Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 4
4
DAGBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 3. JUNÍ 1976.
Nýkomnir
Kvensandalar verð fró
kr. 2900.-
Póstsendum
Skóbúðin, Snorrabraut 38,
$ími 14190
UTBOÐ
Kröflunefnd óskar eftir tilboðum í
smíði og uppsetningu á rafdrifinni
rennihurð úr stáli og áli fyrir
stöðvarhús Kröfluvirkjunar.
Útboðsgögn verða afhent á verk-
fræðistofu vorri í Reykjavík og Akur-
eyri.
Tilboð verða opnuð á sama stað 22.
júní 1976.
mjynpr verkfræðistofa sigurðar thoroddsen sf
TMUMMM ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499
Vegna fjarvegu eiganda eru til leigu 3 stangir í góðiti á í
20 daga. Bezti timinn. Nýtt veiðihús með ' öllum
þægindum. EINKAAÐSTAÐA.
Einnig ótakmörkuð silungsveiði í vatni. Leigist einum
aðila sem tekur ailt tímabilið. Verð kr. 650 þús. staðgr.
Tilboð sendist til afgr. Dagblaðsins, Þverholti 2 fyrir ki.
22 4. júní.
Gagnf rœðaskólinn við
Lindargötu,
nemendur f œddir 1946
Væri ekki gaman að hittast á ný.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku svo
að hægt verði að ákveða stað og stund
í síma 10627 og 71298 eftir kl. 6.
Söltuð grósleppuhrogn
Kaupum söltuð grásleppuhrogn hæsta
verði.
Kynnið yður okkar skilmála áður en
þér seljið annars staðar.
Höfum 30 ára reynslu í sölu grá-
sleppuhrogna.
Hafið samband við Sverri Þóroddsson
eða Friðrik Björnsson.
Þóroddur E. Jónsson
Tryggvagötu 10 — Box 611 — Sími 11747.
Eiginkonur varðskipsmonna teknar tali:
„LÍÐANIN ER ÓNEITANLEGA
BETRI EFTIR SAMNINGANA"
— „Sem íslendingi eru mér þessir samningar ekki að skapi"
Nú þegar samningar hafa
náðst í landhelgisdeilu
íslendinga og Breta leitaði DB
álits nokkurra kvenna, sem eru
í félagsskap, sem nefnir sig ÝR.
Það eru aðstandendur skip-
verja á varðskipunum, sem
mynda þessi samtök.
Elín Skeggjadóttir
Mér finnst þetta mjög gott,
sem aðstandanda varðskips-
manns, en sem íslendingi eru
mér þessir samningar ekki að
skapi. Ég er nokkuð viss um að
deilan hefði leystst eftir nokkra
mánuði, án þess að til samninga
þyrfti að koma. Mér hefur
einnig fundizt á mönnum sem
ég hef rætt vjð að það væri ekki
samningsandi í þeim.
Deilan breytir litlu hvað
snertir inniveru mannanna, en
álagið er hvergi sambærilegt.
Edda Þorvaldsdóttir
Auðvitað létti mér mikið
þegar fréttist að samið hefði
verið, þetta hefur verið erfiður
timi fyrir áhafnirnar. Þeir hafa
verið lengur úti i senn en
venja var fyrir þessa deilu, allt
upp í þrjár vikur.
Það er ekki þar með sagt að
ég sé ánægð með samningana. 1
fyrsta lagi finnst mér alveg
bráðnauðsynlegt að Alþingi sé
kallað saman. Það er ekki hægt
að ganga framhjá þeirri
stofnun í svona mikilvægu
máli. í öðru lagi er það mjög
óljóst, hvað tekur við að
samningstímanum loknum.
Ólöf Benónýsdóttir
Ég á nú bæði eiginmann og
son á Gæzluskipunum, svo mér
líður óneitanlega miklu betur
eftir fréttina um samningana.
