Dagblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ — LAUG ARDAGUR 10. JÚLl 1976.
----------------------------%
Það voru heldur ussvænleg
tíðindi, sem bárust mér
norður í veðurblíðuna þangað
sem ég hafði brugöið mér í
nokkurra daga sumarfrí, að í
blessuðu kókinu væru einhver
uggvænleg efni, sem gætu orðið
heilsunni skaðleg — þótt ekki
væri mér fullljóst hvernig.
Danir höfðu fundið einhvern
karamellusafa í því sem líklega
hefði getað verið bráðdrepandi,
hefði maður drukkió svo sem
fimm flöskur á dag í fjörutíu ár
að staðaldri.
Mér hnykkti heldur illa við,
því þótt ég nái ekki fimm
flöskum á dag þykir mér kók
býsna gott og tek það raunar
fram yfir aðra gosdrykki. En
ekki bara það, heldur eru börn-
in mín sólgin í mysing (sem
mér þykir firnavondur), en í
honum er einmitt sagður kara-
mellusafi. Og ætti þá ekki það
að vera óhollt í mysingi, sem er
óhollt í kóki? Mér er bara
spurn.
En léttirinn varð líka því
meiri, þegar aðrar fréttir komu
um það að danskurinn hefði
étið þetta með karamellusafann
ofan í sig og kókið þar í landi
hefði aftur fengið sinn eðlilega
lit, og óhollustan hefði vottorð
upp á að vera ekki meiri en hún
hefði áður verið. Kannski mys-
ingurinn sé þá olræt líka.
Annars er sífellt að koma
betur í ljós, hvað það er hættu-
legt að lifa. Það lítur út fyrir að
maður endi með að deyja,
hvernig sem að er farið. Alltaf
er eitthvað nýtt aðkomaí ljós
sem hægt er að leiða skýrsiur
og rannsóknir undir að sé
hættulegt. Maður má ekki éta
þetta, ekki drekka hitt, þaðan
af siður gera þetta. Og verst af
öllu er það, að flest það sem er
gott eða gaman virðist vera
dæmt til að hafa hinar voðaleg-
ustu afleiðingar, ef ekki í dag
eða á morgun, þá eftir fjörutíu
til fimmtíu ár, eftir því hvað
Skýrslugero við
hvers monns hœfi
— hœgt að leiða rök að hverju sem er
viðkomandi er gamall um þess-
ar mundir.
Frægt er dæmið um sætu-
efnið cyclamat, sem fyrir
nokkrum árum var töluvert
vinsælt og notað í margskonar
neysluvöru. Herörin, sem
skorin var upp gegn þvi, var
svo beitt, að heilar fram-
leiðsluvörur lögðu upp laup-
ana. Svo var til með vallasið
sykurlausa frá Thule ölgerð-
inni á Akureyri, sem var á
góðum vegi með að verða einn
mest drukkni gosdrykkurinn á
markaðnum hér — það logn-
aðist út af. Þó minnir mig að
niðurstaðan hafi orðið sú, að til
þess að vera í hættu af cycla-
matnum í því hafi maður
neyðst til að drekka 24 flöskur
á dag í þrjátíu og fimm ár, eða
eitthvað viðlíka.
I.maíhefti tímaritsins Urvals
er einmitt grein um þetta efni,
stytt úr bandaríska tímaritinu
Science Digest. Þar segir meðal
annars: ,,í öðru lagi má svo
nefna, að sé til þess varið
nokkrum tíma, fé og skilningi á
skýrslugerð, er mögulegt að
tengja hvað sem er „vísinda-
lega“ við hvað sem er. Ég
spurði nýlega vin minn, sem er
læknir, hvernig ég ætti að fara
að því að sanna, að rjómaís væri
krabbameinsvaldandi. Hann
sagði mér, að fyrst yrði ég að fá
mér mús af góðri ætt, — það er
að segja músarætt, sem væri í
marga ættliði þekkt að því að fá
auðveldlega illkynjuð æxli.
Síðan þyrfti ég ekki annað en
að fóðra hana eingöngu á
rjómaís og bíða svo þolinmóð-
ur.
