegar í stöðvum við landamærl Vestur- og Austur- Þýzkalands. Þær hafi vopn sem geti grandað skriðdrekum og fundið þá, jafnvel að næturlagi. Tímaritið er ekki sátt við þá fullyrðingu að kommúnistar gætu án tafar ruðzt fram hjá því liði NATO sem er til varnar við landamærin. Þá muni Atlantshafsbanda- laginu takast að koma liði sínu í varnarstöðvar áður en Sovét- menn og fylgilið þeirra geti komizt alla Ieið að þeim stöðvum sem NATO ætlar að verja innan Vestur-Þýzkalands. NATO hefur meira lið NATO-foringinn, sem vitnaó er til í blaðinu Times, segir að i Austur-Þýzkalandi séu tuttugu herfylkí Sovétmanna og sex herfylki Austur-Þjóðverja. Gegn þeim standa í Vestur- Þýzkalandi, Belgíu og Hollandi ríflega tuttugu og fimm her- fylki Atlantshafsbandalagsins. Það eru fleiri menn í herfylkj- um NATO en kommúnista. Kommúnistar væru því liófærri i þessari viðureign. Tímaritið Economist leggur áherzlu á að með innrás í Vestur-Þýzkaland mundu Sovétmenn „opna gátt- ir” fyrir árás NATO-ríkja annars staðar á valdasvæði sínu. Ef Sovétmenn hygðust hins vegar beita öllu liði Varsjár- bandalagsins í innrás í Vestur- Þýzkaland yrði hún ekki lengur skyndiárás. Njósnurum NATO mundi takast að komast á snoðir um liðsflutninga, sem til slíks þyrfti, og NATO gæti verið við öllu búið. / forystumönnum hennar á hverjum tíma sú handbók efna- hagsafkomu, að til þessa hefur ekki þótt fært að leggja til al- varlegrar atlögu við það að koma upp iðnvæðingu hérlend- is, að því marki, að þjóðin gæti söðlað algerlega um frá þcirri blekkingarstefnu, sem haldið er uppi með þeim falsrökum, að íslendingar séu „stóriðjuþjóð” á sviði fiskframleiðslu og eigi að vera slík um aldur og ævi. En það er ekki einasta, að stjórnmálamenn hafi skýlt þessum „stóriðjurekstri” okkar, fiskiðnaði, með blekk- ingum og þrjózkufullum full- yrðingum, heldur hefur innan þessa atvinnureksturs viðgeng- izt svo geigvænleg svikamylla og lagabrot, að enginn annar atvinnurekstur hefur átt eins í vök að verjast fyrir siðgæðisvit- und almennings, og skipstjórn- armenn margir, sem eru þess úmkomnir að taka sér frí stóran hluta ársins til þess að þurfa ekki að greiða skatt af fullum árstekjum, eins og venjulegir borgarar, staðnir að því að þverbrjóta veiðiheimildir, sem löggjafinn setur, og fara að eig- in lögum varðandi veiðikvóta og aflamagn. Einnig er það mikil blekking þegar ráðamenn okkar halda því fram að batamerki í efna- hagsmálum annarra þjóða, t.d. í Bandaríkjunum boði stóraukna fiskneyzlu almennings þar. Þessu er þveröfugt farið. Aukin peningaráð meðal almennings erlendis þýðir aukna neyzlu á dýrari kjöttegundum og ann- arra rétta framleiddum úr kjöti. Enn ein blekking, sem tíðum hefur verið klifað á hérlendis er, að okkur íslendingum beri siðferðileg skylda til þess að varðveita fiskimið okkar með tilliti til þeirra heimshluta, þar sem enn búi fólk við næringar- skort eða hungur! Staðreyndin er hins vegar sú, að við Íslend- ingar höfum aldrei selt fisk að neinu marki til þeirra þjóða, sem eiga við mestan matarskort að búa, enda slíkar þjóðir ekki vanar fiskneyzlu og myndi auk þess ekki vera keppikefli fyrir Islendinga að skipta við þær þjóðir, jafnvel ekki á grund- velli vöruskipta, enda aldrei sótzt eftir slíku af okkar hálfu, þrátt f.vrir fögur ummæli í garð hinna sveltandi. Það mun því mikið vatfi renna til sjávar áður en við Íslendingar sækjumst sérstak- lega eftir að skipta við aðrar þjóðir en þær, sem eru færar um að greiða okkur í bein- hörðum gjaldeyri eða selja okkur þær vörur, sem við höf- um mesta þörf fyrir til brýn- ustu nauðsynja, og alltaf fjölg- ar þeim tegundum jafnt og þétt, og eru kartöflur og smjör nýjasta dæmið um þær. sparifé allra, hvort sem þeir eru gamlir eða ungir. En hvað gerði vinstri stjórnin til að koma i veg fyrir það? Kauphækkanir, sem