Dagblaðið - 04.08.1976, Blaðsíða 12
12
, i .
Manch. Utd.
vann mót-
herja Kef I-
víkinga
Ensku knattspyrnuliðin eru nú
sem óðast að undirbúa sig fyrir
leiktimabiiið — ferðast vítt og
breitt til le.ikja. IVIanch. Utd.
liðið. sem vakti hvað mesta at-
hygli á síðasta leiktímabili. lék
nýlega við Hamburg SV, eitt
sterkasta lið Yestur-Þýzkalands.
Leikið var í Hamborg, en United
sigraði samt 3-1. Þeir Sammy
Mcllroy, Stuart Pearson og Gerry
Daly skoruðu mörk Manchester-'
liðsins.
Hamburger SV var meðal efstu
liða í Bundeslígunni í vor — og í
næsta mánuði leika Keflvíkingar
við þetta ágæta lið í Evrópu-
keppni bikarhafa.
En það eru fleiri en ensku
liðin. sem ferðast um og leika.
Þannig léku nýkrýndir meistarar
Suður-Ameríku, Cruseiro frá
Braziliu. við frönsku meistarana.
St. Etienne. í Frakklandi í gær.
Jafntefli varð 1-1. Revelli náði
forustu fyrir Frakka á 17. mín.
Melhino jafnaði á 61. mín. og
tvívegis eftir það áttu Braí.zarnir
stangarskot. Cruseiro var suður-
amerískur meistari í fyrri viku.
Sigraði þá River Plate eftir þrjá
leiki. Það er í fyrsta skipti í 13 ár.
sem lið frá Braziliu hlýtur þenn-
an titil.
Evrópukeppnin
í knattspyrnu
hefst í dag
Evrópukeppnin í knattspyrnu
hefst í dag, en þá leika Cardiff.
Wales. og Servette, Sviss, í
Evrópubikar bikarhafa í Cardiff í
forleik fyrir fyrstu umferð.
Cardiff, sem sigraði í bikar-
keppni Wales, lék í 3ju deildinni
ensku á siðasta leiktímabili, en
vann sér rétt til að leika í 2. deild.
Þetta er i níunda skipti síðustu 12
árin, sem Cardiff tekur þátt í
Evrópukeppni. Svissneska liðið
er talið sigurstranglegra í viður-
eign félaganna. Það hefur sex
svissneskum landsliðsmönnum á
að skipa — og svo Martin Chivers,
sem i sumar var keyptur frá
Tottenham fyrir áttatiu þúsund
sterlingspund. Stóri Chivers
hefur gert það gott með Servette.
Hann skoraði fimm mörk í
fjórum leikjum i Alpa-bikarnum
og kom þar með Servette í úrslit í
þeirri keppni, sem staðið hefur
yfir að undanförnu.
Síðari leikur Servette og
Cardiff verður í Genf 11. ágúst og
sigurvegarinn leikur við sovézku
hikarmeistarana í 1. umferð
Evrópukeppni bikarhafa.
Fó að vera
Pierre Trudeau, forsætisráð-
herra Kanada, skýrði frá þvi i
Ottawa í gær, að Sergei Nemtsa-
nov, hinn 17 ára sovézki dýfinga-
maður. sem bað um hæli i Kanada
meðan á Olympíuleikunum stóð,
hefði gert það af frjálsum vilja og
mundi ekki verða þvingaður til að
fara heim.
Sovétríkin gerðu um tíma
mikið veður út af flótta Nemtsa-
nov og hótuðu að hætta þátttöku á
leikunum tvo síðustu keppnisdag-
ana ef pilti yrði ekki skilað í
olympíuþorpið á ný. Sú hótun var
hins vegar drcgin til baka.
Trudeau forsætisráðherra
bætti því við í gær, að vegna
aldurs yrði Nemtsanov að fá
nægan tíma til umhugunar — ef
hann vildi breyta um skoðun.
Honum hefur verið tryggður
réttur til að dvelja í Kanada fram
til 1. janúar 1977. Sama rétt hafa
fjórir aðrir flöttamenn fengið —
allt Rúmenar, sem báðu um hæli
sem pólitískir flóttamenn á leik-
unum.
FIMLEIKASÝNING SE
DAGBLADIf). — MIDVIKUDAGUR 4. ÁGUST 1976.
Áhorfendur í Laugardalshöll-
inni — með forseta tslands,
Kristján Eldjárn, Halldóru for-
setafrú, og Geir Hallgrímsson,
forsætisráðherra, í broddi
fylkingar — stóðu á fætur í lok
fimleikasýningar sovézku
olvmpíufaranna í gærkvöld og
hylltu þá lengi og ákaft. Það var
verðskuldað lófatak, sem þetta
mikla afreksfólk hlaut — fim-
leikasýning þess i Laugar-
dalshöilinni glevmist aldrei
þeim, sem á horfðu. Þar sam-
einaðist frábær leikni — mikil
dirfska — hreint ótrúleg hæfni í
hinum crfiöustu æfingum ásamt
því fínasta fína i fimleikum nú-
tímans. Ogleymanleg kvöldstund.
Ásgeir Guðmundssón, for-
maður Fimleikasambands
íslands, kynnti hina sovézku gesti
í byrjun sýningarinnar — Nelli
Kim, eina af stórstjörnum
Olympíuieikanna í Montreal, sem
á þrenn gullverðlaun frá
leikunum í pússi sínu. Elviru
Saadi, þá glæsilegu konu, litlu
Maríu Filatovu, sem vann hug og
hjörtu allra í Laugardalshöll ekki
síður en i Montreal, Svetlönu
Grozdovu, sem er við' upphaf
ferils, sem áreiðanlega á eftir að
verða mjög glæsilegur — og
Irenu Devine. sem er sovézkur
meistari í nútíma fimleikum.
Glæsileg stúlka.
Og meistarana fjóra í
■fimleikum karla — Alexander
Krysin, Vladimir Marchenco,
Vladimir Sofrov og hinn 18 ára
Alexander Thachev. Það
merkilega skeði að þeir héldu
meira en sínum hlut við að vinna
hylli áhorfenda í hinni hörðu
samkeppni við stúlkurnar snjöllu.
F'imleikar kvenna er það. sem
mest hefur hrifið fólk í flestum
löndum heims síðustu árin — og
það þarf því mikla snillinga til að
standast samanburð við hinar
snjöllu sovézku fimleikakonur.
En það tókst þessum mönnum vel
í gær — enda frábærir snillingar
hver á sínu sviði. og langfremstú
fimleikamenn. sem sýnt hafa
listir sínar hér á landi. Hugsið
ykkur — Alexander Krysin í
þreföldu heljarstökki af svifrá.
Einn þriggja manna í heiminum,
sem getur framkvæmt það atriði
Það var mikil eftirvænting.
þegar sovézka fimleikafólkið hóf
æfingar i gærkvöld — síðan
sýningar — og i lokin leyndi
hrifningin sér ekki á hverju
andliti. Það var mikið klappað —
ekki síður forsetinn og forsætis-
ráðherrann. en hinir minnstu
nteðal ahorfenda. Gamlir
fimleikakappar islenzkir —
konur sem karlar — voru
orðlausir i hnfni sinni. Hvert
atriðið öðru betra sást á fjölum
Laugardalshallarinnar — atriði.
sem kostað hafa áralanga þjálfun.