Að vísu sagðist hann heldur
myndu kjósa skýrsluaðferðina.
Hún er í því fólgin að hand-
sama einhverja heilbrigðis-
skýrslu, safna upplýsingum um
rjómaísneyslu og dreifa síðan
spurningalistum. Safna þessu
svo öllu saman, hræra og baka í
volgri tölvu í klukkutíma.
Honum hafði sjálfum dottið í
hug að fara á þennan hátt með
tengslið milli brjóstakrabba og
sölu á varalit. Eða krabba í
blöðruhálskirtli og notkun rak-
spíra.“
Síðan eru í greininni nokkrar
töflur, sem unnar eru upp úr
Hammondskýrslunni frægu,
sem kvað upp úr um skaðsemi
reykinga árið 1963, svo sem
eftirminnilegt er. Þar var hægt
að finna ýmsar merkilegar
niðurstöður, og það var ein-
mitt það, sem H.J. Morowitz,
prófessor við Yaleháskóla,
gerði sér til dundurs. Hann-
gerði upp úr skýrslunni töflur
um ýmsa lifnaðarhætti og um-
reiknaði þá í aldursstaðlað
dánarhlutfall, sem þýðir hve
margir af aldrinum 40—69 ára
eru líklegir til að látast úr
hverjum hópi af hverjum 100
þúsund mönnum. Þannig er
gott að hafa lága tölu í aldurs-
staðlaða dánarhlutfallinu en
slæmt að hafa hana háa. Eg get
ekki stillt mig um að taka/hér
eins og tvær töflur úr þéssari
grein:
Þeir sem átu engan steiktan mat
Þeir sem átu steiktan mat:
1—2 sinnum í viku............
3—4 sinnum í viku............
5—9 sinnum í viku............
10—14 sinnum í viku..........
15 sinnum í viku eða oftar ..
Af þessu sést, að heppilegast
er að borða steiktan mat sem
oftast — eða myndast hlutfallið
einfaldlega af því að þetta eru
almennir lifnaðarhættir þeirra,
sem könnunin náði til?
Önnur tafla:
Líkamshæð í
sentimetrum
Undir 175....................
175—177,5 ...................
180—182,5 ...................
185—188......................
190,5—193 ...................
■195 og hærri................
Þessi tafla sýnir, að því
hærri, sem maðurinn er, því
betra — upp í 193 sentimetra!
Að lokum þetta: Ég var að
hlusta á útvarpið á ferð minni
norður á dögunum og heyrði þá
fræðsluþátt um umferðarmál
— ágætan þátt og þarfan, þar
sem fjallað var um ölvun við
akstur, sem í sjálfu sér er
glæpur. En þar kom fram hlut-
fall ölvaðra ökumanna í um-
Háaloftið
Tr
SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON !i| i L-
Aldursstaðlað
dánarhlutfall
.........1208
.........1004
......... 642
......... 781
......... 722
......... 702
Aldursstaðlað
dánarhlutfall:
...........................1065
............................815
........................... 806
........................... 784
........................... 687
........................... 735
ferðarslysum, sem leiddu til
meiðsla eða dauða, að mig
minnir. Eg setti raunar ekki á
mig prósentutöluna, en minnir
að hún hafi verið milli
30 og 40%, þannig, að ölvaðir
ökumenn komu við sögu í öllum
þessum fjölda umferðarslysa.
En hvað þá með þessa edrú?
Áttu þeir ekki þátt í þeim
60—70% umferðarslysa, þar
sem fullir komu ekki við sögu?
✓
Á gistihúsi Hjúlprœðishersins
Ég kom með Laxfossi ofan úr
Borgarnesi eins og lög gerðu
ráð fyrir í gamla daga. Það var
að morgni dags og því gott fyrir
ferðalanginn að eiga daginn
framundan til að skoða borgina
og koma málum sínum fram.
