Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 3
■
DAGRLAÐH) — FIMMTUDAGUR 3. JUNl 1976.
3
ÍV
Hvers konar vinnubrögð
eru þetta eiginlega?
Einar Gíslason hringdi:
Þaö hafa gengið margar
sögusagnir um borgina um hið
svonefnda Geirfinnsmál. En
furðulegast við þessar sögur er
að það leynist alltaf sannleiks-
korn í þeim. Eg nefni engin
dæmi, það er óþarfi. Það er ef
til vill mjög eðlilegt að sögur
komist á kreik vegna þeirra
vinnubragða sem viðhöfð eru.
Þar er svo mikil leynd yfir öllu
að það er með eindæmum.
Þegar yfirlýsingar eru svo
loksins gefnar um málið þá
gera þær ekkert annað en rugla
fólk enn meir.
Ég get nú ekki orða bundizt
vegna einnar sögunnar. Hún er
þannig að fangarnir hafi ekki
verió hafðir með þegar leitað
var að líkinu í Hafnar-
fjarðarhrauni. Hvers vegna í
ósköpunum voru þeir ekki
látnir hjálpa til við leitina?
Þetta eru óskiljanleg
vinnubrögð
Ef svona er staðið að öðru
sem að málinu lýtur þá er engin
furða þó að það gangi ekki
betur að upplýsa það. Ég sé
ekki betur en við verðum bara
að viðurkenna að við höfum
ekki nógu færa menn. Þá er
ekkert annað að gera en að fá
aðstoð erlendis frá.
POST-
NÚMERIN
HÖFUM
VIÐ
EKKERT
AÐ
GERA
VIÐ
Hulda Valdemarsdóttir
hringdi:
Ég skil ekki hvers vegna er
verið að taka þessi póstnúmer
upp hérlendis. ísland er allt of
lítið land til þess. Ég veit að
þetta er á Norðurlöndum og í
Bandaríkjunum en þar eru allt
aðrar aðstæður.
í ofanálag er 'svo skylt að hafa
þessi númer fyrir framan
nafnið. Það eru mikil óþægindi
þessu fylgjandi. Ég gæti
ímyndað mér að í sumum
fyrirtækjum þyrfti að breyta
mjög miklu í sambandi við
nafnaplöturnar sem gerðar eru
yfir nöfn viðskiptavina. Það er
alls ekki hægt að bæta þessu
númeri inn á plöturnar fyrir
framan viðkomandi nafn. Ef
það mætti vera fyrir aftan þá
væri þetta allt annað.
Nú veit ég að í Banda-
ríkjunum eru þessi númer höfð
fyrir aftan nafnið. Hvers vegna
verður alltaf að taka allt upp
eftir Norðurlandabúum? Það
er ekkert víst að það sé alltaf
það bezta.
Ég vildi því beina því til
viðkomandi yfirvalda hér að
athuga þetta mál mjög vand-
lega áður en þessu er dembt
yfir okkur hér I alvöru.
Það eru oft annir hjá aðalpóst-
húsinu við Pósthússtræti.
Leitað í hrauninu fyrir sunnan
Hafnarfjörð.
Kristján og Haukur:
LEBRETON - FRÁBÆR!
Inga Bjarnason, Dunhaga 21,
skrifar:
í október á siðastliðnu ári
var haldin mikil leikhúshátíð í
Wroclaw í Póllandi. Þar voru
saman komnar 35 leikhús-
grúppur víðs vegar að úr
heiminum. Meðal sýninga-
flokka var Inúkhópurinn. Ég
átti því Iáni að fagna að vera á
þessari miklu hátíð mér til
óblandinnar ánægju.
Ef ég undanskil Inúkhópinn
þa var ein sýning sem mér
fannst vera í sérflokki, nefni-
lega Ha? eða Ævintýri hr. Ball-
ons eftir Frakkann yves
Lebreton, sem einnig er eini
leikari verksins.
Þessi ágæti listamaður er
væntanlegur á Listahátíð og því
vildi ég gjarnan fara nokkrum
orðum um þennan frábæra
listamann. Lebreton var
þjálfaður hjá hinum fræga
Deraux sem á heiðurinn á
mótun nútíma látbraðgslistar
og meðal nemenda má r.efna
Marcel Marceou og Fialka.
Persónulega hef ég aldrei
verið hrifin af látbragðslist.
Kemur þar til að mér hefur
fundizt hin hárnákvæma tækni
afskaplega tilfinningalaus,
líkjast dauðri postulínsdúkku.
En Lebreton hefur tekizt að
gæða list sína nýju lífi. Sýning
hans er svo einföld og átaka-
laus að ég heyrði miðaldra
konu segja við mann sinn eftir
sýningu Lebretons. „Mikið var
gaman, ég held að ég hefði
getað gert þettá sjálfSvo góð
er tækni hans að áhorfendur
taka ekki eftir henni nema þeir
skyggnist undir yfirborðið. Þá
kemur í ljós að hreyfingar eru
hnitmiðaðar og agaðar.
Ha — eða Ævintýri hr.
Ballons er í senn spaugilegt og
sorglegt, einfalt og flókið,
sýning sem vert er að sjá á
komandi Listahátíð.
Franski látbraðgsleikarinn
Lebreton kemur á Listahátíð.
„Þrír” sendu DB eftirfarandi
bréf ásamt 1000 krónum:
„Sakamál hafa verið mikið í
sviðsljósinu á nýgengnum vetri
og svo að aimenningi hefur þótt
nóg um. Svo virðist sem það sé
almenn skoðun að rannsókn
hinna miklu sakamála hafi ekki
verið í nógu traustum höndum.
Hins vegar hafa tveir menn
skorið sig úr, hvað ósérhlífni og
dugnað snertir - þeir félagar
Kristján Pétursson og Haukur
Guðmundsson.
Þeir hafa starfað að rann-
sókn á alls kyns ósóma, sem
virðist hafa skotið rótum í
okkar litla þjóðfélagi. Því
sendum við þeim þetta litla
framlag - 1000 krónur - og
vonum að það verði vísir að
samskotum til styrktar þeim
Kristjáni og Hauki.
Mikið verk er framundan og
gott fyrir þá að vita að al-
menningur stendur að baki
þeim - fleiri en þá grunar.”
Þessu framiagi
þremenninganna hefur verið
komið áleiðis til þeirra félaga,
Kristjáns og Hauks. -DB
Raddir
lesenda
Almennmgur stendur að baki
þeim — fleiri en þó grunar
Spurning
dagsins
Hverju viltu spá
um veðráttuna
í sumar?
Guðmundur Guðmundsson sýn-
ingarstjóri: Aframhaldandi góð-
viðri, alveg endilega. Við eigum
það svo sannarlega skilið eftir
þennan leiðindavetur.
Ellen Jónsdóttir bankamær:
Ég vona að hún haldist bara góð.
Byrjunin lofar a.m.k. góðu.
Erna Agnarsdóttlr húsmóðir: Ég
held að það vonist nú allir eftir
góðu veðri en það er nú erfitt að
spá um það.
Marfa Björnsdóttir húsmóðir: Ja,
þegar maður minnist sumarsins i
fyrra og leiðindatiðarinnar þá
hlýtur maður að biðja bara um
hið allra bezta.
Örn Ólafsson kennari: Ég vil
engu spá um það.
Ingi Olsen flugmaður: Ég hugsa
bara að þetta verði ágætt sumar.