Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 03.06.1976, Blaðsíða 24
Utlendingar njóta vaxandi forrétlinda á íslandsmiðum frjálst, úháð daghlað FIMMTUDAGUR 3. JTJNl 1976. — fá að nota smœrri möskva og landa smœrri fiski, segir Auðunn Auðunsson, skipstjóri Hassmálið á Spáni: W „FA ÞVIMIÐUR ALDREIMINNA EN SEX ÁR" — segir rœðismaður íslands Tvö íslenzk ungmenni, Matthildur Guðmundsdóttir, 20 ára og Matthías Einarsson, 26 ára, sitja nú í gæzluvarðhaldi í landamæraborginni Alceiras á Spáni eftir að rúm 15 kíló af hassi fundust í dekkjum bif- reiðar þeirra. Hafa þau viður- kennt að hafa ætlað að smygla hassinu til íslands. „Því miður verð ég að segja, að þau sleppa sennilega ekki með minna en sex ára fangelsi,” sagði Marin Guðrún Briand de Crevecoer, ræðismaður Islands á Malaga, í viðtali við Dagblaðið í morgun. ,,Þó getur verið, að stúlkan fái vægari dóm, því hún er ekki orðin 21 árs ennþá.“ Marin Guðrún sagði, að hún hefði þegar haft samband við enskumælandi lögfræðing og myndi hún fara og heimsækja ungmennin i fang- elsið einhverja næstu daga. -H.P. Laxinn að koma í verzlanir Fyrstu laxarnir fara nú bráðlega að koma i verzlanir. Kjötverzlun Tómasar á Lauga- vegi 2 fékk í gær laxa frá Hvítá í Borgarfirði og á næstunni verður hann á boðstólunum annars staðar. Mörgum þykir lax heldur dýr matur til að hægt sé að hafa hann á boröum. Kilóið kostar nú 1.000 krónur í heilu hjá Tómasi. Þar er einnig til annar fiskur — harðfiskur — í 100 gramma pakkningum. Hver pakki kostar 225 krónur og er þar af leiðandi kílóið á 2250 krónur. Það er því sýnu meiri munaöur að naga harðfisk en að leggja sér laxinn til munns. — AT — „Ég fæ ekki séð í nokkrum samningum að útiendingar, sem fá að veiða á Islands- miðum, þurfi að fara eftir íslenzkum reglum um möskva- stærð um leið og verið er að herða að okkur sjálfum hvað það varðar,” sagði Auðunn Auðunsson, skipstjóri á togaranum Hvalbak, í viðtali við DB í gær. Hann sagði að útlendingarnir væru með 120 mm möskva skv. samþykkt NA-Atlantshafs- fiskveiðinefndarinnar, íslenzku togararnir væru nú með stærri möskva í netum sínum, eða 135 mm, — og yrðu þeir að líkindum stækkaðir upp í 150 til 155 mm í haust þannig að munurinn væri 30 til 35 mm. Auðunn benti á að það væri orðinn alvarlegur aðstöðu- munur hjá íslenzku togurunum og þeim erlendu þegar þeir íslenzku mættu ekki koma með fisk að landi undir 50 cm um leið og t.d. í Færeyjum fengjust röskar 30 krónur fyrir fisk af stærðinni 32 til 42 cm.. Að lokum sagði Auðunn ljótt til þess að vita að nú væri verið að semja við útlendinga um áframhald þessara veiða, miðað við að Bretar fengju að veiða hér 70 til 80 þúsund tonn á árinu yrði samanlagður afli þeirra og annarra útlendinga hér sjálfsagt ekki undir svona 150 þúsund tonnum, en það þýddi að leggja yrði íslenzkan sjávarútveg niður eftir hálft árið. Miðaði hann þá við þær hámarkstölur, sem talað er um í svörtu skýrslunni, og að ekki yrði skefjalaus rányrkja stunduð hér á miðunum það sem eftir væri árs. -G.S. HILUR NU UNDIR JARÐSTÖÐHÉR? — samgönguróðherra skipar nefnd til að leita samkomulags við Stóra norrœna símafélagið „Núna öðruhvorumegin við helgina geng ég frá stofnun nefndar til að athuga frekar samninga okkar við Stóra norræna símafélagið með það fyrir augum að stefna að byggingu jarðstöðvar hér,“ sagði Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra í viðtali við blaðið í gær. Halldór sagði að nefndin ætti að freista þess að ná einhverju samkomulagi við Stóra norræna um framtíð þessara mála, hann mundi ekki brjóta samninginn við fyrirtækið._ Nefndin verður skipuð sér- fræðingum á tæknisviðinu, lög- fræðingum og mönnum til könnunar á fjármálahliðinni. Eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu