Dagblaðið - 23.10.1976, Síða 6
I>.
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. OKT0BER 1976.
Gkesibœ — Simi 83210
Rúllukragapeysur, yrjóttar og röndóttar, kr. 1840.-
Rúllukragapeysur, einlitar, kr. 2090.-
UHarnœrföt kvenna, úr skozku eingirni
Verzlunin MADAM, Glœsibœ
Simi 83210
Námskeið í
siglingafrœðum
verður haldið á
nœstunni.
Uppl. i simum 37845 og
11692
SNARFARI
Félag sportbátaeigenda
Rafmagnsveitur ríkisins
óska að ráða nú þegar ritara í hálft
starf (e.h.).. Verzlunarskóla-eða hlið-
stæð menntun æskileg. Laun skv.
kjarasamningum ríkisstarfsmanna.
Lfl. B-8.
Umsóknir sendist starfsmannastjóra.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 116
Reykjavík.
Auglýsingastarf
Óskum að ráða starfskraft sem fyrst til
auglýsinga- og skrifstofustarfa.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg.
Umsóknir sendist afgreiðslu Dagblaðsins
Þverholti 2 merkt „2222"
Umboðsmaður
óskast á ísafirði frá næstu ára-
mótum. Allar upplýsingar gefur
Gunnlaugur Jónasson núverandi um-
boðsmaður á ísafirði. Skriflegar um-
sóknir sendist til skrifstofu H.H.Í.
Tjarnargötu 4, Revkjavík, fvrir 10. nóv.
1976.
Happdrœtti Hóskóia íslands.
Stjorn landssmnlakanna Þroskahjálp.Einar Sigurbjörnsson (Noröurland), Gunnar Björnsson (Vest-
firdir). Heiga Finnsdóttir (Reykjavík). Gunnar Þormar (Revkjavík), Kristján Ingólfsson (Austur-
land). Eggert .lóhannesson (Suðuriand) og Jón Sævar Alfonsson (Hafnarfjörður).
Landssamtökin Þroskahjálp stofnuð:
Við vitum minnst um
neyðina sem ríkir í
málefnum þroskaheftra
„Stofnfundur Þroskahjálpar,
sem er landssamtök 13 félaga sem
vinna að málefnum þroskaheftra
í landinu.litur svo að íslendingar
séu sér ekki meðvitandi um þá
neyð sem ríkir í málefnum
þroskaheftra.
Þeim er ekki gert kleift að
njóta sjálfsagðra mannréttinda,
þjóðfélagsleg samhjálp þeim til
handa er alls ófullnægjandi og
þarf ekki að fjölyrða um það
hvernig þjóðin hefur brugðizt
skyldum sínum i þessum efnum.“
Þannig hljóðar upphaf ályktunar
sem samþykkt var einróma á
stofnfundi landssamtakanna
Þroskahjálþar. sem haldinn var í
Reykjavík sl. laugardag.
Samkvæmt rannsókn, sem §erð
var á vegum íslenzka heilbrigðis-
ráðune.vtisins árið 1974, kom í
ljós, að 0.61% landsmanna voru
þroskaheftir á einhvern hátt.
Það kom fram á
stofnfundinum að þrátt fyrir
þessa staðreynd er engin heildar-
löggjöf til um málefni þroska-
heftra í landinu sem tryggir að
ekki sé lengur gengið á rétt þeirra
er ekki geta svarað fyrir sig. '
Þegar tekið er mið af nágranna-
þjóðunum eru íslendingar 30
árum á eftir tímanum. Það kom
fram á fundinum að fjárframlag
ríkisvaldsins til hinna nýstofnuðu
samtaka er mjög ótryggt þar sem
svonefnt ,,tappagjald“, er rann til
b.vggingarsjóðs þroskaheftra.
hefur verið lagt niður í þess stað á
sjóðurinn að fá vissa upphæð úr
ríkissjóði en mjög er óljóst hver
hún verður.
„Ríkisvaldið þarf skilyrðislaust
að ganga fram fyrir skjöldu nú
þegar og setja heildarlöggjöf um
málefni þroskaheftra í landinu
sem tryggir það að ekki verði
lengur gengið á rétt þeirrá er
ekki geta svarað fyrir sig. Þeirri
löggjöf ber að fylgja eftir með
framkvæmdum sem geri mögu-
lega eðlilega lífshætti þessa fólks
og sömu lífsskilyrði sem við hinir
heilbrigðu og heilbrigð börn
okkar búa við. Stofnfundurinn
telur að framangreind atriði þoli
enga bið og fjármögnun þeirra
verði að sitja í fyrirrúmi.
Landssamtökin Þroskahjálp
hafa það að markmfði að sjá til
þess að þroskaheftir fái jafnan
rétt á við aðra þjóðfélagsþega í
orði og á borði.“
„Stofnfundur Þroskahjálpar
samþykkir að fela nýkjörinni
stjórn, en formaður hennar var
kjörinn Gunnar Þormar tann-
læknir, að halda almennan fund
um málefni þroskaheftra í land-
inu með aðaláherzlu áheildarlög-
gjöf, menntamál og styrktarsjóð.
sem allra fyrst.
Til þessa fundar verði boðið
öllum stofnfélögum samtakanna,
svo og öllum þeim aðilum sem
þessi mál varða.“
EVI
Undirskriftasöfnun sjómanna:
Listarnir afhentir
Alþingi á þriðjudag
sjómenn gefa út annað blað
Síðasti spretturinn í undir-
skriftasöfnuninni „Frjáls
samningsréttur" stendur yfir
þessa dagana en stefnt er að því
að leggja listana fyrir Alþingi
26. október nk.
Enn eiga allmargir eftir að
senda listana inn en fréttir,
sem borizt hafa utan af landi,
benda til góðra undirtekta
viðast hvar að sögn Páls
Stefánssonar. Þannig hefur á
sumum stöðum frétzt um jafn-
vel 100% undirtektir sjómanna
Vildi Páll hvetja þá sem ekki
hafa skilað undirskriftalistun-
um enn að senda þá með hraði
svo að þeir nái fyrir afhending-
una.
Þeir sem að undirskriftasöfn-
uninni standa hafa gefið út
blað sem nefnist Sjóntaðurinn
og hefur því verið dreift um
allt land. Hefur það hlotið mjög
góðar undirtektir alls staðar að
sögn Páls. I blaðinu er gerð
grein fyrir viðhorfum sjó-
manna til bráðabirgðalaganna
sem ríkisstjórnin setti um kjör
þeirra. Erþegar farið að vinna
að undirbúningi næsta blaðs
sem mun að mestu verða til-
einkað þingi Sjómannasam-
bandsins.
JB
Engin rannsókn á „stolnum"
skjölum frá Vœngjum hf.
Alþýðublaðið skýrði frá þvi i
«;er i kjaltadálki sinum að
kralizt hefði verið sakadóms-
rannsöknar á meintum stuldi
skjala frá flugfélaginu Vængj-
unt hf. Myndir at suinum þess-
ara skjala voru birtar i Dag-
blaðinu með grein um Vængi
hf.
Dagblaðið fékk í g;er þ;er
upplýsingar hjá Sakadónti
Reykjavikur að krafa um þessa
rannsókn hefði ekki borizt.
i
— ÓV.