Dagblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.11.1976, Blaðsíða 2
DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÚVEMBER 1976. BÍLAR UPP AÐ DYRUM — leikvöllurinn við Vogaskóla gerður að bílastæði Húsmóðir í Vogunum hringdi: „Vogaskólinn er bæði barna- og unglingaskóli. Sem eðlilegt er er þarna fjöldi barna fyrir utan á öllum tímum dagsins að koma og fara úr skóla. Eins og við aðra skóla er malbikað skólaplan við skólann þar sem börnin eru að leik í frímínút- um. Nú hefur brugðið svo við að kennararnir eru farnir að aka bilum sínum alveg að dyrum skólans. Planið er því orðið nokkurs konar bílastæði. Mér finnst að alls ekki eigi að leggja bílum sínum þar sem börn eru svona mikið á ferðinni eins og á skólaplani. Það hlýtur að vera vinnandi vegur fyrir kennara að ganga nokkurn spöl að dyrum skólans. Ætli þeim veiti nokkuð af hreyfingunni. Mér finnst ákaflega einkenni- legt að þeir geri svona hluti, þeir sem eiga að vera vel kunnugir börnum og hegðun þeirra.“ Fyrir utan Vogaskólann. DB-mynd Arni Páll. Fjosameistarí Framsóknar Þórður Halldórs$on, Lúxemburg, skrifar: Við íslendingar erlendis, sem erum fjarlægir áhorfendur að þvi sem hefur gerzt í íslenzkum réttarfarsmálum að undan- förnu, horfum með hryllingi á það sem þar fer fram. Almenningur á íslandi virðist vera orðinn þessu svo samdauna að hann er hættur að sjá kjarna þess sem fram fer og virðist taka gott og gilt að framámenn í pólitík villi um fyrir honum á öllum sviðum þegar þeim býður svo við að horfa. Eitt dæmi um slik vinnu- brögð er að finna i kjallara- grein, sem Halldór Kristjáns- son, sem kennir sig við Kirkju- ból, ritar í Dagblaðið þann 6. okt. sl. Hann er að taka að sér það vonlausa verk að reyna að hvítþvo Framsóknarflokkinn af því að hafa að vissu marki stutt við bakið á þeim glæpahring, sem flest meiri háttar glæpa- mál hafa verið rakin til á undanförnum misserum. Þar sem þú, herra Halldór, hefur tekið þér á hendur þessa krossferð, væri ekki úr vegi að skjóta að þér nokkrum spurningum svona til íhugunar fyrir þig. Af skrifum þinum að dæma, er hins vegar varla að vænta þess að þú sért haldinn því hugarfari eða manndómi að svara þeim. Þar I móti kemur 'þá hið sigilda orðtæki; að þögn er sama og samþykki. Þú velur þér það yrkisefni að ráðast að Vilmundi Gylfasyni og reyna að gera hann að sið- spilltum ósannindamanni af öll- um hans skrifum um dóms- og réttarfar á tslandi. Mín fyrsta spurning er því þessi: Hver er það sem fyrstur gerði þjóðinni viðvart um þau glæpa-, fjár- spillingar- og glæframál, sem hafa verið efst á baugi að undanförnu? Þér væri nær að taka í hönd Vilmundi og þakka hans stóra þátt I því, frekar en auglýsa þitt hugarfar á þann hátt sem þú hefur nú gert og lengi verður óafmáð á þínum skildi. Er það ennþá sannfæring þín að reyna að halda því fram að engin fjármálatengsl séu, eða hafi verið, á milli Klúbbsins og Framsóknarflokksins? Enda þótt dómsmálaráðherra segði á Alþingi að hann legði æru sina að veði fyrir því að svo væri ekki, ættir þú að vita, eins og þjóðin öll, ef þú ert ekki pólitískt blindur á báðum augum, að Kristinn Finnboga- son, fjármálaráðherra Fram- sóknarflokksins á heimavíg- stöðvum, afsannaði þennan æruþvott dómsmálaráðherra áður en hanaræksnið galaói þrisvar. Kristinn upplýsti að Sigurbirni í Klúbbnum hefðu verið lánaðar 2,5 milljónir kr. úr sjóðum Framsóknarflokks- ins. Dómsmálaráðherra taldi sig þá geta smogið í gegnum nálaraugað með því að segja að það hefði ekki verið Fram- sóknarflokkurinn sem lánaði peningana heldur byggingar- sjóður Framsóknarflokksins. Heldur þú, Halldór, að það sé afskaplega sannfærandi að ráðherra og formaður Fram- sóknarflokksins hafi ekkert vitað um þessar fjárráðstafanir, eða að það kæmi Framsóknar- flokknum ekkert við hvað yrði um fjárreiður byggingarsjóðs Framsóknarflokksins? Telur þú að nokkur einasti maður á landinu trúi þessu utan túngarðs Kirkjubóls? Finnst þér, Halldór, eftirfar- andi dagsetningar bera nokkurn keim af tilviljunum, eða einhverju öðru? Klúbbnum var lokað vegna meintra lög- brota 14.10. 