Dagblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 5
DAC'.BLAÐIÐ — LAUCiARDACUH 10. JULl 1976. 5 „Teppalagt" og sáð af kappi í Eyjum: STÓRÁTAK VIÐ AÐ GRÆDA SÁRIN EFTIR ELDSUMBROTIN „Ef þú ætlar aö berjast gegn náttúrunni skaltu nota hana sjálfa til þess,“ sagði Gísli Óskarsson kennari í viðtali við DB, en það er hann sem hefur séð um skipulagningu og fram- kvæmd á uppgræðslunni í Vest- mannaeyjum. Verkinu miðar mjög vel áfram og er ætlunin að sáningu ljúki um helgina. Fyrst dalurinn og fjöllin Byrjað var á skipulagningu uppgræðslunnar í marz sl. Fyrir tveimur mánuðum var byrjað að setja mold yfir vikur- inn. Fyrst var gengið ' frá Herjólfsdal, vikursvæðunum fyrir vestan íþróttahúsið- og fjöllunum á norður- og vestur- eyjunni. Byrjað var að sá í það svæði allt í lok maí og nú er það allt orðið grænt. Sáning á öðrum svæðum hófst um miðjan júní. Nú er verið að hreinsa vikurinn úr hlíðum Helgafells. Um leið og moldin kemur í ljós er sáð í og þannig flyzt „græna teppið" niður eftir hlíðum fjallsins. Fokið heft Þar sem moldin er tekin myndast gryfjur en þær eru jafnóðum fylltar með vikri og mold síðan látin yfir. Það svæði verður ekki tilbúið til sáningar fyrr en í ágúst. Var því horfið að því ráði að sá í það höfrum sem eru einærir. Með því heft- ist fokið sem hrjáð hefur íbúa eyjanna síðan gosinu lauk, stundum svo að við borð hefur legið að íbúarnir gæfust upp á búsetu af þeim sökum. Með höfrunum myndast einnig sina og þar með jarðvegur. Þessi svæði verða síðan búin undir sáningu næsta vor. Þá stendur til að vinna við lagfæringar á flugvellinum. Það verður að byrja á því að „rétta hann af“ og þvi næst verður öryggiskanturinn um- hverfis völlinn lagfærður. Eldfellið grœtt upp Loks þarf að snúa sér að sjálfu Eldfellinu. Byrjað verður á að gera veg um fellið, alveg upp að hitasvæðinu. Komið hefur i ljós að grös þríf- ast ekki á úrfellingasvæðinu. Ætlunin er að hlaða um metra- háa moldargarða um fellið til þess að hefta vind og fok. Næsta vor verður síðan ráðizt á moldargarðana með jarðýtum og loks sáð I flagið í mal. Reikna má með þremur árum í þessa nýrækt en nauðsynlegt er að vaka vel yfir verkinu og sá jafnóðum í ef einhvers staðar myndast flag. Þá er ætlunin að lagfæra hraunkantana-Þarsem þeir eru hæstir eru þeir 40 metra háir, en hallinn er um 30°. Istak lag-' færði og hreinsaði kantana á sínum tíma við frystihúsið, Heimagötu og fleiri götur. En þeir hraunkantar sem eftir standa, kolsvartir og ógnvekj- andi, verka mjög illa á íbúana. Ráðgert er að setja þunnt moldarlag yfir og sá síðan í. Búið með 180 hektara Við sáninguna unnu um 50 manns en þegar allir eru meðtaldir voru að verki um 100 manns. Núna, þegar sáning- unni lýkur, er búið að sá í alls um 180 hektara lands og eru þá eftir um 80 hektarar á austur- eyjunni Alls var sáð um 15 tonnum af fræi og dreift 150 tonnum af áburði, 40 tonnum af gúanói og 20 tonnum af fosfati. I fyrstu voru látin um 500 kg af áburði á hvern hektara en síðar í sumar er ráðgert að bera meiri áburð á og fá þá flugvél Landgræðsl- unnar til starfans. Ekki verður til starfans. Ekki verður notaður eins mikill áburður og 1 fyrstu, eða ekki nema 200 kg á hektara. Einnig er notað gúa- nómjöl og húsdýraáburður. Matjurtirnar spretta vel Hlöðver Johnsen hafði for- göngu um að útbúa matjurta-, garða úti á hrauninu. Var þá mold ekið út á hraunið og hafa eyjaskeggjar sýnt þeirri ræktunarstarfsemi mikinn áhuga. Matjurtir, sem settar voru niður, hafa dafnað alveg sérstaklega vel, er fynr nokkru farið að taka upp fyrstu afurðirnar en það voru radísur. Varð til góðs þrótt fyrir allt „Við verðum að varðveita eitthvað af hrauninu,“ sagði f gryfjurnar, sem myndast þar sem moldin er tekin, er látinn vikur og siðan mold yfir og sáð i. Gisli Óskarsson náttúru- og jarðfræðikennari ræðir við Valgeir Garðarsson traktorsstjóra um framkvæmd verksins. Ljósm. DB — Ragnar Sigurjónsson. Gísli. „Það á sina sögu og það má alls ekki ryðja því öllu á haf út eins og margir hafa viljað láta gera. Komandi kynslóðir yrðu okkur ekki þakklátar ef við gerðum það. Þrátt fyrir allt hefur gosið haft ýmislegt gott í för með sér fyrir byggðarlagið, svo sem eins og stækkun eyjarinnar, betri höfn, hitaveitu, óþrjótandi byggingarefni, en ekkert af þessu hefði verið hægt að fá með „mannshendinni“ einni saman.