áður voru nefndar, voru stórlega verð- bólguaukandi, eins og að var staðið. Þá er gripið til þess ráðs að stórhækka bankavexti, bæði inn- og útlánsvexti. Nú skyldi verðbólgan barin niður og bættur hagur hinna öldruðu! Engar aðgerðir ríkisstjórnar- innar munu hafa verið eins verðbólguaukandi og þessi vaxtahækkun. Þar virðist engin vitglóra hafa komið nærri. Allt verðlag í landinu stórhækkaði. Iðnaðurinn lenti í erfiðleikum vegna vaxtahækkunarinnar ofan á kauphækkunina, og fleira, sem sagt, at- vinnuvegunum var gert stórum erfiðara fyiir með þessari ráðslöfun og heimatilbúna verðbólgan hélt áfram að magnast. Það, sem vinsi.i sijórnin átti að gera — og gera strax — var að vísitölubinda allt innstæðufé í bönkum og sjóðum en lækka heldur vexti. Þá væri staða at- vinnuveganna öll önnur en nú er. Það er sjálfsagt að gera þetta nú, þótt seint se. Væri það gert, væri hægt að stórlækka vexti bæði á innistæðufé og öllum útlánum. Raunar kemur vaxtagreiðsla al iillum erlendu lánunum í veg fyrir, að hægt é að færa niður bankavexti eins og áður var hægt, meðan gjald- eyrisstaðan var betri. Sparifýáreigendur munu tvímælalaust sætta sig við lága vexti af fé sínu, eigi þeir það tryggt, að það minnkaði ekki að verðgildi að sama skapi og verðbólgan ykist. Lækkuðum útlánsvöxtum mundi þá einnig fylgja, að það yrði að vísitölubinda, að nokkrum hluta öll útlán. En til að koma í veg fyrir samdrátt á nauðsynlegum framkvæmdum og atvinnu, mætti ekki setja fulla vísitölubindingu á útlán — og enga á skuldir, sem búið væri að stofna til. Hæfileg verðbólga er fram- takskrefjandi og ætti að tryggja nægilegaatvinnuí landinu Full vísitölutiygging á innsheðufé en takmörkuð á útlán og störlækkaðir vextir æitu að draga úr óþarfa neyzlu i þjóð- félaginu og þar með minnka innflutning. Meira jafnvægi ætti að komast á inn- og út- flutning. Þá vil ég koma aftur að lifev rissjóðnum. Eg hef lengi verið þeirrar skoðunar, að það ætti að vera einn lífeyrissjóður fyrir alla landsmenn. Það er hróplegt ranglæti, að fólk, sem þjöðin hefur greitt eða séð fyrir aðstöðu til margfaldra launa á við það, sem vinnur að framleiðslustörfum í Sú blekkingar-staðhæfing, að mestu efnahagserfiðleikarnir séu að baki, ef landhelgisút- færslan fái staðfestingu fellur um sjálfa sig, þegar þess er gætt að efnahagsvandræði okk- ar eru nú fyrst að komast á alvarlegt stig og munu haldast um langan tíma nema snögg- lega verði söðlað um í atvinnu- málum og framtíðaráform byggð á þeirri orku, sem til staðar er í landinu sjálfu, jarð- varma og fallvötnum. — Þessi náttúruauðæfi eru mælanleg, snertanleg og ótakmörkuð, að því að bezt er vitað, gagnstætt því, sem fiskimiðin eru. Varðandi landhelgisdeiluna sjálfa og málefni henni tengd, er hagsmunum okkar bezt borgið með bráðabirgðasam- komulagi við þær þjóðir, sem hingað hafa sótt um veiði réttindi og við leyfðum áður veiðar hér við land, þ.á m. Hlng- lendingum. — Hafréttarráð- stefnan mun í fyllingu timans skila þeim hafréttarsáttmála, sem viö, ásamt öðrum þjóðum munum sitja að, og núverandi vfirgangur Breta með aðstoð herskipa sinna á íslandsmiðum, eða aukin umsvif íslendinga sjálfra með auknum skipa- eða flugvélakosti, mun ekki hafa nein áhtif á niðurstöðu hafrétt- arráðstefnunnar. Það er því mjög misráðið, vægast sagt, að ætla þjóðinni við þær aðstæður sem nú ríkja. þjóðfélaginu, skuli fá margföld laun úr lífeyrissjóði í samanburði við verkafólkið, setn í raun og veru heldur þjóðfélaginu uppi og stendur þar með undir háu launa- greiðslunum. Nú verður því borið við, að hálekjumennirnir borgi svo niikið t lífeyrissjóði og þeir eigi þetta fé og það vísitölutryggt! Þeir eiga það af þeirri ástæðu, aö þjóðfélagið, eða öllu heldur ráðamenn þess, hafa komið sér saman um að mismuna þegnunum á þennan hátt. Og þið, sem teljið ykkur málsvara