Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 5
DAC.BLAÐIÐ — FIMMTUDAGUK 3. JUNl 1976. Nýi eigandinn varð ekki lík- flutninga var „Eg flutti inn í húsió að Hamarsbraut 11 1 Hafnar- firði 15. maí 1974, daginn eftir ^ð kaupsamningur var undirritaður, þannig að það fær engan veginn staðizt að þaðan hafi verið flutt lík f september ’74, eins og sagði hjá ykkur í blaðinu,” sagði Sverrir Lúthersson í samtali við fréttamann blaðsins í gær. Eins og fram hefur komið í blaðinu bar Albert K. Skaftason við yfirheyrslur vegna morðsins á Guðmundi Einarssyni, að hann hefði verið fenginn öðru sinni til að flytja „tvo böggla” frá Hamarsbraut 11 og telur Albert að það hafi verið í september 1974. Eins og að líkum lætur hefur Sverrir Lúthersson og fjölskylda hans orðið fyrir ómældum óþægindum af búsetu sinni í húsinu, sem keypt var án nokkurrar vitn- eskju um það, sem þar hafði gerzt. —ÓV. Lögreglan óhyggjufull vegna sauðf jór í vegarköntum „Það fyrsta, sem mér var til- kynnt þegar ég kom á vaktina klukkan sex 1 morgun,” sagði varðstjóri á Árbæjarstöð lögregl- unnar, „var að um 30 ær með lömbum væru við vegarkantinn frá Hólmsárbrú og niður undir Disardal. Við gerðum vörzlu- manni borgarlandsins, Sigurði Hallbjörnssyni, þegar viðvart og vinnur hann nú við að smala kind- unum frá veginum.” Varðstjórinn sagði ennfremur að það væri svo sannarlega engin kveistni í Arbæjarlögreglunni þó að hún kvartaði oft undan ágangi skepna því að af þeim stafaði mikil slysahætta. A Suðurlands- vegi er leyfður 80 km hámarks- hraði og þar sem vegurinn er beinn og breiður nota menn sér oftast að fara að hámarkinu og stundum yfir. Það skapar því stór- fellda slysahættu þegar. lömb skjótast yfir veginn og í veg fyrir bilana. Þeir geta henzt til er þeir lenda á lömbunum og einnig er oft hætt við að bilstjórum bregði hastarlega. Ekki er enn vitað um nein slys á Suðurlandsvegi af völdum fjár en hins vegar hafa nokkur lömb verið drepin. Árbæjarlögreglan hefur eftirlit með báðum hraðbrautunum út frá Reykjavík, Suðurlands- og Vesturlandsvegi. Við báða þessa vegi eru vegarkantarnir grænir og gróðursælir. Því er ekki að undra að skepnur sæki 1 að bíta þar á meðan fjallbeit er með minna móti. Daglega er smalað frá þesum vegum en það ber ekki meiri árangur en svo að sauðþrá- ar sauðkindurnar eru komnar í vegarkantana strax aftur. — ÁT — Bílasalan við Vitatorg Sími 12500 Malibu árg. ’73, 1750 þús. — Falcon árg. ’70. 900 þús. — Nova árg. ’70. 1 millj. — Peugeot árg. ’73. 1250 þús. — Nova árg. ’73. 1400 þús. — Comet árg. ’74. 1600 jjús. — Morris Marina árg. ’74. 850 þús. Sunbeam 1500 árg. ’73. 700 þús. Bronco Ranger árg. ’74. 2 millj. — Austin Mini árg. ’74. 590 þús. Óskum eftir bílum ó söluskrá Óskum eftir Mazda 818, útb. 1 millj. Óskumeftir Fíat 127 árg. 71-74. BATUR Day Cruiser ca 19 fet með káetu og svefnplássi. fyrir 3 fullorðna til sölu. í bátnum er (inbord-outbord) skrúfa og big Volvo Penta bensínvél 80 hest- öfl. Báturinn er með ný-endurbyggðu drifi og skrúfu. Báturinn getur fengizt á góðum kjörum. Uppl. í síma 1-56-05. Verktakar — hlutafélög — einstaklingar Höfum til sölu vélskornar túnþökur Bœndur ath. Tökum að okkur að vélskera land yðar. EGILL OG PÁLMAR Simar: 72525 og 28833 á kvöldin. nýlt í hverrí Viku flestar bifreiðategundir á íslenzkum markaði — Könnun dansks bílablaðs á ryði, rally-cross í Svíþjóð — Vikan hjá Volvo — Vikan í París — Sveiflukóngurinn 2ja-3ja herb. íbúðir við Stóragerði, Hringbraut, Langholtsveg Asparfell, (m/bílskúr), (m/bílskúr), Kópavogi, Hafnarfirði Reynimel, Holtagerði Nýbýlaveg Grettisgötu, f í Garðabæ, norðurbæ, Breiðholti og víðar. 4ra—6 herb. íbúðir við Holtsgötu, Goðheima, í Fossvogi, við Safamýri, I Hlíðunum, við Alfheima, Skipholt, á Seltjarnarnesi. við Háaleitisbraut, Hraun- bæ, í vesturborginni, Hafn- arfirói (norðurbæ), Kópa- vogi, Breiðholti og víðar. 4ra herb. góð íbúð á fyrstu hæð í vesturbænum, 110 ferm. Verð 9.5 millj. Nánari uppl. á skrifstofunni. Einbýlishús og raðhús Fokheld — ný — gömul — 1 Reykjavík, Hafnarfirði, Breiðholti og víðar. Óskum eftir öllum stœrðum íbúða á sölu- skrá. Ibúðasalan Borg Laugavegi 84. Sími 14430. I v 2si5o i bréfasalan (EKiNAÞJÓNUatAÍ* FA.STEIGNA- OG SKIfASAU NJÁLSGÚTUZa. 7 S(MI:2 66SG Séreignir til sölu: Mjög vandað raðhús um 160 ferm á 1. hæð ásamt innbyggðum bílskúr við Sæviðarsund. Laust strax. Teikn. og frekari uppl. á skrifstofunni. Efri hœð og ris mjög góð eign við Háteigsveg. Stór bílskúr. Moguleíki að gera séribúð íjísí. Á Seltjarnarnesi 4ra herb. efri sérhæð ásamt bílskúrsrétti. Stór og falleg lóð. Vönduð teppi og innréttingar. í Hólmslandi Lftið einbýlishús. Góð kjör. Laust strax. Höfum ennfremur til sölu m.a. vandaðar 4ra herb. ibúðir i Árbæjarhverfi og neðra Breiðholti. ■w ▼ Annast ka«p I Vj 09 s6lu fostsignotryfglru A - 1 skaidubrifu 4% %| Kennari — Sendiferðabíll Kennari óskar eftir sumarvinnu. Hefur iítinn sendiferðabíl til umráða. Hálfsdagsvinna kæmi til greina. Hringið i sima 3-38-60. 3ja herb. íbúð við Langholtsveg. 4ra herb. íbúð við Alfaskeið í Hafnarfirði. 4ra herb. íbúð við Laufvang. 4ra herb. mjög góð efri hæð ásamt bílskúr við Drápuhlíð. Raðhús við Smyrlaveg í Hafnarfirði. Raðhús við Stórateig I Mosfellssvejt. Stórt einbýlishús í Mosfellssveit. Byggingalóð ó Seltjarnarnesj. Tjarnarstíg 2, Seltjarnarnesi. Kvöldsími sölumanns, Tómasar Guðjónssonar — 23$36.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.