Dagblaðið - 27.03.1976, Page 23

Dagblaðið - 27.03.1976, Page 23
DAGBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. MARZ 1976. 23 f Utvarp Sjónvarp i Útvarpið ó sunnudag kl. 14.00: // FATLAÐIRISTARFI // ,,Það ma vekja á því athygli að á því herrans ári 1976 er það engum vandkvæðum bundið að komast til tunglsins en fatlaður Arni Gunnarsson ræðir við fjölda af fötluðu fólki i þættinum „Fatlaðir í starfi”. maóur kemst ekki inn í Þjóð- leikhúsið,” sagði Arni Gunnars- son sem sér um þátt er nefnist „Fatlaðir í starfi". „Þáttur þessi er tengdur al- þjóðadegi fatlaðra sem einmitt er á sunnudaginn. Einkunnar- orð þess dags eru ..Fatlaðir í starfi”. Tilganguri nn or fyrst og fremst sá að vekja áhuga almennings á margvislegum vandamálum sem fatlaðir eiga við að stríða,” sagði Árni. Hann ræðir við fjöldann all- an af fötluðu fólki sem ýmist vinnur úti, er í skóla eða vinnur húsmóðurstörf. Innt er eftir því hvaða vandamál verði á vegi þeirra, bæði þegar leitað er að atvinnu og þegar þarf að komast til og frá vinnustað. Raunverulega má segja að við látum hugtök gabba okkur. Við tölum gjarnan um almenn- ingsvagna þegar við tölum um Strætisvagna Reykjavikur. Hvernig er það hægt, í raun, þegar bæklaður maður kemst ekki upp í þá? Þegar hús eru reist eða vinnustaðir er aldrei hugsað fyrir því að sá sem ekki hefur mátt í báðum fótum komist inn. Fáir hugleiða það hrottalega dæmi: hvernig komast hinir fötluðu á klósett? í þættinum verður einnig flutt tónlist eftir sænskan mann, Rune Andersson. Hann er frægur fyrir kveðskap og söng um fatlaða. Kvæðin verða flutt í íslenzkri þýðingu. EVI Það er ekki víða sem við sjáum aðstöðu eins og hér til þess að komast áfram í hjólastól. Útvarpið á sunnudag kl. 16.25: Framhaldsleikritið Upp 6 kant við kerfið 1 fjórða þætti í Upp á kant við kerfið verðum við vitni að því að vinskapur Davíðs og Maríönnu verður æ nánari. Hún keppist við að skilja hann og er óðfús að hjálpa honum. Hubert og Lísa, skólasystkini Davíðs, koma við sögu. Hubert veit allt bezt og er ákveðinn í að bæta heiminn. Davíð er skotinni Lísu en kemur sér ekki að því að segja henni það. Þau herma eftir Hollywood-kvikmyndum til þess að komast hjá því að segja hvað þeim býr í brjósti. Læknirinn heldur áfram að ræða um lífið við Davíð, en lausn lífsgátunnar finnst ekki í þessum þætti. Traubert og Davíð ákveða að m.vnda varnarbandalag gegn óvinunum, hverjir sem þeir eru. Þýðandi leikritsins er Hólm- fríður Gunnarsdóttir. -EVI Allir keppost við að lœkna Davíð Gísli Alfreósson er leikstjóri framhaldsleikritisins „Upp á kant við kerfið”. Útvarpið 6 sunnudagskvöldið kl. 21.45: #/Geggjaður óstaróður" Töffari sendir elskunni sinni Ijóð „Þetta er úr einu ljóðanna í „Hraðfryst ljóð” sem heitir „Geggjaður ástaróður”. Þar segir frá töffara i ákveðnum bíl sem sendir stelpunni sinni ljóð í „Lögum unga fólksins”, auðvitað með málfari töffara,” sagði Birgir Svan Símonarson sem les upp úr fyrrnefndri ljóðabók. „Þetta er fyrsta bókin sem ég gef út. Hún er uppseld. Eg er að Birgir Svan Simonarson hefur þegar skrifað eina Ijóðabók og er nieð aðra á prjönunum. Hann .es upp citt ljöða sinna annaö kvöld, „Geggjaöur ástaróður”. DB-mynd Björgvin. vonum mjög ánægður með það. Nú er ég að láta prenta meira,” sagði Birgir. „Jú, ég er með aðra ljóðabók í bígerð, „Nætursöltuð ljóð”. Birgir sagði að „Hraðfryst