vinnandi fólks og puntið ykkur með því að kalla ykkur vinstri menn, standið einnig að þessu. Til hvers var vinstri stjórn stofnuð úr því að þið unnuð ekki að neinu þeirra mála, sem hér hafa verið nefnd? Hátekjumaðurinn, hver sem hann er, sem greiðir i sinn lífeyrissjóð, kannski tífalt á við verkakonuna og verkamanninn með sin 55-60 þúsund á mánuði, veit miklu minna af sinni lifeyrissjóðsgreiðslu en verkamaðurinn af sinni. Því er það réttlætismál, að hátekju- maðurinn greiði hlutfallslega af sinum háu tekjum og þa' i einn sameiginlegan sjóð, og að öllum sé svo greitt jafnt þegar til útborgunar kemur. Það væri nokkur leiðrétting á þvi ósamræmi sem er á kaupgreiðslum i dag. að taka á sig nýjar skaltaálög- ur, vegna aukinnar starfsemi landhelgisgæzlu eðaskipakaupa erlendis frá, á sama tíma og þjóðin, allur almenningur hefur vart undan að átta sig á Kjallarinn Geir R. Andersen nýrri skriðu verðhækkana brýnustu lífsnauðsynja, að af- stöðnum átökum á vinnumark- aðnum, og sem gerðu þjóðar- búið nokkrum milljörðum fá- tækara. Það mun skipta miklu fyrir Island, hvort þjóðin og forystu- menn hennar munu geta fengið Til er svo önnur leið, sem gæti komið til athugunar. Það er að greiða öllum jafnt fyrir jafnar vinnustundir, einnig til dæmis ráðherrum, banka- stjórum, prófessorum, verk- fræðingum og svo framvegis. Kjallarinn Gisli V. Vagnsson Það mundi stórlega létta á ríkissjóði og atvinnuvegunum. Eg hef heyrt þessa háu herra halda því fram að þeir séu búnir að eyða beztu árum ævi sinnar í nám — verið í skóla það af sér að takmarka að veru- legu leyti þann afæturekstur, sem sjávarútvegur hefur verið á undanförnum árum\ og snúa lífsskilyrðum í þessu landi við með allsherjar iðnvæðingu byggðri á orku þeirra auðlinda sem við höfum átt í landinu frá upphafi. í þessum efnum ætti ís- lendingum ekki að vera meiri vandi á höndum en Svisslend- ingum, sem hafa engin auðæfi í landi sínu, önnur en fallvötn, er þeir nota til uppbyggingar síns iðnaðar, og þurfa að flytja inn flest hráefni til hans og leggja því sérstaka stund á iðn- að, sem lítið efni þarf til, en krefst í þess stað mikils vinnu- afls og kunnáttu á verkfræði- og tæknisviði. En til þess að þetta geti gerzt hér, verða forráðamenn íslend- inga að losna undan þeim hugarfarsáhrifum kommúmsta, að halda að fjármagn, sem veitt er inn í landið til uppbyggingar iðnaðar, bindi þjóðina á klafa erlends auðvalds. Núverandi atvinnuhættir Is- lendinga eru einhæfir, einangr- aðir og kostnaðarsamir og eru vísastir til að halda þjóðinni um langan aldur frá þeim lífsskil- yrðum, sem við höfum stöðugt keppt að, en ekki tekizt að höndla enn sem komið er, nefnilega efnahags- og atvinnu- öryggi. A kannski til þrítugsaldurs og kosta til þess stórfé. Auðvitað er þetta þeirra mál. Til að losna við þessa pínu gátu þeir farið í framleiðslustörfin. Verkamenn og sjómenn byrja margir að vinna við framleiðslustörfin 11- 12 ára, algengt 14-16 ára, og halda því áfram til áttræðisaldurs, ef þeir lifa svo lengi. Þess vegna getur ríkið byggt allskonar skóla yfir þá, sem kjósa heldur að fara þá leiðina, lagt til allskonar tæki og launað kennara. Það eru undirstöouat- vinnuvegir þjóðarinnar, sem standa undir öllu þessu kerfi, verkamenn, iðnaðarmenn og sjómenn. Eg játa það fúslega, að þjóðinni er nauðsynlegt að hafa vel menntaða stétt manna á fjölmörgum sviðum. Þeir eru eins nauðsynlegir og verka- menn til sjós og lands. Þar styður hver höndin aðra. Því ætti launamismunurinn að vera miklu minni en nú er. Allt þetta og margt fleira ættu þessir forsvarsmenn vinnandi fólks að taka til athugunar. „Islandi allt” var einu sinni sagt. Mér finnst að þetta hafi gleymzt í kapphlaupinu mikla, sem nú er um meiri og meiri lífsþægindi. Gísli V. Vagnsson, Mýrum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.