Ég snerist fyrst dálitið á
hafnarbakkanum, mest í því
augnamiði að kynnast grind-
verki einu óskaplegu og dular-
fullu sem gnæfði yfir mér með
ferlegri spíru skáhallt út á
hafið. Eiginlega komst ég helst
að þeirri niðurstöðu að þetta
hlyti að vera alvöru gálgi til að
hengja menn í og hann mjög
svo haglega hannaður, þar sem
sýnilegt var að hægðarleikur
var að losa sig við skrokkana í
sjó út. (Ath. Sögnin „að hanna“
var þá ekki til en menn gátu
búið ýmislegt til fyrir því, ja ,
eins og t.d. Edison). Seinna
fékk ég að vita að gálgi þessi
hét kolakrani. Margoft síðar
sagði ég alltaf þegar ég kom
með ókunnugum til Reykjavík-
ur:
— Þetta er kolakraninn.
— Já, auðvitað er þetta kola-
kraninn, sögðu þeir alveg eins
og þeim hefði verið búið að
detta þetta í hug. (En auðvitað
átu þeir þetta bara upp eftir
mér.)
Nú tók ég á rás beinl af
augum upp í borgina, haldandi
á þungri handtösku í annarri
hendi, en posaskjatta í hinni.
Eg stoppaði nokkuð oft til að
„skoða mig umhverfis" eins og
kerlingin sagði og eins til að
hvíla mig. Mig var farið að
langa í mat því ég hafði verið
helsti gjöfull við Faxaflóa á
leiðinni, eins og fleiri. Það
gerði vestanátUn. Loksins sá ég
að ég var staudur í sjálfu Aðal-
stræti og fyrir stafni greindi ég
Gistihús Hjálpræðishersins. Þá
herti ég gönguna sem mest ég
mátti en sóttist ferðin heldur
seint, liklega meðfram af því að
ég gekk eftir miðri götunni, en
umferð af bílum hins vegar
mikil, — og það var varla að
þeir hinkruðu við á meðan ég
vék mér til hliðar. Líklega
hefur þeim fundist ég nokkuð
svifaseinn, en þar um var að
kenna föggum mínum. Þá
komst ég loks heilu og höldnu
upp á tröppur Hjálpræðisins.
Þar setti ég niður dót mitt og
dæsti. Síðan kvaddi ég dyra
með þrem settlegum höggum á
útihurð. Enginn kom út. Eg
hugsaði með mér að sennilega
væri allt fólkið uppi á lofti og
sofandi í þokkabót. Ég barði þá
aftur og fastar , en allt fór á
sömu leið. Þá tók ég að guða á
glugga sem ég náði til, en allt
kom fyrir ekki. Mér var að
verða kalt því þetta var í janúar
og nokkurt frost. Að endingu
réðst ég til inngöngu og komst
inn í forstofuna. Þar bankaði ég
upp á innri dyr. Eftir drykk-
langa stund kom ung, svart-
klædd stúlka til dyra. Hún var
með hvíta og hreina svuntu, í
Tíu sneiðar, takk
— Svo sem tíu sneiðar, sagði
ég.
— Tíu sneiðar, takk, sagði
stúlkan og fór.
Eftir góða stund fór hún að
bera á borðið: mjólk í lítilli
könnu, vatnsglas, öskubakka og
loks kom hún með þrjá stóra
diska með einhverjum ógnar
ferlíkum á. Við nánari athugun
og grandskoðun komst ég að
þeirri niðurstöðu að þetta
myndu eiga að vera brauðsneið-
arnar tíu þótt þær hyrfu alveg
fyrir því sem ofan á þeim var.
Þar ægði saman hinum ólíkustu
matartegundum, ef mat skyldi
kalla: kjöti, osti, kæfu, baun-
um, berjum stórum og smáum,
síld, sultu, graut af öllum
gráðum og litum og mér sýndist
ég kenna þar appelsínur líka
ásamt fleiru sem ég reyndi ekki
að skilgreina nákvæmlega.
— Gjörið þér svo vel.
Eg réðst á eina sneið. Bölvan-
lega gekk mér að halda á henni,
því að gumsið flæddi útaf henni
á allar hliðar og þegar ég ætlaði
að bíta í hana, rakst nefið á kaf
niður í maukið svo mér lá við
köfnun. Einhvern veginn tókst
mér þó með harðheitum að ráða
niðurlögum hennar, en var þá
allur útataður, ekki einasta á
höndum og í andliti, heldur var
jakkinn og buxurnar undir
sömu sök seld. Eg tók upp
hreinan vasaklút og vasahníf
og þreif mig sem best ég mátti.
