Dagblaðið - 23.10.1976, Qupperneq 10
10
DAGBLAÐIÐ. LAUGAKDAGUR 23. OKT0BER 197&
MMBUBIÐ
frjálst, úháð dagblað
Útgefandi Dagblaðiðhi.
Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson.
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta
stjóri: Atli Steinarsson. Iþróttir: Hallur Slraonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit
Asgrlmur Pálsson.
Hlaóamenn: Anna Biaruason. Asgoir Tómasson. Hraui SigurAsson. Krna \' Inuólfsdóttir
(iissur Sigurósson. Ilallur Hallsson. Helgi Pótursson. Jóhanna Birgisdóttir. Kairin Pálsdótiir
Krislln Lýósdóuir. Olafur JÓnsson. Omar Valdimarsson. I.jósmyndir: Arni Páll Jóhannsson
Bjarnleifur Bjarnleifsson. Sveinn Þormóósson.
(’.jaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már K.M. Halldórsson.
Askriftargjald 1100 kr. á raánuói innanlands. I lausasölu «0 kr. eintakió.
Ritstjórn Sióumúla 12. slmi SJ322. auglýsingar. áskriftirog afgreiósla Þverholti 2. simi 27022
Setningog umhrot: Daghlaóióhf og Steindórsprent hf. Armúla 5.
Mynda-og plötueeró: Ililnurhf . Sióumiila 12 Prentiiu: Arvakiir hf.. Skeifunpi 10
„Samtökin" og kerfið
Samtökin virðast vera að syngja
sitt síóasta. Fækkun stjórnmála-
flokka er æskileg, eins og málum
er komið. Samtökunum hefur mis-
tekizt ætlunarverk sitt.
Forystumenn flokksins munu leita á ný mið.
Sumir hyggjast ganga í Alþýðuflokkinn, aðrir í
Alþýðubandalagið en enn aðrir telja sig hvergi
munu una. Þetta eru ömurleg endalok til-
raunar sem um skeið leit vel út.
Megintilgangur Samtakanna var frá upp-
hafi að stuðla að sameiningu vinstri manna í
nafni jafnaóar- og samvinnustefnu. Þessi til-
raun upphófst þó með aukinni sundrungu svo-
kallaðra vinstri manna, stofnun enn eins flokks
á vinstri kantinum. Raunin varð sú að illa gekk
að sameina þá sem að nýja flokknum stóðu. Þar
var hart barizt. Svo fjarri voru mennirnir í
nýja flokknum takmarki sínu að upp úr honum
spratt enn einn flokkur með einhvern athyglis-
verðasta foringja flokksins í fararbroddi.
Bjarna Guðnason.
Tilraunin hafði lofað góðu þegar Frjáls-
lyndir og vinstri menn unnu kosningasigur og
forystumenn gömlu flokkanna til vinstri urðu
felmtri slegnir. Ef til vill hefði verið unnt að
halda áfram á sigurbraut hefði innbyrðis-
klofningur ekki komið til. Flokksforingjarnir
gerðu þó þá reginskyssu að gerast þátttakendur
í misheppnaðri ríkisstjórn. Fólk hætti að sjá
muninn á þeim og foringjum gömlu flokkanna.
Foringjarnir urðu samsekir kerfinu. Þetta og
klofningurinn réð úrslitum.
r
Á hvaða
leið er
Glistrup?
Glistrup hefur enn sótt á
meðal ðnnskra kjósenda.
Jafnaöarmenn eru óttaslegnir,
því að kannanir sýna.að flokkur
Glistrups a vaxandi fvlgi meðal
verkamanna.
Stefna Glistrups er harla
óvenjuleg. Ekki hefði stjórn-
málaskoðendur grunað fyrir
nokkrum árum, gð viðgangur
hans yrði slíkur sem raun ber
vitni.
Glistrup vill kveðja heim alla
sendiherra Danmerkur nema
fulltrúann hjá Efnahagsbanda-
laginu. Hann vill fækka ríkis-
starfsmönnum um fjögur
þúsund og þrjú hundruð á mán-
uði á næstunni, alls um þrjú
hundruð og tíu þúsund manns.
