Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 01.09.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 01.09.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. — MIÐVIKUDAGUR 1. SEPTEMBER 197$: 2 r Sértimi fyrir fullorðna í laugunum Ein í „trimminu“ skrifar: Mig langar að koma á fram- færi hugmynd við yfirvöld sundstaða hér i borg. Væri ekki möguleiki á meira skipulagi á opnunartíma laug- anna, þ.e.a.s. að hafa laugarnar opnar ákveðinn tíma á dag fyrir börn og unglinga en leyfa hinum eldri og hæggengari að fá sérstakan tima til umráða. Mér finnst bera of mikið á því að svo krökkt sé af börnum í sundlaugunum allan daginn að maður fær hreinlega ekkert svigrúm til að hreyfa sig. Ég er svo langt frá því að vera mótfallin aðsókn barna í laugarnar. Sund er ein hollasta íþrótt sem finnst og er einungis hægt að mæla með því við sem flesta. Og hvað ungur nemur gamall temur svo bezt er að venja börnin sem fyrst við sundlaugarnar. En við sem erum eldri og erum að reyna að fá einhverja líkamlega þjálfun, eftir mikla inniveru og kannski erfiðis- vinnu, við þurfum líka á þessu að halda og það væri gustuka- verk að gefa okkur smárúm svona eins og tvær til þrjár klukkustundir á dag, t.d. frá kl. 5—8 síðdegis þegar margir hafa lokið sínum vinnudegi og þykir gott að skella sér í laugarnar og hrista úr sér þreytu og slen. Hvort þessi ungi maður fengi aðgang að tíma hinna fullorðnu er ekki gott að segja en hann lítur sannarlega út fyrir að stunda laugarnar vel. DB- mynd: Bjarnleifur. Er kerfíð að sprengja kerfið? — Skipulagsleysi í algleymingi hjó opinberum aðilum AÐ MUNA SINN FÍFIL FEGRI LL skrifar: Alveg er það makalaust hvernig vinnubrögðum hinna ýmsu opinberu stofnana hér í borg er háttað. Maður fær ekki einu sinni botn í það hvort apótekið sem kvöld- og helgi- dagavörzlu annast, er opið frá kl. 6—10 á kvöldin eða kl. 10 og fram úr. Ef öryrki þarf að sækja um örorkubætur, þarf hann að skrifa þrjár umsóknir sé um 75% örorku að ræða. Fyrst fyllir hann út blað og sækir um örorkuna, síðan fyllir hann út annað blað og sækir um tekju- trygginguna og að lokum, ef hann á enga peninga, þarf hann að fylla út þriðja blaðið og sækja um bótatrygginguna. Sé öryrkinn ekki alveg upp á það skýrasta í kollinum, getur það tekið hann um 3—4 mánuði að ljúka umsókninni og starfsfólk stofnunarinnar ennþá lengri tíma að vinna úr henni. Það hlýtur að þurfa margt starfs- fólk með svona fyrirkomulagi. Svo dettur mér í hug litla loftlausa kompan í Vonarstræti 4, þar sem fólk sækir pening- ana, í samanburði við stóra loft góða salinn þar sem maður borgar skattinn sinn. Eða fínu salarkynni læknastéttarinnar þar sem alls ekki er hægt að fá að staldra við nema stutta stund, þó opið sé þar allan dag- inn. Læknirinn notar þessi salarkynni okkar ekki nema frá 1—5 og svarar svo í síma heima. Svo kemur neyðarvaktin, því auðvitað næst ekki í lækninn heima. Það er ekki svo auðvelt að fá til sín lækni nema maður geti skilgreint fyrst sjúkdóm- inn í símann. Svo má ekki gleyma gamla fólkinu og elliheimilunum. Þar er starfsfólkið fátt miðað við stærð heimilanna og aðeins einn læknir sem kemur einu sinni í viku. Hann gefur síðan pillur sem detta venjulega milli rúms og þilja hjá gamlingj- unum og skúringakonurnar taka þær með í föturnar um leið og þær þrífa. Þá hlýtur nú að vera ólíkt skemmtilegra að vinna í læknamiðstöðinni eða á einhverri nýrri sérfræðideild á sjúkrahúsinu. Ég