Dagblaðið - 27.03.1976, Side 15

Dagblaðið - 27.03.1976, Side 15
DACBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976. Póskaeggin þurfa ekki að vera úr súkkulaði Páskar og egg tilheyra hvort öðru eins og leggur skel ef svo má aö oröi komast. Það þurfa ekki (ndilega að vera súkku'laðiegg, þótt þau séu auðvitað ómissandi. Hænuegg eru alveg tilvalin til þess að skreyta með á páskunum, — mála þau í öllum regnbogans litum og leyfa fjölskyldunni spreyta sig í málaralistinni. Bezt er að nota venjulega tússliti og þekjuliti, en það er ágætt að teikna lauslega með blýanti áður en liturinn er notaður. Ef maður vill heldur fá einlit egg, er það afar einfalt. Mislitur „silki”-pappír er látinn í pottinn um leið og eggin eru soðin. Vikurnar fyrir páska er tilvalið að revna að brjóta þau egg, sem maður þarf að nota á þann hátt að skurnin verði nothæf í páskaskraut. Á meðfylgjandi myndum er sýnishorn af þvi hvernig hægt er að skreyta eggjaskurn á margvfslegan hátt. Að sjálfsögðu er langsnjallast að nota hugmyndaflugið og ímyndunaraflið. Á þennan hátt er hægt að fá bæði fallegt, ódýrt og skemmtilegt páskaskraut, sem þar að auki er heilmikil afþreying að búa til, bæði fyrir börn og fullorðna. Ef nota á eggin í heilu lagi vandast málið óneitanlega nokkuð en mér er tjáð að ekki sé nokkur vandi að blása úr eggjum. Þá verður annaðhvort að búa til eggjaköku handa heimilisfólkinu eða gieypa eggið hrátt. Ég hef aldrei prófað þetta sjálf en þetta er eflaust mjög einfalt. Nú fæst jafnan í verzlunum hér alls kyns páskaskraut, svo sem ungar, kaninur, hérar, körfur og annað það sem tilheyrir páskahaldi. Slíkt er vanalega nokkuð dýrt í innkaupi en það er með það eins og jólaskraut, — með því að ganga vel frá því eftir páskana, má nota það aftur frá ári til árs. Einnig er sjálfsagt að halda til ungunum á þeim súkkulaðieggjum sem heimilinu áskotnast á hverjum páskum. Hérna má sjá alls konar hugmyndir um eggjaskreytingarnar, það mætti jafnvel kikja ofan í gamlan skartgripakassa og finna þar eitthvað nýtilegt til þess að skreyta eggin með —A.Bj. Fljótgert póskoteppi Það eru kannski margar konur því marki brenndar að vera latar við margbrotna og flókna handavinnu. Mér þykir aftur á móti mjög gaman að hvers konar dútli sem segja má að maður sjái fyrir endann á um leið og maður b’yrjar á því. Þannig er þessi sniðugi ungi, sem er hér á veggskreytingu. Hann er úr gulu filti, kamburinn og goggurinn eru úr rauðu filti og augað úr hvitu og svörtu. Skurnin er úr hvítu filti, slaufan gæti verið rauð og grasið að sjálfsögðu grænt. Hann er síðan límdur með föndurlími á „teppið”, sem er úr tvöföldu efni ca 25x30 cm stórt. Það er síðan hengt upp með bambusstöng og snúru. —A.Bj. UÓÐ Á LAUGARDEGI - EKKERT ÞÆGILEGT / \ Við þekkjum öll hvað það getur verið gott að vera skotinn í einhverjum. Þetta var þó ekkert þægilegt fyrir kunningja minn einn. Hann var nefnilega skotinn í seinna stríð- inu. Það þótti mörgum heldur ekkert þægilegt þegar Ólafur Jóhannesson lét loka öllum áfengisútsölum í landinu og bannaði þar að auki að vín yrði selt á veitingahúsum. Urðu þá margir að láta sér nægja íslenska bjórinn sem er svo þunnur að það liggur við að maður vorkenni honum. K.N. 