1972 af lögreglu- stjóranum í Reykjavik. Trúir því nokkur maður að lögreglu- stjóri hafi gert það án laga- heimildar, eins og dómsmála- ráðherra hefur haldið fram? 17.10 1972 fær Sigurbjörn I Klúbbnum 2.5 milljónir að láni hjá Framsóknarflokknum. 20.10. 1972 lætur dómsmála- ráðherra opna Klúbbinn, i ó- þökk lögreglustjóra og sak- sóknara ríkisins. Ráðherra gefur þá skýringu að lögregiu- stjóri og saksóknari hafi tekið fram fyrir hendur sínar með lokun hússins. Er þá skýringin sú að hann hafi látið opna Klúbbinn m.a. vegna þess að fyrrnefndir embættismenn hafi framið embættisafglöp? Eru kannske ekki frekar líkur til þess að ráðherra hafi iátið opna klúbbinn til þess að veitinga- maðurinn gæti staðið við skuld- bindinguna við Framsóknar- flokkinn? Ég er ekki fjarri þvl, Halldór, að þú mundir álykta eitthvað í þá veru, ef aðrir hefðu átt hlut að máli. í framhaldi af þessu öllu setti dómsmálaráðherra upp eins konar revíu, þegar hann eyddi sínum dýrmæta tíma I það að skrifa framhalds- langhunda í Timann, er hann nefndi „Opið bréf til Þorsteins ritstjóra Vísis.“ Þau opnu bréf eiga það sameiginlegt að hvergi örlar á rökum um þau mál sem voru til umræðu, en allt kapp lagt á að draga nafngreindar persónur sundur og saman í háði og lagt á sig mikið erfiði við að gera fjölda manna að fábjánum og fíflum. Ennþá kemur þú að veikum unkti, Halldór, í þinni jallaragrein. Þegar Klúbb- menn, Sigurbjörn og Magnús, ráku upp sitt þjóðfræga rama- kvein út af illu umtali, eins og þeir kölluðu það, þegar byrjað var að rannsaka feril þeirra, og báru sig upp við dómsmáia- ráðuneytið undan því, segir þú í grein þinni: „Þau afskipti dómsmálaráðuneytisins, sem hér er vikið að, skilst mér að séu að það sendi bæjar- fógetaembættinu í Keflavík afrit af bréfi þeirra Sigurbjarnar Eiríkssonar og Magnúsar Leopoldssonar, þar sem þeir báru sig upp undan því að hafa orðið fyrir leiðin- legu umtali og mæltust til að rannsókn færi fram svo að sak- leysi þeirra kauni í ljós.“ Þér finnst sjálfsagt. Halldór, að ráðuneytið sé hlaupaköttur þessara tugamilljóna fjár- svikara, enda bregzt það ekki vonum þeirra. Þú segir orðrétt: „Hitt hefur mér þótt stór- furðulegt að rannsóknarmaður segist hafa skilið þetta svo, að ráðuneytið sendi tilmæli þeirra Klúbbmanna áleiðis, þannig, að það, ráðuneytið, væri nánast að banna að rannsaka allt sem þá menn snerti. Það er að mínu viti eitt af undrum dómsmála- sögunnar að rannsóknarmaður skuli álykta svo. Hvernig er sú ályktunargáfa?1' Þú virðist hafa góða fyrirmynd í því að dæma um gáfur manna og ekki skortir þig hrokann. Ég vil því spyrja þig, manninn með. „gáfurnar" og glöggskyggnina: t hvaða tilgangi var bréf ráðuneytisins stílað á svo loð- inn hátt að það reyndist torskil- ið rannsóknrmönnum? Hvað fengi skólabarn fyrir þann stíl, sem kennarinn botnaði hvorki upp né niður í? Og enn og aftur: Hvers vegna fæst þetta bréf, sem hefur valdið slíkum misskilningi, ekki birt opinber- lega? Er það algengt að opnber ráðuneytisskjöl týnist? Þú skrifar langt mál um Klúbbveizlur Framsóknar- flokksins, sem þú gerir tilraun til að afsanna. Vel má vera að þær kunni að vera nokkurt aukaatriði. Sama er mér hvort þú hefur sjálfur greitt fyrir kaffið I þetta eina skiptið sem þú segist hafa komið I Klúbbinn. Hins vegar er það siður rökþrota manna að spinna langhunda utan um smáatriði. Enn segir þú orðrétt: „Ég dvel heldur ekki við þær full- yrðingar hans (Vilmundar) að Tfminn hafi gert „einhverja þá ægilegustu níðherferð á hend- ur lögreglumönnunum Hauki Guðmundssyni og Kristjáni Péturssyni, sem sögur fara af.