Dagblaðið - 27.03.1976, Side 22

Dagblaðið - 27.03.1976, Side 22
Sjónvarp kl. 18.30: NÝ MYND BÖRNOG FYRIR UNGUNGA Nú er lokiö myndaflokknum um Pollyönnu, sem var geysi- vinsæll bæði meðal barna og fullorðinna. í staðinn fáum við að sjá ástralska kvikmynd er nefnist Viðureign við smygl- arana. í myndinni segir frá því er þrjú börn sem eru á skemmti- siglingu finna böggul er einn af skipverjum á flutningaskipi hefur varpað í sjóinn. Þeir sem áttu að fá böggulinn sjá er krakkarnir finna hann og er þá ekki að sökum að spyrja. Þýðandi er Ellert Sigur- björnsson. —A.Bj. Útvarpið í kvöld kl. 20.45: w The John F. Kennedy Center for the Performing Arts í Washington. „I tveim bandarískum menningarstððvum" „Það má kannski segja að þetta séu leifarnar af því efni sem ég tók upp í Bandaríkjun- um, þegar ég var að elta þorsk- inn á dögunum,” sagði Páll Heiðar Jónsson, sem hefur umsjón með þætti er hann nefnir ,,I tveimur bandarískum menningarmiðstöðvum. Páll Heiðar sagðist hafa haft tækifæri til að komast til Washington og skoða hina merkilegu menningarmiðstöð „Kennedy Cultural Center for the Performing Arts,” en hún samanstendur af leikhúsi, óperuhúsi og hljómleikasal, einum af þeim beztu í heimi, þvl er þeir segja vestra. Á leið- inni heim kom Páll svo við í Lincoln Center í New York og fékk viðtal við einn af fram- kvæmdastjórum stofnunarinn- ar, sem segir frá starfseminni í stórum dráttum. „Ég vii geta þess í sambandi við þennan þátt,” sagði Páll Heiðar, „að mér þótti efnið njóta sín betur með því að út- varpa viðtölunum á ensku. Að vísu er efnið endursagt í fáum orðum, en þaóer kannski ekki ósanngjarnt að segja að þetta höfði öllu meira til enskumæl- andi fólks. Það er þó alls ekki stefna mín eða útvarpsins að gera það að reglu að útvarpa á erlendu tungumáli. Þetta er því hrein undantekning.” EVI Sjónvarp kl. 20.35: NÝR SPURNINGAÞÁTTUR MEÐ W •• •• ÞATTTOKU KJORDÆMANNA í liði Reykjaneskjördæmis eru Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafn- arfirði, Pétur Gautur Kristjánsson, Keflavík og Sigurður Ragn- arsson, Kópavogi. Lið Sunnlendinga skipa Jón Einarsson, Skógaskóla, Einar Ei- ríksson, Vestmannaeyjum og Jóhannes Sigmundsson, Syðra Langholti, Hrunamannahreppi. Stjórnandi þáttarins er Jón Asgeirsson íþróttafréttamaður og dómari er Ingibjörg Guðmuiidsuuiiii. í kvöld hefst í sjónvarpinu nýr spurningaþáttur er nefnist Kjördæmin keppa og verður á dagskrá sjö næstu laugardags- kvöld. Keppendur eru fulltrúar frá hinum ýmsu kjördæmum Iandsins, eins og nafn þáttarins ber með sér. í fyrsta þættinum keppa Reykjanes og Suðurland. Stjórnandi þáttarins er Jón Ásgeirsson en dómari er Ingi- björg Guðmundsdóttir. Stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. Fólki þykir almennt mjög gaman að fylgjast með spurn- ingaþáttum alls konar og verður fróðlegt að sjá hvernig kjördæmunum vegnar. í hléi leikur hljómsveitin Glitbrá frá Rangárvallasýslu lög eftir Gylfa Ægisson. Spurn- ingarnar samdi Helgi Skúli Kjartansson. —A.Bj. Sjónvarp kl. 21.05: Lœknaþóttur- inn i lit Sjóveiki er ekki sjúkdómur, nefnist þátturinn um læknana vini okkar, sem er á dagskrá sjón- varpsins í kvöld kl. 21.05. Nú eru þeir komnir út á sjó, en aðeins eru það þrír af góð- kunningjum okkar, sem eftir eru i þáttunum, Stuart Clark, Waring og Loftus, nú í hlutverki. skip- stjórans. Þeir lenda í margs konar ævintýrum að vanda, en kornast klakklaust í gegn eins og þeirra er von og vísa. Læknaþátturinn er sendur út í lit. Peter Falk t.h. líklega betur þekktur undir nafninu Columbo, leikur eitt af aðalhlutverkunum í kvikmynd kvöldsins. Kvik- myndin var tekin árið 1967, og það ár lék Jack Lemmon t.v. í annarri gamanmynd, „Makalaus sambúð,” á móti Walter Mathau. Leikritið var sýnt hér í Þjóðleikhúsinu og kvikmyndin í Háskólabíói. Sjónvarp kl. 22.25: Gamanmynd á dag- skránni í kvöld Kvikmynd kvöldsins Ást (Luv) er gerð árið 1967 eftir gamanleikriti Murrays Schis- gals sem sýnt var á Broadway við mikla hrifningu áhorfenda. Hún fjallar um lif og ástir miðstéttarfólks í New York, sem er upptekið af sjálfu sér og trúir á sálfræðilega aðstoð. Með aðalhlutverkin fara Jack Lemmon, Peter Falk og Elaine May. i kvikmyndahandbókinni okkar fær m.vndin tvær og hálfa stjörnu og þar segir að jafnvel þótt handritinu hafi verið breytt bjargi góður leikur Elaine Ma.v þar öllu um að og vel megi hlæja að þessari mynd. Það má lesa milli lín- anna að farið hafi verið illa með góðan efnivið i kvikmynd- inni. eins og svo oft vill verða. Það má til gamans geta þess að eitt af aðalhlutverkunum er í höndum Peter Falk, þess hins sama sem leikur lögreglu- foringjann Columbo í þriðjudagsþáttum sjónvarps- ins. Gaman að sjá hvernig hann stóð sig áður en Columbo kom til sögunnar. Um efni myndarinnar er það að segja að aðalpersónan er komin að því að drekkja sér þegar gamall skólafélagi kemur á vettvang og fær hann ofan af því. Hann býður vini sinum heim og kynnir hann fyrir eiginkonu sinni. Sýningartími er ein klukku- stund og þrjátíu mínútur. Þýðandi er Dóra Hafsteins- dóttir. A.Bj. —A.Bj.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.