Dagblaðið - 18.06.1976, Qupperneq 24
Hátíðahöldin
17. júní:
Fánaberi
handtekinn í
miðbœnum
— veitti lögreglu
harða
mótspyrnu
Lögreglan handsamaði í
fyrrinótt ungan mann, sem var
á ferð í miðbænum með Is-
lenzka fánann. Að vonum þótti
dularfullt, að drukkið ung-
menni væri komið í svo mikið
þjóðhátíðarskap, að það léti
sér ekki nægja að sveifla papp-
írsfána heldur hefði á lofti
heilt flagg án flaggstangar.
Lögreglan stöðvaði því kauða
og vildi, að hann gerði grein
fyrir ferðum sínum.
Fánaberinn var hins vegar
ekki á því að gefa neina skýr-
ingu á ferðum sínuum. Eftir
nokkra viðureign tókst þó lög-
reglunni að ná stolti Islenzku
þjóðarinnar af honum og
maðurinn fékk gistingu í
fangageymslu.
— AT —
Harður
árekstur á
Háaleitis-
brautinni
Mjög harður árekstur
varð laust fyrir miðnætti í
nótt, er leigubifreið og
einkabíll skullu saman á
gatnamótum Háaleitis-
brautar og Hvassaleitis á
móts við bensínstöð Esso.
Slys urðu ekki alvarleg. Þó
fékk stúlka í leigubif-
reiðinni höfuðhögg og er
talin hafa hlotið heilahrist-
ing. Einnig fékk farþegi f
einkabifreiðinni skurð á
hvirfil, er hann rakst upp í
topp bifreiðarinnar.
Að sögn lögreglunnar
voru tildrög slyssins þau, að
leigubifreiðin kom akandi
eftir Háaleitsbrautinni.
Einkabíllinn kom frá
Hvassaleiti og ók viðstöðu-
laust inn í hlið hins. Mjög
miklar skemmdir urðu á
báðum bílunum. Er slysið
varð var veður mjög gott,
svo að ekki er hægt að kenna
um slæmu skyggni. Ekki s.
reyndist unnt að reikna út'
hraða bílanna frá hemla-
förum, þar eð hvorugum
gafst tími til að hemla.
— AT —
Bréfin voru fölsuð
Rannsóknarlögregkin stað-
festir bréfaskiptin
í Síðumúlofangelsi
— sölumoðurinn slapp
úr varðhaldi og fékk
15 mánaða dóm tveim
dögum áður en hann
bauð bréfin til kaups
Bréfin, sem sögð voru frá
Sævari M. Siecielski og átti að
hafa verið smyglað út úr
Síðumúlafangelsinu í Reykja-
vik, voru fölsuð, að sögn
Arnar Höskuldssonar, saka-
dómara í Geirfinns- og Guð-
mundarmálunum. Pilturínn,
sem bauð Dagblaðinu og fleiri
blöðum þau til kaups fyrir
hundrað þúsund krónur, hefur
verið hnepptur í varðhald á ný.
En pótt bréfin hafi verið-
fölsuð, þá breytir það engu urn
sannleiksgildi fréttar DB í
fyrradag. Bréfaskipti fóru fram
á milli Sævars og sölumannsins
misheppnaða í fangelsinu, en
þau bréf voru öll gerð upptæk.
að sögn Arnar Höskuldssonar.
Pilturinn, sem hér um ræðir,
er aðeins 17 ára gamall. Hann
var handtekinn í marz sl. vegna
þátttöku sinnar í nokkrum stór-
þjófnuðum. Á föstudaginn i
síðustu viku féll síðan dómur i
máli hans og var hann dæmdur
í fimmtán mánaða fangelsi. A
laugardaginn var honum sleppt
þar til hann hæfi afplánun
refsingar sinnar og á mánu-
daginn hafði hann samband við
DB og fleiri blöð og bauð bréfin
til kaups. Eins og sagði í
blaðinu á miðvikudaginn, þá
hafnaði DB tilboði piltsins.-ÓV.
frjálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 18. JÚNl 1976.
GERT RAÐ FYRIR
6500 MANNA BYGGD
— verðlaun af hent fyrir hugmyndir að aðalskipulagi Seltjarnarness
Afhent voru verðlaun við
opnun sýningar í Valhúsaskóla á
tillögum um aðalskipulag Sel-
tjarnarneskaupstaðar i gær, 17.
júní. Bæjarstjórnin efndi til hug-
myndasamkeppni um aðalskipu-
lagið 15. nóv. 1975 og bárust 12
tillögur.
