Dagblaðið - 27.04.1976, Page 10

Dagblaðið - 27.04.1976, Page 10
10 DACBLAtm). 1>H1Ð.IUDA(;UR 27. APKlL 1976 MMBIAÐW fijálst, úháð dagblað l'ltiH'amli: UíijíDKioio m. Framkvæimlast.ióri: Svoinn H. Kyjólfsson. Hitstjóri: Jónas Kristjánsson. Kióttastjói i: lón Hir«ir Pótursson. Ritstjórnarfulltrúi: Ha^kur Hel«ason. Aðstortarfrótta stjori Atli Stoinarsson. Iþróttir: Hallur Slmonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asjii innir Pálsson. Blartamonn: Anna Bjarnason. Asjjeir Tómasson. Bolli Hértinsson, Bragi Sigurösson, Erna V Ingolfsdottir. (íissur Sigurrtsson. Hallur Hallsson. Helgi Pótursson. Katrín Pálsdóttir.'ÓIafur Jónsson. Omar Valdimarsson. Ljósmyndir: Bjarnleitur tíjarnleifsson. Björgvin Pálsson. Hagnar Th. Sigurrtsson. (Ijaldkeri: Práinn horleifsson. Dreifingarstjóri: MárE.M. Halldórsson. Askriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakið. Hitst jórn Sirtumúla 12. sími 83,322. aunl.vsingar. áskriftir og afgreiösla Þverholti 2. sími 27022. Setning og umhrot: Dagblartirthf. og .Steindórsprent hf.. Ármúla 5. Mymla-og plötugerrt: Hilmir hl'.. Slrtumúla 12.Pre,-.tun: Arvakur hf.. Skeifunni 19. Þjófaverndarráð Skálavörður Ferðafélags íslands og Náttúruverndarráðs í Landmannalaugum kom í október upp urn stórfelldan veiðiþjófnað í Kirkjufellsvatni og Kílingavötn- unt og fékk lögreglu á staðinn til að standa mennina að verki. Voru þeir ma. á bíl frá Orkustofnun og neta úti. Játuðu mennirnir að hafa stundað þessa iðju í nokkur ár. Síðan hefur verið tekið með sérstökum silki- hönzkum á veiðiþjófunum. Orkustofnun hefur ekki séð þörf neinna aögerða, þótt starfsmenn hennar hafi notað tæki hennar til aðstoðar við þjófnað. Og skálavöróurinn hefur ekki enn verið kallaður til að gefa skýrslu, þótt komið sé fram á sumar. Málið sefur værum blundi í skúffum ríkissaksóknara. En það eru fleiri aöilar en Orkustofnun og ríkissaksóknari, sem líta mildum augum á þennan stórfellda veiðiþjófnað. Það er sam- starfsnefnd Feróafélags íslands og Náttúru- verndaráðs, sem sér um ráðningar skálavarða. Hún hefur nú hafnað því að endurráða skála- vörðinn, sem kom upp um þjófana. Ber hún fyrir sig smávægileg formsatriöi, en hefur látið skálavörðinn vita, aö hann hafi farið út fyrir verksvió sitt í veiðiþjófnaðarmálinu. Ferðafélag íslands getur svo sem hagaö sér eins og því þóknast, svo framarlega sem félags- mennirnir sætta sig við stuðning við veiðiþjófa. Slíkt kemur utanfélagsmönnum lítið við, en gefur þó til kynna, að ekki sé allt með felldu í félagsskapnum. Öllu alvarlegra er, að Árni Reynisson skuli mega breyta Náttúruverndarráói í eins konar þjófaverndarráö. Ráðiö er kostað af ríkinu til að vernda náttúru landsins en ekki til að ofsækja menn, sem eru aó reyna að friða það fyrir þjófum. Fjárveitingar til ráðsins hafa aukizt mjög verulega frá ári til árs. Þaö er greinilega orðið tímabært að staldra svolítió við og kanna fyrir gerð næstu fjárlaga ríkisins, hvort réttilega sé á þessu fé haldið og hvort stjórnendur ráðsins hafi nægan siðferóisstyrk til að gegna störfum sínum. Það er borgaraleg skylda hvers manns að koma vitneskju sinni um þjófnað á framfæri við lögregluna. Og þaó er borgaraleg skylda hvers vinnuveitenda að meta vel slíkt framtak starfsmanns. Ferðafélag íslands og Náttúru- verndarráó eru ekki undanþegin slíkum