Hann vill afnema tekjuskatta á
tekjur undir um tveimur millj-
ónum íslenzkra króna. Glistrup
vill, að danski herinn verði
leystur upp og í staðinn komi
símsvari, þar sem endurtekið sé
í sifellu: „Við gefumst upp.“
Ekki þýði fyrir heimamenn að
ætla að verja landið fyrir Sovét-
mönnum. Þó eigi Danmörk að
vera í Atlantshafsbandalaginu.
Takmark hans er að skera
fjárlög ríkisins niður um helm-
ing með margvíslegum
sparnaðarráðstöfunum. Til
þess segist hann þurfa fimm ár,
komist flokkur hans til valda.
Sex prósenta
fylgisaukning
Flokkur Mogens Glistrups er
annar stærsti flokkur landsins.
Samkvæmt skoðanakönnun
Gallups í sumar mundi flokkur-
inn fá fylgi 22,8 af hundraði
kjósenda, ef kosið væri nú. Það
er ríflega sex prósenta aukning
á hálfu ári.
Fylgi stærsta flokksins, jafn-
aðarmanna, er samkvæmt skoð-
anakönnuninni 30,7 af hundr-
aði.
Foringjar gömlu flokkanna
vöruðu sig’ ekki á Glistrup í
upphafi. Nú hafa þeir skilið.aé
honum hefur tekizt að snerta
strengi í brjóstum kjósenda.
Hann hefur talað mál, sem
kjósendur hafa skilið. Hinar
róttæku hugmyndir hans eru
Mogens Glistrup: Niður-
skurður f járlaga um helming.
einmitt í anda fjölmargra
danskra skattborgara, sem
sligast undir skattbyrðinni.
Starfsmenn ríkisins eru nú
770 þúsund en yrðu 460 þúsund
eftir aðgerðir Glistrups.
Hann hyggst stöðva stuðning
við vanþróuð ríki og framlög til
menningarmála. Að öllu saman-
lögðu hefur hann ráðizt gegn
grundvallaratriðum í „hefð-
bundnu" pólitíkinni dönsku.
Hægri menn líta út eins og al-
gerir sósíalistar í samanburði
við Glistrup.
Glistrup skelfir jafnaðarmenn. — Foringi jafnaðarmanna, Anker
Jörgensen forsætisráðherra, með starfsbróður sinum og flokks-
bróður Odvar Nordli, Noregi.
Frjálslyndi flokkurinn átti ekki lífsvon en
Samtökin héngu í síðustu þingkosningum á
kjöri Karvels Pálmasonar í Vestfjarðakjör-
dæmi þar sem vinsældir Hannibals Valdimars-
sonar komu til. í Reykjavík náði flokkurinn
ekki kjördæmakjörnum þingmanni.
Þá mátti spyrja til hvers þessi flokkur væri.
Augljóst var að honum tækist sízt að sameina
vinstri menn. Þvert á móti mátti kalla hann
enneitt sundrungaraflið á vinstri væng stjórn-
málanna. Af þessu hlaut að leiða sú þróun, sem
fylgdi.
En þetta sprikl hefur ekki verið með öllu
tilgangslaust.
Ræóur forystumanna flokksins, hvort
sem var Bjarna Guðnasonar, Magnúsar
Torfa Ólafssonar eða Hannibals Valdimars-
sonar vöktu athygli og féllu í góðan jarðveg,
langt út fyrir raðir stuðningsmanna flokksins.
Fólk hlýddi á mál þeirra þótt þaö hlypi ekki til
að kjósa þá. í ræðum þeirra var þungamiðjan
að benda á samsekt gömlu flokkanna í kerfinu,
spillingu þeirra og samtryggingu.
Þetta voru orð í tíma töluð. Hitt var svo
annað mál, að þorri manna treysti nýja flokkn-
um ekki til að valda neinni byltingu í þeim
efnum.
Augu almennings eru opnari en áður fyrir
ágöllum kerfisins. En Samtökin hafa lítið notið
góðs af. Ljóst er að eigi að veróa umbylting til
hins betra verður hún aó koma með öörum
hætti.