Fyrstu verðlaun hlaut tillaga
nr. 8, kr. 550 þús. Höfundar:
Ormar Þór Guðmundsson,
Örnólfur Hall, Magni Baldursson,
Gunnar G. Einarsson og Jóhann
Gunnarsson. Önnur verðlaun, til-
Iaga nr. 10, kr. 400 þús. Höfundar:
Gestur Olafsson, Ililmar Þór
Björnsson og Örn Sigurðsson.
Þriðju verðlaun, tillaga nr. 12.
Höfundar:. Gylfi Guðjónsson og
Sturla Sighvatsson arkitektar,
samstarfsmenn: Björn Gústafsson
verkfræðingur og Sigurþór Aðal-
steinsson, arkitekt.
1 dómnefnd voru Karl B. Guð-
mundsson, formaður. Guðrún
Jónsdóttir, Njáll Þorsteinsson,
Pálmar Ölason, Sigurgeir Sigurðs-
son, Stefán Benediktsson og
Steindór Haarde.
í tillögu nr. 8 og 12 er endanleg-
ur íbúafjöldi 6500 manns en í nr.
10 er hann 5000 manns. Ef við
segjum aðeins frá umsögnum
dómnefndar kemst hún að þeirri
niöurstöðu með nr. 8 að úrlausn
verkefnisins sé í samræmi við þau
markmið sem höfundar setja
fram í upphafi: Skýra og styrkja
stöðu bæjarfélagsins sem sjálf-
stæös sveitarfélags og taka fullt
tillit til nábýlisins við höfuðborg-
ina.
Utivistarsvæðin vestast á nes-
inu eru mjög aðlaðandi og
byggðin skýrt afmörkuð til vest-
urs með hringvegi. Tengsl Nes-
stofu við Bakkatjörn eru hins
vegar ekki góð. Telur dómnefnd-
in óæskilegt að ráðgera byggingar
milli stofunnar og tjarnarinnar.
Nr. 10. Höfundar setja mjög
skýrt fram mótaða heildarstefnu í
máli og myndum. Meginkostur til-
lögunnar er sú áherzla sem lögð
er á ósnortið náttúrufar á sam-
felldu svæði vestast á nesinu og
hvernig það svæði tengist Nes-
stofu. Staðsetning miðbæjar og
iðnaðarsvæða á Eiði hafa áber-
andi ókosti.
Nr. 12. Hugmyndir höfunda að
miðbæ og samfelldum útivistar-
svæðum eru góðar en tillaga að
vegakerfi ekki til neinna úrbóta
frá núverandi ástandi. Náttúru-
verndarmarkmið skila sér ekki í
tillögunni, svo sem blön'dun frið-
lands og útivistar og nálægð
byggðar við Bakkatjörn. Lögð er
áherzla á verndun gamalla húsa.
Valhúsahæð er opið svæði i
góðum tengslum við Norður- og
Suðurströnd.
EVI
»
Hér er kvsst á „miðju stræti er
kona ung og heit....“ og annað
par skoðar trúlofunarhringana
hjá einunt skartgripasala
borgarinnar. (DB-m.vndir Arni
Páll).
Að sögn lögreglunnar í
Reykjavik fóru hátíðahöldin í
gær og gærkvöld með
eindæmum friðsamlega fram.
Sömu sögu er að segja annars
staðar að af landinu. Alls staðar
skemmtu ungir og aldnir sér
saman eins og bezt verður á
kosið.
Fangageymslur lögreglunnar
í Re.vkjavík fylltust ekki, sem
hlýtur að heyra til tiðinda, þar
sem stundum kemur fyrir að
þar er hvert rúm upptekið
jafnvel á mánudegi. — Hátíða-
höldunum í gær má því lýsa
bezt með orðum varðstjórans,
sem Dagblaðið hafði samband
við í morgun: „Hér var allt
friðsamlegra en á föstudegi."
-AT-
Svo sem sjá má af myndinni er Range Roverinn mikið skemmdur ef
ekki ónýtur eftir brunann. Hjá bílnum stendur eigandi hans ívar
Haildórsson. DB-mynd Haraldur Hansen.
ALLT FÓR FRIÐSAMLEGAR FRAM
EN Á VENJULEGUM FÖSTUDEGI
Range Rover brann
„til kaldra kola"
Nýlegur Range Rover jeppi
gereyðilagðist í eldi skammt
frá Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli
í gærdag. Slökkviliðið frá
Akureyri hélt þegar á staðinn.
Þar sem það þurfti að fara um
10 kílómetra leið og mestan
hlutann upp brattar brekkur
með þungan vatnsbíl, var
bíllinn orðinn stórskemmdur
er það kom á vettvang.
Að sögn lögreglunnar á
Akureyri er ekki kannað af
hvaða ástæðum kviknaði í
jeppanum, en talið er að bilun
hafi orðið í rafkerfi. -AT-