Dagblaðið - 10.07.1976, Blaðsíða 9
DAC.BLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 10. JULÍ 1976. 9
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU
Tvœr fórnarskákir
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
Argentínu, en þar sigruðu þeir
Raul Sanguinetti og Victor
Brond. Næstir komu Raimondo
Garcia og Jorge Rubinetti og
það e. einmitt ein skáka hans
sem hér fer á eftir.
Hv. Rubinetti.
Sv. Seidler.
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. Rc3 d6
3. Rle2 Rf6
4. g3 b5
5. Bg2 Bb7
6. d3 a6
>. 0-0 e6
8. a3 Dc7
9. h3 h6
Svartur ætlar sér hér að taka
reitinn g5 af hvíta biskupnum,
en í raun og veru er þetta slæm
veiking á svörtu stöðunni. Hér
hefði verið nær að leika t.d.
Be7.
10. f4 d5
11. e5 Rfd7
12. f5!
Hvítur er langt á undan í
sóknina. Ekki væri hér gott
fyrir svartan að leika 12. exf5
vegna 13. Rxd5.
12. Rxe5
Ekki 12... Dxe5 vegna 13.
fxe6 fxe6 14. Bf4 með yfir-
burðastöðu fyrir hvitan.
13. fxe6 fxe6
14. Rf4 Kd7
Svartur grípur til þessarar
leiðar, þar sem hann vill ekki
binda drottninguna við að
valda peðið á e6 og leyfa skák-
ina á h5. En nú fær hvítur
tækifæri á skemmtilegum flétt-
um.
15. Dh5 g5
16. Rxe6!
Fyrsta fórnin af mörgum.
Rubinetti teflir þessa skák
mjög skemmtilega og árang-
ursrlkt.
16. Kxe6
•17. Hxf8! Hxf8
18. Dxh6+ Hfö
X p§ n jj |
Jg U
4 JjJ é n v//,„.y. n
■ 1 B i tá////. IH
n B
B B i B H &
B 'f\ jj n E n
B i rrTTim B
Þetta virðist stoppa hvítan í
bili, eða hvað?
19. Bxd5+!
Ennþá einn þrumuleikurinn.
Ef nú 19 Bxd5 þá 20. Dxf6+
Kxf6. 21. Rxd5+ og .hvítur vinn
ur auðveldlega.
'19. Ke7
20. Bxg5 Rf3+
Svartur reynir að sækja líka.
Ef nú 21. Bxf3 þá Dxg3+ og
svartur bjargar sér úr klípunni.
21. Kg2 22. Hel + Rxg5
Sterkur leikur sem segja má að geri út um allar vonir svarts.
22. Re6
23. Dg7+ Kd6
24. Dxf6 25. Rxd5 Bxd5+
Ef nú 25.. . Kxd5 þá mátar
hvitur í tveimur leikjum.
25. Dd7
26. Rf4 Db7+
27. Kh2 Rd7
28. Dxe6+ Kc7
Hvítur hefur nú unnið alla
mennina til baka og stendur
uppi með þrjú peð yfir og yfir-
burðastöðu.
29. Rd5+ Kb8
30. Dd6+ Ka7
31. He7 Hd8
32. Rf6 svartur gafst upp.
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII
Ó, guð vors lands,
nú sest er sól
Ég hef heyrt að nú séu íslendingar í
meiri vanda staddir en nokkru sinni
áður í sögu þessarar þjóðar.
Gjaldeyrismálum þjóðarinnar er
þannig háttað að þeir sem fara til Spánar
fá ekkí nægilega mikinn gjaldeyri til að
komast til Granada. Það hlýtúr þó öllum
að vera ljóst, að við getum varla kallað
okkur frjálsa og fullvalda þjóð nema
hafa komið á þennan stað. Ég vil því
skora á gjaldeyrismálaráðherrann að
kippa þessu i lag sem fyrst, svo að við
getum haldið reisn okkar enn um sinn.
Að undanförnu hefur verið rætt um
það hvort herinn eigi að borga fyrir
aðstöðu sína hér. Vilja margir að hann
byggi hér bæði flugvelli og vegi. Ég er
sammála þessu og finnst mér alveg sjálf-
sagt að gera herinn að deild innan
samgöngumálaráðuneytisins.
