Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.09.1976, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. — FÖSTUDAGUR 3. SEPTEMBER 1976. Engin ofsakœti \ Höllinni [ — en dágóð skemmtun samt „Milljónaglampinn er nú reyndar horfinn úr augunum, en ég fæ samt borgað fyrir vinnuna mína og vel það," sagði Öttar Felix Hauksson, fram- kvæmdastjóri „Rock 'n'Roll Festival", er DB spurði hann á miðjum hljómleikum, hversu margir miðar hefðu selzt. Þá- voru rúmlega 2000 manns komnir í Laugardalshöllina og fleiri gátu þeir tæpast orðið. í stuttu máli sagt gengu hljómleikarnir vel fyrir sig. Engar teljandi tafir urðu, er skipt var um hljómsveitir og oftast var blessunarlega stutt á milli laga. Sáralitið var um magnaragaul og annan hávaða, sem oft fylgir hljómsveitum, og fagmannsbragur var á tækni- legri hlið hljómleikanna. Annars hófst „Rokkið og rólið" á þvl að kynnirinn, Helgi Pétursson, gekk fram á sviðið og lagði gestum lifsreglurnar. Þeir máttu ekki reykja í salnum og áttu að hliðra til fyrir myndatökumönnum sjón- varpsins og svo framvegis. Helgi virinur sér brátt fastan sess sem kynnir á popptón- leikum. Hann virðist þegar hafa tamið sér sérstaka sviðsframkomu. Yfirleitt tyggur hann tyggi- gúmmi í gríð og erg, hefuf aðra höndina í vasanum og sveiflar hinni eins og Raggi Bjarná, þegar hann er að syngja. Þá virðist orðinn fastur liður hjá Helga að segja tvo brandara á hverju kvöldi; — einn sem allir hlæja að og annan sem aðeins tveir eða þrír skilja. — En nóg um kynninn, — hann stóð sig vel, eins og við var að búast. Hljómsveitin Cabaret fékk það erfiða hlutverk að hefja tónleikana. Hún flutti fimm lög eftir hljómborðsleikara hljóm- sveitarinnar, Valgeir Skag- fjörð. Öll voru lögin sæmilega áheyrileg, en þó situr eitt eftir i huganum að hljómleikunum loknum. Það lag nefnist „Senior Miranda." Aukalagið, Einn var að smiða ausutetur..." var skemmtilega flutt. Það fór þannig fram, að þrír félagar i Cabaret léku það á bassa. Eik var næst á dagskrá og lék nokkur lög af hljómplötu sinni, sem væntanleg er á næstunni. 011 vor.u lögin frumsamin utan eitt, „Stormy Monday," sem James Brown hefur meðal annarra leikið á hljómplötu. Tóngæðin hjá Eik voru góð. I þeim efnum naut hljómsveitin góðrar aðstoðar Tony Cook upptökumanns sem gerþekkir lög hljómsveitar- innarjjg möguleika þeirra. Eftir að Eik hafði lokið leik sinum var hlé. Kynnirinn, Helgi Pétursson, benti fólki á að fara nú fram og kaupa sér pylsur, sem síðan reyndust ekki falar. Fyrsta hljómsveitin eftir hlé var Fresh. Hún hélt síg fast við „funky" línuna og fór vel af 'stað með miklum hávaða og krafti. Er líða tók á leik hljóm- sveitarinnar virtist þreyta gera vart við sig og hljómleika- stemmningin, sem meðlimir Fresh reyndu að skapa var að mestu hjöðnuð þegar leik hennarlauk. Þá var komið að Celsíusi. Hljómsveitin hafði undirbúið sitt eigið ljósa„show" en fékk ekki að nota það þar eð gamall maður með bómull i eyrunum bannaði að slökkt yrði á ljós- kösturunum á sviðinu. Celsius varð því að sitja við sama borð og aðrar hljómsveitir hvað tilbreytingarlausa lýsingu snerti. Celsius flutti annars vönduð- ustu tónlist kvöldsins. Að liluta til var hún „funky" en þeir Celsiusarbræður slógu á marg- ar fleiri nótur. Mikið var um „instrumental" lög. Þau, sem voru sungin, voru þó áberandi betri helmingurinn af pró- grammi hljómsveitarinnar. Meðal annars lék Celsius lagið Love Your Mother, sem var á prógrammi Change. Þetta er mjög grlpandi Iag sem hljóm- sveitin ætti að hafa áfram á lagalista sínum. Paradís rak endahnútinn á tónleikana með nokkrum lög- um sem hún hefur leikið á dansleikjum að undanförnu. Þeirra á meðal voru nokkur lög af plötu hljðmsveitarinnar, svo og lOcc lagið Art For Art's Sake. Aukalag Paradisar hefur litið heyrzt áður, hvort sem það er nú frumsamið eða fengið að láni. í síðasta lagi Paradísar, Slip Me Five, var notað , svonefnt stroboscope. Til þess að það nyti sín varð að slökkva öll ljós í salnum. Það var gert og nú virtist gamli maðurinn með eyrnabómullina ekkert haf a við slikt að athuga. í heild tókust hljómleikarnir vel. Áheyrendur klöppuðu hljómsveitirnar upp að gömlum islenzkum sveitaósið og er Paradís hóf leik sinn trððust ungmennin fremst að sviðinu og voru nærri því búin að troða myndatökumenn sjón- varpsins niður. Þessi upp- troðsla áhorfenda virtist vera mest til málamynda, þvi að þegar upp að sviðinu var komið stóðu allir eins og nátttröH og góndu á hljómsveitina. Enn er eitt ótalið og er það húsaleiga Laugardalshallar- innar. Höllin tekur 20% prósent af brúttóverði hvers aðgöngumiða, þannig að 400 krónur féllu í hlut hallarinnar af hverjum aðgöngumiða. Ef reiknað er með þvi að 2000 miðar hafi selzt hefur Laugar- dalshöllin fengið í sinn hlut 800 þúsund krónur. Það verður að teljast dágóð leiga fyrir þrjá sólarhringa. Ef eitthvað er til sem kallast okurleiga er Laugardalshöllin þar stórtæk- ust. Eruð þið ekki sammála, lesendur góðir? —AT E1B2BZ5ZZ3ZB1 ÁSGEIR m TOMASSON :: fe..; Jfll DB-mynA Árni Pátt unAuBmARf "f **, á hUönUeik. fJarverí i«f? V J6i1SSOn • sem Jig„ur ?°'fs Slgurðssonar eftir áð "kið vBa°prg.ai?Pftalanum nokkru V8r a hann 'yrir vo»^^ c^o>xe6t V^etaö*6 ^ ^^- EIK lék tónlist af *-P Plotu sinni sem er væntanleg um næstu mánaðamóí. Myndin er af Þor- steirii Magnússvni Kilarleikara. Rótarar Þ*«» 0 8torfum standa s»g »

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.