Dagblaðið - 03.06.1976, Side 14

Dagblaðið - 03.06.1976, Side 14
14 c DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNl 1976. . skoðanakönnun Dagblaðsins: Finnst þér, að semja eigi til bráðabirgða við Breta um landhelgina eða semja alls ekki? } Margir telja þorskastríðið hafa verið unnið og samninga þvi tilefnisiausa. Vi „Það er óskaplegt til þess að hugsa að mannslíf skuli vera í hœttu. Ég hef oft beðið fyrir gœzlu- mönnunum okkar. Ég vil líka biðja fyrir þeim brezku og hef talað við manninn minn um það en hann vill ekki biðja fyrir þeim brezku. En þeir eru nú bara menn eins og við. Þeim er ýtt út í þetta þótt þeir kannski vilji það alls ekki.”(Kona á Akureyri). „Það kemur ekki til greina að semja við Breta meðan ástandið er svo slœmt að rœtt er um að leggja öðrum hverjum bát í stœrstu verstöð landsins, Vestmannaeyjum.” (Karl í Vestmannaeyjum ). „Betra er að semja við Breta til bráðabirgða áður en þeir sökkva skipunum okkar.” (Kona i sveit). „Við höfum um ekkert að semja.” (Karl á Reykjavíkursvœði). „Semja ef Bretarnir samþykkja að þetta séu síðustu samningarnir sem gerðir verða um landhelgina.” (Karl á Reykjavíkursvœðinu ). „Ég þori ekki að vera á móti samningum af ótta við að mannslíf kunni að glatast í harðnandi deilu, en þó er ég óákveðin um hvort semja eigi.” (KONA Á REYKJAVÍKURSVÆÐINU ). „Semja ef þeir viður- kenna landhelgina.” (Kona í sveit). „Já, en aðeins í 2-3 mánuði.” (Karl Neskaupstað). „Það er svo stutt í úrslit hafréttarráðstefn- unnar að það á alls ekki að semja.” (Kona á Akranesi). Þetta eru nokkur dæmi um svör fólks við skoðanakönnun Dagblaðsins um afstöðu til bráðabirgðasamninga við Breta. Spurt var: „Finnst þér að semja eigi til bráðabirgða við Breta um landhelgina eða semja alls ekki?” Þetta var símakönnun. Hringt var í alls 300 manns eftir staðsetningu í símaskrá og var talað við 150 karla og 150 konur. Af þessum 300 voru 150 á Stór-Reykjavíkursvæðinu og 150 úti á landi. Með þessu er farið nærri um skiptingu lands- manna eftir kyni og búsetu. Könnunin er fullkomlega hlut- laus, þar sem númer eru ein- ungis valin eftir staðsetningu i símaskránni. Að öllu saman- lögðu fer ekki á milli mála að skoðanakönnun sem þessi gefur, svo að ekki á að skakka nema fáeinum prósentum, all- góða mynd af skoðunum al- mennings. Konur harðari í andstöðu við samninga Könnunin var gerð um síðustu helgi eftir að fram hafði komið í fjölmiðlum hvernig samnings,,hugmyndirnar” fyrir Oslófundina litu út og hefur sín áhrif á afstöðu fólks til samnings til bráðabirgða. Leggja ber áherzlu á að spurt er hvort semja ætti til bráðabirgða. Úrslitin urðu að meirihluti sagðist andvígur samningum til bráðabirgða. 55 af hverjum 100 sögðu nei, 37 af 100 já og 8 af 100 voru óákveðin. Konur voru mun harðari í andstöðunni. 60 af hverjum 100 konum sögðu nei en tæplega 29 prósent já. Hjá körlum munaði litlu, 50 af hverjum 100 sögðu nei en rúm 45 prósent sögðu já. Lítill munur reyndist vera á skoðunum fólks á Reykjavíkur- svæðinu og úti á landi í þessum efnum. Þó var andstaðan við samninga nokkru meiri meðal kvenna á Reykjavíkursvæðinu. xM-I | * _ | •• _ • Niðurstoður skoðanakonnunarinnar urðu þessar: Með samningum 111 eða 37% Móti samningum 165 eða 55% Óákveðin 24 eða 8% Ef aðeins eru teknir þeir sem afstöðu táku verða niðurstöðurnar þessar: Með samningum 40,2% Móti samningum 59,8% Verulegur ótti við manntjón Þeir sem fylgdu samningum til bráðabirgða,- lögðu, miðað við þær athugasemdir sem fólk lét fylgja svörunum, mest upp úr hættunni á manntjóni í 'þorskastríðinu. Andstæðingar samnings nefndu ýmis atriði. Þeir sögðu, sumir hverjir að stríðið væri hvort sem væri unnið. Aðrir sögðu að við ættum að biða niðurstöðu hafréttarráð- stefnunnar; sem væri að vænta eftir nokkra mánuði og yrði okkur í hag. Þess vegna væri tilefnislaust að semja. Margir tóku fram að Bretar ættu ekkert gott skilið eftir allan yfirganginn. Stuðningsmenn bráðabirgða- samnings tóku sumir fram, að við gætum ekki sigrað Breta í stríði. Mikill hluti stuðningsmanna samninga, sem á annað borð létu athugasemdir fylgja svörunum, tóku fram að það yrði þá að vera öruggt að ein- ungis yrði samið til bráða- birgða. Margir tóku fram að þeir yrðu þá að viðurkenna 200 milurnar og aðrir að banna ætti þeim veiðar eftir að stuttur samningstími væri liðinn. Margt stuðningsfólk stjórnarinnar andvígt samningum Dagblaðið kannaði jafnframt afstöðu almennings til ríkis- stjórnarinnar og nokkurra fleiri mála sem efst eru á baugi. Niðurstöður þeirra kannana verða birtar á næstunni. I ljós kom að talsvert stór hluti af stuðningsfólki ríkisstjórn- arinnar var andvígur samningum til bráðabjrgða. Þó voru þeir fleiri, af þeim sem studdu ríkisstjórnina, sem vildu semja við Breta. Hins vegar reyndust einnig nokkuð margir af andstæðingum ríkis- stjórnarinnar vera fylgjandi samningum til bráðabirgða. Þar var þó yfirgnæfandi meiri- hluti andvígur bráðabirgða- samningum. -HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.