ljóð” fjölluðu um hraðfryst líf í litlu þorpi úti á landsbyggðinni þar sem fólkið hefur litla aðra möguleika en að vinna og sofa. „Ég reyni að ráðast gegn því þjóðfélagi sem gerir það að verkum að menn > verði þrælar við færibönd. Þarna er vinnan líka orðin rúin öllu mannicgu gildi. Maðurinn er eins og vél. Ilann endurtekur alltaf sama hlutin. Ýmsir aðrir þættir eru í bókinni sem sýna lífið í þorpinu. Það er lýsing á blóðugum kvikmyndum, • sem sýndar eru í félagsheimilinu, þáttur um kvenfélagið og kaupfélagið. „Eg var fljótur að skrifa hana,” sagói Birgir Svan „ég byrjaði strax eftir jólin 1974, þá var ég að kenna úti á landi, og bókin kom út i desember síðastliðnum. Þessi bók er hraðfryst ástarjátning til verkalýðsins en sú na'sia er méira undir áhrifum l'rá poppi og allri þessari poppmenningu, sem dembt er yfir unga fólkið í út- varpinu og fjölmiðlum. Við getum sagt að „Nætursöltuð Ijóð” séu ástaröður til unga fólksins sem þessi menning er sett til höfuðs.” isVl. d i) ^ Sjónvarp LAUGARDAGUR 27. marz 17.00 íþróttir. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 18.30 Viðureign við smyglara. Áströlsk kvikmynd. Þrjú börn á skemmtisiglingu finna böggul, sem skipverji á flutningsskipi hefur varpað í sjóinn. Þeir, sem böggullinn er ætlaður, sjá er krakkarnir hirða hann. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan Hlé 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Kjördæmin keppa. Nýr spurningaþáttur, sem verður á dagskrá sjö laugardagskvöld í röð. í fyrsta þætti keppa Reykjanes og Suðurland. í liði Reykjaness eru Pétur Gautur Kristjánsson, Keflavík, Sigurveig Guðmundsdóttir, Hafnarfirði og Sigurður Ragnarsson, Kópavogi, en lið Sunnlendinga skipa Jón Einarsson, Skógaskóla, Einar Eiríksson, Vestmannaeyjum, og Jóhannes Sigmundsson, Syðra-Langholti, Hrunamannahreppi. í hléi leikur hljómsv. Glitbrá frá Rangárvallasýslu lög eftir Gylfa Ægisson. Stjórnandi þáttarins er Jón Ásgeirsson, en dómari Ingibjörg Guðmundsdóttir. Spurningarnar samdi Helgi Skúli Kjartansson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.05 Læknir til sjós L. Brezkur gamanmyndaflokkur. Sjóveiki er ekki sjúkdómur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 22.00 Vatnið er þeirra land Fræðslumynd um fólk í Hong Kong, Makaó og Taílandi, sem býr í bátum í höfnum og síkjum. Þýðandi og þulur Ingi - Karl Jóhannesson. 22.25 Ast (Luv) Bandarísk gamanmynu frá árinu 1967. Aðalhlutverk Jack Lemmon, Peter Falk og Elaine May. Harry Berlin er að þvi kominn að drekkja sér, en gamlan skólafélaga ber að og fær hann ofan af fyrirætlun sinni. SUNNUDAGUR 28. marz 18.00 Stuii.ön okkar. Umsjónarmenn Sigríður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefáns- son. Stjórn upptöku Kristín Pálsdóttir. Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Asgrímur Jónsson Myndina gerði Ösvaldur Knudsen árið 1956. Þulur er dr. Kristján Eldjárn. 20.45 Gamait vín á nýjum belgjum Italskur mynda- flokkur um sögu skemmtanaiðnaðarins. 3. þáttur. 1930—1945 í þessum þætti koma fram m.a. Mina, Raffaella Carra, Nino Tar- anto og Nilla Pizzi. 21.30 Skuggahverfi Sænskt framhaldsleikrit í 5 þáttum. 