Aður en ég gerði atlögu að ann-
arri, skóf ég ofan af henni
mesta gumsið og setti á fatið,
reynslunni ríkari frá viðureign-
inni við hina fyrstu. Þegar ég
hafði þannig lokið við fjórar
sneiðar, fann ég að ég var
orðinn mettur og gat ekki
torgað meiru. Sex biðu ósnertar
af mér.
Eg stóð upp, gekk til stúlk-
unnar með stuttu svuntuna,
sem var að dútla eitthvað við
annað borð, og sagði:
— Eg get ekki klárað
brauðið.
— Okei, sagði hún og brosti
til mín í fyrsta sinn.
— Hvað kostar svo
þetta? spurði ég borubrattur.
— Tuttugu og fimm krónur,
takk, sagði hún kæruleysislega.
Eg hváði en fékk sama svarið
styttra lagi, og sagði ekkert.
Hún spurði mig ekki einu sinni
hvort ég væri búinn að berja
lengi og þaðan af síður að hún
bæði mig afsökunar.
Nei, hún bara glápti á mig.
— Góðan daginn, sagði ég.
— Góðan dag, sagði hún
snöggt, eins og það væri hálf-
gert aukaatriði.
— Er hægt að fá keyptan
mat? spurði ég.
— Nei, ekki svona snemma.
— En get ég fengið eitthvað
að drekka? sagði ég.
— Við höfum kaffi, te og
mjólk, sagði hún. Gjörið svo vel
að koma inn í veitingasalinn.
— Takk fyrir, sagði ég og
gekk inn á eftir henni. Hún
vísaði mér á sæti.
— Ég ætla helst að fá mjólkur-
sopa, sagði ég við stúlkuna
þegar ég var sestur.
— Kökur eða smurt? sagði
hún
— Mjólk, svaraði ég skýrt.
— Já. Ætlið þér að fá eitt-
hvað með?
— Jú. Kannski svolítið.
— Þér getið fengið smurt.
(Hvern andsk. var hún alltaf
að tala um smurt? Eins og
nokkur maður æti þurrt nema
fangar upp á vatn og brauð?)
— Já auðvitað, sagói ég hálf-
gramur. Ég ætla að fá nokkrar
sneiðar.
— Hvað margar? spurði hún.
— Nú vandaðist málið. Ég
hafði nefnilega heyrt að í kaup-
stöðum væri brauðið skorið í
vélum og sneiðarnar næfur-
þunnar. Ef hér væri sá háttur á
hafður taldi ég vissara að panta
heldur vel en vart.
KRUMMABER
RÓSBERG G. SNÆDAL
SKRIFAR
og ekkert bros. Atti þá þessi
eina magafylli að kosta mig
vikukaup frá sumrinu? Ég
þóttist sjá í hendi mér að hún
ætlaði að reikna mér allt
brauðið fullu verði, afganginn
líka.
— En ég á mikið eftir. Eg át
varla helminginn, — þær eru
svo stórar.
— Það er sama. Þér pönt-
uðuð tíu sneiðar, svaraði hún
staffírug.
— En væri ekki hægt að
geyma afganginn? Eg borða
hér kannski miðdagsmat.
— Nei, við gerum það aldrei.
Tuttugu og fimm krónur, takk.
sagði hún og brosti svolitið
aftur.
Eg borgaði henni þegjandi og
sagði svo eins og Þórbergur við
„fraukuna" forðum:
— Verið þér nú sælar og takk
fyrir.
Að svo búnu hraðaði ég mér
út og hét þvi að það skyldi
verða langt þangað til ég kæmi
aftur á Gistihús Hjálp-
ræðishersins, og svó þegar ég
las um öxl mér orðin BLÖÐ OG
ELDUR á stóreflis skilti sem
hékk utan á húsinu styrktist
þessi heitstrenging mín til
muna. Blóðugt var það að sjá á
eftir tuttuguogfimmkallinum.
Það var blátt áfram sem eldur I
eigum mínum. —
Gömul reisubókarkorn.