Dagblaðið - 16.11.1976, Page 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 16. NOVEMBER 1976.
[ — má lækka vöruverð með
niðurskurði umboðslauna og
hækkun álagningar?_________
Verðlagsstjóri hefur jafnvel
fundið dæmi þess, að verð úr
búð i London væri lægra en
verð það, sem islenzkur inn-
flytjandi hefur greitt fyrir
vöru. Til greina kæmi, til að
lækka vöruverð, að koma i veg
fyrir, að umboðslaun séu tekin
erlendis með þvi að heimila
hækkun álagningar á ákveðn-
um vörum. Þetta kemur fram í
viðtali Dagblaðsins við Georg
Ólafsson verðlagsstjóra.
„Mér hafa komið viðbrögð
innflytjenda við upplýsingum
minum um mismun á innkaups-
verði hér og í London á
óvart,“ sagði verðlagsstjóri.
„Þær upplýsingar, sem ég gaf,
voru ekki hugsaðar sem nein
atlaga gegn þeim. Fyrir mér
vakti að reyna að varpa ljósi á
þessi mál. Það er ekkert laun-
ungarmál, hve háir tollar eru,
eða vörugjald, álagning, sölu-
skattur og slikt, og þvi ekki
óeðlilegt, að það komi fram i
fjölmiðlum. Hér er um vanda-
mál að ræða, þar sem er mis-
munur á þvi verði, sem
islenzkir innflytjendur og
brezkir greiða i London, þótt ef
til vill megi hártogast um,
hversu stórt það er. Min hugs-
un er að reyna að fá almenning,
stjórnmálamenn, innflytjendur
og verðlagsyfirvöld til að vinna
saman að lausn þessa vanda
máls og koma þessum málum i
betra horf.“
Hingað til einungis
eftirlif með
ólagningunni.
Er það ekki svo, að hingað til
hafi einungis verið eftirlit með
álagningunni?
„Það mætti segja, en nú
teljum við æskilegt að reyna að
fylgjast almennt með verðlags-
þróun erlendis."
Skiptir magnafsláttur miklu
i þessum verðmun?
„Við höfum orðið varir við
það. Til dæmis hefur komið fyr-
ir, að verð úr verzlun i London
væri lægra en það verð, sem
íslenzkur innflytjandi hefur
greitt fyrir sömu vöru.“
Rætt við verðlagsstjóra:
Varan jafnvel ódýrarl í búð í
London en í innkaupum okkar
GEORG ÓLAGSSON, — viðbrögð innflytjenda komu honum á óvart
(DB-mynd Bj.Bj.)
Hvernig verður framhaldið?
„Um það get ég ekki fullyrt,
en við höfum samstarf við
stofnanir i London, sem munu
senda okkur mánaðarlega upp-
lýsingar um verð á helztu nauð-
synjavörum. Við vitum einnig,
að í Osló og Stokkhólmi er i
undirbúningi könnun á inn-
kaupsverði innflytjenda þar í
ýmsum löndum og munum við
fylgjast með þvi til samanburð-
ar.“
Hvað má gera til að koma i
veg fyrir umboðslaun meðan
við höfum ekki fengið nýja
verðlagslöggjöf?
„Ég skal taka dæmi,“ sagði
verðlagsstjóri. „Setjum sem
svo, að innflytjandi telji álagn-
ingu á einhverja vöru ekki
standa undir kostnaði og hafi
gripið til þess að taka 10%
umboðslaun erlendis. Ef þessi
vara 3-4 faldast i verði frá inn-
kaupi, 3-4 faldast þessi umboðs-
laun lika í verðinu. Þá segir sig
sjálft, að gætum við komið i veg
fyrir kommissionina, umboðs-
launin, og heimilað I staðinn
hækkun álagningar, sem sam-
svarar þeim, þá hefði okkur
tekizt að lækka verðið á vör-
unni.“ Að öðru leyti vildi verð-
lagsstjóri ekki ræða um áhrif
kommissionar.
„Markmið mitt er að reyna að
stuðla að umræðu um þessi
mál,“ sagði Georg Ólagsson að
lokum.
-HH
—
Haraldur Böðvarsson & Co hf. á Akranesi sjötíu ára
Hagur fyrirtækisins hef ur
speglazt í þróun bæjarins
Fyrirtækið Haraldui
Böðvarsson & Co h/f á Akranesi
á sjötíu ára afmæli á morgun, 17.
nóvember.
Saga fyrirtækisins er ekki
einasta nátengd atvinnu- og
byggingarsögu Akraness heldur
einnig Sandgerðis, en fyrstu
tuttugu ár fyrirtækisins voru
umsvif þess þar suðurfrá. Nú eru
fimmtíu ár síðan fyrirtækið flutti
starfsemi sina til Akraness, en
eignir þess í Sandgerði voru ekki
seldar að fullu fyrr en árið 1941.
Á þeim liðlega fimmtíu árum,
sem liðin eru síðan Haraldur
Böðvarsson hóf starfsemi sína á
Akranesi hafa orðið þar stórstígar
framfarir, sem fléttast að miklu
leyti saman við vöxt fyrirtækisins
og viðgang.
Haraldur Böðvarsson var einn
helzti framkvæmdamaðurinn i
flestum stórframkvæmdum í
byggðarlaginu.
