Dagblaðið - 27.04.1976, Blaðsíða 8
8
DAGBLAÐIÐ. ÞRItí.JUDAGUR 27. APRtL 1976
70 KVARTMÍLUMENN í HÓPAKSTRI:
Teikning af kapp-
akstursbrautinni við
Geithóls í athugun
„Nú sér hann Franklín rautt,”
varð einum kvartmílumanni að
orði er hann sá þessa mynd á
ritstjórn Dagblaðsins. Franklín
þessi er helzti hatursmaður Bif-
riðaeftirlitsins gegn breiðum
dekkjum undir bifreiðum.
DB-mynd Ragnar Th.
Kvartmíluklúbburinn efndi
til hópaksturs um Reykjavík,
Kópavog og Hafnarfjörð sl.
laugardag. Ferð þessi var farin
til að vekja athygli fólks á
klúbbnum og kvartmilu-
brautinni sem i ráði er að
byggja við Geitháls.
Að sögn Örvars Sigurðssonar,
formanns Kvartmíluklúbbsins,
tóku um sjötíu bílar þátt I
þessum hópakstri. Tölfróður
maður tjáði þó Dagblaðinu, að
þeir hefðu verið tæplega
hundrað svo að einhverjir
hafa ef til vill svindlað sér í
röðina.
Fyllsta samráð var haft við
lögregluna er hópferðin var
farin. Lögregluþjónar óku
meira að segja í fararbroddi og
stöðvuðu alla umferð til að
kvartmílumenn kæmust leiðar
sinnar. Að hópakstrinum
loknum var yfirmönnum
umferðardeildar lögreglunnar
boðið í kaffi á Hótel
Loftleiðum. Félagsmenn Kvart-
míluklúbbsins fara nú senn að
verða langeygir eftir því að
aðalbaráttumál þeirra —
kappakstursbrautin við Geit-
háls — komist í framkvæmd.
Teikningar af brautinni eru nú
í athugun hjá Skipulagsdeild
Reykjavíkurborgar. -AT-
Áherzla lögð á
íslenzkar aðstœður
tóri
„Eg hef nú slitið öllum
mínum skóm í Reykjavík og
hef hugsað mér að gera það
á meðan ég tóri.” sagði Mey-
vant Sigurðsson á Eiði,
heiðursfélagi Reykjavíkur-
félagsins. Hann komst allt í
einu í þá aðstöðu að vera
kominn í Seltjarnarnesbæ
við það að hreppamörkin
milli Reykjavíkur og
Seltjarnarness voru flutt til.
„Þetta á eftir að fara fyrir
Alþingi, áður en þessi
breyting á mörkunum öðlast
gildi,” sagði Meyvant. „Það
hefur hún ekki gert enn svo
á meðan er ég I Reykjavík.
Nú leita ég mér að
íbúðarhúsnæði og verð
fluttur þegar Alþingi sam-
þykkir breytinguna. -EVI.
Meyvant fyrlr utan hús si'tt'a
Eiði.
Yerð
Reyk-
víkingur
meðan
ég
Skipulagið ó Kjalornesi:
OTTUÐUST MANNFÆKKUN
— því var þéttbýlið skipulagt
Hugmyndir að þéttbýlis-
kjörnum eins og þeim sem nú
er fyrirhugaður uppi á Kjalar-
nesi eru ekki nýjar. Þær hafa
komið upp alltaf öðru hverju.
Ekki eingöngu í nágrenni
Reykjavíkur heldur einnig við
nokkra kaupstaði úti á landi.
Við ræddum við skipulags-
stjóra ríkisins í tilefni nýskipu-
lags íbúðarhúsasvæðisins á
Kjalarnesi og fengum hjá
honum hinarýmsu upplýsingar
varðandi skipulagið. Viða úti
um landið er til þéttbýli utan
kaupstaða og eru það yfirleitt
hálfgerð „vandræðasvæði”.
Þegar þéttbýlið er komið þarf
að gera samgöngurnar greiðari
milli þess og kaupstaðarins og
lendir það yfirleitt á kaup-
staðnum. Einnig mun í fæstum
tilvikum þar séð nægilega vel
fyrir þjónustu við íbúa, læknis-
þjónustu, atvinnu og skólum.
Hefur þetta allt yfirleitt verið
sótt til kaupstaðarins og meira
til.
Þörf Kjalnesinga fyrir skipu-
lag líkt og það sem nú hefir
verið gert var orðin allmikil
vegna fyrirsjáanlegrar fólks-
fækkunar í sveitinni. Hafa lög-
fræðingar úr Reykjavík keypt
þarna býli sem þeir leggja í
eyði, fólkið flyzt brott en eng-
inn nýr kemur í staðinn.
