Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 04.08.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 04.08.1976, Qupperneq 2
2 DACBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUK 4. ÁGÚST 1976, ....... -.............. Það er gott að borða á Valhöll — en hvernig vœri að hafa klósetpappír ó klósettunum E.J. hringdi: Ég er ein af þeim sem lagt hafa leið sína á Þingvelli og stundum höfum við hjónin borðað i Valhöll. Þar er maturinn hinn ágætasti, svo og þjónustan, en af hverju er þá ekki hægt að hrósa Valhöll út í gegn? Jú, það er vegna þess að manni verður bókstaflega óglatt af því að fara á klósettin þar. Ég fór vitanlega ekki inn á þau öll, en kom inn á tvö. Á hvorugu var klósettpappír, hvað þá að fata væri fyrir tíða- bindi, sem ég hefði þó haldið að væru nauðsynlegar á svona stöðum. Þið getið vel ímyndað ykkur afleiðingarnar og ætla ég ekki að iýsa þessu frekar. «C Hreinleg salerni eru hverjum stað til sóma, en það er ekki nóg, — heldur er nauðsynlegt að nægur salernispappír sé þar einnig. DB-mynd Ragnar. Má ég ekki biðja forráða- menn Valhallar að sjá um að kippa þessu i lag nið allra fyrsta. í fyira þegar ég var þarna á ferð var sömu sögu að segja. Raddir lesenda ÞEGAR „TOPPAR" MISSA AF VÍGSLUM Skeggi skrifar: í DB stóð þetta „Topparnir misstu af vigslunni nýlega: Gunnar iðnaðarráðherra átti samkv. ritúalinu að vígja Mjólká II en veðurguðirnir voru ráðherranum og topp- unum 40 óhliðhollir, svo þeim gaf ekki byr vestur, en sem betur fór var annar ráðherra tiltækur vestra og sá vigði, og hefur vonandi látið sér allvel lika. — Hér skal lýst einlægri samúð með þeim 40 toppum sem urðu af góðri veizlu. Þá tókst nú betur til með ferjuveizluna í Eyjum. Þar voru líka boðnir 40 ,,toppar“ úr höfuðborginni, en það var ekki. andskotalaust með veður- guðina: þoka, þrumur og eldingar, svo enginn komst 1 partíið. Samt var gerð góð veizla með fyrirfólki staðarins, og eins og stendur i gömlum sálmi ef orði er vikið til: „Kláravín, feiti og mergur með, var þar til réttar veitt.“ Var veizlan svo fin, að skutulsveinar voru sóttir í annan landsfjórðung, sem sjálfsagt var. Og nú fór betur en fyrir vestan og sannaðist gamalt spakmæli um Múhameð og fjallið, því næsta dag var siglt til Þorlákshafnar, topparn- ir að sunnan stóðu á bryggjunni og veizlunni fram haldið. Þar hefur Guðjón Teits væntanlega spjallað um áhugamál sitt: strætisvagn handa eyverjum. En því miður var Halldór E. fjarri góðu gamni, kannski einmitt þá í partíi hjá Flug- leiðum. Það hefði sjálfsagt glatt hann að sjá allt sem hann var búinn að fjármagna í Höfninni fyrir tollinn af gjafa- húsunum, og ferjubryggjuna nýju — að minnsta kosti í anda. 40 „toppar“ misstu af góðu gamni í Mjólkárvirkjun á dögunum. ÞVOnUR Á SNÚRU ER ÁGÆTUR — en leiðinlegt að sjá hann allan sólarhringinn Sigríður hringdi: Af hverju í ósköpunum geta þeir sem búa í bæjarblokkun- um við Meistaravellina ekki hengt þvott sinn annars staðar til þerris en á svölunum Það væri nú sök sér ef hann héngi þar bara til tvö á daginn eða væri hengdur neðarlega svo að hann sæist ekki úr næstu húsum, en nei. Þarna blakta á móti manni