Ég hef ekki kynnt mér
samningana nægilega vel
ennþá, en mér sýnist að við
getum unað vel við þá. Þjóðar-
hagur okkar íslendinga leyfir
ekki deilu sem þessa. Skipin
hafa verið skemmd fyrir
margar milljónir og það er ekki
hlaupið að því að endurnýja
þau.
Mennirnir hafa verið undir
miklu álagi, þó þeir vilji ef til
vill ekki viðurkenna það. Við
skulum bara vona að það eigi
ekki eftir að koma fram síðar.
-KP
Flug Vængja út á land er nú komið i sínar fyrri skorður. Hér er ein flugvél að leggja af stað til
Vestfjarða. DB-mynd: Björgvin Pálsson.
„EKKERT DULARFULLT VIÐ
LAUSN VÆNGJADEILUNNAR"
— segir Viðar Hjálmtýsson f lugstjóri
„Það gerðist svo sem ekkert
dularfullt, þegar Vængjadeilan
leystist, — eignaraðildin í
hlutafélaginu breyttist aðeins,“
sagði Viðar Hjálmtýsson flug-
maður í samtali við DB fyrir
skömmu. „Nokkrir stærstu
hluthafarnir, svo sem Bárður
Daníelsson, Úlfar Þórðarson,
Hreinn Hauksson og fleiri
seldu stóran hluta af bréfum
sínum.“
Það var Guðjón Styrkársson
lögfræðingur, sem hafði
aðallega milligöngu með það að
deilan leystist. Hlutabréfin,
sem færðust til, dreifast á
nokkra aðila, svo sem Ferða-
miðstöðina, flugmenn Vængja
og Guðjón sjálfan. Þeg’ar að
þessum breytingum loknum
var samið um kjör
flugmannanna. Að sögn Viðars
var gengið að flestum
meginkröfum þeirra, þar á
meðal því, að þeir verði áfram í
stéttarfélagi sínu, Félagi
íslenzkra atvinnuflugmanna.
„Þetta skeði ákaflega snöggt,“
sagði Viðar, „á föstudagskvöldi
og laugardagsmorgni. Við
vorum farnir að fljúga eftir
hádegi sl. laugardag. Við
höfðum óljósan grun um að
eitthvað væri að gerast á
föstudaginn, en síðan var
hringt í okkur á laugardag og
okkur sagt að málið væri leyst.“
Breytingarnar hafa það í för
með sér að Hafþór Helgason
lætur af starfi framkvæmda-
stjóra fyrirtækisins. Enn hefur
ekki verið ráðið í stöðu hans, en
væntanlega gerist það fljótt
eftir að aðalfundur hluta-
félagsins hefur verið haldinn.
Aformað er að hann verði
einhvern tima í kringum hvíta-
sunnuna.
-At-
Slœmtástand íbókasaf nsmálum skóla hér
Danskur námskeiðsstjóri í
skólasafnsfræðum, Kurt Hartvig
Petersen frá Kennaraháskólanum
í Kaupmannahöfn, verður aðal-
fyrirlesari á ráðstefnu um skóla-
bókasöfn sem Félag skólabóka-
varða og Samband ísl. barna-
kennarara gangast fyrir laugar-
daginn 12. júní nk.
Undanfarin ár hefur verið lögð
vaxandi áherzla á
kennslufræðilega þýðingu skóla-
safna meðal þeirra þjóða, sem
lengst eru komnar í skólamálum.
Ástand í bókasafnsmálum skóla
hér á landi hefur verið frekar
slæmt utan Reykjavíkur-
svæðisins. 1 lögum um grunnskóla
frá árinu 1974 er í fyrsta sinn hér
á landi kveðið á um að við hvern
skóla eigi að vera safn bóka og
annarra kennslugagna. Þar segir
að hlutverk safnanna sé að vera
eitt af megin hjálpartækjum í
skólastarfinu.
-JB.
Það gerist alltaf eitthvað
í þessari Viku:
16 síðum stœrra blað en venjulega —Bílar 76 — Hagnýtar upplýsingar um
skrölti og fleiri göllum, svo og rekstri nokkurra bílategunda. — Vikan fylgist með
Benny Goodman o. m. fl.
*