Dagblaðið - 03.06.1976, Side 1

Dagblaðið - 03.06.1976, Side 1
2. ARG. — FIMMTUDAGUR — 3. JÚNI 1976 121. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, SÍMI 83322, AUGLVSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022 Afleiðingar samning- Brezka „fish and chips ## hefðin úr sögunni? Bretar óttast, að þeir verði að hætta að borða steiktan fisk og franskar kartöflur, „Fish and chips“, þegar þeir koma úr bíói leikhúsi eða af bar. Þessi aldar- gamla „hefð“ Bretanna er í mikilli hættu eftir samningana í þorskastríðinu, segir i fréttum frá London í morgun. Fyrst gerði bandaríski ham- borgarinn „innrás”, og ungum Bretum fannst mörgum hverjum ódýrara að borða ham- borgara. Síðan kom skortur og verðhækkun á kartöflum. En samningarnir í þorskastríðinu kunna að reka endahnútinn á, vegna þess að mikil verðhækk- un á fiski er í uppsiglingu í Bretlandi. Fiskurinn í „fish and chips“ hefur yfirleitt verið veiddur á tslandsmiðum. þorski, sem kynni að mega nota i stað þorsks 1 „fish and chips”. Ríkisstjórn Verkamanna- flokksins er sögð vera að leita að öðrum fisktegundum en En „maðurinn á götunni” tekur þeim hugmyndum fálega, að sögn Reuter-fréttastofunnar. — HH „Sigurinn er að ganga okkur úr greipum,“ sögðu ræðumenn á Lækjartorgi um landhelgissamningana. Þrfú þúsund ú útif undinum Um þrjú þúsund manns voru á útifundi Samstarfs- nefndarinnar til verndar landhelginni á Lækjartorgi í gær. Þetta var meðaltalið af mati lögregluþjóna á staðnum, sem Dagblaðið ræddi við, á f jölda fundarmanna. „Sigurinn, sém var innan seilingar, er að ganga okkur úr greipum." „Bretum hefur heppnazt að þreyta and- stæðing sinn, þar til hann gefst upp. „Nauðungarsamningar." Þetta eru nokkur dæmi úr ræðum manna á fundinum. Fundurinn samþykkti að krefjast þess, að Alþingi yrði þegar kvatt saman, samkomu- lagið frá Osló fellt, samningurinn við Vestur- Þjó^verja látinn falla úr gildi og baráttunni haldið áfram. Ræðumenn voru Sigurður Guðjónsson skipstjóri, Ingólfur Ingólfsson form. Vél- stjórafélagsins og Guðmundur J. Guðmundsson fcrm. Verka- mannasambandsins. Björn Jónsson, forseti Alþýðusam- bandsins, var fundarstjóri og mælti nokkur orð. -HHS. MEIRIHLUTI FOLKS AND- VÍGUR SAMNINGIVIÐ BRETA — í kðnnun, sem gerð var um síðustu helgi „Ég hef oft beðið fyrir gæzlumönnum okkar. Ég vil líka biðja fyrir þeim brezku og hef talað um það við manninn minn, en hann vill ekki biðja fyrir þeim brezku.“ Þessa athugasemd Iét kona á Akureyri fylgja svari sínu í 1. skoðanakönnun Dagblaðsins, um afstöðu almennings til samnings til bráðabirgða við Breta. Meirihluti fólks reyndist andvígt bráðabirgðasamningi. 55 af hverjum 100 voru á móti samningi en 37 af 100 með. Átta af hverjum hundraði voru óákveðnir. Það voru einkum konur sem voru á móti samningum, en meirihluti karla reyndist líka andvígur samningi til bráðabirgða. Andstæðingar samnings töldu meðal annars að við værum búin að sigra í þorskastríðinu, svo að ekki þyrfti að semja. Við hefðum engan fisk til að semja um öðrum til handa. Við þyrftum aðeins að bíða úrslita hafréttar- ráðstefnunnar. Einnig sögðu margir, að Bretar.hefðu komið svo illa fram, að þeir ættu enga samninga skilið. þorskastríðinu yrði haldið áfram. Skoðanakönnunin var gerð síðustu helgi. Þá höfðu fjölmiðlar sagt frá „samnings- hugmyndunum” fyrir Osló- fnndina Eins og kunnugt er, litu samningarnir betur út, þegar staðið var upp í Osló. Stuðningsmenn bráðabirgða- samnings nefndu einkum hættuna á manntjóni, ef Þetta verður að hafa í huga við mat á niðurstöðum skoðana- könnunarinnar. -HH. Sjá bls. 14. ## Mér líður verr sem íslendingi" eftir samkomulagið við Breta — segir eiginkona varðskipsmanns — sjú bls. 4

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.