“ — Hvað hafa ræktunarfram- kvæmdirnar kostað? „Aætlað er að kostnaðurinn við hreinsunina og uppgræðslu, sem lokið verður við í ár, sé um 100 milljónir. Við verðum að vera minnug þess að þetta er björgun verðmæta og nauðsyn- legt verður að fá viðbótarfjár- magn til þess að hægt verði að fullkomna verkið á komandi árum. Viðlagasjóður þyrfti að sjá til þess að þetta fjármagn verði tryggt áður en hann hættir störfum. Reikna má með allt að 10 milljón kr. á ári næstu þrjú árin,“ sagði Gísli Ólafsson. — A.Bj. I dag höldum við áfram að æfa okkur og tökum fyrir spil nr. 11. Svona er það: Norður * K10542 <?G86 OA94 + Á4 Austur VK974 0D74 + K9876 Sagnir gengu: Suður Vestur Norður Austur 3 spaðar pass 1 grand pass 4hjörtu pass 4 lauf dobl 6spaðarpass 5tíglar pass pass pass Vestur spilar út laufatíu, látið er lítið frá norðri og þú ert í austur og hvað gerir þú? Svona voru allar hendurnar: ISóRÐUR + K10542 <?G86 O Á95 *A4 Aiistur + 3 <7 K974 0 D74 + K9876 Vestur + 76 C? D10532 O KG106 + 105 SlIÐI'K + ADG98 vA 0 832 + DG32 SiMON SlMONARSON AÐ GEFA EINN SUG, 0G FÁ TV0 í STAÐINN Eftir að vestur spilar út laufatíu, þá er ekki ótrúlegt að suður eigi fjögur lauf og það þýðir að ef við tökum á laufa- kóng, þá fríum við tvo laufa- slagi fyrir suður og spilið er ábyggilega unnið. Við gefum því fyrsta laufaslaginn og spilið vinnst aldrei. Spil nr. 12: Suður gefur, allir utan hættu + Al04^ VADG7 063 +742 + 63 <?K108643 O ÁG + ÁD5 Sagnir gengu: Suður 1 hjarta 4 hjörtu Norður 3 hjörtu Utspil frá vestri, spaðadrottning. Hvernig spilar þú spilið? Suður var ekki mjög ánægður með samninginn, því hann sá að þrjú grönd stóðu á borðinu, en þetta er eitt af þeim spilum, sem flestir beztu spilarar lenda í næstbezta samningnum. Þegar spilið var spilað drap suður strax á spaða- ás og spilaði tígli og lét gosann, og þegar austur komst inn á spaðakóng og spilaði laufi, þá svínaði suður drottningu og vestur drap á laufakóng. Svona var spilið: Norður + Á1042 C? ADG7 0 63 + 742 Vestur Austur + DG98 +K75 C? 2 c?92 O D974 o K10852 + K1086 +G93 SllÐUR + 63 <7 K108643 OÁG + ÁD5 Hvað gerði suður rangt? Suður á að gefa spaðadrottn- ingu og segjum að vestur spili meiri spaða, þá drepur suður á ás og spilar tígli og lætur gosa. Enn spilar vestur spaða, sem suður trompar og tekur hjarta- kóng, tígulás og spilar blindum inn á hjarta. Nú spilar suður út spaðatíu og gefur niður lauf og spilið er unnið. Svona var það einfalt. Spil nr. 13: Suður gefur. Austur og vestur á hættu. Suður Norður 1 tígull 31auf 3 tíglar 4 tíglar 4 spaðar 5 hjörtu 6tíglar pass Svona voru hendur norðurs og suðurs: + D765 <7 Á O G82 + AKDG10 + Á32 <7 G84 0ÁK1053 «95 Vestur spilaði út hjartakóng. Hvernig spilar þú spilið? Suður drap á hjartaás og spilaði litlum tígli og lét tíuna, sem átti slaginn. Tók tígulás og var að hugsa að nú ætti hann líklegast alla slagina, en það var fljótt að breytast þegar ’ astur var ekki með í tigli. Svona voru allar hendurnar: Nurdur + D765 <7A 0 G82 + ÁKDG10 Vestur Austur + KG8 + 1094 7 KD1096 <7 7532 0 4 O D976 + 7642 * 83 Sl'iH'K + Á32 <7G84 0ÁK1053 +95 Hvað gerði suður rangt? Hann var á réttri leið, en átti að spila út tígulgosa frá blindum í öðrum slag og ef austur leggur á gosann, þá gefum við og spilið er unnið. Það eru svona atriði, sem gera oft mismuninn á góðum og slæmum spilara. og alltaf er það sama sagan — það gleymist að hugsa.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.