Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 19.07.1976, Blaðsíða 19
I> \<;m,AÐH>. — MANUDACUR 19. JULt 1976. 19 I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Engin batamerki hjó ÍBK! — Fram sigraði baráttulaust lið ÍBK 2-1 í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu og er aðeins stigi á ef tir Yal „Það er af sem áður var,‘‘ sagði áhorfandi að loknum leik Fram og ÍBK i 1. deild ísiandsmótsins í knattspyrnu. Og hann héit áfram: „Keflvíkingar hafa í gegnum árin verið þekktir fyrir góða bar- áttu og samstöðu — en nú er þetta f.vrir róða og þvi lítið eftir. Kefl- víkingar hafa lítið fram að færa í isiandsmótinu í ár.“ Undir þessi orð áhorfandans má fyllilega taka — baráttulaust lið Keflvíkinga var Fram lítil hindrun í gærkvöld. Fram sigraði 2-1 — í tilþrifalitlum leik í meira lagi. Knötturinn gekk lengst af mótherja á milli. — En sigur Fram var fyllilega verðskuldaður. Mun meiri barátta var með leik- mönnum Fram — þeir voru fljót- ari á knöttinn. þó ef til vill árang- urinn væri ekki alltaf sem erfiðið. Fram fylgir nú Val — hefur aðeins hlotið stigi minna, en leikið einum leik meira. Allt getur því gerzt það sem eftir lifir tslandsmótsins þó auðvitað sé staða Valsmanna mjög sterk. Fram varð f.vrra til að skora í gærkvöld og þar var aó verki landsliðsmaðurinn Marteinn Geirsson. Pétur Ormslev tók langt innkast — kastaði yel inn í víta- teig Keflvikinga. Þorsteinn Ölafsson ætlaði að slá knöttinn frá — en tókst ekki betur en svo að knötturinn barst út í teig — þaðan til Marteins sem sendi knöttinn rakleiðis í net- möskvana, 1-0. Fátt markvert gerðist í hálf- leiknum annað — þó fengu Kefl- víkingar ágætt tækifæri, raunar áður en Fram skoraði. en Arni Stefánsson var vel á verði í marki Fram. Varði með stakri prýði. Fram hélt uppteknum hætti í siðari hálfteik — leikmenn liðsins voru ávallt fyrri til í knöttinn á meðan Keflvíkingar biðu eftir að knötturinn bærist til þeirra. En hins vegar — Keflvíkingar jöfnuðu á 15. mínútu. Karl Her- mannsson átti í höggi við Sigur- berg Sigsteinsson, en hann Iék í stað Jóns Péturssonar sem er meiddur. Knötturinn barst til Gunnars Jónssonar, sem gaf'fyrir til Einars Gunnarssonar. Einar var ekkert að tvínóna við hlutina — skaut þrumuskoti frá vítateig, óverjandi fyrir Arna þó nærrí væri að verja. 1-1. En dýrðin stóð ekki lengi — aðeins fjórum mínútum siðar brá Guóni Kjartanssn hinum mark- sækna Kristni Jörundssyni innan vitateigs og Guðjón Finnbogason, dómari leiksins dæmdi umsvifa- laust vítasp.vrnu. Marteinn Geirs- son skoraði örugglega framhjá Þorsteini Olafssyni. Skömmu síðar tókst Kristni Jörundss.vni að skora — hann skallaði knöttinn laglega í markið en var dæmdur hárfínt rang- stæður. Oheppinn þar, drengur- inn. Það sem eftir lifði leiks gerðist fátt maikvert. Rétt eins og bæði lið sættu sig fyllilega við úr- slitin. Keflvikingar ógnuðu marki Fram aldrei verulega. Þó var einn maður tilbúinn að taka á öllu lið Fram — Þórir Sigfússon. Þessi eldfljóti og hættulegi út- herji lék Agúst Guðmundsson grátt í síðari hálfleik — beinlínis stakk hann af. En allt kom fyrir ekki — Þóri vantaði aðstoð sam- herja sinna. Fram sýndi i gærkvöld einn sinn slakasta leik í sumar. Þrátt fyrir það nægði það til sigurs — það kann góðri lukku að stýra fyrir Fram. Enda úr því sem komið er, þá er Fram líklegasta liðið til að veita Val keppni um Islandsmeistaratignina. Sama deyfðin og rikt hefur með Keflvíkingum i íslandsmótinu var í gærkvöld. Iæikmenn biðu alltaf eftir knettinum — en auðvitað voru Framarar fyrri til Það eru því enn engin batamerki með Keflvikingum. Leikinn dæmdi Guðjón Finn- bogason. Steinar Jóhannsson gcrir heiðarlega tilraun til markskots en knötturinn fór himinhátt yfir. Agúst Guðmundsson f.vlgist með — skelfingu lostinn. DB-m.vnd Bjarnleifur. h.halls.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.