er stofnkostnaður við að leggja nýjan kapal héðan minni en bygging jarðstöðvar, en skv. öruggum heimildum munu útreikningar verk- fræðinga tæknid. Pósts og sima benda í þá átt að með tímanum verði jarðstöðin hag- kvæmari lausn en kapall. Yfir- maður tæknideildarinr.ar vildi ckki staðfesta þetta við blaðið, en bar heldur ekki á móti þvi. -G.S. Alls munu hafa orðið 12 árekstrar í rigningarsuddanum í Reykjavik í gær. — Sem betur fer virðist enginn þeirra hafa verið alvarlegur, en þó verða ávallt tilfinnanlegar skemmdir, þótt þær séu ekki af stærri gráðunni. Sveinn Þormóðsson ljós- myndari tók þessa mynd af árekstri þriggja bíla á Miklu- brautinni í gær. Því miður tókst okkur ekki að fá nánari upplýs- ingar um hann né aðra árekstra sökum annríkis hjá lögregl- unni. Lögregluþjónarnir sem rannsökuðu þennan árekstur mættu til vinnu klukkan sex í morgun, en laust eftir klukkan níu hafði þeim enn ekki gefizt tími til að gefa skýrslu um hann sökum annríkis. — Árekstra- súpan virðist því hafa haldið áfram í morgun. DB-rhynd: Sv. Þorm. í nótt lagði 23 feta plastskúta upp frá Vestmannaeyjum í síðasta áfanga siglingar sinnar frá Bretlandi, en þrír íslendingar sigldu henni þaðan með viðkomu í Færeyjum. Hrepptu þeir einu sinni óveður, en síðasti spölurinn tii Eyja var þeim mjög hagstæður. Þá er nú önnur 23 feta seglskúla í hafi á leið hingað, einnig með þrem íslendingum um borð og er hún væntanleg til Eyja hinn 8. júní nk. Ferð þeirra tafðist eitthvað á írlandi vegna bilana, en nú er allt í lagi. Þá er nautshúðabátur Timothys Severin einhvers staðar á leiðinni hingað, en það eina sem vitað er um hann er að Slysavarna- félagið fékk fyrir nokkru upplýsingar um útlit hans ef til ieitar þyrfti að koma. Ljósm. — Ragnar Sigurjónsson. -G.S. Þrjár skútur á leið hingað: Landinn á trefjaplasti, Bretinn á nautshúðum Mál tollvarð- anna sent saksóknara — báðir lausir úr gœzluvarðhaldi Það var ekki talið nauð- synlegt i þágu rannsóknar málsins að halda mönnunum lengur 1 gæzluvarðhaldi, sagði Haraldur Henrýsson sakadómari í viðtali við DB í morgun af þvi tilefni að nú er búið að sleppa báðum toll- vörðunum sem voru í gæzlu- varðhaldi vegna rannsóknar á smyglmáli. Haraldur vildi ekki segja hvort játningar lægju fyrir enn en málið snerist ein- ungis um áfengissmygl, Tiu til fimmtán manns hafa verið yfirheyrðir vegna þessa máls og bjóst Haraldur við að málið yrði fljótlega sent ríkissaksókn- ara. —G.S. INNBR0Tí FLÓABÁTINN DRANG Innbrot var framið í flóa- bátinn Drang á Akureyri í nótt. Þar var smávegis stolið af gosdrykkjum og fleiru og nokkrar skemmdir unnar á hurðum. Nokkru eftir að lögregl- unni hafði verið tilkynnt um innbrotið, handtók hún tvo drukkna menn, sem eru sterklega grunaðir um að hafa átt hlut að máli. Er DB hafði samband við lögregl- una á Akureyri í morgun, var enn ekki búið að yfir- heyra mennina, en þeir nutu gistiþjónustu lögreglunnar og sváfu úr sér vímuna. —AT— í morgungðngu ó náttf ðtum einum klœða Um níuleytið í morgun var lögreglunni tilkynnt um mann sem væri á ferð í Skipasundi og væri öðruvísi búinn en fólk ætti að venj- ast. Er að var gáð kom í ljós að þarna var maður á ferð á náttfötum einum klæða. Leið honum vel í morgunsól- inni. Manninum varð fátt um svör er lögreglumenn inntu hann erindis. Töldu þeir þá hugsanlegt að maðurinn væri frá Kleppi, en er þangað kom vildi enginn við hann kannast og þar losnaði lögreglan ekki við hann. Við nánari athugun kom í ljós, að þarna var á ferð maður sem í nótt hafði verið tekinn fyrir ölvun við akstur, en síðan leyft að fara heim. Þar mun veizlan hafa haldið áfram unz fyrrgreint morgunævintýri batt enda á hana. — ASt

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.