furða mig líka á að apótekin í • hinum ýmsu hverfum séu tekin fyrir viku- lega, og ef marka má orð útvarpsþulanna, þá er fólki í Breiðholti ætlað að vera veikt þessa vikuna og fólkinu í vesturbænum hina o.s.frv. Það er mikið ritað og rætt um ,,kerfi“ nú til dags. Fyrir fáum árum var þetta orð varla nefnt nokkurs staðar. Það skyldi þó aldrei vera sprottið upp fyrir tilverknað hinna ýmsu opin- beru aðila. Skyldu þessir menn sem eru svo útsmognir í að læra eins og páfagaukar af bókinni en til lltils hæfir þegar á reynir, vera einhvers konar ,,bomba“ í þjóðfélaginu í dag. En er þá ekki hætta á að kerfið springi? Það held ég hljóti að vera. Skipulagsleysið á eftir að sprengja kerfið, því skipulag er nokkuð sem fyrirfinnst ekki í okkar „kerfi“. L.G.L. skrifar: Margir muna sinn fífil fegri, æskuna, holt og hæðir með gróandanum, ilmi sóleyja og baldursbráa og þegar kálgarðar voru í hávegum hafðir. En nú vaxa jurtir og blóm, sem lifa aðeins í tvo mánuði fyrir blikk- beljur og einnig fyrir þá sem í þeim sitja. Svo eru það stein- kumbaldar sem koma í staðinn fyrir berjalyngið og mosann. Þegar við lítum yfir farinn veg, kemur þá ekki upp í huga okkar að öðru vísi hefði mátt fegra bæinn okkar heldur en við höfum gert? Hefði ekki verið hægt að lofa fagurkeran- um, sem býr í okkur flestum, að njóta sín betur? Hvers vegna að vera að rembast við að apa allt eftir stórborgum erlendis? Hvers vegna ekki að hafa okkar eigin stil yfir bænum? Landið okkar er ekki stórt, en þó nógu stórt fyrir okkur.Við gætum séð fyrir okkur snotur einlyft hús með fallegum jurta- garði og háum trjám fyrir utan, eins og þau sem eru í vestur- bænum. Gæti menningir. ekki verið jafngóð fyrir það? Hún væri miklu betri, mikið rólegri og manneskjulegri. Við höfum hlaupið á okkur með því að vera svona áhrifagjörn og taka svona mikið upp eftir öðrum þjóðum. Hin svokölluðu þróuðu lönd eiga ekki rétt á sér sem fyrir- mynd annarra landa, menning þeirra er varasöm. Við verðum að búa til okkar menningu sjálf. Við eigum að vera skapandi og sýna það með því að drekka úr þeirri ómenguðu lind sem við sjálf eigum. Við eigum að halda okkar eigin menningu og ekki taka stórborgir okkur til fyrirmyndar við uppbyggingu Reykjavíkur. Hér eiga að vera lítil hús með fallegum görðum umhverfis eins og í Grjótaþorpi en þaðan er þessi mynd. VANTAR EFTIRLIT MEÐ POSTI r UTLENDINGANNA — Þeir geta fengið send eiturlyf ón athugasemda fró stjórnvöldum Vilhjálmur H. skrifar: Á meðan leitað er að eitur- lyfjum á íslendingum sem til landsins koma, er það alveg fyrir neðan allar hellur að bandarískir hermenn, sem koma til Keflavíkurflugvallar, skuli geta komið inn í landið án þess að á þeim sé leitað. Einnig munu hermenn og er- lendir starfsmenn vallarins geta fengið póst sinn erlendis frá án þess að nokkurt eftirlit sé haft með því hvort hann inniheidur eiturlyf eðaekki. Þetta er ekkert nema undir- lægjuháttur að það skuii ekki vera eftirlit með þessum pósti útlendinganna. Það ætti ekki að vera neitt athugavert við, að Islendingar færu fram á að full- trúi þeirra fengi að hafa eftirlit með sendingum til landsins i samráði við bandarískan full- trúá, ef því væri að skipta. Það er vitað mál að eitur- lyfjum er smyglað til landsins í gegnum Keflavíkurflugvöll og það er einungis að stinga höfðinu i sandinn að þykjast ekki vita á hvern liátt það ger- ist.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.