Inni er góði ylurinn,
alira hjörtu brenna.
Þ.e.a.s. þau sem þvi nenna.
Úti beljar bylurinn.
Brjóstin skvísur spenna.
Þau eru bæði stór og stinn
sem stundum þykir gegna.
Þær biðja um að komast á ballið inn
brjóstastærðar vegna.
Ég þekki mann sem er svo loft-
hræddur að hann þorir ekki að umgang-
ast þingeyinga.
Eg minnist þess hve oft þær yljuðu mér
þínar ísköldu hendur.
Þær urðu til þess að mig aldrei langaði
utan, á sólarstrendur.
Ljóð á
laugardegi
BENEDIKT
AXELSSON
Listahátíðin hefur haft góð áhrif á
marga. Ég kom I hús um daginn þar sem
verið var að ræða ýms atriði
hátíðarinnar. Húsmóðirin sagðist hafa
haft mest gaman af að hlusta á skáldin
okkar. Hún var meira að segja ekki frá
þvi að hún gæti ort eins og þau.
Húsbóndinn bað hana þá að botna eftir-
farandi fyrripart.
Hvað er eðlilegra en það
að felgulaus bíll
vilji upp á dekk,
sköllóttir menn
vilji fara í hár saman
og að strákústar vilji stöðugt
vera að færa sig
upp á skaftið?
Eg hitti kvenmann á skemmtistað um
daginn, sem var svo fullur, að hún þurfti
að fletta upp í símaskránni til að athuga
hvað hún héti.
Nú er mikill næðingur
norðan Vaðlaheiðar.
Engar götur greiðar.
En á Suðurlandi er slæðingur
af svönnum að fara á veiðar.
Þær hima og hanga við danshúsin.
og halda þar uppi skvaldri.
En mörg ein skvisan skýst ei inn
vegna skorts á háum aldri.
Þær langar svo að labba inn
að líla um stund á dansinn,
fólk sem hallar kinn að kinn
og karla scm grfpa sjansinn.
Því grætur þú svona litla lind,
ljótur er skemmtanabransinn.
Fyrir utan er lika konukind
sem kemst ekki inn með mann sinn.
A íslensku sumri nú svalar mér loks
sólskinið bjarta.
Þínum ísköldu höndum sendir ástar-
kveðju
mitt ískaida hjarta.
Þá er komið að dægurlagatextanum.
Hann er að þessu sinni ortur undir
laginu: Er ég bregð mér í Bárðardal.
Nú ég kjaga inn á Kjarvalsstað,
kann ég svo vel við það,
hve auðvelt er þar andann að beisla.
Leikur þar lon og don
löngum Jón Asgeirsson.
Þar er mikil menningarneysla.
Ó, guð vors iands, nú sest er sól
og séra Magnús klöngrast upp á
Skjóna.
Fagnar því ógurlega er fer hann að
prjóna
og flcngríður svo heims um ból.
Eg verð að hætla við texlann hér þvi
að ég bef ekki heyrt lagið nema um það
bil eitthundrað og fimmtíu sinnum og
hefur mér því ekki tekist að læra það
enn.
Fljúga löngum Flugleiðir
fyrir utan giugga.
Frúin var ekki lengi að botna.
Guði sé lof.
Þeir fljúga þá ekki
inn í stofu hjá manni á meðan.
Kunningi minn einn kom til mín um
daginn og sagðist vera jafn vitlaus og
ráðherra. Hann vissi ekki fremur en þeir
um svartamarkaðsbrask með gjaldeyri.
Vegna þeirra fjölmörgu sem hafa
hringt í mig og spurt um líðan hjónanna
sem keyptu hús í Arnarnesinu og
fundu ekkieldhúsið, vil ég taka það fram
að þau eru búin að finna það. Nú eru þau
i óða önn að leita að ísskápnum.
Nú gæti ég ort svo ótal margt
um allt, bæði lognið og rokið.
Því finnst mér það vera horngrýti hart
að hér með er þættinum lokið.
Að lokum vil ég þó benda þeini sem
ætla út í kvöld að halda sig á
mottunni, að minnsta kosti þangað til
þeir eru búnir að þurrka af fótunum á
sér.
Ben. Ax.