sið- ferðisskyldum. í þessu máli hefur skálkurinn verió heiðraður eins og svo oft áóur i þessu landi kunningsskapar og stjórnmálaflokka, sem haga sér eins og glæpaflokkar. Þetta alvarlega ástand veldur því, að dómsvaldið er í molum í landinu. Mestu skálkarnir ganga lausir vegna flokkstengsla, kunningjatengsla og viðskipta- tengsla. Veiðiþjófnaðurinn við Landmannalaugar og meðferð málsins síðan er aðeins lítill angi af útbreiddri siðspillingu, sem hef'ur jafnvel gert Náttúruverndan-áð að þjófaverndarráði. höfðu fjölda Bandarikin: „STÓRHERT EFTIRLIT MEÐ SK0TV0PNUM í BANDARÍKJUNUM MUN AÐEINS AFV0PNA LÖG- HLÝÐNA B0RGARA" — segja andstœðingar nýs frumvarps þessa efnis Svo viróist sem Bandarikja- þing sé þess nú albúið að sam- þykkja lög um hert eftirlit með skotvopnum í landinu í fyrsta sinn á undanförnum átta árum. Fyrsta skrefið var tekið af hinni valdamiklu lögfræði- nefnd fulltrúaþingsins, sem samþykkti bann við hinu svonefnda laugardagsgamni, ódýrum skammbyssum, sem mikið hafa verið notaðar við glæpi á götum úti. Lög þessi ná ekki yfir byssur, sem nú eru í eigu landsmanna, en loka glufu i lögunum frá 1968, sem banna innflutning á tilbúnum byssum af þessari gerð en heimiluðu innflutning á ósamsettum byssum og vara- hlutum. Samkvæmt lagafrumvarpinu, sem nú liggur fyrir þinginu, verða byssurnar nú dæmar eftir stærð, hlaupvídd og öryggisatriðum. Yfirleitt gerir lagafrumvarpið ráð fyrir því að banna allar byssur sem eru með styttra hlaup en 10 sentimetra. Gert er ráð fyrir 10 ára hámarksdómi fyrir fyrsta brot, og allt að 25 ára fangelsi fyrir annað brot. Þá er einnig gert ráð fyrir 14 daga biðtíma áður en hægt er að afhenda byssurnar, til þess að hægt sé að ganga úr skugga um það við viðkomandi yfir- völd, hvort kaupandinn sé á sakarskrá. Löggjöfin er mismunandi frá ríki til ríkis, í sumum er ekkert eftirlit, en mjög strangt i öðrum. í flestum tilfellum geta bæði ríkis- og landslög verið í gildi í sama fylkinu, en þá verða fylkislögin að vera eins ströng og landslög. Til dæmis má nefna, að sam- kvæmt fylkislögum á að skrá öll skotvopn í New York fylki, enda þótt landslög geri ráð fyrir, að aðeins hluti þeirra sé skráður. Hin nýju lög njóta stuðnings Ford forseta, sem er fyrsti háttsetti ráðamaðurinn í Bandaríkjunum i seinni tíð, sem fylgjandi er hertu eftirliti með skotvopnum. Forsetinn, sem að sjálfsögðu hefur kosningarnar í huga og það rót á hugi manna sem umræður um þessi mál hafa valdið, hefur enn ekki lýst stuðningi sínum opinberlega. Einn repúblikana í fulltrúa- deildinni, Robert MeGlory frá Illinois, hefur sagt lögfræði- nefndinni að forsetinn styðji lagafrumvarpið. Þar til nefndin tók þessa af- stöðu, sem er andstæða fyrri ..svæfingartilrauna" i malinu, hefur þingið þrásinnis skotið sér undan því að taka afstöðu í þessu stjörnmálalega og við- kvæma máli. Þingið hefur aðeins nokkrum sinnum tæpt á hertu eftirliti með skotvopnum, en þa ekki fyrr en eftir stóratburði eins og morð á stjórnmálaleiðtogum. Lögin frá 1968 voru samþykkt eftir morðið á þing- manninum Robert Kennedy og leiðtoga blökkumanna, Martin Luther King. Skelfing almennings eftir morðin á Kennedy-bræðrunum og á King urðu til þess. að þingið yfirvann mólstöðu við slíkt eftirlit. en hel/.tu andslieðingarnir eru stuðnings- menn hins volduga og sterk- efnaða landssambands