Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 6
Itölsk prínsessa dœmd
fyrír að nauðga tveim
þrettán ára drengjum
ítölsk prinsessa frá Napólí
hefur verið dæmd í tveggja ára
fangelsi fyrir að nauðga tveim
13 ára drengjum og fyrir
mútugreiðslur.
Mál þetta hefur valdið
miklum harmi og heykslun í
kaþólska hluta Italíu, þar sem
prinsessan, Uaira Rosario Cara-
cciola, er úr einni fínustu fjöl-
skyidunni. Prinsessan var
dæmd í hegningu þessa að
henni fjarverandi, en að sögn
lögreglunnar er hún sjálf
horfin sporlaust.
Drengina hitti hún í október
1973, nálægt Napólí, þar sem
þeir báðu um far. Hún ók þeim
á hótel eitt, þar sem hún bjó.
Samkvæmt frásögn
drengjanna tveggja neyddi hún
þá til samræðis við sig og síðan
hafði hún f hótunum við þá um
að segja engum frá þessu.
Strákarnir gátu hins vegar
ekki þagað yfir lífsreynslu
þessari og gortuðu af henni við
skólafélagana. Þaðan barst
málið til eyrna kennara, sem
ásamt foreldrum drengjanna
komu frásögninni til lög-
reglunnar.
Scotland Yard leitar
dansks „olíufursta"
Skotland Yard leitar nú með
logandi ljósi að hálffimmtugum
dönskum „olíufursta”, sem er
höfuðpaurinn í dönsku stórsvindl-
arafélagi, sem verið er að rann-
saka í Kaupmannahöfn.
„Félagið” er talið hafa haft allt
að 3,5 milljónum danskra króna
(100 millj. fsl.) út úr fjármála-
mönnum f Skandinavíu, Englandi
og Þýzkalandi með sölu á hluta-
bréfum í olíufélögum, sem aldrei
hafa verið til.
Nokkrir menn hafa setið í
gæzluvarðhaldi í Danmörku að
undanförnu vegna þessa máls.
Þeir höfðu kunnuglegan hátt á
viðskiptunum: Sögðu fólki að þeir
væru frá hinu og þessu banda-
rísku olíufélagi og seldu sfðan
hlut með loforöum um mikinn
og skjótan hagnaö.
Þannig lagði til dæmis danskur
radfóvirki, sem nýlega var
kominn heim eftir tveggja ára
veru á Grænlandi með hýru upp á
6 milljónir fsl. kr. í hlutabréf í
félögunum International Oil
Investment Inc. og Investment
Consultant Co. Hvorugt þeirra
félaga er til.
Einhverjir mannanna munu
hafa játað aðild að málinu, en
höfuðpaursins er enn leitað.
Junblatt og Gemayel
hittust í fyrsta sinn
— síðan borgarastyrjöldin hófst. ísraelsmenn
fagna skœruliðadrápum Sýrlendinga
Leiðtogar hinna stríðandi
afla f Líbanon hittust í gær f
fyrsta skipti siðan borgara-
styrjöldin i landinu hófst fyrir
tæpu ári. Meðan á fundi þeirra
stóð bárust fréttir um að
sýrlenzki innrásarherinn væri
á leið niður að ströndum
Miðjarðarhafs austur af Beirút.
Fundurinn var haldinn í
vesturhluta höfuðborgarinnar,
sem er undir stjórn vinstri-
manna. Hann sátu Kamal
Junblatt, leiðtogi vinstrimanna,
og Bashair Gemayel, leiðtogi
herafla hægri sinnuðu
falangistanna.
Efst í fjallaskarði á þjóð-
veginum á milli Damaskus og
Beirút, þar sem Lfbanon
skiptist i tvennt, beindu skæru-
liðar og hermenn úr líbanska
Arabahernum (er styður
vinstri menn) byssum sínum f
austur — að sýrlenzku her-
sveitunum, sem komu inn yfir
landamærin í fyrradag.
I ísrael sögðu leiðtogar í gær,
að ástandið í Líbanon gæfi enn
ekki tilefni til að senda
ísraelskar hersveitir yfir landa-
mærin, en vel væri fylgzt með
þróun mála.
Yitzhak Rabin forsætis-
ráðherra sagði á fundi með
stúdentum í Haifa, að
sýrlenzkir hermenn f Lfbanon
væru byrjaðir að drepa
skæruliða palenstínsku frelsis-
fylkingarinnar PLO.