'sagði eitt sinn við svipaðar kringumstæður. Ég hlýt að slá viö slöku í slyngri ljóðamennt. Það yrkir enginrt stöku á aðeins tvö prósent. En þrátt fyrir lokun Ólafs á dögunum virtust einhverjir hal'a bngl sig það vel upp af vini að þetta kom ekki að sök. V Þannig var með manninn sem ég sa á Hótel Sögu helgina eftir að bannið gcki; í gildi. Hann var sýnilega mjög drukkinn þar sem hann sat við borð og studdi hönd undir kinn. Þegar ég gekK fram hjá borðinu hans heyroi ég að hann sagði. — Þetta hlýtur að vera skakkt númer, elsku vinur, því að ég hef ekki síma. Ég á mér vinkonu vísa. Ef vil ég hringja í þá píu. Það eina sem hún segir er, sautján, fimmtán, tíu. En þótt ég hafi ekki síma, þá hef ég glugga. Hann kemur að visu að litlu gagni þegar ég þarf að hringja í einhvern. Aftur á möti gagnar hann mér þeim mun betur, ef mig langar til að sjá eitthvað hér fyrir utan húsið, án þess að hafa fyrir því að fara út. Þegar ég leit út um þennan ágæta glugga minn um daginn sá ég kvenmanninn í íbúðinni á móti kviknakinn. Hún horfði svo stíft á mig að það var engu líkara en hún hefði aldrei séð nakinn karlmann fyrr. Egill Jónasson kvað eitt sinn. Konur eru erfið gáta okkur mönnum hérogþar og ekki batnar ei' þær láta eins og þær væru fullkomnar. Ég er alveg frámunalega latur. Eg nenni til dæmis ekki alltaf að elda ofan i mig. Mér fannsl ég þvi hafa fundið gott ráð urn daginn, ekki síst þar sem fyrir utan að vera latur er ég niskur. Ég keypti mér steikt beikon og hrátt egg. Síðan fór ég heim og beið eftir að þetta tvennt færi að rífast og beikonið spældi eggið. Einn í fleti fæ mér blund, það fyrna margir Iá mér, en ennþá þykist engin hrund ólnt að sofa hjá mér. Þetta er að sjálfsögðu fyrir ofan minn skilning. En ég get sagt eins og einn kunningi minn. Þegar ég verð svo gamall að ég verð ekki fær um að klípa kvenfólkið sjálfur, þá bið ég bara einhvern að gera það fyrir mig. Næsta vísa er eftir Bjarna frá Grof. Mun ég hafa á meyjum lyst meðan endist þrekið. Þrettán hafa heimavist í hjarta mínu tekið. Margt kvenfólk er afskaplega viðkvæmt. Ein kunningjakona mín sagði við mig um daginn með hneykslun í rómnum. Hvar lærðirðu eiginlega að kyssa svona. í Bréfaskóla SlS sagði ég. I Bréfaskóla SÍS spurði hún. Hvernig er það nú hægt. Ég spurði hana hvorl hún hefði aldrei sett bréf í póst. Hún sagðist að vísu hafa gert það. Og hvað gerðirðu við frímerkið spurði ég. Þá sagði hún: Ef frímerki lenti auðgrund á, það ekki myndi hrakið, hve þætti ykkur indælt þá á því sleikja bakið. Annars er hjónasængin svipuð tunglinu að því leyti að menn vilja gjarnan skreppa þangað. Hitt er svo allt annað mál hvort menn vilja setjast þar að. K.N. orti á sínum tíma. Aldrei brenni—bragða ég vín, né bragi nenni að tóna. Fellt hefur ennþá ást til min engin kvenpersóna. I tilefni af þessu dettur mér í hug kvenmaðurinn sem vinnur á Manntalsskrifstofunni, en hefur samt ekki tölu á þeim mönnum, sem hún hefur elskað. Þar með læt ég þættinum lokið. Ben. Ax.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.