“ Nei, Halldór, þú skalt ekki dvelja lengi við þær, því svo grunnur ertu ekki að það hafi farið framhjá þér að allt kapp er á að láta þessa menn koma sem minnst nálægt rannsókn opinberra mála, vegna þess að þeir hafa sýnt það og sannað að þeir eru flestum færari að fletta ofan af óhroðanum, sem allt kapp er lagt á að fela. Þú veizt kannske ekki, eða vilt ekki vita, að kjánaleg tilraun var gerð til þess af ákæruvaldsins hálfu að útiloka þá frá störfum með því að sjóða saman á þá ákæru út af nauðaó- merkilegum atburði. Eg skora á þig að sjá til þess aó þeir fái að talá við opin réttarhöld, bæði um þau ákæruatriði og annað sem þá kæmi kannske óþægilega í ljós. Að endingu ein samvizkuspurning: Ertu ekki hre.vkinn af því, Halldór, sem Islendingur að hafa dæmdan mann fyrir meiðyrði í sæti dómsmálaráðherra? Viltu nefna mér dæmi úr hinum vest- ræna heimi þar sem slíkir hlut- ir gætu gerzt? Eg vorkenni þér í fjósa- meistarastarfinu hjá Fram- sókn. Þú mátt lengi moka, ef þú ætlar að hreinsa þann flór. LAND ROVER ER 0F GÓÐUR HANDA ÞÉR HREINN! — ef þú vilt hann ekki Sigurður Jónsson skrifar: Varðandi grein Hreins Sigurðssonar í DB hinn 3. þ.m. langar mig að gera nokkrar at- hugasemdir. Hreinn greinir frá atburði sem hann varð vitni að í Austurstræti er tveir lögreglu- þjónar fjarlægðu dauðadrukk- inn mann þaðan og fluttu hann á brott í Land Rover, sem að áliti Harðar er vart hæfur til fólksflutninga heldur helzt starfhæfur við landbúnaðinn. Eg skal fúslega játa að til eru þægilegri bílar en Land Rover, en heldur þú ekki Hörður, að róna, sem veit hvorki i þennan heim né annan (eins og þú kemst að orði), standi ekki nákvæmlega á sama um hvort hann er fluttur á Land Rover eða dýrustu gerð af Mercedes Benz I steininn? Fyrir utan það finnst mér allsterkt til orða tekið, að segja að varla sé hægt að koma manni í heilu lagi inn I Land Rover. Það er mjög auðveldur verkn- aður, nema maðurinn sé þvi meiri utan um sig. Land Rover jepparnir hafa notið mikilla vinsælda hérlendis um árabil og þykja mjög heppilegir til aksturs um vegakerfi okkar. Aumt er ástandið hjá löggunni: LANDBÚNAÐARTÆKI NOTUÐ TIL RÓNAFLUTNINGA Og varðandi orð þin um lögg- urnar tvær, að þær hafi gefizt upp við að koma manninum inn með mildilegum handtökum, en ýtt honum inn fyrir dyrnar, skellt hurðinni og iæst. Ti\ er orðtak sem segir: „Allt vill lagið hafa hér. af hvaða tagi sem það er“. Heldur þú þá ekki Hreinn, að lögregluþjónarnir ættu að taka sér þetta til fyrir- myndar? Svo víkur þú spurningum til lögregluyfirvaldanna, sem ég að sjálfsögðu veit ekki fullgild svör við, nema það að mig langar að fræða þig um hvernig jeppar standi sig í hraðakstri. Þeir standa sig mjög vel, t.d. eru flestir sjúkrabílar á Islandi jeppar (þ.e. bflar með fjór- hjóladrif) og þeir þurfa yfir- leitt öðrum fremur að hafa hraðann á. Nú svo eru það læknar og dýralæknar. Þeir eiga allflestir jeppa. Þurfa þeir ekki stundum að flýta sér? Jú, ég held nú það og þeir komast leiðar sinnar eins og aðrir þó á Land Rover séu! Hreinn Sigurðsson! Land Rover bíll er aldeilis fullgóður handa þér og of góður ef þú vilt harin ekki! Raddir lesenda Hríngið í síma 83322 milli kl. 13 og 15

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.