Dagblaðið - 16.11.1976, Page 7

Dagblaðið - 16.11.1976, Page 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NÖVEMBER 1976. 7 Brezhnev í ræöustól: „Úlfurínn ætlar ekki að éta Rauðhettu” — sem þýðir: Sovétmenn ráðast ekki á Júgóslava Leonid Brezhnev aðalritari Sovézka kommúnistaflokksins, fullvissaði Tito Júgóslavíufor- seta um það í gærkvöld að Sovétmenn hefðu alls ekki í hyggju að ráðast á Iand hans. K Tito Júgóslavíuforseti hugsar sinn gang undir ræðuhöldum Brezhnevs í Belgrad þessa dagana. Brezhnev kvað þetta vera ævin- týri sem væri skáldað upp á Vesturlöndum. Aðalritarinn sat kvöldverð í boði Titos i gærkvöld og við það tækifæri sagði hann: „Höfundar þess háttar ævin- týra reyna að festa þá skoðun í sessi að Júgóslavía sé fátæk og hjálparlaus lítil Rauðhetta sem hinn hræðilegi og blóðþyrsti úlfur — það er að segja hið árásargjarna Sovétveldi — hafi i hyggju að tæta í sundur og éta i einu vetfangi.“ Og Brezhnev hélt áfram: „Eg skal ekkert um það segja hvað býr að baki svona hugarfari. Annað hvort er það algjört skilningsleysi á grundvallar- reglum sem sósíalísk ríki setja um samskipti sín í milli eða sú kaldhæðnislega trú að óbreytt- ur almúginn gleyþi við hvaða lygi sem er sé hún einungis endurtekin nógu oft.“ Crosland: Rússar eru að taka fiskinn okkar Fiskveiðar sovézkra togara, út af ströndum Bretlands, sem nýlega hafa farið mjög vaxandi eru helzta ógnunin við brezka fiskistofna. Þetta sagði Anthony Crosland, utanríkisráðherra Breta á fundi með fréttamönnum í Brussel í gær. Hann sagðist einnig hafa látið áhyggjur sínar í ljós við Finn Olof Gundelac, þegar þeir hefðu ræðzt við um viðræður Gunde- Anthony Crosland, utanríkis- ráðherra Bretlands. lachs við íslenzka ráðamenn um væntanlega samninga íslendinga og Efnahagsbandalags Evrópu. Bandalagið, sem níu ríki eiga aðild að, ákvað í síðasta mánuði að sameiginleg fiskveiðilögsaga þess skyldi færð út í tvö hundruð milur á næsta ári. Það hefur tekið að sér það vandasama hlutverk að gera allsherjarfiskveiðisamning EBE við Islendinga, segir i Reutersfrétt í morgun. Af þessum níu ríkjum hafa Bretar mestan áhuga á að hefja þessar viðræður sem fyrst, þar sem samningur þeirra við Islendinga rennur út 1. desember, segir einnig. Gundelach hafði ekki árangur sem erfiði af för sinni til Reykja- víkur í síðustu viku. A morgun gerir hann ráðherranefnd banda- lagsins grein fyrir viðræðum sínum, þegar hún kemur saman. til að ræða sameiginlega fiskveiðistefnu bandalagsins og heldur siðan aftur til Islands i næstu viku. EBE hefur komið sér saman um sameiginlega 200 milna lögsögu en ágreiningur ríkir um kröfur Breta og Ira um 50 mílna einkalögsögu innan hinna sameiginlegu tvö hundruð. CARTER HYGGST EINBEITA SÉR AÐ KJARNORKU- AFVOPNUN Jimmy Carter, sem tekur við embætti forseta Bandaríkj- anna 20. janúar næstkomandi, hélt blaðamannafund í gær — í annað skipti síðan hann náði kjöri. Fundurinn fór fram í tilraunastöð í Iandbúnaði sem er í heimabæ Carters, Plains. Svona getur bara gerzt í Ameríku: Hún vill giftast dauða- fanganum Gary Gilmore — sem er að skrifa ævisögu sína í kapp við dauðann Kærasta dauðadæma morð- more af lífi. ingjans Gary Gilmores, sem óskað hefur eftir að fá að deyja „eins og maður“ hið fyrsta, segist hafa fallizt á að giftast honum. Stúlkan er tvítug, fráskilin og heitir Nicole Barnett. Hún sagði við blaðamenn í Utah í gær þegar hún hafði heimsótt Gary í fang- elsið: „Ég sagði við hann í dag að ég vildi það, og hann virtist mjög undrandi." Frú Barnett bætti þvi við að hún reiknaði ekki með að fang- elsisyfirvöld vildu leyfa henni að giftast fanganum á dauðadeild- inni. Yfirmaður fylkisfangelsanna, Samuel Smith, hafði í gærkvöld ekki fengið skriflega ósk urn hjónavígsluna. „Ég veit ekki hvaða tilgangi það ætti að þjóna en ég er hlutlaus,'1 sagði hann. Þriggja rnanna náðunarnefnd Utah kemur saman á morgun til að ræða hina óvenjulegu ósk Gil- mores. Lögfræðingur hans, Dennis Boza, skýrði frá því í gær að skjól- stæðingur hans, sem dvalizt hefði átján af undanförnum 21 ári bak við lás og slá, væri nú að skrifa ævisögu sína. Ætti hún að koma út þegar búið væri að taka Gil- Barrett myndi njóta útkomu ekki tjá sig nánar um fjármála- Dennis Boza sagði einnig að frú bókarinnar fjárhagslega en vildi hliðmálsins. Á þessum fundi sagði Carter að eitt fyrsta stóra verkefni hans, eftir að hann tæki við völdum, væri að einbeita sér að kjarnorkuafvopnun í heim- inum. Hann sagði að hann mundi vinna að því af öllum mætti að minnka afskipti Bandaríkjanna af kjarnorku- vopnum og bætti við: „Það mun alltaf vera ofar- lega í huga mér, í samskiptum mínum við Sovétrikin jafnvel þó að einungis sé um viðskipta- mál að ræða.“ Kína: Byrjad að reisa graf- hýsi fyrir Mao formann Kínverjar hafna öllum vinsamlegum samskiptum við Sovétmenn Þúsundir verkamanna og her- manna í Kina eru byrjaðar á að reisa grafhýsi til heiðurs stofn- anda kínverska kommúnista- flokksins, Mao tse-Tung. En aðeins nokkrum klukkustund- um eftir að þetta óvænta verk hófst hristist öll höfuðborgin, Peking, í 20 sekúndna löngum jarðskjálfta. Ekki er kunnugt um að neinn hafi farizt eða slasazt alvarlega i jarðskjálft- anum. Kínverjar höfnuðu í gær- kvöld öllum vinsamlegum sam- skiptum við Sovétmenn eftir að dauða Maos formanns hefur borið að höndum. 1 harðri ræðu sem varaforsætisráðherra Kína, ,Li Hsien-nien, flutti í kvöldverðarboði í gærkvöld baðst hann undan öllum slíkum samskiptum. Fyrr I ræðunni hafði hann veitzt að Sovét- mönnum og valdið þvi, að sovézki sendiherrann gekk út úr veizlunni' ásamt sendiráðs- starfsmönnum sjö leppríkja Sovétríkjanna. Kína: þjóðirnar fyikja sér um Hua formann. í heimahéraði hans var piltur nýlega tekinn af lífi fyrir að hafa krotað yfir nafn formannsins á vegg- spjaldi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.