I nýja þéttbýlinu á Kjalar-
nesi mun verða séð fyrir flest-
um þörfum íbúanna, skólar eru
fyrir hendi og atvinnusvæði
eru skipulögð jafnhliða íbúðar-
húsasvæðum. En spurningin er
aftur á móti hvort einhver at-
vinnurekandi muni síðan not-
færa sér þessi svæði til að
byggja á yfir atvinnurekstur
sinn. Á það hefur enn ekki
reynt en aðstandendur skipu-
lagsins virðast þó engu að síður
vonast til að atvinnurekendur
muni sjá hag sinn í því að flytja
eða stofna til atvinnureksturs
uppi á Kjalarnesi.
B.H.
Stjórn Bloðamannafélags-
ins mótmœlir banni
loftskeytamanna
Stjórn Blaðamannafélags
Islands gerði eftirfarandi sam-
þykkt á fundi sínum hinn 26.
apríl:
Stjórn Blaðamannafélags
Islands mótmælir banni loft-
skeytamanna á fréttasendingar
islenzks blaðamanns frá
brezkri freigátu á íslands-
miðum enda styðjist bann þetta
við hæpnar forsendur.
Má á það benda að brezkir
fréttamenn hafa óhindrað, svo
sem sjálfsagt er, fengið að
senda fréttir sínar Irá islenz.k-
um varðskipum um íslenzkt
fjarskiptakerfi og til fjölmiðla
sinna ytra.
Einnig má benda á að umrætl
bann er sambærilegt við það
að stöðvaðar væru fréttasend-
ingar frá brezkum freigátum á
íslandsmiðum sem koma á fjar-
rita íslenzkra fjölmiðla.
Blaðamannafélag íslands
harmar að æðstu yfirvöld pósts-
og simamála hér á landi skuli
ekki geta tr.vggt hagsmuni
íslenzkra fréttastofnana í þess-
um efnum.
—BS
Vöruskiptajöfnuðurinn janúar til marz:
Óhagstœður um
tœpa 5 milljarða
Vöruskiptajöfnuðurinn í marz-
mánuði var óhagstæður um
2.169,6 milljónir króna. Er það
meira en helmingi lægri upphæð í
krónutölu en var í marz í fyrra en
þess ber að geta að meðalgengi
erlends gjalde.vris í marz 1976 er
talið vera 7,15% hærra en það var
í sama ntánuði í fyrra.
Vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu
3 mánuði þessa árs er óhagstæður
um 4.866,4 millj. kröna en á sama
tíma i f.vrra var hann öhagstæður
um 7.362 inilljónir kr. i janúar til
marz nú í ár var flutt inn f.vrir
15.979 milljónir en út fyrir
11.112,6 milljónir. Meginmis-
m'uninn á minni halla vöru-
skiptajafnaðar nú og í f.vrra er að
finna í mjög auknum útflutningi
f.vrstu þrjá mánuði þessa árs,
úiiðað við sama tíma í fyrra.
Á1 og álmelmi hefur í ár verið
flutt út fyrir 1.089,2 milljónir. Til
Landsvirkjunar hefur verið flutt
inn í ár fyrir 557,8 milljönir kr.
87.3 milljónir til Kröfluvirkjunar
og Alfélagið hefur flutt inn fyrir
1.030.6 millj. kr.
í nýrri íslenzkri
matreiðslubók
Góður málsverður verður ekki
til af sjálfu sér og því nauðsynlegt
að hafa einhverjar bækur til þess
að glugga í þegar á að undirbúa
hann. Einnig krefjast nútíma
lifnaðarhættir þess að sá sem
undirbýr, kaupir inn og matreiðií
kunni nokkur skil á hlutunum.
Einnig er gott að geta matréftf
einfaldar máltíðir með hjálp
uppskrifta óg leiðarvísa, án þess
að málið sé gert of flókið.
ísafoldarprentsmiðja hefur
sent frá sér nýja matreiðslubók er
heitir við matreiðum. Er hún eftir
húsmæðrakennarana Bryndísi
Steinþórsdóttur og Önnu Gísla-
dóttur. Bókin er um 300 bls. á
stærð og eru um 750 uppskriftir í
henni. Lögð er höfuðáherzla á
islenzkar aðstæður í vali hráefna
til matargerðarinnar. Útlit
bókarinnar er mjög smekklegt.
-A. Bj.