3. þáttur. Efni 2. þáttar: Baróninn faldi feikn af víni, áður en hann dó. Baróns- frúin ætlar að selja Roblad vínið, og hann kemur frá Stokkhólmi, en nýi hallar- eigandinn kemur á sama tíma. Hann vill engan þátt eiga í flutningi vínsins. Þýðandi Óskar Ingimarsson. (Nordvision-Sænska sjón- varpið) 22.15 Nú er önnur tíð Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð flytur tónlist frá 20. öld. Söngstjóri Þorgerður Ingólfsdóttir. Stjórn upp- töku Andrés Indriðason. Frumflutt 2. ágúst 1975. 22.45 Að kvöldi dags Sigurður Bjarnason, prestur aðvent- safnaðarins, flytur hugvekju. 22.55 Dagskrárlok Útvarp 13.30 Iþróttir. Umsjón: Jón Ásgeirsson. 14.00 Tónskáldakynning Atla Heimis Sveinssonar. 15.00 Vikan framundan. 16.00 Fréttir 16.15 Veðurfregnir. Íslenzkt mál. Jón Aðalsteinn Jónsson 16.40 Popp á laugardegi 17.30 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Spunastofa Stefáns amtmanns Þórarinssonar. Lýður Björnsson sagnfræðingur flytur fyrra erindi sitt um nokkur atriði úr sögu síðari hluta 18. aldar. 20.00 Hljómplöturabb Þorsteins Hannessonar 20.45 Í tveimur bandarískum menningarmiðstöðvum. 21.45 Létt tónlist frá ný-sjálenzka útvarpinu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passíusálma (34). Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. SUNNUDAGUR 28. marz 11.00 Messa í Dómkirkjunni. Prestur: Séra Þórir Stéphensen. Organleikari: Ragnar Björnsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. 13.15 Þættir úr nýlendusögu. Upphaf siglinga Evrópu- manna til Afríku og Asíu: Portúgalir. Jón Þ. Þór cand. mag. flytur fyrsta hádegiser- indi sitt. 14.00 Fatlaðir í starfi. Þáttur um starfsaðsöðu fatlaðra, tekinn saman í tilefni al- þjóðadags þeirra í samvinnu við Sjálfsbjörg, landssam- band fatlaðra. Umsjónar- maður: Árni Gunnarsson. 14.45 Miðdegistónleikar: Frá tónlistarhátíðinni í Salzburg í haust. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur. Stjórnandi: Karl Böhn. Einleikari: Emil Gilels. a. Sinfónía í C-dúr (K338) og Menúett í C-dúr (K409) éftir Wolfgang Ama- deus Mozart. b. Píanókons- ert í a-moll og Sinfónía nr. 4 í d-moll eftir Robert Schu- mann. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Framhaldsleikritið: „Upp á kant við kerfið”. Olle Lánsberg bjó til flutnings eftir sögu Leifs Panduros. Þýðandi: Hólmfríður Gunn- arsdóttir. Leikstjóri: Gísli Alfreðsson. Persónur og leikendur í fimmta þætti: Davíð: Hjalti Rögnvaldsson, Effina: Guðrún Stephensen, Traubert: Helgi Skúlason, Schmidt: Ævar R. Kvaran, Marianna: Helga Stephen- sen. 17.00 Létt-klassísk tónlist. 17.40 Otvarpssaga barnanna: Spjall um Indíána. Bryndis Víglundsdóttir heldur áfram frásögn sinni (11). 18.00 Stundarkorn með fiðlu- leikaranum Nathan Milstein. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 „Hjónakornin Steini og Stína”, gamanleikþáttur eftir Svavar Gests. Persónur og leikendur í sjöunda þætti: Steini: Bessi Bjarna- son, Stína: Þóra Friðriks- dóttir, Maddy: Valgerður Dan. Einnig kejnur fram Jörundur Guðmundsson. Stjórnandi: Svavar Gests. 19.45 Þórarinn Guðmundsson tónskáld og fiðluleikari átt- ræður (27. marz). Þorsteinn Hannesson ræðir við Þórarin og leikin verða lög eftir hann. 20.25 Frá ráðstefnu um íþróttir og fjölmiðla. Umsjón: Jón Asgeirsson. 21.10 Pablo Casals leikur á selló tónlist eftir Granados, Saint-Saéns, Chopin og Wagner. 21.45 „Geggjaður ástaróður”, ljóð eftir Birgi Svan Simon- arson. Höfundur les. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson dans- kennari velur lögin 23.25 Fréttir. Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.