„Það er engin ástæða fyrir
okkur til að trufla sýrlenzka
herinn á meðan hann er að
drepa hryðjuverkamenn,"
sagði Rabin. Hann sagði einnig,
að samkvæmt þeim fréttum,
sem hefðu borizt, væri ljóst að
sýrlenzkar hersveitir í Trípólí
hefðu þegar drepið fleiri
skæuliða en hefðu fallið í ísrael
undanfarin tvö og liálft ár.
Loch Ness-skrímslið:
ÞÁ BYRJAR BALLIÐ
Líbanon:
Einmanaleikinn i þessari mynd lýsir hvað bezt ástandinu i höfuð-
borg Líbanon, Beirút, eftir að bardögum þar hefur verið hætt.
Sýrlendingar hafa nú tekið að sér „friðargæzlu”.
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNt 1976.
Ástalíf á Bandaríkjaþingi:
Hart lagt að
Hays að
segja af sér
— á Elizabet Ray svefnherbergis-
hljóðritanir með fimmtán
öðrum þingmönnum?
Umfangsmesti og bezt
búni leiðangurinn, sem freista á
þess að finna og rannsaka tilvist
skrímslisins i Loch Ness vatninu í
Skotlandi, hefst nú um helgina og
nú verður Nessie, en það hefur
skrimslið verið nefnt, enn einu
sirini að eyöa heilu sumii i dð
gæta sin á ljóskösturum
leiðangursmanna.
Foringi leiðangursins er Robert
Rines en allan straum af ferðinni
standa tímaritiö Academy of
Applied Science, og New York
Times, en þar vorur birtar
myndir sl. sumar, þar sem á voru
útlínur einhvers er nefnt var
neðansjávarskrímsli. Þeir sem
efuðust sögðu þetta helzt likjast
trjádrumbi.
Ljósmyndavélum og ljósaút-
búnaði mun verða komið fyrir á
40 feta dýpi í vatninu, þar sem
skrfmslið er sagt lifa góðu lífi á
Idx úfc siiuagi. Sjúnvdipsvei muu
sjá til þess, að hægt verður að
fylgjast með öllum hreyfingum í
vatninu allan sólarhringinn og
mun þeim verða endurvarpað á
sjónvarpsskerma í nærliggjandi
sveitakofum.
Ef eitthvað birtíst óvenjulegt á
skerminum, mun tveimur
Ijósmyndavélum verða sökkt í
djúpið til þess að hægt verði að ná
myndum af skrímslinu í tveim
víddum.
Leiðangursmenn munu síðan
greina frá árangri sínum eða mis-
tökum í The New York Times.
Menn hafa árum saman velt því
fyrir sér, hvort Nessie sé í raun-
inni til og þá hvernig hún muni
iíta út. Ifugmyndir vísindamanna
hafa verið rnargar og hér er ein
þeirra.
Mjög hart er lagt að bandaríska
þingmanninum Wayne Hays að
segja af sér tveimur ábyrgðarstöð-
um til bráðabirgða, eða á meðan
siðareglunefnd þingsins kannar
hvað hæft sé í ásökunum um að
hann hafi haldið íallegri,. ljós-
hærðri stúlku á launaskrá ríkisins
og þegið afnot af líkama hennar í
staðinn.
Hays, sem er hálfsjötugur,
hefur neitað þessum ásökunum.
Hann mun síðar i dag gefa út
yfirlýsingu um málið — og er allt
útlit fyrir að hann muni segja af
sér að minnsta kosti annarri þing-
nefndarformannsstöðunni.
Blaðið Chicago Tribune segir í
dag að það hafi komizt að því, að
konan, Elizabeth Ray, hafi skýrt
frá því við yfirheyrslur að l hún
hafi tekið upþ á segulband svefn-
herbergissamtöl við þrettán full-
trúadeildarþingmenn og tvo
öldungadeildarþingmenn.
En lögfræðingur hennar,
Seymour Feig, segir skjólstæðing
sinn neita frétt blaðsins algjör-
lega. Enginn þingmannanna er
nafngreindur en aftur á móti er
þess getið, að Elizabeth hafi
einnig verið í vinfengi við David
Hume Kennerly’, ljósmyndara
Hvíta hússins. Ha.ft er eftir
Kennerly, að hann sé líklega „eini
ógifti maðurinn, sem hún fór út
með.“
Hays, sem hefur setið á þingi í
Þessi ljóska kann að verða Hays
þingmanni að falli: Elizabeth
Ray.
28 ár, hafði i hyggju að vera enn
eitt kjörtímabil þar áður en hann
gæfi kost á sér í embætti ríkis-
stjóra í Ohio.