Dagblaðið - 18.06.1976, Side 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. JUNl 1976.
Ekki spurning um borgoðor
eða óborgaðar mellur
— mólið er meira alvörumól og skyldi ekki
hafa það íflimtingum
Jón Arngrímsson, Háteigsvegi
52, skrifar:
„Yfirlýsing Páls Ásgeirs
Tryggvasonar í Dagblaðinu 9.
júní, er gott dæmi um skrif-
stofumennsku. Annaðhvort
segir Páll Ásgeir ósatt eða hann
hefur byggt á upplýsingum frá
„réttum opinberum aðilum“
sem vísvitandi hafa skýrt ósatt
frá um mál tveggja Þjóðverja
sem hafa verið til umræðu í
blöðunum undandarið.
Á sínum tíma réð ég þessa
tvo Þjóðverja í vinnu hjá
varnarliðinu. Þar sem þeir
voru ekki ísl. ríkisborgarar
voru þeir settir í dollarakaup.
Það gæti valdið þeim mis-
skilningi að þeir hefðu verið
ráðnir erlendis. Ef ég man
rétt greiddu þeir enga skatta
þar eð þeir voru ekki amerískir
Ætli varnariiðið hafi kjarnorkusprengjufiugvélar til að berja á
Rússum?
borgarar. Þótt þeir hafi síðar
unnið sig upp þá vinna þeir við
störf sama eðlis og í upphafi.
Þó um endurráðningu kynni að
hafa verið að ræða, undirritaða
í New York, breytir það engu
um eðli málsins þar eð þeir
hafa alltaf haldið áfram störf-
um. Undirskrift mín til sam-
þykkis ráðningu þeirra er á
upphaflegum ráðningarsamn-
ingi!
En þetta mál er svo smátt að
tæplega tekur að nefna það.
Ekki er sanngjarnt að eltast við
einstakar persónur. Málið er
mikið stærra. Við umræður um
varnarmál hefur það komið
berlega í ljós að starfsmenn
varnarmáladeildar eru alls
ókunnugir starfsemi vallarins,
samanber er þeir voru að lýsa
því yfir að Kanar hefðu svikizt
um að verja landið sómasam-
lega. Þeir hefðu ekki kjarna-
sprengjur til að berja á Rússun-
um. Þeir virðast fara eftir upp-
iýsingum „þar til settra opin-
berra starfsmanna“ (sem
virðast vera í CIA-mafíunni).
Væri nú ekki ráð að þeir menn,
sem þekktu starfssemina, sætu
næstu endurskoðun varnar-
samningsins? Sú endurskoðun
hlýtur að fara fram innan
skamms. Þjóðin þolir ekki
annað. Punktar eins og þeir,
sem Jónas Kristjánsson bendir
á i leiðara í Dagblaðinu 9. júní,
verða að koma inn í þann
ramma.
Glósur eins og Ingólfur
Pálmason sendi í Dagblaðinu
eiga hér ekki við. Málið er
miklu meira alvörumál fyrir
íslenzku þjóðina. Hér á ekki við
hvort við viljum láta nota
okkur sem borgaðar eða óborg-
aðar mellur. Hitt er spurning
hvort húseigandi sé háður leigj-
anda sínum. Hvort bóndi selji
sjálfan sig ef hann leigir jörð
sina. Hvort hann glati óðalsrétti
sínum við það“.
Athugasemd varðandi
sjónvarpsstrókinn Palla
Að marggefnu tilefni í blaða-
skrifum um barnatíma Sjón-
varpsins, „Stundina okkar,“ og
fjarveru „Páls Vilhjálmssonar“
í tveimur síðustu þáttunum á
þessu vori skal þetta tekið
fram:
Um síðustu áramót, þegar
Guðrún Helgadóttir tókst á
hendur að semja þann texta,
sem Palli átti að flytja og Gísli
Rúnar Jónsson tók við stjórn
brúðunnar og flutningi textans,
var samið urn ákveðnar greiðsl-
ur til þeirra fyrir hvern þátt,
sömu upphæð til beggja, og
gengu þau umtölulaust að þeim
skilmálum, sem þeim voru
boðnir. Eftir um það bil tvo
mánuði, þegar sýnt var, að
þessi samvinna gafst vel ogPalli
hafði náð vinsældum, voru
greiðslur þessar hækkaðar um
þriðjung eftirtölulaust. Af
Sjónvarpsins hálfu var litið svo
á, að um bindandi samkomulag
væri að ræða, á meðan
„ Stundin okkar‘i væri á dag-
skrá í vor, þ.e. fram á hvíta-
sunnu.
Þegar eftir var að taka upp
þátt Palla í tveimur síðustu
„Stundunum" á þessu vori,
kom Gísli Rúnar að máli við
undirritaðan og krafðist
hækkunar á þóknun sinni. Rök-
studdi hann kröfuna aðallega
með þeim vinsældum, sem
honum hefðu hlotnazt í gervi
Palla, auk þess sem hann,
sagðist eiga verulegan hlut í
textanum. En samkomulag
hafði verið um það milli þeirra
Guðrúnar, að honuin væri
heimilt að víkja til orðum frá
handriti, eftir því sem honum
þætti fara betur í munni.
Upptöku á samtölum þeirra
Palla og Sigríðar M. Guðmunds-
dóttur hefur verið hagað
þannig, að tekið hefur verið
upp á einum degi efni í þrjá
barnatíma. Til undirbúnings
taldi Gísli Rúnar sig hafa þurft
annan dag. Fyrir þessa tvo daga
hefur hann fengið greidda
þóknun, sem nemur tímakaupi
dagskrármanna í Sjónvarpinu
fyrir rúmlega 44 vinnustundir
eða meira en fjórðungi
mánaðarlauna. Þessa upphæð
þótti ekki fært að hækka, m.a.
vegna fordæmis.
Það skal tekið fram, að
Guðrún Helgadóttir hefur
engar kröfur gert I þessu sam-
bandi, og hefur samvinna vTð
hana verið hin ánægjulegasta
að öllu leyti. Og vonir standa til
að Palli komi hress og kátur úr
sveitinni með haustinu.
14. júni 1976.
Jón Þórarinsson
dagskrárstjóri.
Það tók því
að sleppa
matar-
tímanum
„Sóldýrkandi“ sendi okkur
þessa visu. Varð vísan til er
hann einn sólardaginn sleppti
matmálstima en hugðist njóta
útiveru á Arnarhóli:
Ylríkt vori Arnarhól
í ótal liti prjónar.
Fólkið þarna fagnar sól,
fyllibyttur og rónar
sífellt gera lífið leitt
lögreglan sér ekki neitt.
Sterk utanhiíssmálníng
með óvenju fallegri áferð
co
c
to
Hraun sparar vinnu og peninga
Ein umferð af þessari frábæru utanhúss-
málningu frá Málningu h/f jafngildir 3
til 4 umferðum af venjulegri plastmálningu.
Hraun hefur ótrúlega góða viðloðun við
flest byggingarefni og frábært veðrunarþol.
Hraun fæst með tvennskonar áferð, —
fínni eða grófri.
HRAUN
SENDIN PLASTMÁLNING
málning'f