mismunandi nær- buxur af húsbóndanum lök, koddaver, mishvít, viskustykki og hvaðeina. Haldið þið að það sé þarna í einhvern smátíma? Það er mesti misskilningur. Þarna blakta þessi herlegheit sólarhringunum saman. Má ég biðja um fegurra útsýni. APAR í VERKFALl! Það er ekki l'yrir augað aö sjá þvotta hanga liölangan daginn á snúrum á svölum fjölbýlis- húsa. Ef þiirfin er brýn er hægt að hengja upp þvott í haðher- berginu. Viggó Oddson skrifar frá Jóhannesarborg: Margir hafa deilt um nauðsyn verkfalla og hvað sé upp úr þeim að hafa. Sumar þjóðir eru meir og minna lamaðar af verkföllum ár eftfr ár, þegar aðrar, eins og S- Afríka, vinna myrkranna á milli og flestir virðast hafa það gott, miðað við aðrar þjóðir, án nokkurra sjáanlegra truflana. Verkfallsþjóðir eins og Bretar ramba á barmi þjóðargjald- þrots og tapaðra markaða. Aparnir í verkfalli Ötrúlegustu sögurnar eru furðu nft sannar. Eg hefi góðar heimildir fyrir því að í Malay- síu hafi apar farið I verkfall cða skyndiverkfall, svo sagan rugli ekki fólk. Brezkur dýrafræð- ingur lýsti verkfallinu sem stór- furðulegu, væri það nákvæm eftirlíking á því ástandi sem þeir í Bretlandi ættu að venj- ast. Þarna var búið að temja apahóp til að tína kókoshnetur, yngri aparnir klifu pálmatré, völdu úr þroskuðu ávextina og köstuðu þeim niður, þar sem eidri aparnir söfnuðu þeim saman, flokkuðu eftir stærð og annað þvílíkt þessu viðvikj- andi. Þeim var borgað í banön- um. Nú vildi það til að einhver, sem stjórnaði mötuneyti ap- anna, lét þá fá minni skammt en þeir voru vanir. Þá fóru allir aparnir í verkfall, sumir voru æstir og héldu ræður. Þegar búið var að finna fleiri banana handa öpunum var verkfalli af- lýst og vinna hélt áfram. Ohugnanlega mennskir Okunnugir munu efast um sannleiksgildi sagna sem þess- arar. Önnur saga með nafn- greindum heimildum frá Bang- kok var á þá leið að það væri óhugnanlegt hve mannlegir aparnir þar.væru. Sumir hús- ráðendur hefðu apa í stað hunda til að gera viðvart um mannaferðir. Þeir hölluðu sér upp að dyrakarminum eins og dvergar. Ef þeir yrðu of æstir tuskaði eigandi þeirra þá til eins og smábörn. Þegar sögu- maðurinn kom að einu slíku „apahúsi“ hljóp apinn í átt inn blaðrandi og togaði i buxna- skálm húsbóndans og benti í átt til dyra. Sumir bankar i Austur- löndum nota apa til að prófa hvort myntir séu sviknar. með þvi að láta apana bíta í þa'r. Api járnbrrutarstjóri í S-Afríku er saga um að bavíanapi hafi verið tekinn á launaskrá járnbrautanna. Eig- andi apans vann við Uitenhage járnbrautina og leit eftir merkjastöð. Maðurinn var fóta- laus og hafði apa til aðstoðar, hann sat á litlum vagni og sagði apanum fyrir verkum. Eftir vinnu ýtti apinn húsbónda sín- um heim. Á búgarði í Ástralíu er til heimild um rhesusapa sem ók traktor, hljóp út til að opna hlið, ók í gegn og lokaði hliðinu á eftir sér. I Ameríku var öpum kennt að bólstra hús- gögn. Rétt fyrir „sveinspróf" tók \erkalýðsfélagið í taumana og hótaði að fara í verkfall ef aþarnir vrðu ekki reknir. Hér hefur hundurinn bitið í rófuna og hleypur í hring, apar og menn.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.