Stapadraugur skýtur
Þaó eru áreiðanlega ekki
margir sem gera sér grein fyrir
þeirri staðreynd, að sá tími,
sem svokallaðir herstöðvarand-
stæðingar velja nú til að boða
ráðstefnu til styrktar málstað
sínum (svo þjóðræknislegur
sem hann er nú) að gera ísland
varnarlaust, — er ekki valinn
út í bláinn.
t þeim siðferðilega öldudal,
sem þjóðlif í landinu hefur sog-
azt niður á undangengnum
mánuðum, einmitt kærkominn
og heppilegur jarðvegur fvrir
vinstri öfgaöflin meo' þau
áróðurstæki, sem þeim eru til-
tæk, að blása til herkvaðningar
og stefna hinum ofstækisfullu
saman á einn stað. Þar stappa
þeir stálinu hver í annan og
strengja þess heit að láta nú
tækifæri sem þetta ekki ganga
sér úr greipum til þess að véla
um fyrir veikgeðja sálum sem
ekki hafa látið sannfærast al-
gjörlega um að „ísland úr
NATO, herinn burt“ séu lykil-
orðin að nýju og betra þjóð-
félagi.
En nú sem oft áður hefur
einhverjum þeim, sem standa
að undirbúningi „landráða-
stefnunnar" í Stapa 'skrikað
fótur, kannski vegna þess, að
hernámsandstæðingum sem
svo kalla sig reynist, ekki
síður en öðrum, erfitt að fóta
sig á hálum „skötubörðum"
siðgæðisins.
Þannig mátti lesa um það í
Þjóðviljanum sl. sunnudag, að
,,kvöldskemmtun“ þeirra
vinstri manna í Stapa hefði
verið slík, þegar frá eru talin
„ísland úr NATO, herinn
burt“-slagorðin og baráttu-
kveðjur og símskeyti frá félög-
um'.,útum allar trissur“ eins og
sagði í blaðinu, — að maður
hefði verið farinn að efast um
að tilgangurinn helgaði meðal-
ið.
Orðrétt segir frá þessum
fundi í Þjóðviljanum. „Nú
kann það að vera að klám
trekki vel á skemmtanir, það er
að minnsta kosti skoðun og
reynsla bíóstjóra okkar, —
Þjóðleikhúsið er líka með
■einhverja pempíulega tilburði í
þá átt undir rúmi um þessar
•mundir. En þegar okkur sem
hingað til höfum ekki verið
talin af allra viðkvæmustu sort
er boðið upp á eins pervert
pornóþrugl oe gróteskan
hrylling og framreiddur var til
að fylla Stapa á vegum
hernámsandstæðinga mánu-
dagskvöldið góða, fer maður að
efast um að tilgangurinnlhelgi
meðalið.“
Það er greinilegt, að þarna
hefur Stapadraugnum enn einu
sinni skotið upp meðal
fundarmanna, og honum, sem
þó- er rammíslenzkur, ofboðið
svo freklega sajnkunda sú sem
þarna var samarkomin á hans
umráðasvæði, að hann hafi
hreinlega lagt listamönnum
vinstristefnunnar orð í munn.
Enda segir í Þjó ö
viljanum'i.ennfremur frá þess-
ari samkomu, „að sönglist öll
hafi verið á ýmsa vegu, hljóð-
færaleikur á stundum óvand-
aður og textar hæpnir“.
En svo ógeðfelld meðul, sem
komúnistar og ýmis brot vinstri
aflanna i þessu landi hafa notað
til þess að koma á framfæri
sinni heitustu ósk, að ísland
verði varnarlaust og hafa þótt
góð og gild i þeirra röðum til
þessa, þá er ástæða til að leggja
við hlustir, þegar málgagn
stefnu varna- og öryggisleysis
telur, að vafasamt sé, að slík
uppákoma sem
herstöðvarandstæðingar stóðu
að í Stapa mánudagskvöldið
góða, verði til þess, að
tilgangurinn helgi meðalið!
En grínlaust og gamanlaust
talað. Það er varla ætlandi
þeim þorra þjóðarinnar, sem
stendur utan og ofan við
brambolt vinstri aflanna í
landinu við að koma Islandi úr
varnarbandalagi vestrænna
ríkja, að treysta eingöngu á
það, að Stapadraugurinn grfpi 1
taumana á hverri þeirri
samkundu, sem kommúnistar
standa að til eflingar þeirri
fyrirætlan sinni að koma
Islandi úr Atlantshafsbanda-
laginu. Eða eru for-
svarsmenn íslenzku borg-
araflokkanna svo blindir að