eigenda veiðivopna, sem í eru milljónir félaga. Meira en 100 lagafrumvörp um hert eftirlit með skot- vopnum hafa verið lögð fram síðan þá af þingmönnum, sem álitu lögin frá 1968 ekki ganga nógu langt i að hindra fólk f að kaupa þau skotvopn sem á markaðinum eru. En stuðnings- mönnum veiðifélagsins, hefur tekizt að skjóta þau öll niður. En nú í ár hefur þingið verið mjög áfram um að sam- þykkja einhvers konar lög um aukið eftirlit með vopnasölu og skotvopnum yfirleitt. Segja kunnugir að með tilliti til þessarar þróunar sé mikill möguleiki á að þingið muni samþykkja lög sem banna muni sölu og framleiðslu á ódýrum handskotvopnum. Það sem helzt veldur þessari þróun er eftirfarandi: — Stöðug aukning á glæpum, ekki aðeins í stórborgum, heldur einnig i dreifbýli, úthverfum og litlum þorpum víðs vegar um landið. Segja opinberar tölur, að á árunum 1964 til 1974 hafi 104.863 manns verið myrtir, og þar af hafi 77% verið drepnir með ódýrum handvopnum. — Almennar skoðanakannanir sýna, að æ fleiri Bandaríkja- menn eru nú fylgjandi hertu eftirliti með skotvopnum. Formaður lögfræðinefndar þingsins, demókratinn Peter Rodino, lýsti skoðun nefndar- manna og almennings, er hann sagði nýlega: „Ameríska þjóðin hefur krafizt aukins eftirlits með skotvopnum og það er tími til kominn, að þingið geri eitt- hvað.” McClory lýsti yfir stuðningi við þetta sjónarmið, enda þótt hann sé frá íhaldssömu fylki og þar með úr röðum þeirra þing- manna, sem erfiðast eiga með að snúa sér í þessu máli. ,,Lögin koma að fullu til móts við þá skoðun þjóðarinnar að „laugardagsgamanið” hverfi af götunum,” sagði hann. Annar þáttur í fylgis- aukningu þeirra er berjast vilja gegn skotvopnum er sá, að þingmenn verða sífellt yngri og frjálslyndari og vilja að eitthvað verði að gert, hvaða stjórnmálalegar afleiðingar sem það kann að hafa í för með sér. Þá er aðeins eftir að sjá hversu stuðningur þeirra verður mikill, en umræður um lagafrumvarp nefndarinnar hef jast síðar i þessum mánuði. Þrátt fyrir ntjög eindreginn stuðning manna við frumvarpið eins og það er nú vilja menn engu spá um örlög þess, er það kemur til atkvæðagreiðslu. Eins var búizt við því, að lög- fræðinefnd öldungadeildar þingsins rnundi leggja frarn svipað lagafrumvarp. þegar deildin kom saman að nýju eftir páskafrí i gær. Leiðtogar í deildinni eru þó sagðir vera þvi andvigir. að öldungadeildin taki málið til umræðu fyrr en fulltrúa - deildin hefur fjallað um það. Þá hafa kunnugir bent á. að ekki sé rétt að gera litið úr áhrifum landssamtaka eigenda veiðivopna, sem hafa sem megin röksemdafa’rslu að lögin stríði gegn rétti veiði- manna, safnara og þeirra, sem þurfa eða finnst þeir þurfa vopn lífi sínu til verndar. Þeir segja ennfremur að hindranir þær, sem leggja á á skotvopn, verði aldrei að veruleika og að lögin muni að- eins afvopna löghlýðna borgara á meðan glæpamenn geti eftir sem áður orðið sér úti um skot- vopn á ólöglegan hátt. Það voru morðin á Kennedy- bræðrunum og á Martin Luther King sem hleyptu af stað um- ræðunni um að herða bæri eftirlit með skotvopnum i Bandaríkjunum. Hins vegar hefur lítið verið gert i þá áttina frá árinu 1968 þar til nú. er mjög strangt lagafrumvarp þessa efnis hefur verið samið og mun verða tekið til umræðu innan skamnis.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.