Hann var formaður
hafnarnefndar frá upphafi. Hann
var í fararbroddi þegar Akur-
nesingar og Borgfirðingar
virjtjuðu Andakíl og stjórnar-
formaður frá upphafi til ársins
1963.
Haraldur Böðvarsson var for-
maður byggingarnefndar sjúkra-
húss Akraness og má segja að
mesti þungi byggingarfram-
kvæmdanna hafi hvílt á herðum
hans. Hann skilaði sjúkrahúsinu
fullbyggðu og skuldlausu eftir
fjögur ár.
Það var á allra vitorði á Akra-
nesi að verulegar fjárhæðir og
gjafir komu til sjúkrahússins frá
fyrirtækinu H. Böðvarsson
& Ca, og einnig frá þeim hjónum
Ingunni og Haraldi persónulega.
Rausn þeirra hjóna reis
kannski hæsi þegar þau gáfu
Akraneskaupstað Bíóhöllina.
Allur ágóði sem yrði af
bíósýningum þar átti að renna
óskiptur til sjúkrahússins. Þessi
rausn er einsdæmi og verður
seint þökkuð sem skyldi.
Fyrirtækið Haraldur Böðvars-
son &Co hefur frá fyrstu tíð verið
stær.-.li alvuinuveitandinn á Akra-
nesi. Fyrirtækið hefur einnig
beitt sér fyrir nýjungum I at-
vinnuhagræðingu. Sonur
Haraldar Böðvarssonar, Sturlaug-
ur, stjórnaði fyrirtækinu með
föður sínum og síðan einn eftir
hans dag. Haraldur, sonur
Sturlaugs, tók við rekstri
fyrirtækisins, er faðir hans lézt
fyrir aldur fram, í sumar.
Margir af starfsmönnum fyrir-
tækisins hafa starfað hjá því um
og yfir hálfa öld og segir það sína
sögu.
í tilefni sjötíu ára afmælisins
hefur fyrirtækið boðið öllum
núverandi og fyrrverandi starfs-
mönnum og mökum þeirra til af-
mælishófs annað kvöld.
Sl. sumar létu afkomendur
hjónanna Ingunnar ' Stur-
laugsdóttur og Haraldar
Böðvarssonar gera brjóstmynd af
þeim hjónum. Myndinni var
komið fyrir í garði framan við
húsið að Vesturgötu 32, þar sem
þau hjónin bjuggu lengst af.
Brjóstmyndina gerði Gyða Jóns-
dóttir.
-G.H./abj.
mf* fcSÍ.
r 1 |
m m* íífl m i
mm
V H!
mm
Þessi gamla mynd sýnir þá þrjd menn, sem verlð hafa framkvæmda-
stjórar fyrirtækisins Haraldur Böðvarsson & Co h/f í sjötiu ár. Frá
hægri: Haraldur Böðvarsson, Sturlaugur Böðvarsson og Haraldur
Sturlaugsson.
56 hafa leitað sér lækninga erlendis
— Jim Cusack forstöðumaður stofnunar fyrir drykkjusjúka á opnum fundi í Austurbæjarbíói
„Alkóhólisma er hægt að
líkja við sykursýki. Það er ekki
hægt-að lækna þennan sjúkdóm
alveg, en það er hægt að halda
honum niðri,“ sagði Jim Cusack
í samtali við DB. Hann er
forstöðumaður Veritas Willa í
New York, en þangað hafa
Islendingar komió til dvalar,
eftir að hafa útskrifazt af
Freeport sjúkrahúsinu frá Dr.
Pirro. Jim og kona hans Sue
eru hér á landi i boði Freeport-
klúbbsins, en hann var
stofnaður fyrir nokkru.
Þau hjómn dvelja hér í
vikutíma og verða m.a. á opnum
fundi sem verður á vegum AA-
samtakanna í Austurbæjarbíói
nk. laugardag kl. 2. Einnig
funda þau með félögum Free-
port-klúbbsins og það eru ekki
margar stundir sem þau eiga
frí.
Jim sagði okkur að nú hefðu
56 tslendingar dvalið hjá þeim
hjónum á Veritas Willa. Lág-
marksdvalartíminn er 2 vikur.
Hann sagði að mjög góður
árangur hefði náðst og það væri
eftirtektarvert hve Islending-
arnir stæðu vel saman. Það
væri furðulegt hve góður
árangur hafi náðst hér á svo
skömmum tíma, sem raun ber
vitni. I Bandaríkjunum er ekki
hægt að tala um árangur fyrr
en eftir tvö ár, en Jim sagði að
ef litið væri á árangur hér
núna, eftir þennan skamma
tíma gæti hann sagt að um um
80% af þeim sem kæmu til New
York hefðu fengið bót
Það er mjög áríðandi að
þessu starfi sé fylgt nógu vel
eftir. Það verður að vera gott
samband á milli fjölskyldu-
meðlimanna, eigi góður
árangur að nást. Starfandi eru
hér á landi samtök sem kölluð
eru Ala-non, en þau eru fyrir
aðstandendur drykkjusjúkra.
Nú er einnig ætlunin að stofna
Ala-teen, en það eru samtök
barna drykkjusjúklinga.
-KP.
Hjónin Jim og Sue Cusack eru
hér í boói Freeportklúbbsins,
en hann var stofnaður hér
nýlega.